Vísir - 27.04.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 27.04.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn 27, apríl 1953 VlSIE ' fí — —------------—-r—■—,1 I . M'M, l.". I ---!■;.■■■■ — — g jgj u'V'''"' .......•■................. .............. ,, , Sara fór út og gekk eftir göngunum í áttina til herbergis síns. Við dýrnar nam hún skyndilega staðar. Dyr hennar voru enn læstar og lykillinn stóð í að utanverðu. Ef hún sneri lykl- inum og opnaði og færi inn, mundi sá, sem hafð læst hana inni, fá vitneskju uin, - að hún hefði verið á ferli. Þann hinn sama mundi gruna, að hún hefði verið niður við sjóinn og álykta, að hún vissi þegar of mikið. Ben hafð varað hana við hættunni og einnig Bernice. En hún þurfti ekki aðvaranir þeirra til þess að sjá hver hætta var á ferðum. Hún hafði sjálf vaknað til með- vitundar um hættuna. Einhvern veginn varð hún að komast inn og skilja dyrnar eftir læstar. Og til þess varð hún að koma ! sömu leið og hún fór. Og' það var ekki skemmtileg tilhugsun, og hún var engan veginn viss um, að það mundi ganga slysalaust; fyrir henni að komast inn, óg auk þess vofði yfir sú hætta, að til hennar sæist af þeim, sem nú kynnu að vera að koma heim. Og hún var svo þreytt, að hana verkjaði í hvern lim. Einhvern veginn varð hún að komast inn. En ef hún sneri lyklinum til þess, hætti hún til lífi sínu. Hún hljóp sem fætur toguðu eftir göngunum og út um hlið- ardyr og að trénu, sem hún varð að klifra upp. Hún nam staðar og andartak fór hrollur um hana. Mundi hún komast upp? Hún efaðist um það, en einhvern veginn tókst henni það — gædd styrk örvæntingarinnar. —Eftir á gat hún enga grein gert sér fyrir því hvernig hún fór að því, og er hún stóð aftur á svölun- um hvarf henni máttur svo skyndilega, að við lá, að hún hnlgi í yfirlið. En inn í herbergið komst hún og nærri örmagna fór hún að tína af sér rifin og tætt fötin. Þegar hún var lögst fyrir starði hún út í myrkrið, og henni fannst það stilla æstar taugarnár, að vera umvafin myrkrinu. Hún vildi ekki — mátti ekki sofna strax — hún hafði lært mikið á þessu kvöldi, en átti eftir að j læra meira. Og nú var það eitt, sem hún varð að fá vitneskju' um — hver það væri, sem hafði læst hana inni, til þess að girða fyrir, að hún kæmist að því, sem var að gerast þessa nótt? — i Henni veittist erfitt að halda sér vakandi. Mínúturnar liðu hver af annarri og hún fór að hugsa um Ben, og hversu sæl hún hafði verið, er hún hvíldi við barm hans 1— en vissulega var það þess virði að leggja á sig mikla erfiðleika, fyrst sporin lágu til hans. Allt í einu heyrði hún eins og þrusk í göngunum. Heyrði fóta- tak einhvers, sem læddist eftir þeim, nálgast æ meira. Það var einhver sem fór eins hljóðlega og köttur. Hún skaust út kúr rúminu og að dyrunum og lagði við hlustirnar. Og hún hélt jiiðri í sér andanum, svo að andardráttur hennar heyrðist ekki. Hún heyrði, er lyklinum var snúið í skránni og heyrði fótatak- ið fjarlægjast. En áður en sá, sem komið hafði, var kominn í endann á göngunum, opnaði hún dyrnar lítið eitt og hætti á að gægjast út. Og hún sá, hver það var, sem þarna var á ferð. Það var Mark! 18. Það var þá Mark, sem hafði reynt að koma í veg fyrir, að hún færi út úr húsinu þessa nótt. Hann vissi, að eitthvað mundi gerast úti í grennd við La Torrette þessa nótt, sem hann vildi fyrir hvem mun koma í veg fyrir, að hún væri vitni að. Eða va það einvörðungu til þess að koma í veg fyrir, að hún gæti farið til fundar við Ben? Eitthvað hafði þó gerzt svo skelfilegt, áð Bernice var næstum viti sínu fjær. Og það lagðist í hana, að Ben vissi þetta líka. Allt í einu minntist hún þess, að Bernice hafði tautað eitthvað um „musteri“ — hún hlaut að hafa átt við hellinn, sem hún hafði fundið Mark í fyrir nokkru, þegar Ben kom 'að þeim. Mark — aftur Mark. Mark, hinn hái, en granni, hrokalegi maður, með dökku augun, sem gátu borið vitni svo mikilli ákefð og ástríðu. Mark, sem hún eitt sinn hafði elskað, og hafði brugðizt henni. Já, komið skammarlega fram við hana, að því er henni fannst nú, móðgað hana. En varð það að sannast á henni nú, að tíminn læknar öll mein — eða verið að því kom,ið að sannast? Hún hafði næstum verið búin að gleyma því, sem forð- um gerðist — kannske var það líka auðveldara af því, að hún hafði fundið Ben og fengið ást á honum. En nú mundi húh engu 'gleyma — hún yrði að muna'— muna, *að þessum manni var ekkí að treysta, og að hann kæmi ef til vill ekki drengileg- ar fram gagnvart henni en landi hennar. Og er hún lá þarna í myrkrinu var eins og sálarsjón hennar skerptist — hún sá margt, sem áður hafði verið henni hulið ;— ýmislegt, sém falizt hafði í undirvitund hennar skaut nú upp kollinum. Nú skildist henni allt í einu, að það hafði verið reginalvara á bak við það sem gerð- ist í bjórstofunni í Þýzkalandi forðum, er þýzki pilturinn ávarpaði hann með þýzku nafnL Og hann hafði aldrei sagt henni hvar í Berlín hann hefði skrifstofu — aldrei stungið upp á því, að hún kæmi þangað. Og bréfið, sem innbomi mað.urinn s^tgði honum frá. Hyers jvegna hafið hann logjð um hvar hann lenti flugvél sinni? Og hún minntist þess að lokum, sem hann hafði sagt um það, að'hann hefði svo mikilvægu starfi að gegna, ^annijbr ~^4mes- 48 sólarátt. að hann gæti ekki gengið að eiga liana. Allt þetta hlóðst upp eins og turn, sem gnæfði y-fir alit. Allt virtist hjálpa til að sakfella hann. En að lokum reyndi hún þó, að gera það ekki — það var svo eríitt, þegar um mann var að ræða, sem maður einu sinni hafði elskað — þrátt fyrir það, að hún væri sannfærð um, að ástin til ha'ns hefði dáið fyrír mörgum árum. En hvað gat hun tekið til bragðs? Gat hún farið til Sir Hary Fernborugh — hafði hún honum frá nokkru að segja, sem að gagni mátti koma? í huga hénnar voru í rauninni aðeins óljósar grunsemdir — en hvað vissi hún, sem var óhagganlegt? Ekkert, í rauninni ekkert, nema það, sem Bernice hafði sagt í örvænt- ingu sinni. Að eitthvað skelfilegt ætti sér stað þarna niðri í jörðunni — í musterinu, sem hún svo nefndi — og að hún mætti ekki treysta neinum þeirra. En rétt áður en hún sofnaði hafði Bernice sagt, að hún vissi meira, og mundi segja henni það um morguninn......Hún yrði að láta Bemice efna það loforð sitt. Það var mikilvægara en allt annað nú, fannst henni. Þá hefði hún eitthvað ákveðið að segja Sir Harry. Loks sofnaði hún. Og þegar hún loks vaknaði verkjaði hana í alla limi. Hýn gat í rauninni varla hrært legg eða lið. Hana 1 verkjaði í höfuðið og það lá við, að hún missti meðvitund. Hún 1 varð óttaslegin, því að hún hélt, að hún mundi kannske aldrei! bera þess bætur, sem hún hafði orðið að þola um nóttina, hún 1 hefði ekki verið nógu sterk til þess að þola þetta. Læknarnir í Englandi höfð'u sagt henni, að hún yrði að fara mjög varlega, því að ella gæti sótt í sama horf og. áður, „Guð minn góður,“ hugsaði hún, „til þess má ekki koma, að eg veikist hér — ekki hér — þá verð eg sem fangi, og get ekki komið landi mínu að neinu liði.“ Hún beit á jaxlinn og kreppti saman hnefana og heitstrengdi að stæla sig upp í að bæla niður hverja vanmáttarkennd. Hún sendi boð með þernu, að hún hefði höfuðverk og'. kæmi ekki niður til morgun%’-erðar. Hún vildi ekki, að neinn vissi, að hún væri lasin —því að þá ýrði ef til vill sendur læknir, sem skipaði svo fyrir, að hún lægi rúmföst, ef tiLvill dögum, jafnvel vikum saman. Hún reyndi að telja sjálfri sér tru um, að ef hún þraukaði í dag, mundi hún komast yfir þetta. Henni veittist erfitt að koma niður morgunverðinum, þvx að henni varð óglatt af honum, en hún varð að neyta einhvers, til þess að menn grunaði ekki, að hún væri veik, en vafalaust hafði liún gott af því, sem hún neytti, því að hún hresstistjægar nokk- uð, er hún hafði neytt hans. En sitt af hverju átti eftir að gérast. Mark leit óvænt inn til hennar, brosandi og hrokalegur, og settist á rúmendann, og fór að spjalla við hana: „Þú lítur ekki sem bezt út, elskan, — það verður víst ekkert áf ökuferðinni okkar?“ „Eg er smeyk um, að það geti ekki orðið í dag. Eg fæ alltaf slæman höfuðverk endrum og eins síðan-er eg meiddist í loft- árásinni forðum.“ „Þú verður væntanlega betri á morgun?“ „Það vona eg, Mark.“ Hann brosti örugglega. „Á morgun þá.“ „Já, áreiðanlega.“ Hann færði sig nær henni og tók um báðar hendur 'nennar. Hjá Bataka-kyr.þætímum á Palawan á Filippseyjum er |það siður, að stúlkur siíti upp augnabrúnir sínar, þegar þær eru komnar á giftingaraldur. Leyfist yngissveinum ekki að stíga í vænginn við þær, fyrr en þær hafa gert þetta. • Enskir dómarar áminna oft sakbominga við réttarhöld, eins og sjálfsagt er, og einu sinnii áttu eftirfarandi orðaskipti sér stað í enskum réttarsal. „Ákærði,“ mælti dómarinn, „hvað hefir þú gert við svínið, sem þú stalst frá Dickson?“ „Etið það,“ svaraði maðúr- inri. „Og hafið þér ekkert sam- vizkubit a'f því? Hvað ætlið þér að segja á efsta degi, er þér standið frammi fyrir hinum eilífa dómai-a ásamt ekkjunm Dicson, oð Guð krefur þig reikningsskila?“ „Afsakið dómari, en verður svínið þar einnig statt?“ „Já, vitanlega." „Þá mun eg aðéins segja við ! ekkjuna Ðickson: Gerið svo vel, .þér eg. svínið, yðar aftur!“ • í- .fi-r • • Hæsti reykháfur í heimi er við koparbræðslustöð Ana- conda-félagsins í Great Falls í Montana. Hann er 585 fet á hæð og 60 fét í þvermál að innan- máli efst. úsm áiHHi í bæjarfréttum Vísis fyrir 35 árum eða 27. apríl 1918, segir frá nýstofnuðu skátafélagi á þes.sa leið: Nýít skátaféiag fyrir di’engi á 14-—18 ára aldri, hafa nokkrir ungir menn stofnað hér í bænum og ber það anfnið Skátafélag Reýkjavíkur. í stj.órri félagsins. eru Tryggvi Magnússon og Axel Andrésson og eiga þeir, sem í félagið vilja ganga, að smia sér til þeirra. Kolalaust var hér orðið svo gersamlega í bænum áður en Borg 'kom, að sagt er að Willimoes hafi ekki kpmizt héðan fyrir kolaleysi, ef Borg hefði hlekkst á. Það hafði jafiyvel;, konaið/ til mála (að stðva ;framleiðsluna hér £• bæri- ura og síðar hefði það verið sjálfgert. náiiisfeeld Næsta námskeið í kjólasniði hefst mánud. 27. apríl. — (Kvöldtímar). Sigrún Á. Sigurðardóttir sniðkennari, Grettisgótu 6, III. hæð. — Sími 82178. óskast til kaups. — Uppl. í síma 80956. Veitingastofan Vega, Skólavörðustíg. Uppl. eftir kl. 6 í síma 2423. shóiÍMtm Síðustu námskeið vorsins hefjast nú þegðar. Bergljót Ólafstlóítir, Sími 80730. £DW!N ARNASON LINOABOÖTU 25 SÍMI 3743 MARGT Á SAMA STAÐ LAUGAVEG 10 - StMl 3367 Þúsundir vita að gæfan fylgtr, hringunum frá SIGURÞÓR, Ilafnarstræti 4. Margar gerSir fyHrliggjandi, Signrgeir Signrjónsson hœstaréttarlögmaður. Skrifstofutími 10—12 og 1—5. ASalstr. 8. Sími 1043 og 80950. MAONOS THORLACIUS hæstarétt^rlBgmaSur Málflu íningsskrif stofa Aðalstræti 9. — Sími 1875.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.