Vísir - 27.04.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 27.04.1953, Blaðsíða 4
VlSIR Mánudaginn 27. apríl 1953 DAGBLAÐ Ritstjórl: Hersteinn Pálssotu Skrifstofur' Ingólísstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJT. AfjcreiSsla: Ingólfsstræti 3. Simar 1660 (fimm línur}. Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Stjóntmálin í deighnmi. T\Tú eru ekki nema tveir mánuðir til kosninga. Flokkarnir ’ hafa þegar boðið fram í flestum kjördæmum og er um litlar breytingar að ræða. Þeir sem líklegir eru til að ná kosn- ingu eru flestir hinir sömu og voru á síðasta þingi. Verða því litlar breytingar á Alþingi næsta kjörtímabil. Þó er þess að gæta, að flokkarnir hafa ekki enn birt framboð sín í Reykjavík og er ekki ólíklegt að einhverjar mannabreytingar verði þar. Vitað er að talsverð átök eru í Alþýðuflokknum um það eiua þingsæti sem flokkurinn hefur von um að fá hér. Kommúnistar setja að líkindum nýjan mann í annað sæti vegna þess að Sigurður Guðnason mun vilja draga sig í hlé. Framsóknarmenn leggja mikla áherzlu á acý halda þingsæti sínu i Reykjavík og munu telja það mikinn ósigur ef þeir tapa því. Þeir eru í miklum vafa um hvort rétt sé að treysta á sigur- vonir Rannveigar, pn þó má svo fara, að henni verði skákað fram. Andstæðinga reyna að breiða það út, að ósamkomu- lag sé innan Sjálfstæoisflokksins um framboðið í bænum. Hefur slíkt ekki við nein rök að styðjast. Flokkurinn stendur samar. heill og óskiptur og er almennt talið að hann hafi aldrei haft sterkari aðstöðu í bænum en nú, þrátt fyrir væntanlegt sprengi- framboð frá nokkrum aðstandendum „Varðbergs“. Nýju flokkarnir tveir munu engum tíðindum valda í stjórn- málunum. Þeir hafa engan hljómgrunn hjá almenningi og skerða lítið sem ekkert fylgi hinna eldri flokka, þótt þeir sendi noklcra menn í framboð. Helzt er búist við að þjóðvarnarflokkurinn muni draga til sín eitthvað af fylgismönnum kommúnisla. som nú eru orðnir veikir í trúnni eða þreyttir orðnir á föðurlands- svikum og fláræði sinna fyrri húsbænda. Það verður mislitt fé. Engin líkindi eru til að nýju flokkarnir fái nokkurn mann kosinn, svo að öll atkveeði, sem á þá er kastað, fara til ónýtis. Þrátt fyrir það má búast við að þeir bjóði fram á nokkrun-. stöðum en talið er þó að þeir séu í miklu hraki með frambjóii- endur, sem nokkuð traust hafa. Helzt er talað um menn eins og Jónas Þorbergsson, sem eru á lausum kili og geta komið fram á manníundum — en enginn tekur mark á þegar þeir tala um stjórnmál. Styrkleiki ílokkanna á þingi breytist varla mikið í kosn- ingunum. Stærstu ílokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn, koma að líkindum úr kosningunum með ekki lægri þing- mannatölu, hvor um sig, en þeir hafa nú. Fylgi Sjálistæðis- flokksins stendur föstum fótum um land allt og eru líkur til að hann verði eini flokkurinn, sem nokkuð vinnur á. ¥15 sama heygar5sfiomi5. 11 "'íminn er enn að tönnlast á því að Sjálfstæðisflokkurinn “ • „ráði yfir“ bönkunum og búi svo um hnútana að kaup- félögin fái lítið sem ekkert af lánsfé bankanna, svo að þau geti varla haldið áfram starfsemi sinni. Málafærsla blaðsins er að vísu heldur lítið sannfærandi, enda er ekki gerð nein tilraun til að færa rök fyrir þessari fáránlegu staðhæfingu. Blaðið getur þess ekki heldur að landbúnaðurinn hafi sinn eigin banka, sem nokkrir háttsettir framsóknarmenn ráða yfir. Blaðið getur þess heldur ekki hversu mikið lánsfé sajírvinnufélögin hafa í bönk- unum og það minntist ekki á hversu miklir sjóðir þeírrá eru. Það heldur því aðeins frarn, að verið sé að kreista líftóruna úr félögunum vegna féleysis — og það sé allt Sjálfstæðisflokknum að kenna. Vill nú ekki blaðið fræða lesendur sína á því hversu mikið bankarnir hafi lánað Sambandinu og kaupfélögunum. Menn gæti þá kannske myndað sér einhverja skoðun um hinn alvarlega fjárskort sem þjáir þau. Svo geta menn til viðbótar aflað sér upplýsinga úr opinberum skýrslum hversu miklar innstæður eru í innlánsdcildum félaganna. Þessar innstæður námu 47 millj. kr. í árslok 1851 og hafa farið hækkándi síðari árin Þetta er talsverð viðbót víð bankalánin. Gg líklegá hafa þau fleiri sjóði í fórum sínum. Það væri ekki ófróðlegt. fyrir Tímann aö kynna sér málið dálítið nánar. Stórfróðleg kvikmynd frá aldarafmæli Menntaskólans. Verður merkileg menningarsöguieg heimild er stundir líða. Nemendasamband Mennta- ’ skólans hafði í gær sýningu á kvikmynd, sem gerð var af há- j tíðahölðunum í sambandi við 100 ára afmæli skólans áriö 1946. Meðal gesta voru forsetahjón- in, en auk þeirra var þar margt gamalla nemenda af ýmsum árgöngum. Gísli Guðmundsson tollvóið- ur, form. Nemendasambandsins. bauð gesti velkomna, og greindi frá því, að mynd, sú, er nú yrði sýnd, væri liður í fjöl- þættum áformum um að gera kvikmynd af sögu skólans, allt frá því er hann var í Skálholti og fram á þenna dag, en þau eiga væntanlega eftir að rætast síðar. Kvikmynd þessi, sem þeir hafa tekið að mestu, Sören Sörensson og Kjartan Ó. Bjarnason, er í litum, og gefur glögga hugmynd um hin minr - isstæðu hátíðahöld, sem geng- izt var fyrir á 100 ára afmæú skólans, en hann fluttist frá Bessastöðum árið 1846 í hið nýsmíðaða og veglega skólahús, sem þá gnæfði yfir bæinn. . Þarna er brugðið upp rnynd- um af uppsögn skólans sumarið 1946 og setningu hans um haustið, og þar sjást ýmsir ár- gangar stúdenta, sem útskrif- azt háfa frá skólanum, en eink- um eru minnisstæðar myndirn- ár úr hinni fjölmennu og glæsilegu. göngu -gamalla og ungra nemenda frá skólanum suður í Kirkjugarð, þar sem blómsveigar voru lagðir á graf- ir rektora Menntaskólans, scm þar hvíla, og að sjálfsögða á gröf Jóns Sigurðssonar Mynd þessi verður me: kileg menningarsöguleg heimild., er stundir líða, enda sést þar margt þjóðkunnra manna, sern sumir eru látnir síðan m>:idin var tekin. Pálmi Hannesson rekter skýrði myndina og gerði það þann veg, sem honum er lagið, ljóslega og lifandi. I tniljarðar doilara fyrir sjónvarpsviötæki. New York (AP). — Banda- ríkjamenn vörðu yfir 9 millj- örðum dollara til þess að eign- ast sjónvarps-viðtæki á árun- um 1946—1952. Sjónvarpið er ákaflega vinsælt í Bandaríkj- unum og virðist ætla að verða í Bretlandi, en sumstaðar, t.d. í Svíþjóð, vekur það miklu minni hrifningu almennings. Undarlegur atburður í Dölum. Sá undarlegi atburður skeði um miðjan s. 1. öld í Dölum vestur, að óskiljanleg fælni kom að fimrn hestum sem voru á beit skammt frá Jörva í Haukadal. Þetta var um há- vetur og svell mikil óg harð- fenni í brekkum og fjöllúm. Þegar fælnin kom að hestunum æddu þeir upp snarbratta fjalls- hlíðina fyrir ofan Jörvabæinn, sem varla er fær um hásumar. Hlupu hestarnir upp svell þau öll, harðfenni og svaða. sem voru í fjallshlíðinni og stað- næmdust ekki fyrr en uppi í háklettasnösum. Þrír hestarnir hrökuðu niður óðar er ferð.ln, á þeim minnkaði og limlestust^ og sundurhjuggust. Mikill mann- söfnuður reyndi að bjarga hin- um hestunum tveim, en það tókst ekki, og hröpuðu þeir einnig til bana. Hrakningar undan Mýrdal. Árdegis 2. aþríl 1854 réru Vestmannaeyingar til fiska, en áður en almenningur var kom- inn í sáíur inn undir fastaland- inu, hvar helzt var fiskvonin, brast á ofsta stormur af út- suðri í einum svip, náðu þó allir um daginn út aftur til Eyjanna, nema einn sexræðingur með 13 manns. Skip þetta var undan Eyjafjöllum og skipverjar allir, -— flestir ógiftir ungir menn -- og var formaður Eiríkur Eiríks- son. Þegar þeir höfðu árangurs- laust lengi revnt, bæði með - 'líuii .... ' seglum og árum að ná undir Eyjarnar, var komið svo mikið brim við fastalandið, að ófært var að lenda. Urðu þeir því að láta síga undan veðrinu austur með Eyjafjallasandi, og voru komnir undir dimmu austur á móts við Mýrdalinn að Dyr- hólaéy og héldu svo austur fyrir hana, því þeir hugðu austan undir henni að hafa nokkurt skjól og þenktu til að leita þar lands. En þeg- ar þangað kom var ólend- andi vegna náttmyrkurs, enda skipvérjar allir ókunnugir, og gátu þeir þá um nóttina varizt áföllum undir skeri einu, þvi veðrið tók þá líka að lægja, þó brim væri mikið og lítt e.ða ófær sjór til lendingar. Þegar menn í Mýrdalnum, um kvöldið sáu til skipsins,- tóku þeir sig saman til að veita því aðgæzlu, voru á varðbergi alla nóttina og gátu haft nokk- urn veginn vitund af hvað um það léið. .Um morguninn heppnaðist þessum skipverjum fyrif hand- leiðslu þeirra æðstu forsjónar, og með dugnaðar-liðsinni og hjálp þeirra manna, sem þá voru strax margir við höndina að geta lent (þó í lítt færum sjó) austanvert við Dyrhólaóss- útfall, án nokkurra slysa á skipinu eða þeim sjálfum. Var þeim síðan veittur allur sá beini og aðhjúkrun, sem þeir með þurft.u til endurhressingar efitr tvegg'já • : dægra . útivi.st , | f og hiakning. (Úr Þjóðólfi). Um þessar mundir standa yfji’ fermingar barna í söfnuðum bæj- arins ög úthvérfg hans. I kring- ' um þessa hátíðlegu athöfn hefur alítaf verið æðimikið tildur og kostnaður þvi samfara, sem i- þyngt hefur mjög mörgu fátæka foreldri. Berginál ræddi þessa filið ferminganna einu sinni,'ekki alls fyrir löngti. Var þá bent á hve kostnaðarsamar fermingarn- ar væru fyrir foreldrana, og væri svo komið, að sumt fólk rcisti sér hurðarás um öxl til að geta gcrt fermingar barna sinna sóma- samlega úr garði. Blargt ætti og maetti spara. En í sambandi við fermingarnar eru allskonar óþarfur og óeðlileg- I ur kostnaður, semvel mætti spara og hefði það verið verk prestanna að reyna að hafa vit fyrir fólk- i inu i því sanibandi, eða hafa á- hrif til liins betra. Rætt var þá um fermingarkjóla og fermingar- l'öt, „eftir-fermingarkjóla", sem munu taldir óhjákvæmilegir um þessar mundir o. s. frv. En eins og gerist og gengur dregiir þar hver annan á asnaeyrunum, því tízkan er harður húsbóndi, þar sem hún nær völdunum yfir skynseminni. Um fatnað drengj- anna er það að segja, að oft <*r tiægt að hafa þau svo, að fötin megi nota sem spariföt eftir ferm- inguna. Fermingar- kjólarnir. Öðru máli g'egnir um kjóla telpnanna, því þeir eiga varla við nema í þetta eina skipti, eins og kröfurnar eru til jieirra nú, og dágána á eftir, el' efnin leyfa okki „eftir-fermingarkjóla“. Það kem- ur lílca grcinilega í ljós af tíðum aúglýsingum í dagblöðunuin um sölu á nýjum feriningarkjólum, að nauðsyn er að losna við þá sem fyrst cftir að athöí'ninni er lokið. Það lætur að likum, að það er mikill haggi á fátækum i bariiáfjölskyldum að þurfa að fylgja þessári hefð, að láta i'erma börnin, þegar jafn niikill kosln- aður fylgi'r lienni, og raun er nú orðin á. Og svo bætast ofan á dýrar veizlur eða kaffisani.sæti. Fermingar- skikkjur. Nú er vitað að erlendis, t. <i. i Noregi, hafa lengi vcrið notaðar sérstakar fermingarskikkiur úr ódýrum efnúm, en skikkjuruar eru allar eins, 'svo að börnin verða þá öll eins klædd l'yrir altarinu. Hér á landi hefur eính prestúr, séra Jón tíuðjónsson á Ákranesi, tekið upp sama sið. Þar nota börnin férmingarskikkj- ur meðan jiati stánda frammi fyr- ir áltarinii, og verður þa engiii gi'éinárhijiniir gerður á klæðá- burði. Slíkar skikkjur atttu kirkj- urnar að eiga og gætu þær síðan verið lánaðar til femingarharna ár eftir ár. Á þennan hátt mætti á hagkvteman hátl leysa talsvcrt vandamál; — kr. Spakmæli dagsins: Hvað er fljótara á ferðinni cn ljósið? Gáía dagsios Nr. 416. fívað er fljótara á ferðinni en Ijósið? • Svar vsð gátu nr. 413: Öxi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.