Vísir - 24.04.1953, Blaðsíða 1
43. árg.
Föstudaginn 24. apríl 1953.
91. tbl.
Nýlega sökk tyrkneskur kafbátur skammt frá Dardanellasuneí
eftir árekstur við sænska kaupfarið Naboland. Skipverjuin
af sænska skipinu tókst að bjarga 6 mönnum, sem voru ofan-
þilja á kafbátnum, sem var að búa sig undir að kafa. Ails
voru 100 menn á kafbátnum og drukknuðu 94. Myndin er, af
kafbátnum á siglingu á svipuðum slóðum og slysið skeði.
Hátíðahöld Sumargjafar
í gær með meiri glæsibrag
en nokkru sinni.
1&~*13 þúsuBtd tníMMtFt.v tóh
þútt í shtmúöffötíig^MMMM.Mti,
Barnaskrúðgangan í gær var
ívímælalaust hin voldugasta,
sem hér hefur sézt á sumardag-
inn fyrsta, en auk barnanna
íóku þúsundir hinna eldri borg-
ara þátt í göngunni, og er ó-
hætt að fullyrða, að í henni og
við AusturvoII hafi verið allt að
15 þúsund manns.
Er það mál manna, að hátíða-
höldin hafi tekizt sérlega vel,
þegar frá er talin ónauðsynleg
umferðarteppa á Fríkirkjuvegi,
sem síðar verður getið.
Forráðamenn Sumargjafar g
aðrir velunnarar barnanna
höfðu sýnilega gert sér far um
'að vanda.sem bezt til barna-
dagsins. Að þessu sinni' hafði
skrúðfylking barnanna verið
skipulögð í tvennu lagi. Önnur
fylkingin lagði upp frá Austur--
bæjarskóla, gekk síðan vestur
Barónsstíg, yfir á Hringbraut
norð.ur Sóleyjargötu og inn á
Fríkirkjuveg, við Hljómskál-
ann. Hin fylkingin kom frá
Melaskóla, staðnæmdist síðan
við Tjarnarbrúna, og lét Aust-
urbæjarfylkingunn fara á und-
ah norður Fríkirkjuveg.
Skemmtileg nýbreytni.
Það var mjög áriægjuleg til-
breytni að hafa skrautvagna í
fylkingunum, geysistóra vöru-
bíla, sem voru skemmtilega
prýddir fánum og öðru, en 4
þeim voru svo táknrænar per-
sónur. Á Austurbæjarvögnun-
úm voru „Sumarið" og fylgdar-
lið, Rauðhetta, úlfurinn, veiði-
maður o. fl., en Vesturbæjar-
vagnar flúttu „Vetur konung"
og fylgdarlið hans, þ.á m. ísbirni
og kolsvarta fugla, sem börðu
vængjunum framan í áhorf-
endur, sem.stóðu allt í kring á
götunum. Var þetta mjög á-
nægjulegt og vakti mikla kát-
ínu barnánna og annarra. Þau
Hildur Kalman, Fétur Péturs-
son þulur og E. B. Malmquist
munu hafa. séð ,um skreytingu
á vögnunum og annað fyrir-
komulag á þeim, og tekizt mjög
vel.
Mistök lögreglu.
En á Frikirkjuvegi gerðust
fáránleg mistök í umferðar-
stjórn. Þegar fylkingin ætlaði
að þokast norður götuna, reynd
ist það ógerlegt, vegna þess, að
bílaröð kom á móti henni, en
lögreglunni hafði láðzt að loka
götunni fyrir umferð meðan á
þessu stóð. Þá var það og óhæfa,
að bílum hafði verið lagt við
báðar gangstéttir götunnar, og
varð af þessu háskaleg þröng.
Verður að 'sjá um, að slíkt end-
urtaki sig ekki.
Síðan var gengið til Austur-
vallar, en lúðrasveitir voruraeð
Framh. á 7. síðu.
Fjórtán drengir frá
5 félögum,
Drengjahlaup Ármanns fer
frairi á Suhnudaginn kemur og
verða 14 keppendur frá 5 félög-
um.
Ármann sendir flesta kepp-
endur eða 5 taljns. Fra KR
er 1, frá Ungmennasanibandi
¦Kjalarnesþings 3, frá Ung-
mennafé'Iagi Keflavíkur 2 og
frá Ungmenriafélagi Reykjavík
ur 3.
Hlaupið hefst kl. 10 árdegis
frá "Iðnskólanum. Veró'ur hlaup
ið 'suður Tjarnargötu, suður fyr
ir háskólann, síðan n.jrður
Vatnsmýrina, yfir Hljómskéla-
garðinn og endað á Frikirkju-
veginum framan við Bindindis-
höllina.
.Ármann er handhafi beggja
verðlaunagripanna fyíir sveita
keppni 3ja og 5 manna.
Þetta er 31. drengjamot Ár-
rnarms.
Geíraunín:
ÍrsSil á morgun.
Á morgun verða birt úr-
slit í verðlaunagetraun Vísis:
Hver er niaðurinn?
Frestur til þess að skila
getraunaseðlunum var út-
runinn kl. 6 á miðvikudags-
kvöld, en tími hefir ekki
onnizt til þess að vinna úr
þeim- Það skal þó sagt, að
Iþátttakendur voru furðu vel
heima í útlendum fréttum,
en getraunin var erfið. —
Úrslitin verða sem sag birt
á morgun.
Brezki herinn á
vandamálið teki
'Mi
1 gærmorgun kveikti barn af
óvitaskap í gluggatjöldum en
móðir þess slökkti eldinn og af-
stýrði með snarræði sínu, að
eldurinn breiddist út.
Þetta var að Hæðargarði 44
kl. rúmlega 11 í gærmorgun.
Nokkurt tjórj varð, áður en móð
ur barnsins - tækist að slökkva
eldinn, m. a. brunriu glugga-
tjöld, borðdúkur og eitthvað
fleira, en rúða sprakk af hitan-
um. Síðan hringdi móðir barns
ins á slökkviliðið og tilkynnti,
hvað gerzt hafði, en menn voru
seridir á staðinn, til öryggis.
Hrílar¥@iwr á
/Uctireyri.
Akureyri í morgun.
A Akureyri var í morgun hríð
arveður af norðri og fannst bæj
arbúum sumarið byrja heldur
kuldalega.
í gær var einnig kaldrana-
legt veður, en þó úrkomulaust.
f tilefni dagsins gengu börn í
skrúðgöngu frá kirkjunni og
um aðalgötur bæjarins. Inni-
skemmtanir voru í samkomu-
húsum um kvöldið.
Mokfiskerí er nú í öllum ver-
stöðvum nyrðra og togarar hafa
fyllt sig á sex sólarhringum.
Lögreglufrétt.
í fyrradag var lögreglunni
gert aðvart um stuld. í verzlun
Helga Benediktssonar við
Breiðholtsveg. Hafði verið stol-
ið pyngju úr tösku sem lá á af-
greiðsluborðinu.
bnrt. — Palestínu-
ð til umræðu á ný.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morguh.
Á fundi Arabaríkjanna hefur
verið gert samkomulag um af-
stöðuna til tillagnanna um sam
eiginlegar varnir Suezskurðar
og nálægra landa.
' Að þessum tillögum standa
sem kunnugt er Bretar, Banda-
^ríkjamenn, Frakkar og Tyrkir,
'og hefur ö'rlað á vonum um, að
Bretar og Egyptar gætu leyst
Suezvandamálið, ef samkomu-
lag næst um varnarbandalagið.
Kunnugt er, að J. Foster Dull-
es' ætlar að ræða þessi mál við
stjórnmálaleiðtoga Araba í fyr-
irhugaðri ferð sinni austur
þangað.
Samtökin treyst.
Nú hefur það hins vegar
gerzt, að Arabaríkin hafa — áð
ur en Dulles kemur þangað —
treyst samtök sín gegn þessum
fyrirætlunum, og hefur- utan-
ríkisráðherra Libanons verið
falið að ganga frá formlegri orð
sendingu, þess efnis, að
Arabaríkin vilji ekki ræða
fyrirhugað varnarbandalag
fyrr en samkomulag hcfur
náðst um brottflutning
brezka herliðsins frá Suez-
eiði og Palestínuvandamálið
hefur verið til lykta leitt.
•
Horfur um samkomulag
ekki góðar.
Haldi Arabaríkin fast við
þessa ákvörðun horfir sízt bet-
ur en áður um samvinnuna milli
Arabaríkjanna og hinna vest-
ænu lýðræðisríkja. — í fregnum
um þetta kemur þó fram, að Ar-
abaríkin treystast ekki til að
verjast árásum, ef til styrjaldar
kæmi — upp á eigin spýtur, því
að tekið er fram, að þau treyst-
ist til að veriast árásum, svo
fremi að þau fái næg hergögn.
frá hinum vestrænu þjóðunum.
[Qnungurjnn í Laos biður Auríol um
aukna aðstoð Frakka.
Fregnir frá Indókína herma,'
að uppreistarmenn haldi áfram
sókn sinní á sléttunum í Laos, |
norðan höfuðborgarinnar, og
vofir sú hæíta yfir herliöi ¦
Frakka þar, að uppreistarmenn
umkringi það.
Aðrar hersveitir uppreistar-
rrianna sækja fram til höfuð-
borgarinnar úr annarri átt.
Eftir seinustu fregnum að
dæma er öilu Norður-Indó-
kína nú ógnað af framsokn
uppreistarmanna.
Konungurinn í Laos hefur
símað Auriol Frakklandsfor-
seta og beðið um skjóta og
aukna aðstoð Frakklands.
-Dullés' i"æð;ir
sóknina.-'
Jolin Fqster Dulles hefur
minnst á'þessa nýju sókn upp-
reistar-manna, og segir að það
sé litið að byggja á auknum
friðarvilja leiðtoga, sem umleið
og þeir» virðast samningalipr-
ari i einu landi (Kóreu) sé haf-
in stórsókn með tilstyrk þeirra
annars staðar. Dulles ^Jjvað
Bandaríkjastjórn því fylgjandi,
að þegar samið væri vopnahlé í
Kóireu, væri gengið svo frá
hnútunum, að ekki væri hægt
að leika sama íeikinn annars
staðar.
en breytt nn -baráttua5ferðir.
MA-ráötö síakar ekki á
í Norður-Atlantshafsráðinu,
sem nú situr á fundi í Farís,
haf a menn ágreiningslaust kom
ist að niðurstöðu um, að engin
grundvallar-stefnuhrcyting
hafi orðið hjá valdhöfum Ráð-
stjórnarríkjanna.
Hins'vegar sé Ijóstaf því, er
gerzt hefur í seinni tíð og sýnir
meiri samningalipurð af hálfu
Rússa, að' þeir hafi tekið upp
'aðrar starfs- og baráttuaðferð-
ir.
.John Foster Dulles hefur rætt
við blaðamenn um þær skoða.n-
ir, sem fram komu á fundi ráðs
•ins í-gær,-og kvað mikla.nauðr
varnarsamíökunum.
syn bera til, að haldið væri á-
fram að treysta varnarsamtökin
Þetta skildi Bandaríkjastjórn,
og vildi stuðla að traustari varn
arsamtökum með auknum fram
lögum, m. a. með því að fela
þjóðum í vesturhluta álfunnar
hergagnasmíð í þágu varnar-
samtakanna, og kæmi það efna-
hag þeirra og atvinnulífi þá
jafnframt að notum. Dulles
kvað Baiidaríkjastjórn þó því
aðeins geta komið fram tillög-
um sínum á þingi, að í Ijós
kæmi samheldni og einlægur
vilji Vestur-Evrópuþjóðanna til
.varnarsamstarfsins.