Vísir - 19.04.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 19.04.1953, Blaðsíða 4
*' VÍSIR Laugardaginn 19. april 1953 SlÍpi; DAGBLAÐ |LJ _,4 Ritatjóri: Hersteinn Pálsson. .^4^ HLj Skrilstofur Ingólfsstræti 3. t ? Ctgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Afgreiðsla: Ingólfsstraeti 3. Símar 1660 (fimm Línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hJ. Heimur hlustar og bður. TF^egar forvígismenn stórþjóðanna taka til máls, ávarpa þeir í rauninni ekki einungis þjóð sína, heldur heiminn allan. Mannkynið leggur við hlustir og bíður þess, hvaða stefnu eða tíðindi orð stjórnmálamannanna muni boða í náinni framtíð. .Þannig var og nú, er Eisenhower forseti ávarpaði samkundu ritstjóra í Washington í fyrradag. Hann talaði að vísu aðeins fyrir tiltölulega fámennum hópi, en þar sem áheyrendur hans voru þeir menn, er hafa að starfi að veita hundruðum milljóna uþplýsingar um gang mála á ýmsum sviðum, og móta almenn- ingsálitið, þar sem þeir ná til, fór ekki hjá því, að ræða forsetans ætti erindi til mikils hluta mannkyns. Spurningin, sem nú er öllum efst í huga, er sú, hvort unnt muni vera að viðhalda friði í heiminum, og auk þess að binda endi á hið kalda stríð, sem háð hefur verið um undanfarin ár. IÞeirri spurningu svaraði Eisenhower með því að lýsa í stuttu máli helztu atriðum í gangi heimsmála síðustu árin, eða síðan heimsstyrjöldinni lauk fyrir nærfellt átta árum. Það fór ekki hjá því, að sá kafli ræðu hans væri því þung ásökun í garð Rússa, er hafa í öllu athæfi sínu sýnt og sannað, að fyrir þeim vakir ekki annað en heimsdrottnun, og eiga sök á því, hvernig komið er. Að vísu er nýr maður tekinn við stjórn í Rússaveldi, og ætla má, að margar þeirra tilslakana, sem Rússar háfa gert síðustu vikur, megi rekja til hans. En friður er samt ekki kominn á, þar sem þjóðirnar berjast, og enn hefur í xauninni ekkert gerzt, sem bendir til þess, að undirstaða stefnu Rússa hafi tekið breytingum. Rússar hafa hinsvegar sýnt það, að þeir geta ráðið mestu um það, hvort mannkynið fær að búa við frið eða hvort kalda stríðið verður heitt. Þegar þeir vilja, eru menn látnir lausir, er hafðir hafa verið í haldi um langan aldur — þeir þurfa ekki annnað en að veifa hendi. Þegar þeim finnst tími til þess kom- inn, að hafnar sé á ný umræður um fangaskipti í Kóreu, hefjast þær viðræður samstundis. Hvort mundi ekki margar hreytingar verða á öðrum sviðum, ef þeir óskuðu þess? En hvað hafði Eisenhower þá fram að bera í þessum efn- um? Hann bauð fyrir hönd Bandaríkjanna takmörkun á öllum herafla og framleiðslu vopna, alþjóðaeftirlit með framleiðslu kjarnorkuvopna, bann við notkun þeirra og annarra tortím- ángarvopna og skipun eftirlitsnefndar af hálfu Sameinuðu þjóð- ana, er sjái svo um, að tillögur hans verði að veruleika. Allar eru þessar tillögur þannig, að enginn getur verið þeim andvígur, er hefur raunverulegan áhuga á því, að friður komist á. Sé þeim tekið undirhyggjulaust, og þeim fylgt af einlægni af öllum þjóðum heims, þarf enginn að óttast, að ekki renni upp friðaröld En mönnum er einnig ljóst, að mikil breyt- ing verður að gerast hjá Rússum, ef, þeir eiga verða þátttak- endur í slíku samstarfi. Þeir verða að opna land sitt, og eftir- litsmönnum verður að vera frjálst að fara ferða sinna um það. Einræði kommúnista hefur að miklu leyti byggzt á einangrun þjóðarinnar — eða þjóðanna — og hvort mundi því ekki hætt, ef milljónir í þjóðafangelsinu kæmust í snertingu við frjálsa menn? Sá á kvölina, sem á völina, segir máltækið, og það á nú við Rússa, er Eisenhower hefur vísað leið, sem fær er úr ■ógöngunum. r * Atökin halda áfram. TT'kkert bólar á því enn, að átökum sé lokið um völdin í Rússlandi. Mun óhætt að fullyrða, að þau eigi eftir að standa lengi enn, og allsendis óvíst, hver skjöldinn ber um síðir. En átökin vinðast ekki lengur eiga sér stað innan veggja Kremls einungis, því að í gær bárust þær fregnir að austan, að nauð- synlegt hefði reynzt að handtaka öryggismálaráðherra Grúsiú — Georgíu — svo og tvo aðra háttsetta menn í kommúnista- flokknum þar, og hljóta þetta að hafa verið hinir verstu skálkar, því áð það reynast hin föllnu skurðgoð einræðisríkjanna ævin- lega. í þessu sambandi er fróðlegt að íesa um „hreinsun" republik- «na vestan hafs, sem Þjóðviljinn fræðir lesendur sína um í gær. Leiðinlegt er það þó fyrir það „íslenzka“ blað, að hreinsanir þar vestra skuli ekki fólgnar í öðru éii að menn sé reknir úr stöðum sínum eða embættum. Enginn týnir íífi, ög þar eru ekki einu sinni neinar fangabúðir til að stinga mönnum í. Já* það er þó* munur að búa við alþýðurílcisöryggi og öll nýtízku þægindi, ®ð því er réttarfar snertir! Plast á gólf í staö Plastefnið hefir 10—12 falda end- ingu á við a-þykkt af gólfdúk. Plastefnið er til margra hluta nytsamlegt og kemur það æ betur í ljós með hverju árinu sem líður. Fyrir tæpu ári var fyrst farið að reyna plast í stað gólfdúka og hafa þær tilraunir gefizt svo vel, að víða er það nú notað í stað dúka, eiirkum þar sem mikið mæðir á gólfum eins og í opinberum byggingum, spítölum og víðar. íslenzkt félag, Ludvig Storr & Co., hefur fylgst með tilraun- um þessum erlendis og aflað sér umboða fyrir sölu á þessu plast- efni hér á landi, og í því skyni var sendur maður út til þess að kynna sér aðferðina við að nota plastefnið í stað gólfdúka. Plastið hefur marga kosti fram yfir t. d. terrazo og önnur efni, sem notuð hafa verið mik- ið að undanförnu. Plastolit, eins og efnið er nefnt, er mýkra en t. d. terrazo og svipað og góður gólfdúkur, en hefur 10— 12 falda endingu á við a-þykkt á dúk. Aðferðin við að leggja plastið á gólf er sú að efnið er borið á með spöðum og síðan slípað, en yfir gólfflötin er far- ið nokkrum sinnum. Gerðar tilraunir hér. Þegar hafa verið gerðar til- raunir á tveim stöðum hér og var fyrsta gólfið, sem plast var lagt á í veitingastofunni Höli í Austurstræti. Ennfremur hefur plast verið lagt á ganga í kjall- ara í Arnarhvoli nýja, allt útlit er fyrir að aðferð þessi ætli að gefast mjög’vel, og jafnvel að valda byltingu á þessu sviði. Eftir fyrstu tilraununum að dæma er kostnaðurinn við fermetra af plastdúk verði sem næst 115—120 krónur, en dúkur og vinna við lagningu a-þykkt- ar af gólfdúk er um 90 krónur. Þess ber þó að gæta að plast- efnið er talið hafa 10—12 end- ingu á við dúk. Gott að þrífa. Auk þess kemur það til að plastdúka er gott að þrífa, þar er um engin samskeyti að ræða og plastið þolir líka ágætlega vatn, alls konar efni svo sem spíritus, þynnir og reyndar flest efni, sem valdið geta skemmdum á gólfdúkum. Síð- an má taka það fram, að plast- . ið er þrátt fyrir mýktina svo (hart að það þolir að farið sé yfir það með mjög þúnga hluti, án þess að það skemmist. Auk þess hefir plastefnið þann kost, að það er stamara en venjulegir gólfdúkar, og verður því aldrei jafn hált, jafnvel ekki eftir að það hefir verið bónað. Frá sjónarmiði gjaldeyris- eyðslu mun plastið kosta svip- að og gólfdúkur, en heldur meiri vinna er við að leggja það. KVÖLÐjfaHkat. Á MORGUN efnir fyrirtækið „Menningar- ög friðarsamtök íslenzkra kvenna“ til fundar- halds í einu af samkomuhúsum bæjarins, og ræða þau, skv. auglýsingu í dagbloðunum, um æskuna og friðarmálin. Má með sanni segja, að oft hafi verið rætt um ómerkilegri atriði en þetta tvennt, með því, að æskan er framtíðin sjálf, en frið viljum við öll, þó að við hafi vilja brenna upp á síðkastið, að til- tekinn hópur manna telji sig hafa fengið eins konar einkarétt á því að vilja það fyrirkomulag í samskiptum manna. ♦ Efstur á blaði að ræðu- mönnum þeim, sem taka munu til máls á téðum fundi er Gunnar M. Magnúss kennari og rithöfundur. Gunnar sýnist annars hafa nóg að'starfa und- anfarið. Hann hefur sem sé til umráða nokkra dálka í Þjóð- viljanum oft í viku, eða a. m. k. öðru hverju,, en þetta blað, höfuðmálgagn kommúnista á þessu landi, hefur Vitanlega barizt skelegglegast allra fyrir friði og réttlæti í heiminum, og ávallt harmað, þegar Íítilmagn- inn'hefur verið ‘ofbeldi* beitt'ur. Meðal annars munu mönnum minnisstæð einörð skrif þess blaðs, þegar Rússar réðust á Finna, tóku hálft Pólland, und- j irokuðu Eystrasaltslöndin og náðu völdunum í Tékkósluvakíu o. s. frv. ♦ Þess vegna er ekki nema eðlilegt, að Gunnar M. Magnúss hasli sér þar völl nú, er ’tiann gerist aðaloddviti frið- arsinna, að maður tali ekki um föðurlandsvina. Gunnar er ein- lægur friðarsinni, ekki síður en j ritstjórar Þjóðviljans og aðrir j kommúnistar, og ekkert ef hon- um jafnógeðfellt og kúgun og ofbeldi, að maður tali ekki um manndráp og aftökur. Vafalaust hefur Gunnar fagnað því inni- lega, þegar upplýst var, að læknarnir rússnesku hafi með pyntingum verið fengnir til að játa skelfilega glæpi, og að Jmenn þessir hafi verið hrifnir , úr klóm dauðans, en þau örlög höfðu þeim verið búin af þeim, sem fyrir skemmstu réðu ríkj- um austur á Rússlandi. ♦ Nú er Gunnar í óðaönn að undirbúa eins konar þjóð- ernisráðstefnu hér í bænum, og birtast öðru hverju eftir hann hvatningargreinar um þetta — í Þjóviljanum — og kennir þar ýmissa grasa'. Nú .síðast fæðst Framh; £ 6. sí5u. Bergmáli hefur borizt stutt bréf frá éinum lesenda sinna og er þar rætt um lyftuna i Lands- simahúsinu, og er þar fundið a<5 nótkunarseðlinum, sem henni fylgír. Bréf-ið cr reyndar skrifað í gamansömum tón, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Hér er svo bréfið: „Hjálpsama Bergmál. Yilt þú nú ekki koma þessum örfáu orð- um mínum á prent. Enda þótt af ýmsu sé að taka, er það i þetta sinn lyftan í Landssíma- húsinu eða réttara sagt tilkynning sú, er inrirömmuð skreytir inn- ganginn að henni, -som tilskrifi þessu veldur. Furðuleg tilkynning. Tilkynning þessi er nefnilega á þessa leið: „Lyi'tan gengur ekki á aðra hæð og að jafnaði ekki á þriðju hæð“. Skýjakljúfur þessi er, eins og fólk ve.it, fjórar hæðir. Sennilegast myndi vera liægt að fá að ferðast með lyftu þessari á allar hæðir fyrir ofan þá þriðju, því að samkvæmt staðhæfingum ýmissa borgará, hér á árunum, komst framliðinn hestur inn í klefánn til þáverandi lyftustjóra, svo auðsætt er, að þetta er and- leg lyfta. Þegar svo boðum hinn- ar opinberu tilkynningar er dyggilega lilýtt, þá er ég alveg liandviss um að íarartækið á sér engan lika, og þá allra sízt i opinberum stofnunum, sem fólk á viðskipti við, sem árlega nema tugmilljónum króna.“ Varla tekin alvarlega. Mér finnst eg liljóti að geta huggáð lesánda Bergmáls ineð þvi, að tiíkynningin, sem hann minnist á, sé varla tekin alvar- léga, og þá sízt ef um er að ræða fólk, sem erfitt á með að ganga stiga. Hlýtur lyftustjórinn að skera ú.r þvi h.verju sinni, er við- skiptavin stofnunarinnar ber að garði, hvort liann sé ferðafær upp stigana, og lileypur þá undir bagga og „fcrjar“ hann upp á þá hæð, sem hann kýs. Eg get vel hugsað mér, hvers vegna til- kynning af þessu tagi er tilkom- in, en íiefði þá alveg eins lialdið að spara liefð.i mátt lyftuna alveg. En þegar talað er um lyftur, dettur mér lil hugar, að það er þó skömminni skárra að lyft- úrnár séu, þar sem gert hefur vcrið ráð fyrir þeim, jafnvel þótt þær sé ekki notaðar. Mér hefúr Icngi vcrið meinilla við tóm og gínandi lyí'tugöng, og tel eg þau ákaflega hættuleg, einluim ung- lingum og börnum. Það hefur áð- ur verið á þetta minnzt i Berg- máli, og veit eg, að það bar á- rangur í ákveðnum tilfellum. Þar, sem gcrt hefur verið ráð fyrir slíku farartæki sem lyftu, en af einhverjum sökum ekki verið hægt að fá hana eða hætt við það, er nauðsynlegt að girða lyftugöngin. — kr. Gáta dagsins. Nr. 410. Hvað er það sem liggur á grúfu og snýr upp fótum? Svar við gátu nr. 409: Skeifa og naglar. œmmmnæosmt BEZT AÐ AUGLYSAIYIS3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.