Vísir - 14.04.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 14.04.1953, Blaðsíða 6
VÍSIR Þriðjudagmn 14. apríl 19-53 em-?!" £i; -í DAGBLAÐ .Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skriístofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGAFAN VÍSIR ÍLF. Afgreiðsla: Ingólísstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 bróna. Félagsprentsmiðjan hJ. Nauðsyn fríhafnar hér. TF^ann 15. janúar 1951 birtist grein í Vísi, þar sem meðal annars var rætt um nauðsyn þess, að hér yrði komið upp iðnaði, sem hefði það fyrst og fremst að markmiði að fram- leiða fyrir erlendan markað. í því sambandi var um það talað, að tilvalið mundi vera að koma hér upp fríhöfn, því að hráefna- laust land, er hefði yfir mikilli orku að ráða, gæti þá veitt erlendum fyrirtækjum aðstöðu þar, til þess að vinna að ýmis- konar framleiðslu, og seldi þeim orkuna og legði til vinnuaflið, sem nauðsynlegt væri að nota. Á það var einnig bent, að þetta tíðkast í ýmsum löndum, og munu flestir hafa heyrt fríhafnar Kaupmannahafnar getið, en innan endimarka hennar er unnið að margvíslegri fram- leiðslu, sem er ekki skattlögð eða tolluð af dönskum yfirvöldum, en hagnaðurinn af því athafnasvæði er þó mikill, bæði í laun- um starfsmanna, svo og fyrir orku, sem látin er í té til starf- rækslu þar. Hér mundi því verða um hið sama að ræða, og hagnaður af því væntanlega svipaður. Síðan Vísir benti á þetta fyrir rúmum tveim árum, hefur . málinu ekki verið hreyft, fyrr en flokksþing framsóknarmanna gerði um það samþykkt síðast, að það teldi nauðsyn á því, aö hér yrði komið upp fríhöfn. Má ætla,- að flokkurinn hafi eygt einhverja gróðamöguleika fyrir sína menn, úr því að hann gengur nú fram fyrir skjöldu í þessu efni, en varast verður hann, að ætla sér að láta gróðasjónarmið lítils hóps sitja í fyrir- rúmi í máli þessu, því að hér er um mál að ræða, sem- varðar mikinn hluta þjóðarinnar, ef af verður. I þessu sambandi verður ekki hjá því komizt að ræða einnig um erlent fjármagn, því að várt yrði myndarlegri fríhöfn með nýtízku afgreiðslutækjum o. fl. komið upp, án þess að til þess þyrfti að fá fé frá útlöndum. í því efni verður vitanlega að gæta varfærni, til þess að ekki geti orðið um það að ræða, að íslendingar ráði ekki eftir sem áður á því svæði, sem yrði athafnasvæði fríhafnarinnar. Þar yrði að ráða sama sjónarmið og við hverskyns erlenda fjárfestingu hér, er koma kynni til greina við að koma upp iðnaði fyrir alþjóðamarkað, sem við gætum ekki komið á laggir af eigin rammleik. En ekki verður annað’ séð í fljótu bragði en að unnt ætti að vera að laða hingað starfrækslu fyrirtækja, sem vildu hafa góða aðstöðu til að vinna vöru fyrir markaði í Evrópu, og komast hjá því að greiða allan þann kostnað, sem slíkri starfrækslu yrði samfara, þar sem ekki væri um nein fríðindi að ræða. í framtíðinni ætti að vera til hér næg orka, sem hægt mun að selja fyrir tiltölulega lágt verð, og á henni eiga bæði stóriðnaður og fríhöfn að byggjast. Ef menn hafa augun opin fyrir hinum ýmsu möguleikum, sem eru fyrir hendi hér á landi, þótt ekki sé hér um góðmálma í jörðu að ræða, ætti ekki að þurfa að bera kvíðboga fyrir efna- legri framtíð landsmanna. En allt er undir því komið, að vel sé á spilunum haldið, og menn sé á eitt sáttir, þegar hefjast skal handa um fyrirtæki, sem horfa til þjóðþrifa. Jjdlkeytni útvarpsins. ■Otjórn Ríkisútvarpsins hefur á prjónunum ýmsar fyrirætlanir um endurbætur og nýmæli varðandi útvarpsefni, svo sem 'Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri hefur skýrt lesendum Vísis frá í viðtali fyrir skemmstu. Er ætlunin að taka upp ýmsa mýja þætti, sem ætla má að hlustendum þyki fengur að, og .er gott til þess að vita, að: nýjum krafti sé blásið í þessa virðulegú istofnun með komu hins nýja yfirmanns. Um Ríkisútvarpið á það við eins og um allt annað, að mest veltur á því, hvernig sá reynist, sem yfirstjórnina hefur, undirmennirnir draga jafnan <iám af þeim, sem yfir þá eru settir. En hlustendur eiga líka skýlausa kröfu á því, að útvarpið sé enn fjölbreyttara en það er nú, þar sem afnotagjaldið er orðið tvö hundruð krónur á ári hverju, og þessi stofnun fær J>ess vegna sex til átta milljónir af fé þeirra til ráðstöfunar á ári hverju. Með svo mikið fé milli handa á þessi stofnun að geta boðið landsmönnum upp á mikla tilbreytni og margt gott, enda þótt þess verði vafalaust krafizt eftir sem áður, að hlutur léttmetisins sé ckki fyrir borð borinn. En fjármagnið ætti að geta tryggt útvarpinu að verða .sannkallað mennmgartaéki, ef ájjármunir geta verið skapandi á sviði menningar. ~ HVAÐ FINNST YÐUR? VÍSIR SPYR: Hvaða dyggðir ættu ungu stúfkumar einkum að iðka? í hverju er þeim helzt áfátt? Hvaða dyggðir ættu ungu stúlkui-nar einkum að iðka. í hverju er þeim helzt áfátt? Jón Sigurbjörnsson, leikari. Nei, þetta er ekki hægt. Eg er enginn maður til þess að leggja ungum stúlkum lífs- reglurnar, a. m. k. ekki á opinberum vettvangi. — Hins vegar ætlast eg til þess, að þær séu sjálfar þess meðvit- andi hvaða dyggðir þeim beri að iðka. Hefi líka þá reynslu, að þær sem ekki eru það, taka ekki mark á mér. Annars er eg mikill aðdáandi íslenzkra kvenna, og þær verða að fyrirgefa mér þó eg orðlengi þetta ekki frekara, svona frammi fyrir augum álmenn- ings. Magnús Erlendsson, verzlunarmaður. Að iðka og kappkosta af fremsta megni þær fögru dyggðir, að fylgja því lífs- starfi, sem fléstum stúlk- um er ætlað að gegna — móðurstarfinu. Aðlaðandi út- lit og fögur klæði hafa einnig mikið að segja. Þar af leiðandi mættu stúlkur gera sér meira far um að vera snyrtilega til fara, jafn- vel þó að mikið sé til í orðum skáldsins, sem sagði: Hvað er meyjar fegurð fegra? frábært er hvað drottinn getur. Þó finnst sumum sýnilega, að saumakonur viti betur! Jón Sigurðsson, sjómaður. Mér finnst, að ungar stúlk- ur ættu fyrst og fremst að búa sig undir að vera góðar ástmeyjar, mæður Zg húsmæður. — Okkur, sem vinnum hörð- um höndum er énginn vinningur í því að eignast tízkubrúðu, sem ekkert kann nema skrifstofustörf og lik- amssnyrtingu. Við þurfum ást- úðlega, hagsýna konu og um- byggjusama móður. Mér finnst ungu stúlkurnar of vankunnandi hvað hússtjórn snertir og svo er varaliturinn oft vafasamur. M. a. af þessum ástæðum hefi eg ekki lagt í að velja mér konu enn. Nýir kaupendur. Þeir, sem ætla að gerast á- skrifendur Vísis, þurfa eliki annað en að síma til afgreiðsl- unar — sími 1660 — eða tala við útburðarbörnin og tilkynna nafn og heimilisfang. — Vísir er ódýrasta dagblaðið. Margt er shritiS Er reisa átti bamaskála, voru 2 íbúðarkiís fyrir. Þegar vinstri liöndin veit ekki hvað ssi hægri gerir. Fyrir all-mörgúm árum gekk að ákveðið var, að skólabygg- sú saga hér tun bæinn, að þeg- ; ingunni skyldi fenginn þar ar byggingameistari einn hafi ætlað að hefja smíði húss, sem honum var falin, háfi annar maður verið' byrjaður á verk- Mál þetta endaði í mesta bróðerni, og kom ekici til neirina verulegra leiðinda út af því, en heldur þótti óheppilegá til tak- ast í New York nýleg’a í máli, sem var ekki ósvipað þessu. Þannig var mál með vexti, að ákveðið var að reisa barna- skóla á lóð nokkurri, teikning- ar allar fullgerðar og yfirleitt allt tilbúið. En þegar menn komu á vettvang, kom það á daginn, að erfitt mundi vera að reisa skólann á tilteknum eftir er. stað, því að þar voru fyrír tvö íbúðárhús, sem byggð höfðú verið fyrir skemmstu eða eftir staður. Times ritaði nokkuð um mál- ið, og sagði, að fræðslumála- nefnd borgarinnar hefði sett dreyrrauða, er henni var bent á það, að eitthvað væri bogið við eftirtektarsemi hennar, en annars eru þrjár nefndir börg- arstjórnarinnar flæktar í málið, og þykja þær hafa staðið sig illa, þar sem engin hafði vitað, hvað hinar höfðust að. Ekki var þegar hægt að kom- ast að niðurstöðu um, hvað gera bæri í málinu, og var ætlunin að reyna að fá eiganda beggja húsanna til að flytja þau af lóðinni, eða þá að hola skólan- um niður, á því landrými, sem Já, það er betra að vinstri ihöndin viti, hvað hirí hægri gerir. ■ ■ • í’-í ' ■ ’ „Bústaðahverfisbúi" skrifar mér bréf og kvartar undan þvi, hve samgöngur við hverfið séu tak- márkaðar, og vísar til þess, að eg hafi rninnzt á ónógan vagna- kóst í hverfið í BergmáU í s.I. viku. Hann skrifar á þessa leið: Yagnarnir of litlir. „Eg Ias það í Bergmáli nýléga, að einhver væri að kvarta undan því, hve litlir vagnarnir væni, sem flyttu fólk úr og í Bústaða- hverfið. Það er hverju orði sann- ara og blátt áfram skrýtið, að ekki skuli hafa verið oftar og fyrr á það minnst, hve það liverfi verður út undan, þegar nýir vagn- ar bætast við lijá SVR. Bústaða- hverfið er orðið mannmargt og það er einmitt að þenjast út, eink- um vegna smáibúðaliúsanna, seni byggð eru nú hvert af öðru. Vagnstjórarnir sjé þetta. Vagustjórarnir, scm aka í hverf ið eru líka á sama máli og við ibúarnir, að á þessarri leið þyrftu að vera stærri vagnar, en hingað til. Og nú heyrir maður, að Kleppsleiðin eigi að fá nýjan, fullkominn vagn, en við að not- ast áfram við minni vagna, þó þörfin sé þar ekki siðri. Auð- vitað myndi það mikið bæta úr, éf ferðunum væri fjölgað, segj- um að vagnar færu á 15 mínútna fresti. Við það myndi álagið á hverfja ferð minnka að mun, þólt hræddur væri eg um að á sum- um tímuni yrði þröngt á þingi, eins og fyrr, ef stærri vagnar verða ekki látnir anná flntning- unum á inilli. Og svo er það hringferðin. Það er líka mikill áhugi fyrir því, hérna hjá okkur, að liægt sé að komast úr hvérfinu í önnur hverfi, eins og Vogana, Klepps- holtið og Laugarneshverfið, án þess að þúrfa alltaf að fara ofan i bæ fyrst, eða að minnsta kosti niður undir Gasstöð. Virðist það liggja beint við, að láta vagn ganga þrisvar til fjórum sinnum á dag allan liringinn. Um þetta hefur sjálfsagt verið rætt af for- ráðamönnum SVR, en vagnaskort- ur tafið framkvæmdir. Mér íinnst að SYR ætti að spyrja vagnstjór- ana, sem aka i Bústaðaliverfið, hvort þeim finnist ekki þurfa að fjölga ferðunum, eða láta stærri vagna anna flutningum.“ Bærinn þenst út. Það, sem „Bústaðahverfisbúi“ segir, er vafalaust réttmætt, enda bréfið mjög hógvært. En það vita allir, að bærinn hefur mikið þan- izt út og er alltaf að þcnjast út, og því í mörg liorn að lita. Þegar á allt er litið, mega teljast mjög viðunandi ferðir um bæinn og út- hverfin, en auðvitað verður að fjölga ferðum jafnt og þétt, eftir því sem þau stækka, og um það hugsar stjórn SVR sjálfsagt. ■— kr. Danslagakeppnin. Þó eg telji svar „Gamia“ s.l. laugardag við hréfi minii, vegna Darislagakeppninnai', ekki gefa Gáta dagsins. Nr. 406. Hver er sá karl mcð kjálka tvo, hann kann ei spinna? Augu þrjú eru á þeim dóla, hann eykur mörgum raunaskóla, Svar viS gátu nr. 435. ' • Vágga. ’ ;u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.