Vísir - 04.05.1953, Side 1

Vísir - 04.05.1953, Side 1
43. árg. Mánudaginn 4. maí 1953. , ’ 98. tbí. ~ v........1,.„j,.,j.... ..i ....■■■■.. ...T'L » Úm allan heim er beðið í eftirvæntingu eftir því hvernig samn- ingaumleitanirnar fari í Panmunjom, en á meðan heyrast drun- ur fallbyssnana frá herskipunum, og menn spyrja í hvert skipti hvort þetta munu síðustu skotin. Hér að ofan sést orrustu- skipið „Missouri“ skjóta á hafnarborgina Wonsan. Badnninf onmótíð: Vagn Ottósson bjargaði heiðri Reykvíkinga með frábæratn leik. En fraxnmisiaða Holmara var ágaei og lið þeirra harðsniíið og jafntt. LandsfiMidinum lokið: Allir — fimm — miðstjórnarmenn endurkjörmr í gær í einu hljóði. | Þannig es* andstæðingu-m sýnt, að óecnirtgarsögur þeirra eru tiðiitlbingu-r. Þegar komið var að lokum landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær, voru allir þeir menn, sem ganga áttu úr miðstjórn flokksins — Olafur Thors, Bjarni Benediktsson, Pétur Ottesen, Jóhann Þ. Jósefsson og Gunnar Thoroddsen — endurkjörnir í einu hljóði og samtimis, samkvæmt tillögu frá Jóni Pálmasyni. fslendsmeistaramótinu í bad- minton lauk í gær, og má segja, að á því hafi Vagn Ottósson (Wagner Walbom) bjargað heiðri Reykvíkinga með frá- bærri frammistöðu sinni. Alls voru leikirnir 23, en af þeim keppti Vagn í 10, og má af þvi marka, hve frábær leik- maður hann er. Án hans er hætt víð, að Reykvíkingar hefðu orð ið að láta í minni pokann fyrir Hólmurum, sem sendu hingað jafnan og harðsnúinn flokk. Úrslit urðu þessi: í einliða- leik kvenna sigraði Ebba Lár- usdóttir Rögnu Hansen (báðar úr Stykkishólmi) með 11—1 og 11—5, og vann bikar þann, er um var keppt, í annað sinn. í tvíliðaleik kvenna sigruðu Stykkishólmsstúlkurnar, Ebba Lárusdóttir og Ingveldur Sig- urðardóttir þær Júlíönu ísebarn og Jakobínu Jósefsdóttur með 15—0, 15—18 og 15—3. í einliðaleik karla sigraði Vagn Ottósson Ólaf Guðmunds- son úr Stykkishólmi eftir harð- an og tvísýnan leik, með 15—13 og 15—11. í tvíliðakeppni karla sigruðu þeir Vagn og Einar Jónsson, Rvík, þá Ólaf G. og Ágúst Bjart mars úr St.hólmi með 15—5 og 15—9. í tvenndarkeppni sigr- uðu þau Vagn og Unnur Bríem þau Geir Oddsson og Ebbu Lár- usdóttur með 15—2 og 15—4. Vagn Ottósson vann þarna mikið afrek, eins og fyrr segir, og varð íslandsmeistari í þeim þrem greinum, sem hann keppti í. Hann er 37 ára og frábær badminton-leikari. Að mótinu loknu var kepp- endum boðið til kaffidrykkju í Tjarnarcafé, og þar afhenti Ben. G. Waage verðlaunin með stuttri ræðu. Jörðín forgariur Helvítís. Ilallesby feknr iil mals á nv. Hallesby prófessor er ekki að baki dottinn. Nýlega hélt hann ræðu í Þrándheimi, þar sem hann iýsti yfir því, að aðeins helmingur norskra presta væru trúmenn, og bað áheyrendur að biðja fyrir þeim. Hallesby kvað Satan eiga marga fulltrúa meðal norsku þjóðarinnar, og lýsti það sér ekki sízt í |því, að fjöldi manna leyfði sér kossaflangs og jafnvel nán- ari sambönd, áður en hjóna- vígsla hefði farið fram, en slíkt v'æri að sjálfsögðu al- ger hórdómur. „Jörðin er orðin einskonar forgarður Helvítis. Við meguni ekki halda, að guð sé tilfinningalaust hlass — liaim gleðst yfir þeim, sem fylgia hinum reiðubúna snda“. Ströng rafmsgns- skömmtufl í Eyjum Önnui’ Ijósnvéfi rafveitnnnar brotnar. Önnur Ijósavélin, sem fram- leiðir Ijósarafmagn fyrir kaup- staðimi í Vestmannaeyjum, skemmdist í gær, og verður skömmtun á rafmagni þar á næstunnij eða þangað til við- gerð hefur farið fram á vélinni. Ljósavélar rafveitunnar í Vestmannaeyjum eru tvær, og brotnaði ,,krumtappinn“ í ann- arri svo vélin er óvirk. Þettá kemur þó ekki að sök fyrir vinnslustöövar eða frystihúis, því þar eru alls staðar sérstak- ar yélar, sem standa ekki í neinu sambandi við rafveitu bæjar- ins. í morgun var auglýst í út- varpi, að ströng skömmtun yrði á rafmagni í Eyjum meðan við- gerð færi fram á. vélinm. Það munu bykja kjarakaup á þessum tímum að komast yf- ir vandað 200 ára gamalt skatt- hol í Chippendale-stíl fyrir ein- ar 1700 krónur, en þetta gerðist þó á listmunauppboði Sigurðar Benediktssonar í Listamanna- skálanum í fyrradag. Þetta var í fyrsta sinn, er slík uppboðsstarfsemi á sér stað hér á landi, og má segja, að þörf sé orðin fyrir þess konar fyrirtæki. Enda er óhætt að fuilyrða, að kaupendur hafi al- mennt verið ánægðii', ef þeir gengu út úr Listamannaskálan- um að loknu uppboðinu. Eins og Vísir sagði frá fyrir helgina var þarna margt á- gætra málverka, sem sum voru ’ gömul og mjög verðmæt eftir erlenda meistara, auk íslenzkra kjörmynda eftir þá Kjarval og Ásgrím o. fl. Geta má þess, að hin fagra mynd John Constables (1776— 1837), „Lock on the Stour“, var seld fyrir kr. 5500, og' keypti hana Brian Holt, vara- ræðismaður Breta hér, — Sig- urður B. Sigurðsson ræðismað- ur keypti þrjár Jórsalamyndir eftir Jóhann Briem fyrir 1400 krónur, en Torfi tollstjóri Hjart jarson sérkennilega hraunmynd I eftir Kjarval fyrirfc4GÖ0 krónur. Skoraði Jón á landsfundar- menn að sýna með endúrkjöri allra þessarra manna samtímis og í einu hljóði, að söguburður andstæðinganna um klofning innan flokksins veéri ekki á rökum reistur og aðeins óskir þeirra um örlög stærsta og' ör- uggasta flokksins. Var tillögu hans tekið með miklum fögnuði, en vafasamt er, að fregnum af henni vérði fagnað eins innan herbúða fjandmannanna. En þeim mun þyngra sem þeim fellur þessi fregn, þeim mun meira mega sjálfstæðismenn um land allt fagna henni. Á fundinum á laugardaginn og í gær komu fram álit nefnda. Málverk eftir Ásgrím keypti Haráldur Sigurðsson fyrir 2700 krónur. Allt þykja þetta kjarakaup, en ef til vill hefúr Sigurþór Jónsson úrsmiður gert beztu kaupin, en honum var slegin forkunnarfögui- lóðaklukka (Grandfather Clock), 190 ára gömul. Þessi tilraun með listmuna- uppboð hér tókst mjög vel, og mun Sigurður Benediktsson hugsa sér að efna til annars eft- ir þrjár vikur eða svo. Það óhapp kom fyrir kl. 8 í morgun, að vinstra framhjól brotnaði undan einum strætis- vagnanna. Var vagninn nýbyrjaður á- ætlunarferð á leiðinni Njálsgata — Gunnarsbraut, og aðeins kominn upp í Ingólfsstrætí, þegar hjólið brotnaði undan honum. Enginn mun hafa orðið fyrir meiðslum, þótt vagninn stöðvaðist þanpig skyndilega. sem unnið höfðu. frá upphafi, og margar lagt fram mikla vinnu, til þess að búa tillögur sínar. sem bezt úr garði og á þann hátt, að sem bezt gagn yrði af störfum landsfundarins. Voru tillögur þeirra allar sam- þykktar, sumar eftir nokkrar umræður og með smávægileg- um breytingum. Á laugardagskvöld var efnt til kynmngarsamkoma að Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu, og var húsfyllir á báðum stöðum. Þekktir leikarar og söngvarar skemmtu og tókust samkom- urnar vel. Vinnum að sigri' Ólafur Thors ávarpaði fund- arrnenn undir lokin, og þakkaði þeim vel unnin störf þessa fjóra daga, sem landsfundurinn hefur setíð á rökstólum. Hét hann á alla sjálfstæðismenn að berj- as.t einarðlega og ósleitilega næstu vikur, og mundi þá ó- þarfi að örvænta um úrslit kosninganna. Frá Indókína: Uppreistarmenn itúa sig undir næstu lotu. iFralikar biðja !lreía lijálpar. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Uppreistarmeim í Indókína hafa haldið kyrru fyrir um héígina eða síðan það brást, að þeir gætu hertekið LuangPrab- ang, höfuðborg Laos, hinn 1. maí. Endurskipuleggja þeir nú lið sitt í hæðunum í grennd við börgina. Frakkar hafa haldið áfrarn að senda herlið og her- gögn loftleiðis. Þeir h'afa beðið Breta urn að lána þeim herflutn ingaflugvélar til notkunar í Indókína, en hæpið.að Bretar geri það, vegna ótryggs ástands í heiniinum, auk þess sem þeir hafa mikla þörf sjálfir fyrir all- ',ar sínar herflutningaflugvélar. Bretar hafa annars — undan- farna mánuði — látið Frakka fá talsvert af hergögnum, sem þefr máttu missa. Listmunauppboðið: 200 ára gamalt skatthol fór fyrir 1700 krónur. 0g forn ióðaklukka fyrir einar 2100 krónur. Hjól brotiiar undíin strætisvagni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.