Vísir - 21.04.1953, Page 1

Vísir - 21.04.1953, Page 1
43. árg. Þri&judaginn 21. apríl 1953. 89. tbL Stórvirkar ýtur að verki við lokun Bessastaðatjarnar-óss >* Os Bessastaðatjarnar fylltur upp í gærkveldi. Unnfð síeituEaust frá kl. 4 til miðnættls. Ósi Bessastaðatjarnar var lokað í gærkvöldi að viðstödd- um forseta íslands, herra Ás- geiri Ásgeirssyni, Emil Jóns- syni vitamálastjóra o. fl. Var unnið sleitulaust að lokun óss- ins með stórvirkum tækjum frá kl. 4 síðdegis til miðnættis. Fengnar voru tvær stórar ýtur til viðbótar þeim, sem fyr- ir voru, og alls 9 í notkun í gær, en ein þeirra bilaði, en það kom þó ekki að sök, því að önnur reyndist nothæf til þess að vinna verk hennar, að ryðja grjóti í ósinn. Viðbótarýturn- ar voru frá vegagerð ríkisins, en hinar, sem í notkun hafa verið, munu vera frá Ræktun- ársambandi Kjalarnesþings. Á flóðinu í gærkvöldi var uppfyllingin í ósnum einum metra fyrir ofan yfirborð sjáv- ar, en nú er smástraumsflóð og verður nú haldið áfram að hækka uppfyllínguna og treysta svo að hún verði nægilega hátt yfir stórstraumsflóði. í grein í Vísi í gær var sagt frá þeim óvanalegu og merku Friðrik Ólafsson tryggði sér í gærkvöldi í annað sinn Is- landsmeistaratitilinn á Skák- þíngi Islendinga, og er hann þó aðeins 18 ára að aldri. Gerði Friðrik í gærkveldi jafnteflí við Inga R. Jóhanns- son, er tryggði honum öruggan sigur. Hlaut hann 6% vinning af 9 mögulegum, vann 5 skákir, gerði 3 jafntefli en tapaði sínni skák (fyrir Sveini Kristíns- syni). Öðru.m skákum í landsliðs- flokki varð ekki lokið í gær- kveldi nema skák þeirra Egg- erts Gilf'er og Guðmunaar Ag. er varð jafntefli. í meistaraflokki vann Jón Víglundsson Ágúst Ingimund- arson, Þórður Jörundsson vann Anton Sigurðsson og Margeir Sigurjónsson vann Þórð Þórð- arson. Hinar þrj'ár skákirnar fóru í bið. • í k-völd kl. 8 verður 10. um- ferð og sú næst síðasta i meist- araflokki tefld, svo og biðskák- ir í öðrum flokkum. framkvæmdum, sem hér er um að ræða. Er það ánægjulegt hve vel þetta hefir gengið og óskandi, að takast megi að treysta svo uppfyllinguna, að tilganginum með verkinu verði að fullu náð. í greininni í gær féll _það niður, að yfirumsjón verksins hefir vitamálaskrifstofan með höndum. Snjóbílnum geng- ur nu Norðurfcrðir geta liafizt bráðflega. Horfur eru þær, að norður- ferðirnar komist í gott horf þá og þegar. Fært er orðið venjulegum bifreiðum milli Hrútafjarðarár og Sauðárkróks, og snjór á Holtavörðuheiði hefur sjatnað mikið. Er talið, að það sé ekki nema eins dags verk að moka heið- ina. Blaðið fékk þessar upp- lýsingar í morgun hjá Norður- leiðum. Áætlunarbíll með póst og farþega leggur af stað héðan í fyrramálið og verður farið í snjóbíl yfir heiðina. Sænski snjóbíllinn, sem var á Blönduósi, er seinast var frá honum sagt hér í blaðinu, kom til Akureyrar á miðvikudag. — Höfðu þeir Ingimar Ingimars- son og Garðar Þormar frá Norðurleiðum, sem voru með hann, gert þar við það, sem lagfæra þurfti, en þetta var fyrsta ferð snjóbílsins (og því reynsluför) og eftir að frá Blönduósi fór gekk allt ágæt- lega. Meðan snjóbíllinn var á Akureyri fór hann fyrir Akur- eyringa til Dalvíkur m.a. — Flórida-hraðlest hleypur af sporinu. New Yörk (AP). — MikiS járnbrautarslys varð í morg- un nálægt mörkum Suður- Karoíinu, Bandaríkjunum. Á annað hundað manns særð- ust, en allmargir biðu bana. Nákvæmar fregnir hafa ekki enn borizt um mann- tjón, né hver var orsök slyss- ins, en kunnugt er, að hrað- lest, sem er í förum milli Floridaskaga og New York, Iiljóp af sporinu. Hópur æðarhigla flygur á skip. Aíburður, sem telja verður næsta fátíðan, kom fyrir ó strandferðaskipinu Ilerðubreið fyrir helgina. Skipið, sem var á leið til Reykjavíkur að austan, var að sigla inn Hornafjarðarós. Voru notaðir ljóskastarar, því að þetta var um nótt (aðfaranótt föstudags sl.) til þess að glöggva sig betur á innsiglingunni. Vildi þá svo til, að fuglahóp- ur flaug á skipið, blindaður af Ijóskösturunum. Flugu sumir á siglutré, reiða eða stjórnpall og stýrishús. Drápust margir fuglanna við þetta, eða væng- brotnuðu. Þegar að var gáð kom í'ljós, að þetta voru æðar- fuglar, og þótti skipverjum þetta illt, að fuglinn skyldi far- ast á þenna hátt. Vísir hefir frásögn sína eftir áreiðanlegri heimild, og var og fullyrt, að þetta væri sjaldgæft á strandferðaskipum. Ekki veit Vísir, hve margir æðarfuglarnir voru, en þetta mun þó hafa verið stór hópur. Elísabett II. 27 ára s dag. London (AP). — Elisabet II. Bretadroítning er 27 ára í dag. í íilefni af afmæli hennar eru fánar dregnir að hún um land allt, skotið af fallbyssum o. s. frv. Tryggt vopnahié í Kóreu mikiivægast sem stendur. Churchill ræðir heimsmálin í neðri deild brezka þingsins. Einkaskeyti frá AP. — Churchill ræddi nokkuð horf- ur í alheimsmálum í neðri mál- stofu brezka þingsins, en mun að líkindum gera þeim málum meiri skil við umræðu um ut- anríkismálin í málstofunni um miðbik næstu viku. Churchill kvaðst ekki líta á ræðu Eisenhowers á dögunum sem ögrun og hann kvaðst vona, að sá velvildarhugur, sem nú 3ja ára dreng^ ur bföur baua s bífslysi. í morgun, Iaust eftir kl. 10, varð banaslys á Skafta- hlíð, rétt ofan við gatnamót Lönguhlíðar. Þar varð 3ja ára drengur, Bjarni Ársælsson, sonur Ársæls Júlíussonar bókara í Lönguhlíð 9 fyrir olíubíl og beið bana. Um nánari tildrög slyssins er blaðinu ekki kunnugt. HohavöróuheRM rudd. I morgun var byrjað að ryðja snjó af veginum yfir Holta- vörðuheiði. Líkur eru fyrir, að verkið sækist greiðlega. Er kominn mari í snjórnn, sem sjatnar óð- um, en í byggð hefur snjórinn eyðst örara, þar sem hlýindi eru þar mun meiri en uppi á heiðinni, og er orðið fært fyrir bíla milli Grænumýrartungu í Hrútafirði og Sauðárkróks. Klakalag í vegum er mjög þunnt og má búast við, að vegir vaðist upp víða. Þar sem um- ferð er mikil meðan vatn hefur ekki sigið niður að ráði. Áætl- unarbíll Norðurleiða fór norður í morgun með um 10 farþega og póst. kæmi víða fram, leiddi til þess, að helztu menn stórveldanna ræddust við. — Churchill kvað' engan geta enn gert sér greiii. fyrir breyttu viðhorfi eftir and- lát Stalins. Hann sagðist ekki búast við, að Rússar svöruða Eisenhower strax. Ekki slaka á vörnunum. Nú er frekara þörf þolinmæði en að hraða málunum, sagði Churchill, en ef heiðarlegt sam- komulag næðist um vopnahlé í. Kóreu opnaðist. leið til þess að koma á tryggum friði. Ekki kvað Churchill fært að draga úr varnarsamtökunum enn sena. komið er. Fyrirspyr j andinn, Herbert Morrison fyrrverandi utanrík- isráðherra, þakkaði svörin fyr- ir hönd jafnaðarmanna, og lét sér þau vel líka. Sagði hann, að vonandi kæmi jafnmikil vel- vild og skilningur fram hjá öðr- um stjórnmálaleiðtogum sena Churchill. Umræðunni um fjárlögin lauk: í gærkveldi, eftir nokkrar orða- hnippingar milli Butlers og Bevans. — Butler lýsti yfir því, fyrir hönd stjórnarinnar, að hím. aðhylltist skoðanir þær um. efnahagsmál, sem fram hefðu komið í ræðu Eisenhowers for- seta. Dvalarheimili sjómanna rís af grunni í sumar. FgárfestÍMgarleyffí fengið, iitfeoðs- frcstnr á eiada í mestu vikn. Tivolí tekur bráð- lega til starfa. Eigendur Tívolí hafa látið £ það skína að til mála komi að veita einstaklingum eða félög- um heimild til þess að hafa eigin skemmtitæki í garðinúm í sumar. Enn fremur hafa eigendurnir ráðgert að leigja út ýms skemmtitæki Tívolís, svo sem rakettubraut, skotbakka, spegla sal, draugahús, flugvélahring- ekju og barnahringekju. Þá hefur verið auglýst eftir tilboðum frá þéim er vilja ann- ast sælgætissölu, rjómaíssölu og pylsusölu í sumar. Iðuuðurlíauk.i.io2 teltur til starfa / » / / i juni. Samþykkt hefur veríð, aS Iðnaðarbankinn hefji starfsemi sína 25. júní n. k. Eins og áður hefur verið greint frá, verður starfsemi bankans í húsnæði Nýja Bíós við Lækjargötu. Fjárfestíngarleyfi er fyrir1 nokkru fengið til þess að hefj- ast handa um að reisa dvalar- heímili aldraðra sjómanna í j Laugarási, og má gera ráð fyr- ir. að verkið hefjist af krafti nú um mánaðamótin. Útboðsfrestur er útrunninn þriðjudag 28. þ. m., en vitað er, að 17 aðilar hafa sótt skilriki og lagt fram skilatryggingu, en í útboðinu er gert ráð fyrir, að framkvæmdir hefjist strax. Það, seín gert verður, þegar ákveðið hefir verið, hver skuli reisa þessi mannvirki, er að steyptur verður og gerður fok- heldur meginhluti dvalarheim- ilisins, eða þrjú sambyggð hús, en ráðgert er, að því verki verði lokið íyrir haustið. Undanfarið hefir verið unn- ið af kappi við að sprengja fyrir skólpleiðslum, en það er erfitt verk og seinunnið, en þó er því nú langt komið. Lokið er .vinnu við sjálfan grunninn, og er því nú ekkert að vanbún- aði til þess að byrja að reisa þetta mikla mannvirki, og láta þar með óskadraum gamalla sjómanna rætast. tonn á 3 dögum. Y.b. Hvítá, sem stundar netaveiðar, og hefur lagt netin fyrir austan Vest- mannaeyjar, á heimamiðum Vestmannaeyinga, hefur afl- að fádæma vel í tveim síð- ustu veiðiferðum. Hvítá koin í nótt af veiðum með 70 tonn af ágætum fiski, sem háturinn hafði fengið á 3 dögurn við Eyjar. f veiðiferð- inni á undan var aflinn 68 lestir eftir 5 daga útivist. Hefur afli mikið glæðst við Vestmannaeyjar og neta- bátar yfirleitt aflað mjög vel.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.