Vísir - 20.04.1953, Síða 1

Vísir - 20.04.1953, Síða 1
 43. árg. Mánudaginn 20. apríl 1953. 88. tbL Þetta er „Krónprins FrederUc“, sem brann í höfninni í Harwich í græ. Skipið hefur verið í ferðum milli Harwich og Esbjerg síðan það var byggt árið 1946, en bví var hleypt af stokkunum í júní það ár. Skip ey&ileggzt af eldi í brezkri hafnarborg. Eldurinn magnaðist mjög fljótt. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Eldur kom í gærkvöldi upp í danska farþega- og flutninga- skipinu Kronprins Frederik, þar sem það lá í höfninni í Harwich. Eldurinn magnaðist því meira sem á leið nótt og lagðist skipið ,á hliðina í morgun og sést að- eins á kjölinn. Eldurinn kom upp í skipinu framanverðu og magnaðist .skjótt og var brátt augljóst, að jafnvel þótt tækist að slökkva hann, mundi yfirbyggingin .stórskemmd. Engir farþegar voru i skipinu er eldurinn kom upp. Á annanð hundrað slökkvi liðsmenn komu á vettvang, en fengu ekki við neitt ráðið. Yf- ár 20 dælur voru teknar í notk- un. Þegar á leið nótt lagði eld- tungurnar út um öll kýraugu, en þegar vatni var sprautað á brennheitar skipshliðarnar, stóðu gufustrókarnir hátt í loft expp. Undir morgun fór skipið að hallast og lagðist svo. alveg á hliðina og liggur nú á 30 feta dýpi. Skipið átti að leggja af stað frá Harwich í dag til Esbjerg, en það var í förum milli þess- ara hafnarborga. — Eigendur skipsins hafa tilkynnt, að ann- að skip verði sent í staðinn. — Kronprins Frederik var byggt á stríðsárunum, en í mörg ár lá skipið hálfsmíðað. Var það tekið í notkun eftir styrjöldina (1946). A Alftanesi, eins og í Hollandi — land unnið mei miklum fyrirhleðslum. Stjórn Mau Mau handtekin. London (AP). — Lögreglan í Kenya fékk nýlega leynilegar upplýsingar um, hverjir tóku að sér stjórn Mau-Mau félagsins, eftir að Jomo Kenyatta var handtekinn. Hefur sérstök deild innan lög reglunnar unnið að því nú um helgina að handtaka þessa menn, og var búin að handtaka flesta þeirra í morgun. — Mau- Mau menn myrtu brezkan land- nema í fyrradag. Yoshida viriist ætla að sigra. Toshida iékk ekki hreinan meirihluta Einkaskeyti frá AP. — Tokio í morgun. Þegar talinn hafði verið helm- ingur atkvæða í þingkosning- ingunum í gær, hafði flokkur- inn undir forystu Yoshida for- sætisráðherra hlotið 113 þing- sæti en allir hinir til samans 110. Á seinasta þingi háfði frjáls- lyndi flokkurinn 245 þingsæti. Aðalmálið í kosningunum var, hvort Japan skyldi endurvíg- búast eða ekki. Fréttaritarar segja, að enn sé óvíst hvort flokkur Yoshida fái hreinan meirihluta á þingi, en hann sé enn langsterkasti flokk urinn Seinustu fregnir herma, að flokkur Yoshida hafi fengið 199þingsæti og geti ekki rnynd að stjórn upp á: eigin spýtur. Adenauer kom- inn heim. Adenauer kanslari V.-Þýzka- lauds kom til London í gær úr vesturförinni og hélt áfram flugleiðis til Hamborgar. í viðtali við blaðamenn lét hann í ljós mikla ánægju yfir móttökunum í Washington og Ottawa. Viðræðurnar hefðu treyst vináttu Vestmanna og Vestur-Þjóðverja. — Adenauer kvað vesturþýzku stjórnina jafnan mundu leggja hina mestu áherzlu á góða sambúð við Frakka. 938 greiddu at- kvæði á ísafirði. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði, í morgun. Atkvæðagreiðsla um héraðs- bann á ísafirði fór fram í gær og hófst um kl. 13. Kjörsókn var mjög jöfn allan daginn, en kjörfundi lauk kl, 10.30 um kvöldið og höfðu þá alls 938 menn neytt atkvæðis- réttar síns. Á kjörskrá munu hafa verið um 1550 manns. Talning verður í dag og héfst kl. 2 e. h. Tíu stóryirkar vinnuvélar notaðar til að loka Bessastaðatjörn. * ©s hennar var 1©0 nt. breiður «g f|örsiisi 00—6.5 lia. að sfærð. A undanförnum vikum hefur verið unnið af miklu kappi að því að loka Bessastaðatjörn — eða nánara tiltekið ósnum, sem sjór fellur um í tjörnina og úr. Þarna hafa hin stórvirkustu tæki verið að verki og unnið um f jöruna, en hvílst meðan há- sjávað er. Þegar mest hefur verið um að vera hafa 6 ýtur verið að verki í einu, auk annara stórvirkra tækja. Keinur beint frá Barcelona. Gullfaxi lagði af stað frá Barcelona kl. 7.54 í morgun og flýgur beint til Reykjavíkur. Hingað er flugvélin væntan- leg kl. 17.25 í dag eða eftir 9% klst. flug. Hingað kemur hún tóm, en var annars á vegum Feðaskrifstofu ríkisins í Spán- arflugi, en skildi farþegana eftir á Spáni og sækir þá síðar. Héðan fer Gullfaxi í fyrra- málið til Prestvíkur og Hafnar. Banaslys á Reykjanesbraut. Ma&ur finnst örendur við bíl á veginum. Á laugardaginn varð bana- slys á Keflavíkurvegi skammt fyrir sunnan Voga. Á laugardaginn um kl. 1 e. h. áttu tveir menn, þeir Hjörtur Valdimarsson í Ytri-Njarðvík og Ingólfur Steinsson R.vík leið þarna um. Sáu þeir þá vöru- bifreiðina R. 4479 standandi á vinstri vegarbrún rétt fyrir sunnan Voga. Veittu þeir því athygli, að þeim fannst pallur- inn á bifreiðinni hallast óeðli- lega mikið. Námu þeir því stað- ar og tóku að hyggja að þessu nánar. Sáu þeir þá að maður lá klemmdur milli grindar og palls og var haxm örendur. Var þetta bifreiðarstjórinn á R. 4479, Þór Pétursson frá Hjalt- eyri. Gerðu mennirnir lögregl- unni í Hafnarfirði þegar aðvart, og sendi hún menn suðureftir til þess að sækja líkið. Ekki er vitað með hvaða hætti slysið bar að höndum, en líklegt talið að keðjurnar hafi verið að dragast og bílstjórinn farið út til þess að athuga þær nánar. Keðjurnar voru geymdar í kassa undir bílnum framan við stýrishúsið, en til þess að kom- ast í kassann varð að lyfta palli bílsins. Er búizt við að lyftu- útbúnaðurinn. hafi verið í ein- hverju ólagi og pallurinn því sigið niður á bílstjórann, honum að óvörum. Tilgangurinn er hér eins og í Hollandi, að vinna land úr greipum Ægis — varna frekara landbroti, — en * jafnframt vinnst það, að tjörnin, sem flestum mun ljót þykja, einkum um fjöruna, verður staðarprýði. Aldrei fyrr mun hafa verið ráðist í það hér á laníli, að beita verklegri tækni í jafnstórum stíl við slíkt hlutverk sem þetta, og ósjálfrátt finnst áhorfand- anum, er hann sér tug hinna stórvirkustu véla beitt sam- stundis, að þarna sé um að ræða smækkaða mynd, er gefi honum örlitla hugmynd, um baráttu Hollendinga við Ægi, er loka þurfti í skyndi skörðum í varn- argörðum í flóðunum miklu, en sá er munurinn að hér eru ekki mannslíf í hættu og ekki nein hætta, að yfir heil landflæmi flæði, en eigi að síður er það athyglisvert, sem hér er gert, til þess að heimta af Ægi það, sem hann hafði of lengi haldið, og girða fyrir, að honum hald- ist lengur uppi að brjóta og rífa niður. Átta búendur njóta góðs af. Tíðindamaður frá Vísi var á ferðinni þama um fyrri helgi og leit í kringum sig og fékk nokkrar upplýsingar hjá Jóhanni bústjóra Jónassyni, til viðbótar þeim, sem áður voru fengnar. Er þess fyrst að geta, að veitt hefur verið fé á fjár- lögum til fyrirhleðslu í ós Bessastaðatjarnar og til sjó- varnargarðs, en í greinargerð stendur „þarf að byggja sjó- varnargarð frá Gesthúsum vest- ur með sjónum til að hindra að sjór flæði upp á landið í stór- brimum. Haustið 1948 var unn- ið þarna fyrir 51.000 kr„ sem veitt var í- fjárlögum 1947, og er nauðsynlegt að halda verk- inu áfram, svo full not fáist af þvi. Fyrirhleðslan í ós Bessa-. staðatjarnar kemur 8 búendum á Álftanesi að notum og eru þeir reiðubúnir að leggja fram vinnu við verkið, hver að sín- um hlut. Auk þess hefur fyrir- hleðsla þau áhrif fyrir Bessa- staði, að hægt er að taka til ræktunar nokkurt land sem nú er óræktanlegt vegna sjávar- gangs“. — Veitt var til hvort- tveggja 200.000 kr„ en á fjár- lögum 1953 125.000 kr. til fyrir- hleðslunnar, en geymd hafði verið álíka upphæð af fyrr- nefndri.200 þús. kr. fjárveitingu ,og hafist handa um vérkið (f y rirhleðsluna) marz s. 1. um miðbik Efni er safnað saman. Ósinn var talinn rúmlega 100 metra breiður og var búið að loka honum að hálfu eða vel það, þegar tíðindamaður Vísis átti tal við Jóhann bústjóra Jónasson á dögunum. Hefir verið unnið beggja vegna, á Breiðabólstaðareyri og Bessa- staðanesi (í grennd við Skans- inn). Á eyrinni innaiiverðri hefur náðst mest efni, sem not- að er til uppfyllingarinnar, og Framh. á 7. síðu. ára. Verst, efi á er leitað. Einkaskeyti frá AP. —. London í morgun. ísrael minnist 5 ára sjálf- stæðisafmælis í dag. Ben Gurion ávarpaði þjóðina í útvarpi í gærkvöldi og kvað stjórn landsins æ hafa viljað stuðla að friði í heiminum og góðri sambúð við nágranna- þjóðirnar. Þetta hefðu leiðtog- ar þeirra virt að vettugi og reyndu að spilla þeirri viðleitni á allan hátt og ná þannig því marki, sem þeim misheppnaðist í styrjöldinni. Ef til prófunar á hernaðarstyrkleika myndi koma, væri ísraelsbúar ósmeyk ir að verja hendur sínar. Nágrannar ísraels sitja ein- mitt ráðstefnu um þessar mund ir, ög ræða samtök sín gegn ísrael. Naguib flutti ræðu og sagði, að því mætti ekki gleyma að ísraelsmenn hefðu hrakið milljón Araba frá heimilum sínum, og væru þessir menn nú landflótta og byggju við hin bágustu kjör. „Hekla" veÖurteppt í Kaupmannahöfn. Loftleiðavélin Hekla er enn veðurteppt í Kaupmannahöfn. Samkvæmt áætlun átti hún að koma hingað um 10-leytið í gærkvöld, en vegna ótryggs veðurs þótti ekki ráðlegt að leggja af stað hingað. Vísir átti tal við skrifstofu Loftleiða í morgun, og var þá óvíst, hve- nær vélin legði af stað hingað. Hekla er á leið til Bandaríkj- anna um Reykjavík með full- fermi farþega. - Y J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.