Vísir - 21.04.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 21.04.1953, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 21. april 1953. VtSlR ^enni^&r ^meí: m ■ í m 45 1 ! Skuqqar í ! súla ■ ■ rátt. ! ■ ■ skilja hvort annað, og hugsa eins. Þetta fannst henni furðulegt, af því að þau höfðu alltaf verið að erta hvort annað. Allt í einu kom Iris og blátt áfram krafðist þess, að Ben dansaði við hana, en þau höfðu ekki dansað lengi, þegar hann afsakaði sig með þvi, að hann þyrfti að fara heim. Enginn gerði neina tilraun til þess að fá hann til þess að vera lengur. Um leið og hann fór ieit hann sem snöggvast- beint í augu Söru, og henni fannst að með tilliti sínu væri hann að biðja hana um, að bregðast sér ekki. Þegar Ben var farinn stakk Lebrún upp á því, að hún færi í háttinn, því að hún kynni að vera þreytt eftir tedrykkjuna og ferðalagið, að hún gat ekki varizt þeirri hugsun, að Lebrún hefði einhvern sérstakan áhuga fyrir því, að hún færi snemma í háttinn. Þegar hún var komin upp lagðist hún niður um stund og reyndi að lesa. Hvað mundi Ben hafa tekið sér fyrir hendur, þegar hann var farinn? Mundi hann skilja eftir bílinn sinn einhvers staðar og bíða þar til tími væri til kominn fyrir þau, að hittast í fjörunni? Var það rangt af henni að fara, þar sem hánn var eiginmaður Irisar En hún var undir niðri ekki í nein- um vafa um, að það væri ekkert rangt í því. Litla klukkan við rúmið hennar var 11, svo hálftólf — hún hlaut að hafa mókt, því að þegar hún vaknaði var hér um bil komið miðnætti. Hún reisti sig á olnboga og lagði við hlustirn- ar. Allt var kyrrt í húsinu. Hún ályktaði, að allir mundu vera farnir að hátta. — Hún tók dökka kápu úr skápnum og fór í hana. Hún hugsaði sem svo, að hún gæti læðzt eftir göngunum og niður Ætigann og inn í setustofuna og farið svo út um ein- hvern franska gluggann, ert þeir náðu alveg niður að gólfi og niður í veröndina. Hún slökkti Ijósið og lagði andartak við hlustirnar, áður en hún tók í hurðarsnerilinn. Hún sneri honum, en dyrnar opnuðust ekki. Þær voru læstar! 16. Dyrnar voru læstar. Það kom henni svo óvænt, að hún gat ekki áttað sig á því í fyrstu, að þessu væri svo varið. En hvern- ig sem hún sneri snerlinum og rykkti í, þá gat hún ekki opnað. — Hver gat haía læst hana inni? Hver gát haft áhuga fyrir, að hún kæmist ekki út einmitt í kvöld Vissi einhver um, að hún hafði ætlað til fundar við Ben undir hamrabeltinu í fjör- unni — og vildi koma í veg fyrir fund þeirra þar? Þessu vildi hún ekki trúa, því að með því viðurkenndi hún, að einhver eða einhverjir í húsinu vissu það, sem hún taldi, að þeir gætu ekki vitað — og ef svo var hlaut einhver að gefa gætur að henni, alveg eins og Sir Harry hafði beðið hana um að gefa gætur að fólkinu 1 þessu húsi. Og ef einhver ól grunsemdir í hennar garð var hún vissulega í hættu stödd, ög állt í einu varð henni Ijóst, að Sir Harry mundi hafa rétt íyrir sér, að eitthvað grunsamlegt mundi eiga sér stað í La Torrette — þanra var eitthvað dularfullt og ógnvekjandi á seyði. Hún stóð þama sem rígnegld og fannst í svip sem nístandi kuldi færi um sig alla. Hún var slegin svo miklum ótta að hún hafði aldrei fyrr reynt neitt slíkt. Hún hafði dansað meðan sprengjuregnið féll á London og verið óttaslegin, en ekki eins og nú. Það var allt annað að vita hvaðar hættur vofðu yfir held- ur en að vera í algerri óvissu um ógnir, sem hún vissi engin deili á. En hún áttaði sig á, að ekki dygði að glúpna. Hún yrði að taka á öllu sem hún ætti til og mæta hættunni hver sem hún væri og hvaðan sem hún kæmi. Ekkert niundi gagna henni að bugast, en alltaf var von, ef hún væri hugrökk. Huglaus mundi hún téfla sér í enn meiri hættu og ekkert geta gert Sir Harry að gagfti. líún yrði umfram állt að varðveita ró síná — vera köld og ákveðin. En hvað gat hún tekið til bragðs? Eitthvað varð hún að gera og það þegar í stað. Fyrst einhver vildi koma í veg fyrir, að hún færi út þetta kvöld;og til fundar við.Uen, hlaut það.að véra mikilvægt fyrir hgha, áð .láta; ^kki læsa sig iimi — ejn- y rn veginn yrði 'hún að komast út, þrátt fyrir nihar læsíu i. ' rn yégirih'lyrði, hun að ■ícömast úft -þrátt- fyrir hinár laéstu að hafa eitthvað m.ilíilvægt við hana að ræða. Mundi hann nú loks segja henni allt af léttá, ef henni tækist að komasí á fund hans? Einhvern veginn fannst henni — þótt hann væri kvæut- v;r. .•:• bau yrðu að skilja, ao hjm yrði að geta treyst honum. Hersni fannst það óbærileg tilhugsun að lifa, ef hún gæti ekki ' rV :ítt í huga sínum mvnd ai honum, sem manrii, er var ; veriSur. Hún vildi el>;! ; kannást við það fyrir sjálfri sér, ■ ð væri líka önnur ásíx-ðá fyrir því, að hún vildi fara á háhs. Það væri svo bn na'Jegt af henni að segja við sjálfa litla stund að minnsta kostí fæ eg að njóta samverunn- > hann, vera nálægt lionum, tala við hann, aftur verðum r ;n, eins og á skipsíjöl, og bótt crr leyfi honum ekki að ma mig að sér og kyssa mig, þá verð eg þó að leyfa honum að taka í hönd mér og segja eitthvað til þess að fullvissa mig um, að hann sé trausts vefður. En Ben beið hennar niðri í f jörunni — og' hér var hún — — læst inni. Hún gekk út að glugga, sem náði niður að gólfi og vissi út að litlum svölum. Hún slökkti og svipti til glugga- tjöldunum. Það var minnkandi tungl, en sæmilega bjart. í fjarska gnæfðu fjöllin þungbúin, og andartak kviknaði, henni beygur í brjósti, eins og þegar hún ók milli þeirra við hlið Marks, og hún heyrði nið sjávarins, þótt hún gæti ekki séð til sjávar úr herbergi sínu. Öldurnar gnauðuðu við fjörusandinn, þar sem Ben beið hennar. Hún varð að hafa hraðan á. Það hlaut að vera komið fram yfir miðnætti. Ben mundi ef til vill álykta, að hún kæmi ekki J og fara sína leið, og það gat hún ekki sætt sig við. Hún gekk út á svalirnar litlu og leit niður. Ekki var tiltökumál að stökkva niður, því að þótt hún slyppi við bana eða fótbrot, gat hún hlotið varanlegt mein af, vegna þeirra meiðsla, sem hún eitt sinn hafði1 hlotið. Þegar augu hennar fóru að venjast myrkrinu sá hún all- sterklega eikargrein, sem sveigðist upp með húshliðinni eigi langt frá svölunum, og mundi nú koma að haldi leikni hennar' sem dansari, en óþjálfuð manneskja mundi standa ver að vígi en hún. Hún ákvað að reyna og lét sig síga niður af svölunum' og er hún hafði gripið um þær neðst fór hún að sveifla sér, fyrst hægt svo hraðara, unz hún sleppti taki — og tók stökkið. Til allrar mildi kom hún á greinina og náði fótfestu. Iiún var gripin svo miklum spenningi, að hún varð að standa kyrr á greininni, sem sveigðist lítið eitt vegna þunga hennar, til þess' að jafna sig. Hún leit í kringum sig, en gat ekki séð, að neinn j væri nærstaddur. Að öllum líkindum hafði því enginn orðið j hennar var. Henni flaUg ekki í hug þá — ekki fyrr en seinna — hve einkennilegt það var, að dauðaþögn var í húsinu, og enginn virtist vera á ferli, hvorki innan húss né utan. Eftir á hugsaði hún um það, að í rauninrii hefði mátt ætla, að allir í húsinu væru steinsofandi — eða steindauðir. En á þessu augnablikij þarna á greininni komst aðeins ein hugsun að og hún var sú, hve þakklát hún mætt vera yfir hve allt hefði gengið vel til þessa. Og fyrir það, að hún gat nú læðst til strandar, nokkurn' vegin örugg um, að ekki mundi neinn verða hennar var. Þegar hún kom í fjöruna, þar sem hún hafði búist við að hitta Ben, varð hún hans hvergi vör. Máninn varpaði eins og silfurgliti á sandinn, en öldurnar virtust næstum svartar, nema að faldar þeri’ra voru hvítir. Klettamir, þar sem hún hafði álp- ast inn í hellinn, og fundið Mark, virtust þungbúnir og ógnandi í nokkrum f jarska, þrátt fyrir tunglskinið. Hún hafði ekki kennt beygs, um nóttina, er hún rakst á Mark þar, en nú var hún grip- 1 in ótta. Eða var það kannske vegna þess, að hún var gripin tauga- ' æsingu í kvöld, eftir að hafa vérið læst inni og orðið að grípa til l óvanalegra ráða, til þess að komast út? En áfram varð hún að . fara og um eða yfir klettana, og finna Ben, hvað sem tautaði, og I er hún hugsaði um hann hvarf ótti hennar og hún gekk í áttina i til klettanna. Henni reyndist erfiðara að komast yfir þá nú, því ' að þeir voru hálir mjög, en þá hafði hún haft gúmmíbaðskó á j fótum, en einhvern veginn tókst henni að komast áfram, og allt af bjóst hún við, að finna Ben, en hann var hvergi sjáanlegur. — Og er hún fann hann ekki var sem óttinn ætlaði að ná tökum Á kvöldvöknnni fv s'- ar v f. Breti var á ferð í Afríku og dag nokkum £ heitu veðri jstóðst hann ekki mátið og fór í sjó til að fá sér sundsprett. Kom Iþá negri að í eintrjáningi sínum. Sundmaðurinn hrópaði þá: „Eru rtokkrir krókódílar hér?“ j „Nei,“ sagði negrinn í bátn- um. „Hákarlarnir fæla þá burtu!“ 1 O Stiwe, hinn kunni háskóla- pivfessor, var mjög utan við sigj Einu sinni sem oftar ætlT I aði hann heimanað frá sér og j var að því kominn áð fara út úr dyrunum með JTýrólahatt á ihþíði og sneri fjöðrin öfugt. Þá kom þemá. heimilisins þjótandi og sagði: : „Herrá prófessor, hattúrinn'er öfugur á höfði yð- ar.“ „Verið þér ekki með þessa vitleysu, Berta,“ svaraði hinn lærði maður og varð ergilegur. „Ekki vitið þér í hvaða átt eg ætla.“ © Hún hafði verið talin af vik- um saman, en koœst þó á fætur og varð alheil. Að sjálfsögðu Jþakkaði hún lækni sínum það, j og spurði hann því, er hún tal- Jaði við han.ii að endingu. „Hvemig get eg eiginlega látið þákklæti mitt í ljós?“ „Þér megið þakka Fönikíu- mönnum, að það er enginn vandi. Þeir fundu nefnilega upp peningana!“ ÚHfí áÍHHí Meðal bæjal’frétta Vísis hinn 20. apríi 1918 voru þessar: Smíðisgripur éinn merkilegur var sýndur hér í Báruhúsinu um síðustu helgi. Það er lítill gufubátur, sem Islendingur hefir smiðað tilsagnarlaust, með véhr.n og öllum • útbúnaði. Baturinn er sagður i snilldarvei'k, af i þeim, sem ■ vit rhaiá Gáögvél knýr hann áfram meö 15 faðma hraða á mínútu og gufuflauta er í honum til að gefa merki riiéð, eins ög á gufskipum tíðk- ■ ást. fThor. Jensen kaupmaður. sérn ■ . séð hefiri bátinn, gaf smiðnum 50 krónur . í viður- kf > inirigarskýrii. ' ,.Bisp“ kom hingað laust fyrir Ijá;- Öegi úr Englandsför,; iOg hefir nu vérið aðeins knappa 7 mán- uði í þeirri ferð. Skipið er aðal- Joga hlaðið salti. JBref: að góð listaverk eigi öll að verat negld niður í heimahögum sín- um. Heldur þvert á móti eiga þau að dreifast víða um lönd og flytja hróður síns uppruna,- Minnumst þess að enn í dag berr Ijómann um víða veröld af snillfir Grikkja hinna fornu. Listamannalaun í nágranna-.- löndunum sem þú minnist á».. held eg að vaxi þér í augum.. Að vísu eru víða til einhverjirr sjóðir sem ætlaðir eru til styrk-- veitinga í sérstökum tilfellump. en um föst laun er ekki mikiðí að ræða. í Englandi t. d. þekkís. eg ekki önnur en laun meðlima. Academiunnar og innan mynd- litsardeildarinnar eru þeir að— eins 60 þar af 30 málarar. Hvað mundi það vera stór hundraðs- hlutur þar í landi? Sæti í Aca- demiunni fá menn ekki nemat eftir langt og afrekaríkt starf og heiður þeim sem heiður ber„- Afburðamennirnir eru laun— anna maklegir, enda gildir það> venjulega um þá, að þeir hafa haft öðrum hnöppum að’ hneppa en að nurla í kistu— handraðann. Eins og þú sennilega hefur nix skilið er eg andvígur styrkja- farganinu sem búið er að sýkja- allar stéttir vors lands. Sömu— leiðis er eg andvígur flestum. afskiptum af hálfu hins opin- bera, svo sem bönnum og sér— leyfum. Flest af slíku ;tagi er’ „mannskemmandi og" niður- drepandi“. Frjálsræðið verður löngum happadrýgst til efling- ar manndómi og menningu. Höftin eru alltof oft aðeins til framdráttar úrþvættisliði senx ekki er starfi sínu vaxið og stenzt þyí enga samkeppni. Bitlingapestin hefur hvað eftir annað átt stóran þátt í að leggja. voldugar menningarþjóðir £ eymd og ræfildóm, svo sem. Grikki og Rómverja. Að lokum langar mig til að> spyrja þig: Er ekki fúllt á kór- bekknum meðal hinna mislitu styrkþega? Að sönnu eru þar sæmdarmenn en einnig þeir sem eg gæti trúað að væru ó- notalegir sessunautar. Með vinarkveðju, Ásgeir Bjarnþórsson. Lögreglufréttir. í gærkveldi var lögreglu- varðstofunni tilkynnt að maður nokkur hefði brotið rúðu í húsí einu hér í bænum og særzt á hendi. Maðurinn hafði skorizfc lila og flutti lögreglan hann á Sly.savarðstofuna þar sem gerfc var að sárum hans. )i ÖJvaður máður tekinn í bíl. í gærkveldi handtók lögregl- an .öivaðan manri, sem hafði. fáfið upp í bíl í héimildarléýstf og reynt að koma honum af stað, en án árangurs. Maður- inn var búinn að valda tölu- verðum skemmdum á bílnum þegar hann var handsamaður. Skothríð út af Skildinganesi. Seinni hluta dags í gær var lÖgreglunni tilkynnt um báfc sem væri út af Skildinganesi og léti ánöfnin ófriðlega því hún væri sískjótandi. Lögreglumenn voru sendir út af örkinni til áð ‘athuga' þétta rianár.' Ekkii“^áttí' þeir þó haft hendur i hári mannanna en báru hinsvegar kennsl á bátinn. Verður athæfi þetta að sjálfsögðu kært.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.