Vísir - 21.04.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 21.04.1953, Blaðsíða 5
Þriðj-udaginn 21. apríl 1953. VÍSIR LeUtfélag Hafnarfjarðar: sem segír sex- Gamanleikur eftir Oskar Braaten. — Leikstjóri: Þóra Borg. Leikfélag Hafnarfjarðar hafði á laugardag fruinsýningu á „Skírn sem segir sex“ eftir Oskar Braaten. Leikrit þetta var sýnt hér í Reykjavík fyrir 15 árum, og mun þá hafa verið vel sótt, enda smellið að ýmsu leyti. Efni þess snertir tálsvert trú- mál, og kannske eðlilegt, þar sem höfundur er norskur, og trúmálin óvíðar oftar og meira á dagskrá hjá Norðmönnum en flestum þjóðum öðrum, enda þótt það sé ekki á hverjum degi, sem mönnum þar er heitið vist :í helvíti, eins og Hallesby gerði nýlega. Leikurinn snýst að miklu leyti um ungan prest, áhuga- saman um of, strangan og siða- vandan, og áhrif hans á söfn- uðinn, sem er vanur því, að gamli presturinn taki ekki of hart á mannlegum breyskleika. Mest mæðir á Evensen kirkjuverði í stímabraki því, sem orsakast af harðneskju að- stoðarprestsins og hefur Sig- urður Kristinsson það hlutverk á hendi, en hann er nú einn að- alleikari þeirra Hafnfirðinga. Tekst honum vel í hlutverki þessu, og sums staðar ágætlega, svo að hann var vel að því lófa- taki kominn, sem hann fékk. sóknarprestinn, séra Nordal, leikur Valgeix Óli Gíslason, og er hann dálítið óviss í fyrstu, en sækir í sig veðrið. Prest- frúna leikur Sigrún Sigurbergs- dóttir. Þetta er lítið hlutverk — eins og þau eru raunar flest — og er leikuri-nn ærið viðvan- ingslegur á köflum. Ástríði dóttur þeirra leikur Kristjana Breiðfjörð, mjög eðlilega og snoturlega. Emilia Borg og Sigurður Krist- insson í „Skírn sem segir sex". hlutverki góð skil, en kærustu hans leikur Ki'istbjörg' Keld, einnig smekklega. Barnsföður hennar (og fleiri stúlkna), sem kallaður er Gáukurinn, af eðli- legum ástæðum, leikur Vilhelm Jensen. Hann er mátulega frakkur og frekur, meðan allt leikur í lyndi, en bljúgur svo sem við á, þegar hann þarf að játa syndir sínar. Er leikur Vilhjálms góður. Hulda Runólfsdóttir leikur hjálpræðishersforingja, rösk- lega og' skemmtilega. Endur- skíranda leikur Finnbogi F. Arnadal, og er gerfi hans ágætt og' mjög' við hæfi hlutverksins. Eru þá ótalin fjögur hlut- verk, en þau leika Jóna Hall- dórsdóttir (Jómfrú Jahr), Jó- hanna Hjaltalín (Þórálfa), Ást- hildur Brynjólfsdóttir (Geor- gína) og Guðrún Reynsdóttir (verksmiðjustúlka). Jóhanna er sýnilega vönust á leiksviði, en hinar skila sínum hlutvek- um einnig sómasamlega. Leikfélag Hafnarfjarðar hefir að þessu sinni fengið frú Þóru Borg til þess að stjórna leikn- um. Það er vitanlega erfitt að setja leik á svið, þegar vani og æfing leikenda er ekki þeim mun meiri, og ber leikurinn þess nokkur merki í fyrsta þætti, að óstyrkur er í sumum leikendum, en þeir náðu sér fljótt á strik, og í öðrum og þriðja þætti gekk allt ágætlega. Leiksýningarnar sjálfar eru oft bezta æfingin, svo að meðferð- in fágast áreiðanlega fljótlega, og má leikstjórinn una vel sínu verki. Lothar Gi'undt hefir gert leiktjöldin af óvenjulegri smekkvísi. H. P. Bréf til Kristins Péturssonar, málara. Kæri vinur og starfsbróðir. Þó að bréf þitt í Vísi 9. apríl sé ekki stílað til mín sérstak- lega, frekar en ánnarra reyk- vískra blaðalesenda, þá vil eg nú samt svara því með nokkúr- um línum. Eg held að það. sé engin á- stæða til að kveinka sér við mismunandi gengisskráningu Snorri Jónsson leikur séra ’ okkar listamanna. Þann kross Storm, aðstoðarprestinn, sem fá allir menn að bera í einhverri veldur erjunum. Hann ber það mynd, hvort sem matið er rétt mjög með sér, að hann er ekki e®a rangt, hvar í stétt sem þeir sviðvanur, en það fer vafalaust standa. fljótlega af honum. j Annar eins hégómi og mis- Gestur L. H. í leikriti þessu munandi úthlutun styrkja er Emilía Borg, sem ekki þarf skiptir elcki frekar máli e'n mis- að kynna fyrir Reykvíkingum.1 jafnir blaðadómar á voru landi. Hún hefir á hendi hlutverk Flestir vita'að í smáborgara- Tvíbreiðu-Petru, en það lék hátterninu hér ræður kunn- hún forðum, þegar Skírnin var ingsskapurinn mestu, samúð sýnd hér í Reykjavík, og þótt.i eða andúð, vinátta eða fjand- þá vel takast, og svo er einnig skapur. nú. Petra og Evenson leysa all- | Ekki finn ég heldur neitt at- an vanda um síðir, og Emilía og hugavert þó að úthlutunar- Sigurður Kristinsson eru stoð- nefnd skipi héraðsdómárar og irnar, sem leikurinn hvilir á. Harald, ,,taugaveiklaðan“ vesaling, leikur Friðleifur E. Guðmundsson, og gerir því prófessorar. Meðal þeirra ættu þó að finnast hlutlausir, mennt- aðir, greindar- og sæmdar- menn og það er höfuðatriðið. Alijði úr „Skírn scm s^giir.tsexí1} c»Kristjana Kfeld, .Wilhehn Jeusson, Júbanna Hjaitalin og Áathildur BrynjúUsdóttir. Beri þessháttar manntegund ekkert skynbragð á listina, hverjum er hún þá ætluð til unaðar? Úthlutun styrkjanna var eitt sinn í höndum listamannanna sjálfra, sællar minningar. Hundar þurfa ekki að vera soltnir til að rífast um bein. Nú skulum við líta á' fjár- hagslega hlið þessa styrkjamáls og mun þú þá, að brauðsins skulum vér neita í sveita vors andlits. v Með öðrum orðum, afla lífsviðurværis með eigin verkum, eftir því sem kaupin gerast á eyrinni. Auðvitað lán- ast þau misjafnlega. En lífsbar- áttan er ráðstöfun móður nátt- úru til þröska og heilla öllu því sem lifir og lífsins vill njóta. Enginn verður óbarinn biskup. Myndlistai'menn og tónlistar- menn standa mun betur að vígi en skáld og rithöfundar í jafn fámennu landi sem voru. Tungan bindur skáldið við heimalandið meðan að við mál- arar getum komið verkum okk- ar á framfæri hvar í landi sem okkur þóknast og Sigurður Þórðarson stildar milli heims- álfanna með Kárlakór Reykja- víkur. Sókn á fjarlæg mið hentar auðvitað ekki vanmáttug'um vesalingum, en hún eflir líka manndóm þeirra sem færir reynast. Eg er ekki þeirrar skoðunar Framh. á 7. síðu Stari þjjóðfjttrðs V4t rðtt #* « pinyvöllum er laus til umsóknar, frá 1. júní n. k. Æskilegt er að umsækjendur hafi m. a. góða tungu- málakunnáttu, og áhuga og' þekkingu á skógrækt. Umsóknir sendist skipulagsstjóra ríkisins, Borgartúni 7, fyrir 15. maí, n.k., og gefur hann jafnframt nánari upp- lýsingar um starfið, svo sem launakjör o. fl. Þingvallanefnd. MVJIING Framleiðum nú miðstöðvarkatla með innbyggðum spíral — vatnshitara Katlarnir skila stöðugu vatnsrennsli mcð sama hitastigi og miðstö'ðvarhitinn. Með þéssari gerð katla vinnst: a: Uppsetningar sérstaks baðvatnsgeymis þarf ekki við. b: Minna vatnsmagn þarf að hita upp að staðaldri, og þá um leið minni brennslu eldsneytis. c: Betri einangrun heita vatsins. d: Stofnkostnaður að mun minni. B. M. katlar eru óháðir rafmagni. B. M. katlar eru smíðaðir úr 3ja mm. járnplötum. Vegna mikillar eftirspui'nar og sölu, er- hægt að haga framleiðsl- unni þannig, að verð katlanna er mjög hagkvæmt. — Verð eftir stærð: , Án spíral- m. sþíral hitara hitara Stærð 1 (hitar upp ca. 200 rúmm. íbúð) kr. 2100 2900 Stærð 2 (hitar upp ca. 400 rúmm. íbúð) kr. 2800 3600 Stærð 3 (hitar upp ca. 800 rúmm. íbúð) kr. 3600 4400 B. M. katlar eru ÞEKKTIR UM ALLT LAND fyrir spar- neyti og öryggi. KÖTLUNUM FYLGJA BANDARÍSKIR OLÍUSTILLAR AF FULLKOMNUSTU GERÐ. — Allar nánari upplýsingar látnar í té þeim er óska. Björn Magnússon, Keflavík Sími 169 og 175. Það er ósköp lítill vandi gð fá fjplbreytt ogigott blaðifyrir lágt iiiánaðargjáld. GalUurinii1 er ékki annar en að kaupa Vísis. — Xilkynnið afgreiðslunni — sími 1660 -—eða útburðarböruunuin nafn og heimilisfang

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.