Vísir - 25.04.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 25.04.1953, Blaðsíða 8
í ►«« t*m gerast kaupendur VÍSIS eftlr 1«. »v«-r» manaðar fá blaðið ókeypis til manaðamóta, — Sími 16?Ö. VÍSIR er ódýrasta blaði'ð eg þó það fjöl- brejttasta. — Hriugið í sima 1660 eg gerist áskrifendur. Laugardaginn 25. apríl 1953. fiásiáé‘<fþfi.v iitnti í itsfftyfitBi : Viðtal við Svein Björnsson, formann Karlakórs Reykjavíkur í morgun. .,Gullfoss“ kom á ytri höfnina um 10-leytið í morgun íiafði þá lokið Miðjarðarhafsför sinni, sem þátttakendur ber sfarnan um, að hafi ve.rið hin ánægjulegasta í alla staði. Hingað kemur skiþiS frá Lissabon, hafði fengið gott veð- ur að heita má allan tímann, nema hvað síðustu tvo sólar- hringana var allhvasst, og ís- land heilsar kórmönnunum og öðrum sem um borð eru, á beldur kaldranalegan hátt, að því er veður snertir. Tíðindamaður Vísis átti sím- tal við Svein Björnsson full- trúa, formann Karlakórs Reykjavíkur í morgun, er skipið var að koma á ytri höfnina. Sveinn lét svo um mælt, að í. skemmsíu máli mætti segja, að söngförin og ferðalagið allt yrði þ.átttakendum ógleyman- 3egt. Viðtökur hefðu alls staðar verið frábærlega góðar, en skipshöfnin á Gullfossi lá ekki á liði sínu til þess að gera dvöl- ina um borð. sem minnisstæð- asta á annan hátt. . Kórinn hélt 6 opinbera sam- söngva, í Algier, Palermó, Róm, í •Vatíkánborginni, Barcelona og Lissabon. Söngnum var út- varpað á 5 stöðum, í Algier, Monaco, Nizza, Barcelona og Lissabon. Hvarvetna hlutu söngmenn- irnir hinar beztu viðtökur, og af blaðaummælum, sem þegar eru fyrir hendi, verður ekki annað séð, en að hinir íslenzku söngihemi hafi sungið sig inn í hjörtu hinna suðrænu áheyr- enda. Flestir voru áheyrendur í Barcelona, á 3. þúsund. Þór- hallur Þorgilsson magister var fararstjóri og túikur kórsins, og mun hann síðar þýða blaða- dómana um söng kórsins. Guðmundur Jónsson söngvari varð að yfirgefa þá félaga í Barcelona og þótti mönnum illt að rnissa hann, og -varð því breyta söngskránni á síðasta samsöngnum í Lissabon. Vísir býður Karlakór Reykja- víkur, og alla þá, er þátt tóku í förinni, velkomna til landsins. FlskafSlnn í febrúar. Fiskaflinn í febrúar 1953 varð alls 32.303 smál. Til burðar má geta þess að í febrú ar 1952 varð fiskaflinn smál. Fiskafilinn frá 1. janúar til 28. febrúar 1953 varð alls 45.121 smál., en á sama tíma 1952 var fiskaflinn 41.108 smál. og 1951 var aflinn 24.801 smál. Skipfing aflans milli veiði- skipa til febrúar loka varð: Bátafiskur ...... 25.127 smál. Togarafiskur . . 19.994 smál. Samtals 45.121 smá. 12 þúsiMidf iíso- verfar bcrþsf s Birrma. London (AP). — Stjórnin í Burma segir 12.000 kínverska þjóðernissinna berjast með upp- reistarmönnum gegn her stjórn- arinnar í norðurhluta Iandsins. Segir hún „skæruliðaher“ þennan búinn nýtízku vopnum, sem hann hljóti að hafa fengið erlendis frá. — Eftir sigur kommúnista í Kína flýði Þjóð- ernissinnahersveitir til Burma og settust þar að, og hefur nú kært til Sameinuðu þjóð- anna yfir veru þessa liðs í land- Sambandsliðsforingjar S. b. í Panmunjom taka fingrafaramyndir af norður-kóreskum og kín- yerskum stríðsföngum, áður en þeim er skilað í hendur kommúnista. Herforingjar handteknir j* í Iran. 3 hershöfðingjar og nokkrir tugir liðsforingja hafa verið hanteknir. Ennfremur eru sagðar byrj- aðar handtökur forystumarin í Tudehflokknum. Fregnum ber ekki saman um hvort Tudeh flokkurinn styður Mossadegh eða Khaszani, for- seta neðrideildar, en það virö- ist koma æ skýrara í ljós, ao deilan stendur milli þeirra, frekar en milli Mossadeghs og keisarans, og hafi Khazani, sem er leiðtogi trúarofstækisflokks, beitt keisaranum fyrir sig í átökunum. Það virðist hafa rið- ið baggmuninn, að Mossadegh fór að veita betur, að hann hélt stuðningi meirihluta hersins. Fyrirætiun um að smila aljiýðubíla í BretlandL Pjéðverjar frénletdtSu 430 n / b © á? t ar / b / e pusm ÍMtreiðar a s. I. art. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Brezkum bifreiðaeigendum stendur nú mikill stuggur af yf- irvofandi aukinni samkeppni af hendi þýzkra bifreiðasmiða. Hefur þegar verið ákveðið, að stofnað skuli félag hér í landi til þess að framleiða alþýðu- vagninn þýzka, sem ryður sér nú æ meira til rúms um heim allan. Mun félagið leita fyrir sér um verksmiðjurúm til að byrja með, en síðar mun verða reist verksmiðja fyrir frám- leiðslu alþýðuvagnanna. Fjár- magnið, sem félagið mun hefja starfsemi sína með, verður xnest megnis brezkt, en Þjóðverjar munu leggja til teikningar af bifreiðum sínum og fleira. Bretar eru nýtnrr. London (AP). — Bretar eru nýtnir. Empire News birtir eft- irfarandi eftir Hubert Seaman í Newmarket: „Eg notaði yfirfrakka, sem eg keypti fyrir 12 skildínga í 20 ár. Efnið var enn óslitið að mestu, svo að eg lét búa mér til stoi-mjakka úr honum, sem eg notaði í 5 ár. — Árið 1931 bjuggum við til dyramöttu úr honum — og' hún hefur verið við útgöngudyrnar ávallt síð- an.“ -T Kolvllaryfsmétíl verlnr hál í Jósefsda! í dag og á morgun. Srsjór eklci nægyr vii Kolviðarhói. F j órða Kol viðarhóí smótið befst í dag, en ekki að Kolvið- arhóli eins og æíía mætti, Iield- Jir í Jósefsdal, en það mun vera eini aðfengilegi staðurinn í skíðaiöndum bæjarins þar sem mægilegan snjó er að fá. Mótið hefst kl. 6 síðdegis með keppni í svigi kvenna og dengja. í kvennaflokki eru 15 þátt- f.akendur og meðal þeirra er Mar.ta B. Guðmundsdóttir frá ísafirði. Karólína Guðmunds- dóttir K.R.. Ingibjörg Árna- dóttir og Ásthildur Eyjólfsdótt- ir báðar úr Ármanni. í kvöld kl. 8 hefst keppni karla í C-flckki og eru skráðir þátttakendur þar 34 talsins. Á morgun heldur mótið áfram og hefst þá kl. 10 árd. xneð keppni í svigi karia í B-flokkx. Verður þar um xnjög tvísj'na og spennandi keppni að ræða því að margir beztu skíðaménn- irnir eru mjög jafnir. Keppni A-flokks karla í svigi hefst kl. 11.30 og ' keppendur skráðir 22. Meðal þeirra eru Ás- geir Eyjólfsson og Stefári Krist- jánsson frá Ármanni, Þórarinn Gunnarsson og Valdimar Örn- ólfsson frá Í.R. og.Magnús Guð- mundsson og Guðmundur Jóns- son frá K.R. Stórsvig fer fram í Suðui- gilí kl. 14.30 og hefst á keppni kvenna og drengja. Kl. 16.00 fer stórsvig karla fram. Verða keppendur allir þeir sömu í stórsviginu sem x svigi. ! Þátttakeridur eru alls ski’áð- ir 107, þar af 31 frá Ármanni, 29 frá K.R., 26 frá Í.R., 11 frá Val, 5 frá Skátum, 3 frá Víking, 1 frá ísafirði og 1 úr Hvera- gerði. Ferðir verða frá Orlofi bæði x dag og á morgun og aka þeir alla leið upp í skarð. Þjóðverjar sækja á. Bifreiðaframleiðsla Vestur- Þýzkalands hefur aukizt stór- um skrefum síðustu árin. Lá hún niðri í stríðslok, eins og önnur framleiðsla í landinu, en nú er þó svo komið, að Þjóð- verjar eru í þriðja'sæti á þes'su sviði. Voru alls ..framléiddár 430,000 bifreiðar af, öllu tagi á árinu sem leið. Það ár fram- leiddu Bretar næstum 700,000 bifreiðar af öllum gerðum, en Frakkar, sem voru í öðru sæti, framleiddu rúmlega 500,000. Þjóðverjar voru í öðm sæti, að því er útflutning snertu — seldu næstum þriðja hyern bíl úr landi á .sl.. ári, en Frakkar aðeins fimmta hvern. Samkeppni harðnar. Allar bifi’eiðaframleiðsluþjóð- ir álfunnar sjá fi’am á harðri- andi, samkeppni af hálfu Þjóð- verja á þessu ári, og hafa þeir þegar getað lækkað verð á ýmsum bifreiðum sínum vegna aukinnar' framléiðslu og útflutn ings. Þeir vonast til að verða í öðru sæti í framleiðslu á þessu ári, og jafnvel fyrsta í útflutn- ingi bifreiða. Ferðafélag Islands efnir til 55 ferða í sumar. Sl&hímr ' mppi ferðmn í I Ferðafélag íslancls efnir á jkomandi sumri til 14 stimar- Ieyfisferða, er taka allt ispp í 12 daga hver og tii 41 helgar- ferðar, er taka frá 1 og ujjp í 214 dag faver. Langferðirnar 14 liggja því • nær um landið þveri og endi- la.ngt, um allar fegurstu byggð- í ir og eins inn á öræfin. Fyrst'a jjangfei-ðin er þegar ura garö j gérigih, en það var fei’ð um páskana inn a'ð Hagavatni. — Næsta ferð verður um Hv-ta- sunnuna vés.tur á Snæfeliisjök - ul. Þriðja ferðin hefst 18. júní til Norðurlandsins og allt norð- ur til Grímseyjar, en þar verð- ur dvalist um sólstöðurnar. 21/?. dags ferð verður í Landmanna- laugar 27. júní, og í sambandi við það skal sérstök athygli vakin á því, að um hverja helgi frá og með 27. júrií efnir Ferða- félagið til fei’ðar í Landmanna- laugar fram til 8. ágúst. Ferðir norður og austur. Þann 2. júlí hefst 12 daga ferð til Norður- og Austur- landsins, en þær eru einhverj- ar vinsælustu og eftirsóttustu ferðir félagsins óg jafnan full- setnar. Dagana 11.—16 júlí verður farið um Kjalveg og inn til Kerlingarfjaila. Um miðjan júlí verður vænt- anlega efnt til hringferðar um Vestfirði, er tekur 8 daga. — Fyrst verður ekið til Stykkis- hólms, þaðan farið um Breiða- fjarðareyjar og vestur á Barða- strönd, en síðan norður alla Vestfirði til.ísafjarðar, farið um Framh. á 7. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.