Vísir - 04.05.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 04.05.1953, Blaðsíða 4
 Máriudagin'n 4. 'maí 1953. Míklar hersýningar flSIR híá Aröhum. DAGBLAÐ ' | Ritstjóri: Hersteirm Pálssoru Skriístoíur Ingólísstrætí. 3. Útgeíandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJP. Aífreiðslai jngólfsstræti 3. Símar 1660 (íimœ linux). Leusasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan hX Að foknum landsfundi. ■|7ins og skýrt er frá í fréttum á öðrum stað í blaðinu í dag lauk landsfundi Sjálfstæðisflokksins — hinum fjölmenn- asta, sem haldinn hefur verið i sögu flokksins — síðdegis í gær, og hafði þá setið á rökstólum í röska fjóra daga. Hafði flokkúrinn fjallað um fjölmörg mál, og gert samþykktir í þeim, lagt grundvöllinn að baráttu þeirri, sem flokkurinn verð- ur að heyja á þessu vori, þegar undirbúnar verða alþingis- kosningarnar, sem fram fara í júni. Eins og vænta má, þegar saman eru komnir sex hundruð menn úr óllum landshlutum og þeir eru jafnframt fulltrúar fyrir allar starfsgreinar þjóðfélagsíns, reyndist það svo, að skoðanir manna voru ekki að öllu leyti eins í öllum efnum. Slíks er ekki vænta, þegar vilji flokksins veltur ekki á vald- boði fárra manna, er segja öllum öðrum fyrir verkum, og hlutverk þeirra ér ekki annað en að rétta upp hendur til merk- is um samþykkt, þegar merki er gefið. En í þessu er einmitt fólginn styrkur Sjálfstæðisflokksins, því að stefna hans miðast við að gera sem fl ;s!.um gagn á sem flestum sviðum og því er honum fengur í að huj ra skoðanir sem flestra, þegar menn eru boðaðir til ráðstefnu. Á þessu þingi fengu menn einnig enn eina sönnun fyrir því, að þær fáu hræður, er hafa klofið sig út úr flokknum, og myndað nýjan flokk, fara algerlega rangt að. Þeir hafa senni- lega allir verið flokksbundnir sjálfstæðismenn, verið í ýmsum félögum, er flokkinn styðja. Innan vébanda þeirra áttu þeir að láta skoðanir sínar í ljós, en þeir hafa hinsvegar kosið að muldra i barm sér, hver í sínu skoti, í stað þess að ganga fram fyrir skjöldu og benda á þær leiðir, sem þeir telja heppilegast að fara. Þeir hafa sjálfir dæmt sig óhæfa til samstarfs við aðra, og þess vegna var eðlilegt, að þeir stofnuðu flokksnefnu sína. Hinir, hinn mikli fjöldi, sem enn er innan vébanda flokksins, vita að þeir styrkja einungis flokkinn með þvi að bera gagnrýni sina eð'a skoðanir í ýmsum efnum fram á fundum eða lands- þingum. Þeir kynna skoðanir sínar, reyna að afla þeim fylgis, og síðan verður gildi skoðana þeirra metið og það valið sem bezt er, en hinu hafnað. Með öðru móti getur flokkur heldur ekki starfað, og sá flokkur hér á landi, er gefur meðlimum sínum bezi tækifæri að þessu leyti, er Sjálfstæðisflokkurinn. Þess vegna er hann einnig kjölfesta stjórnmálanna hérlendis. Hitt er svo annað mál, að vegna þess að honum hefur ekki tekizt að ná hreinum meirihluta á Alþingi hefur hann or'ðið að vera í samstjórn með öðrum flokkum, og því neyðzt til gð koma til móts við þá í stjórnarstarfinu. Slíkt er neyðarúrræði, og aðeins ein leið til þess að koma í veg fyrir, að til þess þurfi að grípa enn að Ioknum næstu kosningum. Sú leið er, að allir leggist á eitt um að vinna sem kappsamlegast fýrir Sjálfstæðis- flokkinn. Og það eiga einnig þeir að gera, er kunna að vera óánægðir að einhverju leyti. Með því að halda að sér höndum, vinna þeir aðeins eitt: Bæta aðstöðu annarra flokka íil þess að vinna gegn þeim málum, sem Sjálfstæðisflokkurinn berst fyrir. Hvort mun það vera fallið til þess að draga úr óánægju manna? Tákn einingarinnar. T^egar komið var að kosningu í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins - í gær, gerði Jón Pálmason á Akri það að tillögu. sinni, að þingheimur kynnti þjóðinni samheldni og einhug flokksmanna með því að endurkjósa þá fimm menn, er ganga áttu úr mið- stjórninni — endurkjósa þá alla í eifiú. Þá væri alþýöu manna bezt sannað, að sögur þær, sem andstæðingarnir dreifðu um óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins, væru uppspuni og bær kveðnar niður í eitt skipti fyrir öll. Þessi tillaga Jóns Pálmasonar var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra þingfulltrúa, og hefði þó verið hægurinn hjá fyrir hvern þann, er vildi hafa á þessu annan hátt, að greiða atkvæði gegn þessu, því að þá hefði verið kosið skrifleg'a um hvern einstakan. En það varð ekki, og þessi kosning manna í miðstjórnina á að verða það einingartákn, sem Sjálfstæðisflokk- urinn á að berjast undir á næstu vikum. Nú er það undir hverjum einstaklingi komið, hvernig kosn- ingarnar fara. Hver einstaklingur innan flokksins ræður því með starfi sínu og atkvæði, hvort flbkkurinn .kemui- styrkani úi' þessum kosningum eða ekki. Ef enginn bregzt, mun Sjálfstæðis- flokkurinn vinna glæsilegan sígur þann 28. júní. London (AP). — Tvær her- sýningar, báðar tilkomumiklar, fóru fram í löndum Araba í gær, önnur við Amman, liin við Bagdad. Er hersýningin var haldin við Amman, flutti Hussein konung- ur fyrstu ræðu sína. „Vér erum aðeins brot hinna arabisku þjóða og herafli vor er brot af sameiginlegum herstyrk þeirra“ og hvatti konungur til aukinnar samheldni Araba. — 100.000 manns voru viðstaddir, og gat þarna að líta hvers konar her- flokka allt frá riddurum á úlf- öldum upp í skriðdreka og flug- sveitir — hið gamla og nýja hlið Við hlið. í Bagdad var einnig mikið um dýrðir, er Feisal konungur skoðaði her sinn. Pr0$fone BREMSUB0RBAR 1%X3/16” 1%X3/16” 1%X%” 2 X3/16” 2V4XV4” 2%XV4” 3 X5/16” 3%X%” 3V?X5/16” 4 X5/16” X%” XVz” X%” XVz” PUSTR0R í 10 feta iengjum 1V2” og 15/Ö ’ 1%” og 2-’ OIINA? RIKISINS M.s. Hekla austur um land í hringferð hinn 9. þ.m. Tekið á móti flútningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðai- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Seyðisfjarðar, Kópaskers, Húsavíkur, Akureyrar og Siglu- íjarðar, á mánudag og þri&ju- dag. Farseðlar seldir a fimmtu- dag. M.s. Skjaldbreið til Snæf ellsnesshaf na. G ils- fjarðar og Flateyjar hinn 9. þ. m. Vörumóttaka á þriðjudág. Farseðlar seldir á föstaaag. M.s. ODDUR til VTestmannaeyja hinn 5. þ.m. Vörumóttaka daglega. BEZT AÐ AUGLYSAI VfSl Skipstjára- og stýriina.inafélagið „lltlaia “ 31£nnÍMBgar- spifötti styrktarsjóösins fást hjó undirrituðum: Veiðarfœraverzluninni Geysir, Hafnarstrœti. Verzl. Guðbjargar Bergþórs- dóttur, Öldugötu 29. Verzl. Málning og Járnvörur, Laugaveg 23. Verzl. Jason og Co., Efstasundi 27. og Verzl. Gísla Gunnarssonar, Hafnarfirði. r>y \Margt er si&étiS Skipið rétt við á 22 Er.isiútum, F]|«»tasta og ádVra^fa Iijör^issiÍEi. Fyrir nokkru tókst brezkum verkfræðingi að rétta skip eitt við — og bjarga 'því með því móti — á aðeins 22 mínútum. Þannig lá í þessu, að þegar flóðin skullu á austurströnd Bretlands í vetur, var freigátan Berkeley Castle í skipasmiða- stöðinni í Sheerness. Flóðið velti skipinu, þar sem það stóð í ',|dokkinni“/ og komst sjór mejra að segjg.niður um reyk? háf þess. Þegar sjórinn sjatnaði á ný, lá.skipið á hliðinni, og virtist mönnum úr vöndu að ráða að rétta það við, án mikils kostnaðar á ýmsum sviðum. En yfirverkfræðirigur skipa- smiðgstöðvarinnar, Pound að nafni. dó ekki ráðaíaus. Hann lét löka hveriri srnugu á skipinu, sem sjór gat flætt inn um, og þegar því var lokið, fór hann vfir það allt" sjálfur. Menn sögðu, að hanií hefði verið eins og Carlsen sldpstjóri, er hann var forðum að príla á Flying Enterprise, þegar það skip hafði nær lagzt á hliðina. Þegar hér var komið, skipaði Pound svo fyrir, að vatn skyldi hleypt inn í kvína, en umhverf- is hana alla voru þúsundir á- horfenda, sem fylgdust af for- vitni með öllu. Meðal þeirra var Sir Cyril Douglas Pennant, flotaíoringi, yfirmaður flota- svæðis þess, sem Sheerness heyrir undir. Menn segja, að þegar sjór- inn hafi verið buinn að streyma inn í kvína í 20 mínútur, hafi skipið skyndilega „andvarpað“, og losnað frá leðjunni, sem það hafði lagzt á og orðið fast við. Svo reisti það sig snögglega upp, og aðeins 22 mínútum eftir að byrjað var að hleypa sjónum að því, var það á réttum kili. Skjótustu og ódýrustu björg- unaraðgerð, sem um getur, var lokið. Þann 21. april s. 1. var auglýst i dagblöðumim, að greiðsliir ntyndi fara fram á svonefndum fjölskyldubótuni ákveðna daga, og liljóðaði auglýsíngin á þessa leið: „Greiðslur hinna nýju fjol- skyldubóta og mæðralauna fara fram næstkomandi mi'ðvikudag, föstudag, laugardag og mánudag. — Allir, sem fengið hafa scnt bótaskírteini, geta vitjað greiðslna fyrrneínda daga í skrifstofu vorri. Sjúkrasamlag Reykjavík- ur“. Auglýsingin var birt aðeins einu sinni í liverju blaði. Aðeins þessa daga. Þarna eru að visu teknir frasn ákveðnir dagar, sem þessar lög- boðnu greiðslur yrði inntar af hendi; og eins og kom á daginn, vár aðeins átt við þessa daga. — Þeir, sem ekki höfðu tækifæri til að sækja inneign sina þá, verða því að bíða þangað til næsti árs- fjórðungur fellur i gjalddaga i byrjun júní, væntanlega, en þá verða fjölskyldubætur líklega greiddar i fáa daga, og er þá um að gera að hafa tíma til þess að sækja peninga sína. Þjónusta við almenning. Þetta er reyndar smávægilcgt atriði, og þó — þvi að þannig cr þjónustan við almenning stund- um hjá þeim aðiluni, sem botna ekkert í hvað þjónusta er. Skyn- samlegt og rétt er auðvitað að inna allar slikar almennar greiðsl ur af hendi áíitaf, eftir að þær eru fallnar í gjalddaga. Fjöl- skyldubæturnar eru lögboðnar greiðslur, sem fólkið á tvímæla- laiisan rétt á. Gera iná ráð fyrir, að yfirskipulagning scgi, að þetia sé til þess að dreifa ekki yinn- unni, þá væntanlega fyrir starfs- fólkið. Auðvitað verða afgreiðsl- urnar jafnmargar, hvort sem greitt er út fáa daga eða marga — tala viðskiptamannanna breyt- ist ekki við það. Víða er nóg W að gera. Auðvitað er enginn vandi að nefna fjöliriargar stofnanir, þar sem er nóg að gera á liverjum degi, og afgreiðslur sizt færri en í SR. Mætti þar nefna mjólkur- búðir, banka og svo flestar verzl- anir. Hjá þessum aðilum cr ekk- ert minna að gera en i afgreiðslu SR, og énginn talar um, að starfs- fólk þeirra þurfi Iivíld frá störf- um. Það kann að vera heimilt að skjóta Iiinuiu lögboðnu gréiðsitim fjöiskyldubóta á frcst um mánuð, ef kröfuhafa hefur ekki unnizt tími til að koma einhverja á- kveðna, auglýsta daga, en furðu- Icgt er það samt. Erfitt að fara frá vinnu. Það eru vitanlega alltaf all- margir, sem eiga erfitt með að fara frá vinnu ákveðna daga, og gæti farið fyrir þeirn, að bið yrði á því, að þeir l'engju lögmætar greið.slúr með þessu fyrirkomu- lagi. — Þessu er skotið SR til athugunar. — kr. * Spakmæli dagsins: Eitt pund af reynslu er betra en farmlest af bókviti. Gáta dagsins. Nr. 419. Tveir þá bræður toga hcr trékubb sín á milli, hjálparlaust ei hægja sér, þótt hafi spúð af fylli. : • m r i • ' \ -. Svar við gátu nr. 418: , Askur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.