Vísir - 30.04.1953, Blaðsíða 5

Vísir - 30.04.1953, Blaðsíða 5
Finyritudagmn 30. april 1953 VÍSIR örlagarík systkinaást Nýiega giftust systkini vestur í Kanada, án þess að vita um skyidleika sinn. Fyrir nokkuru kynntist ffranskur maður þýzkri stúlku í Köln. l»au felídu hugi saman ®g trúlofuðust, en skömmu síð- ar kom það upp úr kafinu að þau voru tvíburasj'stk ini. Að baki þessum harmleik liggur iöng og undarleg saga, er hér verður sögð í stuttu máli. ’ Árið 1929 fæðir frönsk kona, Deygas ' að naíni, bam í fæð- ingarstofnun í París. Það er sveinbarn og sveinninn deyr ör- fáurn -klukkustundum eftir fæðinguna. Móðir barnsins varð mjög sorgbitin, næstum ó- huggandi. Hún braut um það heilann, hvort hún myndi nökkru sinni fá bót á sálu sinni eftir þetta áfall. En svo dettur frú Deygas á- kveðið bragð í hug. Hún veit, að í sömu fæðingarstofnun er þýzk kona, sem fætt hefur tví- bura. Frú Deygas mútar hjúkr- unarkonu til þess að skipta um börn. Láta þýzku konuna fá andvana bamið sitt, en taka í þess stað hennar sveinbam, sem var hraust og í fullu fjöri. Bragðið heppnaðist. Þegar þýzka konan frétti lát barnsins síns varð hún einnig hnuggin, en hún huggaði sig við’ það, að hún ætti þó annað barnið eftir. Skömmu síðar yf- irgaf hún París og hélt heim til Þýzkalands, til Kölnar þar sem hún var búsett. Frú Deygas og hjúkrunar- konan bundu það hinsvegar fastmælum, að h%mrug þeirra skyldi nokkuru sinni ljósta þessu upp eða mæla orð um það framar. Frú Deygas ól hinn stolna svein upp í Orly, einu úthverfi Parísarborgar, og sýndi honum ástríki og um- hyggju sem sínu eigin barni. Árin líða. Styrjöldin brýst út og hinn ungi Deygas er t'ekinn til fanga af Þjóðverjum. Þeg- ar hann er látinn laus að stríð- inu loknu, fær hann sér reið- hjóli og skoðar sig um í Þýzka- landi. Leið hans lá m. a. um Köln. Þar fer hann inn í verzl- un og kaupir sér filmu. Ung stúlka afgreiðir hann. Þeim lízt -vel hvoru á annað, þau á- kveða að hittast urn kvöldið. Þau ganga meðfram bökkum Rínar og ræða um heima og geima. Þau kveðjast, en s'krif- ast á að staðaldri. Örlög þeirra virðast ákveðin. Á bökkum Signu skal brúð- kaupið haldið. Þegar þau fara að athuga fæðingarvottofðin sjá þau, að þau eru bæði fædd sama dag og i sama húsi. Þetta telja þau vera fyrirboða mik- illar hamingju -— en í því tilliti skj átlaðist þeim. Fyrirboði hamingjunnar. Það má .til sanns vegar færa að syndir feðranna koraa niður á börnunum og þarna urðu þessi tvö saklausu ungmenni að gjalda 22ja ^ga. pg .o^eiðr; arleiká. Þegar i'rii Deygas várð áskynja um, hvað um var að vera gaf hún sig fram við yfir- völdin, samanbrotin og sturluð yfir óhæfuverki því er hún hafði framið eftír fæðingu barnsins. Þessi uppíjóstrun kom eins og reiðarslag yfir báða elskend- una, er þeim var gert ljóst, að þau mættu ekki eigast, því að þau væru systir og bróðir. Til er önnur saga vestan frá Ameríku, sem er þessari í flestu skyld. Þar ef maður nefndur Fritz Faber. Þegar hann var átta ára að aldri skildu for- eldrarnir samvistum og faðir og sonur fluttust til Toronto í Kanada, en móðir og systir til Essen í Þýzkalandi. Móðirin fannst ekki. Skömmu eftir komu feðganna til Toronto lenti faðirinn, Her- mann Faber, í slysi og dó. Drengurinn var tekinn á upp- eldisheimili og allar tilraunir til þess að riá sambandi við móðurina reyndust árangurs- lausar. Fritz Faber ólst upp á barnaheimili umkomulausra í var hann sendur til ríks iðju- hölds, er hét Fritz Housefield. Hann var barnlaus og þar sem honum geðjaðist vel að hinum umkomulausa sveini gekk hann honum í föður stað og lét hann taka upp nafn sitt. Árið 1950 var Fritz House- field yngri sendur til Evrópu í verzlunarerindum. Á heimili viðslciptavinar síns í Amster- dam kynntist hann ungri stúlku, Önnu Maríu Itterzon. Með þessum tveimur ungu manneskjum tókust heitar ást- ir þegar við fyrstu sýn. Anna María sýndi Fritz borgina, söfn og annað, sem var skoðunar- vert. Það þarf ekki um það að ræða frekar —• Fritz tók Önnu sína með sér til Kanada, þar giftust þau og eignuðúst barri. Embættisbréf frá Þýzkalandi. Svo bar það við einn góðan veðurdag, að embættisbréf bafst frá Þýzkalandi. í þvi stóð að Anna María Faber, uppeld- isdóttir Kees* Itterzons frá Hollandi, héfði erft landareign eftir, .látinn móðurbróður sinn í Liidenscheid í Þýzkalandi. Anna María hafði ekkr hug- mynd um neinn móðurbróður í Þýzkalandi, vissi ekki annað en hún væri hollenzk og holl- enzkar ætt hennar og uppruna. En nú féll skriðan. Það vitn- aðist, að hjónin áttu bæði sömu foreldra. Þau urðu að skilja og hamingja þeirra breyttist í einni svipan í kvöl og þján- ingu. í flestum eða löndum eru systkinahjónabönd bönnuð samkvæmt lögum. Og kristileg trúarbrögð — ekki sízt þau kaþólsku — nefna systkinaást eða samneyti systkina blóð- skömm og synd. En ef leitað er lengra aftur í söguna þóttu systkinahjónabönd: ekkert var- hugaverð og sumstaðar tíðkað- ist það að bróðir og systir gengu í hjónaband, til þess að forðast arfsdeilur. Og hjá-ætt- stóru fólki, sem ekki vildi blanda blóði við sér lægri stétta, var algengt að systkini giftust, til þess að göfgi ættarinnar skyldi í engu missa. Kleopratra, sú hin fræga, var dóttir svstkina og fleiri syst- kinahjónabönd voru í ætt hennar, enda giftist hún sjálf bi'óður sínum. Hjá Inkunum í Perú voru systkinahjóna- bönd leyfð í lögum aðalsins. Kamhyses var hinn fyrsti persneski konungur, sem varð ástfanginn i sýstur sinni og kvæntist henni, að því er Herodot telur. En þar er hon- um var ekki Ijóst, hvort slík’t þætti óhæfa eða ekki, Ieitaði hann úrskurðar ráðgjafa sinna, en þeir sögðu að engin lög væru til, er bönnuðu slíkt og hann skyldi á engan hátt hika við að kvænast systur sinni. Hjá ýmsum öðrum þjóðum var hið sama upp á teningnum. Hjá frumstæðum þjóðum, svo sem í Síam, Burma, Ceylon, Hawaii, Tahiti og víðar, hafa systkinahjónabönd verið leyfð allt fram til síðustu ára og jafnt hjá höfðingjum og hinum sem lægra eru settir. Sjónar- mið þessara þjóðflokka voru þau, að börn systkina erfðu meira af sterkari og 'betri eig- inleikum en börn óskyldra foreldra. Fyrir þessu telja erfðavís.ind- inn reyndar vera möguleika, þar sem foreldrar eru óvenju- legum hæfileikum gæddir, og engrar veilu gætir á einn eða annan hátt. En í langflestum tilfellum er um hættu að ræða. Og lögmál lífsins eru sterkari en nokkur ást. Vörubílstjórafélagið Þróttur Merki á bifreiðar félagsmanna fyrir úrið 1953 verða afhent á stöðinni frá 2. 15 maí n.k. Athugið, að þeir sem ekki hafá merkl bifreiðar sínar fyrir 15. mai með hinu nýja merki, njóta ekki lengur réttimla sem full- gildir félagsmenn og cr samningsaðilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá til vinnu. Stjórnin. Skólagarðar Reykjavíkur starfa sem að undanförnu frá 15. maí til septemberloka. Aldurstakmark er 11—14 ára. Umsóknareyðublöð liggja frammi í barna- og' gagnfræðaskólum bæjarins og ber að skila þeim í skrifstofu bæjárverkfræðings Ingólfsstræti 5 — fyrir 5. maí n.k. Ræktiinarráðunautur Reykjavíkur. Heimsókn í sumarbústað. Á góðviðrisdegi þegar sólin breiðir varma sinn yfir blómstr- andi byggðir, er gaman að fá sér göngu út fyrir bæinn og líta á verk hinna reykvísku landnema. Það eru margir senx heima eiga í bænum en hafa flutt sig út fyrir bæinn á sumr- in og búa þá í sumarbústöð- um. Flestir þessir landnemar hafa fengið óræktað land til umráða og margir búnir að breyta þeim í ótrúlega fallega skógarlundi, sem gefa umhverf- inu nýtt líf, nýja fegurð. Þen- nema land og færa það í sinn upphaflega búning, eins og' hinir fyrstu norsku land- nemar litu það fyrst. Þessir landnemar eru hinir ötulustu og f'yrstu skógræktarmenn hér á landi. Lönd þeirra eru sam- tals mikil víðátta og skógurinn hár og þroskalegur. Þeir hafa byrjað með þá trú, að landið væri hægt að klæða. Landnem- ar þessir eiga skilið þakklæti þjóðarinnar fyrir að hef ja starf- ið og fyrir blettinn sem þeir af- henda komandi kynslóð við burtför sína héðan úr heimi. Á einum slíkum sólskins- degi síðastliðið sumar leit egr inn á sumarbústaðaland Bjarna Jónssonar verkstjóra í Hamri. Þar var áður uppblásið holt, eix nú vaggast þar í sunnanblænum. margra metra há tré. Þar eru nokkrar tegundi af reym, margar af víði; þar er birki, selja, ösp, greni, lerki og álmur. Þessu er vel fyrirkomið, af ein- * stakri smekkvísi, sem frúin á sennilega mikinn þátt í. Þau hjónin hafa ekki látið sér nægja að fegra í kringum húsið, þau hafa klætt alla brekkuna, sem. er stór, fyrir ofan húsið, með birki- og greniplöntum. Það er áreiðanlega um eitt þúsund plöntur sem í brekkuna er kom- ið. Þetta má kalla að klæða landið. Ef hver kynslóð skilar álíka reit, má fyllilega trúa, að Iandið verður aftur klætt. Mörg | þessi sumarbústaðalönd eru j okkar íslenzku óasar sem allir hafa gaman af að dvelja hjá, við margbreytni og fegurð náttúru (lífsins. Þar fær hver maður skilja. En svo er það með móður margt að sjá, hyggja að og' náttúru, að viðfangseínin verða ekki betur skilin en af svari hennar sjálfrar, þegar verkin. fá að tala. Myndin er af Fritz Ilouse- ficld og Anná-Maria: Itterzon,. skömrnu eftir að þan opinbcr- uftu trúlofun sína í Amsterdám. ; ;I! ; T Armstroii! straiivé VerS kr. 1645 komnar aftur Helgi Magnússon & Co. HaínáVstræji l 9. Sínii 3184’. Það er ávarp mitt til allra sumarbústaðaeigenda: Starf þeirra er meira en ræktunar- starf, það er göfgandi, bætandi og fegrandi þroskastarf sem framleiðir hinar hollustu og fegurstu kendir mannsandans. Það skapar gleði, samúð og frið. Þegar fegurð náttúrunriar um- faðmar oss er andi vor frjáls og glaður. Gleðilegt sumar með ánægjuríkt starf. Jón Arnfinnsson. Hýlenduvöruverzlun til sölu á góðum stað í bæn- um. Tilboð sendist fyrir hádegi á laugardag, merkt: „Nýlenduvöruverzlun - 92“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.