Vísir - 02.05.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 02.05.1953, Blaðsíða 4
Vf8 TR , Laugardaginn.2. amí 1S53 'i... DáGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Skrilstofur Ingólfsstræti 3. Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR HJP. Afgreiösla: Ingólfsstræti 3. Símar 166Q (fimm línur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan huf. Svik undirbúin. TT'á orð eru kommúnistum taniari en orðið „svik“, því að svo kemur varla nokkurt tölublað af blaði þeirra, að þar sé ekki minnzt oftar en einu sinni á svik einstaklinga, hópa og jafnvel heilla þjóða. Síðasta dæmið er frá síðast liðnum fimmtu- degi, er þetta „íslenzka“ blað lýsti þvi á fyrstu síðu sinni með mörgum orðum, að ríkisstjórnin væri nú að undirbúa svik i landhelgismálinu. Svikin voru í því fólgin, að sögn blaðsins, að ríkisstjórnin hafði tjáð sig fáanlega til þess, að ísland og Bret- land legðu deiluna um friðun Faxaflóa undir alþjóðadómstólinn í Haag, en þó aðeins með einu skilyrði. Brezka stjórnin yrði á móti að tryggja það, að brezkir togaraeigendur létu af ofbeldis- aðgerðum sínum, og kæmi þvi svo fyrir, að aflétt yrði löndunar- banninu í Bretlandi. ÞaS er á allra vitorði,«.að breytingin á Iandhelginni hafði verið lengi og vandlega undirbúin af hálfu rikisstjórnarinnar og séi-fræðingum henna'-. er hún var látin koma til framkvæmda urn síðir. Athugaðar h’Jfðu verið allar forsendur málsins, svo að málaferlin milli Norðmanna og Breta, sem rekin voru fyrir dómstólnum í Haag, eins og öllum er kunnugt, áður en látið var til skarar skríða, og þá fyrst og fremst með það fyrir augum, að ekki yrði gerðar ráðstafanir, sem síðar mætti géra að engu vegna lítils og vanhugsaðs undirbúnings. Um það þarf engurn blöðum að fletta, að málið hefur verið vel undirbúið, því ella hefðu Bretar tvímælalaust skotið því tafarlaust tíl dómstólsins í Haag, þar sem þeir telja sig eiga svo mikilla hagsmuna að gæta í máli þessu. Úr því að Bretar treystust ekki til þess að skjóta málinu til þess dóms, mátti eðlilega álykta, að þeir gerðu það ekki af þeim sökum, að þeir væntu ekki úrslita sér í hag. Bæði af þeirri ástæðu, svo og vegna vandlegs undirbúnings og athugunar af okkar hálfu, var óhætt fyrir íslenzku ríkisstjórnina að tjá sig fáanlega til að leggja málið fyrir alþjóðadómstólinn. En hitt kom heldur ekki til greina, að íslendingar gerðu þetta án þess, að Bretar létu eitthvað koma á móti, og af þeirra hálfu kom ekki annað til greina — að dómi íslendinga — en að Bretar létu'þá um leið standa við samninga, það er að segja brezka stjórnin kæmi því svo fyrir, að íslenzk skip gætu hafið siglingar á ný, þar sem þær hafa verið hindraðar með ólögum. Hér er því engan veginn um nein svik að ræða af hálfu íslenzku ríkisstjórnarinnar, og ekki um undirbúning á svikum að ræða heldur. Kommúnistar eru hinsvegar svo aðþrengdir nú, að þeir grípa hvert hálmstrá, ef það mætti verða til þess að stöðva flóttann úr liði þeirra. En þeir fá ekkert haldreipi í þessu máli frekar en öðrum. En hér kemur það einnig til greina, að eðli hins sefjaða kommúnista telur honum trú um, að allir aðrir sé staðráðnir í að svíkja, af því að hann situr ævinlega á svikráðum sjálfur í þeim málum, sem mestu varða. Þess vegna er hann alltaf svo fljótur til að bera það á aðra, sem honum er sjálfum eðlilegast. En hann dæmir sjálfan sig í þessu máli sem öðru, því að í því hyggur enginn á svik — nema ef vera kynni hinir „íslenzku". Hækkun sjúkrasamlagsgjalda. Otjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur hefur tilkynnt, að gjöld ^ til samlagsins hækki nú um tvær krónur. á mánuði eða um átta af hundraði. Er gjaldið þá orðið 27 krónur á mánuði eða hátt á sjöunda hundrað fyrir hjón. Er það nokkur baggi, og munu menn víst ekki hafa gert ráð fyrir því, að um hækkun á þessu sviði yrði að ræða,.þar sem hér er um opinbera stofnun að ræða, og það var rík-isstjórnin, sem skarst í leikinn í verk- fallinu í vetur og fékk það útkljáð með því að beita sér fyrir lækkunum á ýmsum sviðum. Þegar það er haft í huga, hversu mjög hefur verið dregið úr aðstoð þeirri, sem Sjúkrasamlagið veitir mönnum nú, miðað við það, sem áður var, verður ekki hjá því komizt að spyrja, hvort hækkún'þessi'hafi verið riauðsynleg. |SR hefur ekki gert neina grein fýrir !h&kkúrimhi, 'eri þesS’ er að vænta, að þáð birfi’ greinargerð, þar sem færð eru rök fyrir því, að hún hafi verið brýn nauðsyn. ; , VÍÐSJÁ VÍSIS: Fiugher getur ekki ráðið úrslitum í styrjöld. Reynslan í Kóreu sker úr um það Eitt af því, sem hermála- sérfræðingar liafa sannfærst um í Kóreustyrjöldinni er það, að yfirburðir í lofti nægja ekki til að koma andstæðingum á kné. Á það einkanlega við er eins er ástatt og í Kóreustyrjöld- inni — að bannað er að gera sprengjuárásir á heil landsvæði, þar sem við önnur skilyrði mundi vera reynt að jafna öll mannvirki við jörðu. Er það kunnara en frá þurfi að segja, að norðan Yalufljóts, í Mansjúríu, er unnið í ólal ve.rksmiðjum að framleiðslu hergagna og annars, er herir kommúnistá þurfa — þar. eru matvæla og aðra birgðastöðvar, flugvellir og þjálfunarstöðvar, að ótöldum járnbrautunum, sem miklir liðsflutningar eiga sér stað um. ,,Metmagni“ varpað niður. En á þv.í landsvæðd, sem flug- menn S.þ. geta flogið yfir að kalla að vild, því að þeir hafa alger yfirráð í lofti milli Yalu og vígstöðvanna, hefur ekki verið slegið slöku við. Þar hef- ur verið varpað niður met- magni af sprengjum og eld- flaugum, fallbyssukúlum her- skipa hefur ringt yfir fjöida margar herstöðvar strandhér- aðanna, og léttar sprengjuflug- vélar og orrustuflugvélar halda uppi-stöðugum árásum á ílut.n- ingalestir og járnbrautir. Þrátt fyrir allt þetta hefur kommúnistum tekist að halda uppi vörn á allri víg- línunni, svo að segja má, að hún hafi lítið sem ekkerí raskast mánuðum saman, og þeir hafa meira að segja stundum verið í sókn frekar en vörn. Reynslan sýnir með öðrum orðum, að þrátt fyrir allar árásir flugvéla (og herskipa) hefur kommúnistum tekist að halda uppi nægilegum flutn- ingum til vígstöðvanna, en það hefur þó að sjálfsögðu orðið þeim geipúega kostnaðarsamt. Óvíst um árangur í Mansjúríu. Robert Alden, fréttaritari New York Times segir, að-flug- mennirnir í Kóreu játi fyrstir manna, að ógerlegt sé að sigra fjandmennina með lofthernaði. Þeir vita, áð hægt væri að ná meiri árangri með því að gera árásir á Mansjúríu, en efast jafnvel um, að slíkt mundi ráða úrslitum. Fyrir flugmennina er því ekki um annað að ræða, en gera það, sem þeir geta í Norður-Kóreu, og vissulega hefur það sína miklu þýðingu, hve mikið þeim hefir orðíð á- gengt að veikja andstæðingana. í Norður-Kóreu er nú svo komið, að þar eru engar hern- aðarstöðvar, hermannaskálar, járbrautarstöðvar eða verk- smiðjur, sem eru ekki að meira •eða minna leyti í rústum, og ef lappað er upp á skemmdirnir, er allt jafnað við jörðu á nýjan leik. Sé um einhverjar hern- aðarlegar stöðvar að ræða, sem ekki hafa orðið fjrrir loftárás- um, hefur blátt áfram ekki tekist að finna þær. Blekkingar mis- heppnast oft. Þjálfaðir flugmenn S.þ. láta. þó ekki blekkjast auðveldlega. Þeir vita t.d. að á altri nálaigt '. Pyongyang, þar sem hver 1 sprengjugígurinn virðist vera við annan, er raunverulega flugvöllur — gígarnir eru mál- aðir á jörðina — og nálægt brú i í rústum er kannske önnur, sem vatnar yfir (gamalt bi'agð Rússa úr síðari heimsstyrjöld- inni), og þeir eru fljótir að j finna „gerfiskóga“ fjandmann- anna, sem stundum þjóta upp , á einni nóttu, til þess að leyrxa herflutningum. Allt þetta getur blekkt nýliðann en ekki hinn reynda flugmann. — Útfarir. KVÚBÆjumkaK UM ÞESSAR MUNDIR er staddur hér dr. juris Dai'ko Cernej, fyrsti sendiherra Júgó- álava á íslandi. Það er okkur vitaskuld ávallt ánægjuefni að bjóða hingað velkomna sendi- menn framandi í'íkja, sem við ekki höfum haft skipti við áður, svo neinu nemi, að minnsta kosti. Að vísu eru Júgóslavar ekki með öllu ókunnir héi'lerid- is, og er skemmst að minnast komu esperantistans Lapemxa. Þá vitum við dágóð deili á þess- ai'i Balkanþjóð, að svo miklu leyti sem sagt er frá henni í skólabókum og heimsfréttum. ❖ Skákmenn munu til dæmis vita, að Júgóslav- inn Gligöric er einn snjallasti skákmaður heims, en knatt- spyrnumönnum er kunnugt um, að fáir standa Júgóslövum á sporði í þeirri íþróttagrein, og svo mætti lengi telja. Við vit- um að sjálfsögðu, að þjóðin galt gífurlegt, afhroð í heimsstyrj- öldinni síðustu, en tjónið þar var svo óskaplegt, bæði mann- tjón og eigna, að með ólíkind- um var. Níunda hvert manns barn í landinu týndi lífj, 3% •millj. matrpa ;urðu heiinilipjjiisii-;, méira eki- !h4iiriing.uii ■ iiáútgnjíá" fórst eða var á brott numinn, en eignatjón annað vgrð eftir .þyj. ♦ Hér í blaðinu var skýrt frá viðtali, sem hinn nýi sendiherra veitti tíðindamanni Vísis daginn eftir komu sína hingað. Þar var m. a. frá því greint, að í Júgóslavíu eru tal- aðar þrjár höfuðtungur, en landið allt er sambandsríki sex 'lýðvelda. Júgóslavi þýðir eigin- lega „Suður-Slavi“, því að orð- ið ,,Yug“ er slavneskt og merkir ,,suður“. Þjóðin, seiri by.ggir þetta víðáttumesta landi Balkanskaga, er sundurleit mjög, bæði að uppruna, trúar- brögðum og menningu. ♦ Til gamans má geta þess héi', að þar í landi teljast um 47%. til grísk-kaþólskrar trúar, .36 % , til rómversk-ka- þólskrar, 11% til Múhameðs- trúai', en 6 % til annarra trúar- bragða. Þeir, sem til Júgóslavíu hafa komið, segja landið und- urfagurt og unaðslegt, fólkið fallegt og fi'jálsmannlegt, en saga þess blærík og heillandi. Okkur Islendingum myndi vafalaust þykja gaman að geta sótt þessa Balkanþjóð heirn, enda nokkuð utan við alfai’a- leið. Hver veit nema Ferðaskrif- fjtofa í'íkisins,.; Orlof. eða aðrir aðilar gætu komið þessu í kring. -JSL..L' ThS- (Fram af 8. síðu) hátt, en sjálf brennslan tekur vart meii'a en IV2 klst. Oft eru lík flutt beint í geymslu þar, sem áföst er kirkj- unni, úr heimahúsum eða spít- ölum, enda bannað í lögreglu- samþykkt bæjarins, að lík standi lengur uppi en 2 daga, nema með sérstöku leyfi borg- ai'læknis. Smekklegur útbúnaður. Allur útbúnaður kirkjubygg- ingarinnar og viðbygginga hennar sýnist hagfelldur og smekklegur, eins og bezt verður á kosið, en allt stuðlar þetta að því að gera útfararathafnir og annað í því sambandi óbroti'ð en virðulegt, en síkt er vitan- lega ómetanlegt sorgmæddum aðstandendum. Vestar á lóð kirkjunnar stendur timburhús, sem kemur manni kunnuglega fyrir sjónir, enda þótt það stingi nokkuð í stúf ^ið hin nýrri mannvirki, sem mest ber á. Það er kapellan úr gamla kh'kjugarðinum, sem hefur verið flutt þangað suður eftir og reist þar aftur, og þar er nú til liúsa líkkistuvinnu- stofan Kirkjugarðar Reykja- víkur. Þetta hús er nú orðið talsvert á annað hundrað ára gamalt, og gei'ir enn sitt gagn, þótt með öðrum hætti sé en. fyrr. Sýnist það sóma sér vel á hinum nýja stað. 402 útfarir í fyrra. í fýrra fóru fram samtals 402 jarðarfarir í Reykjavík, en þar af önnuðust Kirkjugarðar Reykjavíkur tæpan helming, eða 191. Bálfarir fara í vöxt, en í fyrra voru þær 55, en 64 í hitt- eðfyrra, en alls ei'U þær orðnar 193, síðan þær hófust hér á landi árið 1948. Af hálfu Kirkjugarða Reykja- víkur annast þeir Kjai'tan Jóns- son og Helgi Guðmundsson út- farir, en umsjónai'maður Foss- vogskirkju, Jóhann Hjörleifs- son, sér um bálfarirnar, enda hefir hann dvalið í Svíþjóð og kvnnt sér þau mál séi'staklega. Verkstjóri í kirkjugarðinum í Fossvogi er Marteinn Gislason, i en á líkkistuverkstæðinu vinna þrír smiðir. Almenningur hefir sýnt, að hárin kann að meta viðleitni Kirkjuearða Reykjavíkur til þess að breyta útfararsiðum héi-, gái-á 'þ'á óbi’otnari en þð virðuíegá,' ’já'fnýramt' þvi,‘1 'sétri • sem kostnaður við ' þær hefir lækkað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.