Vísir - 04.05.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 04.05.1953, Blaðsíða 7
Mánudaginn. 4. maí. .19.53. VlSIH ^enniíer ^Arruu, ekki að Sir Harry Fernborough, en að vísu erum við aðeins málkunnugir. Sjáðu til, Sara mín“ — og hann talaði nú mjög. breyttri rödd —. „Þetta eru viðsjálir tímar, og maður sem elskár konu verður að vera viss um, að hafa fullt traust hennar. Eg játa, að það vaknaði einhver grunur, þegar eg sá þig ræða við Sir Harry, en eg veit nú, að sá grunur var ástæðulaus. Sá, sem hefir mikilvægu hlutverki að gegna verður að vera viss um hollustu þeirrar konu, sem hann ann. Og þú getur fullvissað mig um hollustu þína, er ekki svo?“ „Vitanlega, Mark,“ hvíslaði hún. „Efastu um það?“ „Þakka þér fyrir,“ sagði hann og þrýsti hönd hennar sem snöggvast. Um stund ræddust þau ekki við. Vegurinn var þarna í ótal bugðum meðfram sjónum. Þau komu við í litlum bæ, sem ekki virtist skipta neinu máli um, nema að einhver stríðsframleiðsla var hafin þar, og lögðu svo af stað heimleiðis. Þá sagði Mark henni frá áformaðri flugferð sinni. „Langar þig ekki stundum til þess að komast langt burt, flýja frá öllu saman, burt frá þessari ey, frá þessu fólki, sem fer því meira í taugarnar á maimi, sem maður kynnist þvi bet- ur?“ spurði hann allt í einu, ,, — fljúga burt, borinn burt á silfurvængjum flugvélarinnar —• langar þig aldrei til þessa, Sara?“ Hann mælti af miklum ákafa og beið óþreyjufullur eftir svari, og er hún gat ekki gert sér grein fyrir hverju svara skyldi svaraði hún eins og í undanfærslutón: „Ætli allir beri ekki slíkar tilfinningar í brjósti stundum?" „Eg veit það, alla kann að langa til þess — ala óskir og vonir í þessa átt, en fáum gefst tækifæri til þess að sjá slíkar óskir rætast, glæsilegt tækifæri, sem aðeins hinn heimskasti mundi varpa frá sér. Mér kann —“ sagði hann og lækkaði röddina, „að gefast slíkt tækifæri, Sara, innan fárra daga, ef til vill inn- an.fárra klukkustunda. Og þá er um að ræða, að hafa áræði til að hefja sig upp úr öllu hinu smáa. Eg legg af stað í flugbát mínum og mín mun bíða frægð og auður........Sara, eg bið þig um að koma með mér. Þú hefir vafalaust oft, furðað þig á ýmsu varðandi mig á undangengnum tíma, en er þú kemur mun allt liggja ljóst fyrir. Þá muntu fá vitneskju um hvers vegna eg gat ekki gengið að eiga þig í Berlín forðum — þá muntu fá vitneskju um allt og þar með, að allt sem eg gerði, varð eg að gera, og að eg fekk þá engu breytt þar um — og' þá mun þér skiljast, að það var réttmætt af mér þá, að láta þig hverfa úr lífi mínu. Og þú munt elska mig og treysta mér þeim mun betur eftir á. Sara, elskan mín, ef þú vildir koma með mér .... “ Hann hafði smáhækkað röddina. Hún sá, að það var eins og birt hefði yfir svip hans. En í augum hans var einhver kyn- legur glampi, sem skaut henni skelk í bringu — það var eins og einhver hefði hvíslað að henni, að hann væri ef til vill ekki með öllum mjalla. Það fór eins og hrollur um hana og ótti hennar jókst um allan helming. „Hverju — svarai'ðu, Sara?“ spurði hann af óþolinmæði, jafn- vel af hroka. „Eg býð þsr allt. Hvei’ju svararðu?“ „Eg — eg' kynni að koma, Mark. Ef til vill . . .. “ sagði hún í undanfærzlutón, en í ákafa sínum veitti hann því ekki at- hygli og greip vinsti'i hendi um hönd hennar og mælti: „Það er allt og' sumt, sem eg þarf að vita, elskan mín,“ sagði hann. „Eg varð aðeins að vita vissu mína.“ Hann tók þéttara um stýrishjólið, leit beint fram og það var hrokalegt sigurglott á vörum hans. Hún hafði ekkijátað neitt og okki lofað neinu, en samt fannst henni, að hún hefði gengið út á ótraustan ís og var óttaslegin. Hún óttaðist einkum, að ( atburðarásin væri að verða svo hröð, að hún fengi ekki við neitt ráðið, einhver straumur væri að grípa hana og mundi sópa henni með sér, og þessar hugsanir fengu byr undir vængi, þeg- ar Mark jók hraðann á bifreiðinni, og pálmatrén fóru eins og röð svartra strika, er fram hjáþeim var ekið. Allt í einu fannst henni, að hún :væri .syo hræðilega einmana. Sir Harry Fern- borough'og systir hans voru farin. Næsta sólarhringinn xnundu þau ekki ná ii! hehnár,: ef eitthvað voveiflegt gerðíst. Og svo hugsaði hún til Ben og hún gat ekki varizt þeirri hugsun, að þótt hún tryði á hann, vissi hún ekki neitt um hann. Þegar þau komu aftur til La Torrette, sá hún að undii'bún- ingurinn að veizlunni var vel ■ á veg kominn. Smáborð höfðu verið borin út í vérondina. Þar ýoru silfurdiskar ásamt ávaxta- skálum og kristalsglös, Saltaðar hnetur og þunnar sneiðar með áleggi. Sara rakst á Bernice þegar hún var að hlaupa upp stigann. „Eg vissi ekki, að til stæði að hafa svona mikið boð,“ s.agði hún, „ef eg hefði vitað það mundi eg hafa dokað við og hjálpað þér.“ 1 „Æ —- þetta. datt í Hexui á Seinasta augnabliki— og hann hringdi til nokkurra vina. En það var óþarft fyrir þig, að halda kyrru fyi’ir, Sara, þess vegna. —“ Hún bætti við og sagði, kurteisi vegna: ,,Eg vona, áð þú hafir skemmt þér vél.“ „Já, fyrirtaks vel, þakka þér fyrir,“ sagði Sara og það lá við, að hún ræki upp kuldahlátur af tilhugsuninni um, að þær — stöllurnar gömlu og óaðskiljanlegu — skyldu ræðast við þannig — eins og ókunnugar konur. Áldrei töluðu þær saman eins og þeim bjó í brjósti — og þær horfðu ekki einu sinni hvpr á aði-a.. Að minnsta kosti forðaðist Bernice að horfa á hana. Milli þeirra var einhver veggui’, sem aðskildi þær, en nú reyndi Sara að bæta úr þessu og rétti henni höndina yfir þennan ósýnilega múr og sagði: „Bernice, elskan mín, hvað er að? Af hverju tölumst við svona við?“ . Annai's hélt Sara, að Bernice mundi breyta um og sýna henni -fullan trúpað, því að hún varð mildari á svip og augu hennar urðu tárvot, en svo var sem hún stii'ðnaði í framaii og hún svar- aði: „Eg veit ekki til, að neitt sé að og eg er viss um, að við töl- umst við eins og við höfurn alltaf gert,“ og svo hentist hún niður stigann. Sara klæddist í sitt fegurtsa skart þetta kvöld og reyndi að telja sér trú um, að hún gei'ði það til þess að vera sterkarl á svellinu, því að í kvöld þyrfti hún á öllu sínu þreki að halda, en í hjarta sínu vissi hún, að það var vegna Ben, sem hún reyndi að líta sem allra bezt út. Sumir gestanna voru þegar komnii’, er hún kom niðui', og hún heyrði ys og þys og hlátur manna, er hún gekk niður stig- ann. í veröndinni höfðu margir menn safnast saman. Sumir komu henni kunnuglega fyrir sjónir, og mundi hún brátt eftir sumum, en þarna voru einnig nokkrir menn, sem hún hafði ekki verið kynnt, fólk af hinum gamla franska stofni á eynni og ýmsir, sem nýkomnir voru frá Frakklandi. Henni varð það til nokkurrar undrunar, að engir Bandaríkjamenn eða Bretar voru meðal gestanna, því að í veizlum á Kristófersey var vana- lega fólk af ýmsum þjóðernum. Hún minntist þess nú, að grun- ur hafði kviknað hjá henni — og ekki alveg' að ástæðulausu, að Lebrún geðjaðist lítt að Englendingum, og þar sem Bretar og Bandaríkjamenn voru nú samherjar í styrjöldinni, leit hann þá kannske sömu augum. Hún hafði um svo margt að hugsa, að ýmislegt af því, sem við hana var sagt, fór fyrir ofan garð og neðan hjá henni, og hún vissi vart hverju hún svaraði. Fráleitt hefir hún verið neitt skemmtileg, því að brátt komst hún að raun um, að hún j var ein. Iris hafði ekki birzt ennþá og það lagðist í Söru, að . hún mundi ljóma sem drottning, er hún kæmi, og allra augu myndu mæna á hana. Og þegar hún loks kom var hún klædd í dýrindis kjól úr hvítu silki, gullskreyttan, og ósjáifrátt flaug Söru í hug: „Hún lítur út eins og brúður!“ Hún í’eyndi að gleyma þessu, en gat það ekki. Var það ætlun Irisar, að hún og Ben byggðu eina sæng næstu nótt?“ Hún leitt allt í einu snöggt frá henni og sá þá Mark, sem hallaði sér upp að einni súlunni í veröndinni með krosslagða fætur. Hann horfði einnig á Söru, en var svo einkennilegur á svip, að Söru brá, svo meinfýsinn var hann á svip og illmann- legur. Eins og til þess að þurfa ekki að horfa lengur á hami leit hún í aðra átt og sá þá Ben, sem var að koma inn í verönd- ina. Auglýsing Kólstur- gerðinni A kvöldvöknnni Franz Liszt var í samkvæmi og lék undir á hljóðfærið fyrir dóttur húsbændanna. En stúlk- an gat ekki sungið hreint, „hékk alltaf neðan í“ tóninum. Að lokum gafst .píanósnillingurinn upp. Hann hóf upp hendur sín- ar í örvæntingu og sagði við móður stúlkunnar: „Fyrirgefið, frú, en eg gefst upp. Hvort sem eg styð á svör.tu nóturnar eða hvítu nóturnar, skal ungfrúin ætíð vera rétt við hliðina á þeim“. • Síminn lijá tannlækninum luingdi um miðja nótt. Hann tók símann og karlmannsrödd sagði: „Þctta er Fáber. sem talar. Þér vcrðið að fyrirgefa að eg hringi svona seint, en konan mín er alveg að verða frávita af tannpínu. Eg er . hræddur um að það verði nauð- synlegt að taka úr henni tönn- ina. Vilduð þér ekki vera svo vænn að leyfa lienni að koma?“ „Eg er hræddur uhi að þér séuð að gera gys að mér,“ svar- aði tannlækniriim. „Eg er fús á að gera yður hvem þami greiða, sem eg get, en eg tók tennuraar úr konu yðar fyrir einu ári og hún fekk falskar teuuur. Eg hefi aldrei heyrt að fullorðið fólk hafi tekið tennur af nýju.“ „Það getur verið,“ sagði Fa- ber. „En þér hafið kannske heyrt að fólk hafi gift sig aft- ur?“ Svefnsófar með stálbotn, 1 fyrii’Terðalitlir og óVana- lega -þægilegir, — í engin húsgögn höfum við fengið jafn örar pantanir. — Við erum að taka einka- leyfi á þessum sófum, þeir verða því hvergi fá- anlegir nema hjá okkur. Sófasett, nýtt model, ný- komið, mjög frábrugðið öðrum gerðum. 6 aðrar gerðir í ífamleiðslu og fyrii’liggjandi. Verð frá kr. 6.000,00. — Armstólar, 3 g'erðii', verð frá kr. 1.050.00. Eldri gerðir af svefnsófum, með útskornum og stopp- uðum örmum. Verð krön- ur 3.000,00. Létt, stoppuð húsgögn í smíðum. Góðar ljósmynd- ir af þeim fyrir hendi. Áklæ'ði á húsgögn getur fólkið valið sjálft, þau eru til í 20 litum. Þar á meðal ofin 100% ullaráklæði. Við framleiðum nú allar grindur í húsgögnin, sjálf- ir, en hær þurftum við áð- ur að kaupa á háu verði. Við höfum því lækkað verð á öilum húsgögnum. Kaupið húsgögn í Bölstur- gerðinni, þau eru búin til af beztu fagmönnum þessa bæjar. — Greiðsluskilmálar við ailra hæfi. — Sendum gegn póstkröfu um land allt. — BÓLSTURGESÐIN Brautarholti 22. Sími 30303... j Cmu Mmi í bæjarfréttum Vísis 4. maí 1918. var m. a. þetta: skip h.f. Kveldúlfs kom frá Engk. idi í gær. Hann hafði meðferðis., um 200 smálestir af kelum. F.eröiil hefur gengið á- gætlega því að skipið var að- eins 10 daga á leiðinni. y.b; .,ífagm“ serr. leigður hefur verið til Breio p arðarferðanna, er miklu stærr en sagt var frá í blaðinu i gæp. Hann er 30—40 smál. að stær'ð og rúmar því talsvert meira en „Svanurinn". dúkkaður %”—2” og galv. — Alls konar sraá- saumur. wwdvwtfwvuwívwivwwwy í Málflutnmgsskrifstofa Guð J laugs Einarsson hdl. og í: Eir.ars Gunuars EinarSsonar ? er í Aðalstræti 18. 5 Sími 82740. NhVÍWV/VVVVVVVV.'VWÍVVVWiVV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.