Vísir - 16.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 16.04.1953, Blaðsíða 8
Mt lem gerast kaupendur VÍSIS eftir VlSIB er ódýrasta blaðíð og þó það fjöl- li. ktvera mánaðar fá blaðið ókeypis til vKF n HiB K. breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerist mánaðamóta. — Simi 1660. áskrifendur. Fimmtudaginn 16. apríl 1953 Ársriti Ræktunarfé- lagsins breytt í tímarit. Ræktunarfélag Norðurlands hcfur nú samþykkt að breyta ársriti sínu, sem komið hefúr ót í því formi um margra ára skeið, í tímarit. Ritinu er framvegis ætlað að koma út ársfjórðungslega og hefur Skógræktarfélag Eyfirð- inga gerzt aðili að 14 ritsins og sér um efni sem svarar í eitt hefti árlega. Ráðgert er að gera efnið mun fjölbreyttara en ver- ið hefur, og aulc þess sem það fjallar bæði um landbúnaðar- mál og skógrækt, er því einnig ætlað að fjalla um náttúrufræði og menningarmál. Ritstjóri verður áfram Olafur Jónsson. UppreístBrmenn felldir. London (AP). — A. m. k. 6 uppreistarmenn voru felldir á Malakkaskaga í gær, en margir særðust eða gáfust upp. Kom til átaka á 2—3 stöðum milli skozkra og Ghurka-her- sveita annars vegar og uppreist- armanna hins vegar. íslenzk músik í Brima-útvarpi. í kvöld vcrður flutt í útvárp- ið í Bremen píanósónata nr. 2 eítir Hallgrím Helgason. Dr. Friedrich Brand, mjög kunnur tónlistarmaður og dokt- or í músík og heimspeki, ílytur verkið. Þetta verður ki. 18 (6) & kvöld eftir íslenzkum tíma. OEiusýning í Barufarfkjunum. New York. — Samband olíu- félaga í Bandaríkjunum opnar í næsta inánuði sýningu á vél- um til olíuvinnslu og vinnu- aðferðum. Verður þetta umfangsmesta sýning af þessu tagi, sem efnt hefur verið til í heiminum, og er búizt við fulltrúum 35 þjóða g sýninguna. Sýningin er hald- in í Tulsa i einu helzta olíu- í'ylkinu, Oklahoma. Skógræktarverkstjórar útskrifast. í gær úískrifuðust þrír skóg- ræktarverksíjórar frá skóg- ræktarskólanum hér, Hákon Bjarnason skógrækt- arstjóri sagði skólanum slifið i gær. Piltarnir, sem útskrifuð- ust eru Brynjar Skarphéðins- son, Indriði Indriðason og Vil- hjálmur Sigtryggsson, en þeir fara bráðlega til Alaska til þess að vinna þar að skógrækt, eins og Vísir greindi frá í gær. Enda þóít skógræktarskólinn sé ekkr íjölmennur og hafi að- eins útskrifað þrjá verkstjóra, er þar stunduðu nám í þrjú ár, má segja, að atburðurinn í gær mai’ki tímamót í sögu íslenzkf- ar skóggræðslu. I Rvíkurhöfn JHesía maiinvirki altlarinnar: Stíflan verður 5 km. á lengd — stöðuvatnið ofan hennar 500 km Ræktanlegt land Egypta tífaldast á næstu 10 árum. Einkaskeyti frá A.P. Kairo, í morgun. Undanfarna 4 mánuði hafa þýzkir verkfræðingar unnið að undirbúningi mesta mannvirkis aldarinnar, sem ætlunin er að reisa á næstu 10 árum ofarlega í Nílardalnum. Fyrirætlanir um þetta hafa verið á prjónunum all-lengi, og mun mega telja það víst, þar sem Þjóðverjum hefir verið falin öll undirbúningsvinna, að þeim verði falið að gera sjálft mannvirkið, enda hafa þeir gert áætlanir, sem eru lægri en áætlanir annarra, er gafst kostur á að taka þátt í útboði um verkið. Það þarf ekki að nefna nema þrjár tölur til þess að menn sjái, hve risavaxið mannvirkið er: Stíflan verð- ur um 5000 metrar á lengd, stöðuvatnið fyrir ofan hana rúmlega 500 km., og vatns- magnið þar verður 170 milljarðar smálesta! Borgir í kaf. Þegar fullt vei'ður orðið íyr- ir ofan stífluna, munu þús- undir manna verða að flytja búferlum, því að heimili þeirra fara í kaf, en hagnaðurinn verð- ur líka mikill. Eins og stendur er aðeins milli 3—4% af Egyptalandi ræktanlegur, en áveituvatn. frá stíflunni mun gera um 40% að auki ræktan- leg. Tvær miklar aflstöðvar verða og við enda stíflunnar, og verður raforkuþörf landsins alls, svo og nokkurs hluta Sú- dans, fullnægt um langan ald- ur með orkunni frá þeim. Gert er ráði fyrir, að fram- kvæmdir. heíjist fyrir alvöru með haustinu. Hver er maðurinn ? 'mmmmm m SISl Knud Zimsen, ív. bor^arstjóri. Knud Zimsen, fyrrum borgar- stjóri í Reykjavík, lézt x gær- morgun tæpra 78 ára að aldri. Hann varð stúdent árið 1893, en útskrifaðist verkfræðingur frá Hafnarháskóla árið 1900. Síðan kemur hann mjög við sögu Reykjavíkur, fyrst sem bæjarverkfræðingur 1902—07, bæjarfulltrúi og borgarstjóri, en þeirri stöðu gegndi hann ár- in 1914—32. Saga Knuds Zim- sens á þessum árum er og að verulegu leyti saga höfuðstað- arins, svo mjög sem hann lét sig skipta framkvæmdir hér, og lengi munu bera honum vitni. Hefur hann nokkuð greint frá þessu í-endurminningum sín- um, sem út komu í tveim bind- um, „Við fjörð og vík“ og „Úr bæ í borg“. Hann var tvíkvænt- ur og var síðari kona hans Sesselja Eínarsdóttir, og lifir hún mann sinn. Hafnarstjóri hefur hafið und- irbúning að því að leggja tlufl- um (legufærum) hér í höfninni, til hagræðis fyrir trillubátaeig- endur. Eins og kunnugt er, hefur trillubátaútgerð og áhugi fyrir þess konar veiðiskap mjög far- | ið vaxandi hér í bæ undanfarið. j Bátafélagið Björg, sem trillu- bátaeigendur standa að, hafði sent hafnarstjórn erindi um þessi mál hinn 28. október í haust. í framlialdi af því er nú haf- inn undirbúningur að þvi að leggja duflum við Grandagarð og Ægisgarð, þar sem um 50 bátar geta legið, Verður vafa- Iaust talsverð bót að þessu fyrir trillubátaflotann. f þessu sambandi má geta þess, að hafnarstjórn hefur lát- ið hreinsa Sveinsstaðavör í Kaplaskjóli, sprengja þaðan klappir og fleira, til hagræðis fyrir smábáta, en um það höfðu 12 eigendur slíkra báta skrif- að borgarstjóra. Mynd nr. 15. Er bessi mynd af? (A) Dr. Seiss-Inquart (B) Dr. Tiso (C) Dr. F. Malan (D) V. Quisling Mynd nr. 16. Er þessi fnynd af? (A) Joe McCarthy (B) E. McCarran (C) Henry Wallace (D) Charles Lindberg Fisksölumálin í brezkum blöbum Brezku hiöðin skrifa við og við um fyrirætlanir Dawsons um að koma íslcnzkum fiski á markað í Bretlandi, og sýn- ist sitt hverjum eins og geng- ur. En yfirleitt ér óhætt að segja, að blöðin birti skoð- anir beggja aðila, bæði út- gerðarmanna og fylgifiska þeirra, svo og hinna er fagna því, að væntanlegur skuli betri fiskur við Iægra verði. Sum gera Iíka að gamni sínu í sambandi við málið, eins og Sunday Graphic í London, er birtir þessa teikningu: „Eg kaupi íslenzkan þorsk fyrir Mr. Dawson." Annað blað — Welwyn Times — gerir að gamni sínu á annan hátt. Þar birtist — 20. marz sl. — svohJjóðandi klausa: ..ER ÞAÐ EKKí SKRÍTÍÐ — að tveir íslend- ingar, Líberíumaður, Qttonx- ani, osr „óviss Ukrainumað- ur“ settust að í Herts (Hert- fordshire) á síðasta ári.“ Lítið er ungs fnamís gaman. Munið að geyma myndirnar þangað til í lok keppninnar, cix þá verður birtur getraunaseðill, sem á að útfylla með svörum þátttakenda. Þrenn verðlaun verða veitti Rksafxx Jóns Trausta, borð- lampi og brauðrist. Furðuljós sáust yfir Akranesi í nótt. Sáust héðan frá bænam í 20 íníii. Undarleg ljós sáust héðan úr Reykjavík í nótt og bar þau yf- ir Akraness eða lítið eitt vestar. Laust eftir kl. 1 í nótt var hringt á lögregluvarðstofuna og tilkynnt að undarleg ljósfýrir- bæri sæust á lofti í stefnu á Akranes. Maður sá sem skýr'ði frá þessu kvaðst vera staddur inni í Teigum og sjá ljósin mjög greinilega þaðan. Lögreglumenn brugðu þegar við og fóru út á Grandagarð. Þeir sáu ljósin einnig mjög greinilega. Virtist þeim sem þarna væri um Ijóskúlur að ræða er birtust lágt á lofti og því líkast sem neistaði út frá þeim. Ljóskúlur þessar hreyfð- ust nokkuð til en hröpuðu síð- an spöl niður, dvínuðu úr því og hurfu loks. Lögregluþjónarnir munu hafa horft á Ijósmerkin í sem næst 20 mínútur unz þau hurfu vest- anvert við Akranes. Lögreglan gerði Slysavarna- félaginu og Loftskeytastöðinni aðvart og ennfremur var símað upp á Akranes. En hvergi var vitað að neitt. væri að og ekki vitað að um neinar skipaferðir gæti verið að ræða á þessum slóðum. Hinsvegar voru Akur- nesingar beðnir að athuga mál þetta nánar í dag. Erfði embætti bónda sins. Frú Dagmar Schmidt er 59 ára, cr amma og tók við lög- reglúþjónsstarfi, er bóndi hennar féll frá. Þetta er á Sel- strönd í Kaliforníu. Ekki telur hún starfið erfitt, því að hún þekkti vel starf bónda síns. „Þetta eru mest bréfaskriftir og skýrslugerð og eg starfa að þessu heima,“ segir hún. „Það er ekki heimtað af henni að hún beri þyssu. Erx lögregluþjónsmerki notar' hún. „En eg hefi samt ráðið mér sérstakan fulltrúa. Hann er fær í flestan sjó, því að hann er lögregluvörður við skotfæra- geymslu sjóhersins og lætur ekki hlut sinn.“ Samgöngur mjóg erf- iðar víða norðanlands. Samgöngur eru enn mjög erf- iðar norðanlands og rúikill snjór í jörðu. Lýkur eru fyrir, að snjór þjappist saman allverulega, ef veður helzt svipað og nú næstu dægur, en horíur eru á stilltu og björtu veori með næturfrosti til helgar. Veður ér nú stillt og bjart um allt land, nema á Austur- landi er enn norðanstrekking- ■ur og eljagangur á stöku stað. Tíl athugunar er, að Nprður- leiðir sendi bíl héðan á laugar- dag til Fornahvamms, en svo verði farið á snjóbíl Páls i Forna hvamm þaðan, en ekki lengra en til Blönduóss. Fullnaðará- kvörðun um, hvort farið verð- ur, mun verða tekin á morgun. Snjóbíllinn, sem upphaflega var ætlunin að fara á allt til Akureyrar, fór aldrei lengra en til Blönduóss, vegna bilana. Vegna batnandi veðurs standa vonir til, að bráðlega verði unnt að ryðja vegina, en eins og stendur eru samgör.gur ákaf- lega erfiðar nyrðra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.