Vísir - 06.05.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 06.05.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 6..maí 1953. VtSIR Kaupj gufl og silfur „Þú hefur kannske sett eitthvað í glasið hans, Mark?“ „Það er ljótt af þér að ala slíkar grunsemdir, eða heldurðu að eg geti ekki unnt ykkur þess, að njóta ástarsœlu einnar nætur.“ „Mark, eg fyrirlít þig, þegar þú talar svona,“ hvæsti hún, hásum rómi. „Að þú skulir voga þér, — þú veizt hvers vegna eg féllst á að gera þetta — það varst þú, sem fékkst mig til þess. Þú veizt, að eg ætlaði aldrei að halda þessu til streitu — svo lágt mundi eg ekki sökkva. Og ef eg' vissi, að þú værir að fara á bak við mig með þessari stelpu, þessari Söru Siddley, þá —“ „Uss, Iris, ertu að ganga af göflunum,“ sagði hann reiðilega. „Veiztu ekki, að þetta var allt skipulagt fyrir fram? Þú veizt vel, að eg hefi aldrei fengið ást á þessum unglingi.“ „Einu sinni var það þó svo. Og það kannaðistu við, Mark. Það er næstum of sannfærandi, allt saman, Mark — andartak hélt eg — slepptu takinu á úlnliðnum — þú meiðir mig.“ „Talaðu þá eins og þú sért með fullu viti, — þú veizt hvað við verðum að gera í kvöld og hve mikið er undir því komið, að það heppnist. Um það ættirðu að hugsa í stað þess að kvelja mig með heimskulegri afbrýðisemi þinni. Kannske verður hægt að koma þessu frá í kvöld og þá getum við komist burt.“. „Talarðu af heilum huga?“ sagði hún, næstum af biðjandi ákafa, „og kannske komumst við burt héðan í nótt —• þú og eg — og getum alltaf verið saman?" „Alltaf, ástin mín,“ sagði hann mjúkri röddu. „Þú veizt að eg hefi flugbátinn reiðubúinn. í nótt eða á morgun. Við kveikjum blysin á hinum eyjunum fyrst — þeir bíða þar eftir merkinu — og þegar við höfum unnið verk okkar hér, erum við frjáls, þú og eg, og allt hitt veiztu, elskan mín.“ Þau þögnuðu stundarkorn og Sara þóttist vita/'að þau kysst- ust, en nú sagði Iris: „Ó, Mark, ef eg aðeins gæti.treyst þér,“ sagði hún grátþrung- inni röddu. Sara gat ekki efast lengur um, að það var ástfangin kona, sem mikið þjáðist undir niðri, sem mælti. „En, elskan mín, af hverju geturðu ekki treyst mér?“ og aftur kyssti hann hana. „Hvernig hugsaðirðu þér að ganga frá Weston í kvöld?“ spurði hann allt í einu. „Það er allt í bezta lagi. Eitt glas sameiginlega — áður en við göngum til náða — og afleiðing þess, að Ben hefði sofnað værum svefni þegar í stað og söfið til morguns.“ Nú fluttu þau sig til annarra gesta. — Sara fyrirvarð sig ekki fyrir að hafa staðið á hleri, en hún hafði nú komist að svo mörgu, að í rauninni snarsnerist allt fyrir augum hennar. Það var þá eitthvað á milli Marks og Irisar efth' allt saman, en Iris var gift Ben? En hvernig var hægt að koma þessu'saman? Og eitt- hvað átti að gerast í kvöld á Kristófersey — og bál átti að kveikja á öðrum eyjum? Hún varð að koma Ben í skilning um hvað til stóð — það var mikilvægt, að hann fengi vitneskju um það, — hún yrði að reyna að koma honum í skilning um það, þótt hann væri drukkinn. Kannske það rynni þá af honum? En þegar hún sá hann dauðadrukkinn ætlaði hún að gugna. Það var henni næstum ofraun að sjá hann, jafnan svo hraust- legan, einarðlegan — svona á sig kominn. Hann stóð við borðið og söng drykkjuvísu drafandi röddu, og henni fannst, að hann lítilsvirti bæði sig og hana með framkomu sinni. En eitthvað varð til bragðs að taka og hún náði í tvær samlokur og fór með til hans og bað hann eta þær. „Þú hefðir gott af því, Ben. Þú jafnar þig — og eg þarf um- fram allt að tala við þig um mikilvægt mál.“ „Sam — s-samloku, nei, elskan, en viltu dansa við mig —“ Hann ætlaði að ganga til hennar, en slangraði og hefði næst- um hnotið, ef Lebrun, sem kom að í þessu hefði ekki gripið hann í fallinu. Mark var með honum. „Komið nú upp og leggið yður, Ben,“ sagði Lebrun vinsam- lega. „Þér eruð ekki með sjálfum ýður. Við skulum hjglpa yður.“ : „V-vil ekki.hátta,“ sagði hann: dráfandi röddu. „Vil dansa •— fyrirtaks — vín ‘ „í hamingju bænum, Weston, þér verðið Irisi og yður sjálfum til skammar, komið nú.“ Hvort sem það var nafn Irisar eða hann var að nota þetta til að komast burt, þá virtist renna örlítið af honuiri, hann veifaði hendinni og sagði: . ■ • • „Gott og vel — bless — öll ble....“ En nú gripu þeir undir handleggi hans, Lebrun og Mark, og leiddu hann burt. Það leið nokkur stund þar til þeir komu aftur, Mark og Le- brun. — Sara rey-ndi að tala við gestina, en hún naut sín ekki, enda hafði hún áhyggjur þungar.og stórar. Ben hafði sagt henni, að hvað sém'gérðisfm'ætti Húri ekki fará dt'úri h'úáinú'ög álls ekki nálægt neðanjarðarhellmum, en ef hann gat ekki farið, var það þá ekki skylda hennar að fara, þar sem þau unnu báeði Lakaféreft með vaðmálsvend 1,70 á breidd. Hörléreft 1,40 á breidd kr. 21,00. Sængurveradamask. VERZL. ............. Afbragðs tnynd í IMýla Bié« Minningarorð... ipa M.s. Droiuiing Alexandrine fer til Færeyja og Kaupmanna hafnar 15. maí. Farseðlar óskast sóttir í dag og á mórgun. Flutn ingur óskast tilkynntur sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen - Erlendur Pétursson - Frh. aí 4. síðu. ævi, meðan heilsa leyfði, gefin Adealaide, myndin, sem Nýja fyrir að kynnast iærdómsríkum ío sjnir þessa agana, ei o- kQkmenntum Mannúðarfélags- venju goð. efnisrik og afbragðs , . » , . vel leikin! | skap vildi hun styrkja, eftu- Hún bregður upp fióðlegri því sem hún mátti, stofnaði t. d. mynd af lífinu í Britannia'með öðrum ágætiskonum hér í Mews, þröngri götu í Lundún- [ Reykjavík hið svo nefnda um á öldinni sem leið, þar sem Mjólkurgjafafélag (er þær fólkið lifir og hrærist í daun-Jnefndu ,,Búbót“), nál.^lokum inum frá Rauða ljóninu, knæpu.fyrri styrjaidar og var formað- i gamla stílnum, og skrítnar' þesg> Var þetta hið f ta fé_ manngerðir ala þar aldu:: smn,' .............„ -enallt er þetta „manneskju-.lag her 1 smm roS sem starf- legt“ og eðlilegt. i aSi arum saman og var ætlað Adelaide er stúlka. sem þarna |tif styfktar fátækum mæðrum á heima á næstu grösum, en’og börnum, en kom að góðum þó fer fjarri því að vera af notum, þótt ekki hefði hátt um sama bergi brotin. Myndin'sig. — Heimili þeirra frú Önnu og Brynjúlfs stóð um langa hríð með blóma og munu margir' róma það að ágætum, enda varS þeim vel til vina, svo gem vænta mátti. En bæði urðu þau fyrir ærnum heilsubresti síðari ár- in, sem bægt hefir þeim frá eðlilegum starfsháttum nú um alllanga hríð. Allir vinir þeirra þekkja rósemi Brynjúlfs tann- læknis, hvað sem á bjátar; og frú Anna reyndi, eftir því sem kraftar leyfðu, að halda sinni meðfæddu glaðværð og léttu 'lund, og vildi til hinnstu stund- ar eigi láta aðsteðjandi erfið- leika yfirbuga sig. Frú Anna fékk hægt andlát, svo sem hún átti skilið. Hjartað gafst upp — og hún var látin. Munu margir, er til þekktu, að maklegleikum blessa minningu hennar og óska eftirlifandl maka og börnum alls hins bezta. En hún hefur nú fundið það, er hún mest þráði. G. Sv. greinir síðan frá ævi hennar og hjónaböndum tveim, og er þessl frásögn með miklum ágætum, eins og fyrr segir. Maureen O’- Hara leikur Adelaide, snilldar- lega vel, en hún er auk bess stórfalleg (og spillir það vitan- lega ekki), en Dana Andrews fer meistaralega með hlutverk- in sem menn hennar. — Þetta er mynd, sem vafalítið verður sýnd út þessa viku, og á það sannarlega skilið. ThS. GtJSTAF A. SVEINSSON EGGERT CLAESSEN hœstaréttarlögmenn Templarasimdi 5, (Þórshamar) • Allskonar lögfræðistörf. Fasteignasala. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Á kvöldvökunni „Haldið þér að yður sé nú Ijóst hvernig |þér eigið að fara að?“ sagði yfirmaður skiþa- smíðastöðvarinnar við konuna, sem átti að skíra skipið. „Ekki alveg,“ sagði konan óviss. „Þér verðið að segja mér hvað fast eg á að kasta flösk- unni, svo að skipið renni út á sjóinn.“ „Hlustarðu ekki oft á hann pabba þinn þegar hann er í út- varpinu?“ spurði nágranninn son gamanleikarans. „Hlusta eg ekki á hann í út- varpinu?“ spurði strákur fyr- irlitlega. „Eg held nú ekki. Eg hlusta ekki einu sinni á hann þegar hann er heima.“ Dr. Harvey Gramliam skrifar grein í tímarit brezkra lækna og segir að amerískir læknar hafi nú gert rannsóknir, sem geti fært sönnur á kynferði barna, áður en þau eru í heim- inn borin. Hefir aðferðin reynst rétt í 218 tilfellum af 221. Að- ferðin er sú, að fimm mismun- andi efnum er blandað í munn- vatn móðurinnar. Ef munnvatn- ið verður mórautt í meira en 2 mínútur er barnið sveinbarn, en hverfi hinn mórauði litur skjótt, er barnið meybarn. Tveir sálkömiuðir höfðu skrifstofur í sama húsinu. Annar sagði: „Eg dáist að yður. Þér eruð alltaf hress og kátur á hverju kvöldi, en eg er gal- tómur og örmagna af því að hlusta á ævisögur sjúklinga minna allan daginn.“ „Hvað þá?“ svaraði hiim steinhissa. „Eruð þér að hafa fyrir því að hlusta?“ • Umferðadómarinn lítur á sökudólginn Strangur á svip. „Þér eruð kærður fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi,“' sagði hann. „Eruð þér sekur —- eða ekki?“ ,Það verðið þér að ákveða, Stúlku vantar nú þegar. Uppl. gefur yfirhjúkrunarkonan. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund llerrá dónriarL Eg var í hifréið- inni, sem þér ókuð fram úr, rétt áður en lögreglan náði mér.“ ■~á.s Qm Mmi Eftirfarandi mátti lesa í bæj- arfréttum Vísis 6. maí 1918: Kvöidskemintunin, sem haldin var í Iðnó í gær- kvöld, var, eins og spáð var, af- bragðs vel sótt. Öll sæti voru uppseld fyrir. hádegi og um síðustu miðana lá! við, að’ iyrði' fyskingar, en f jöldi manna' varð frá að hverfa. Sagan, sem Gunnar Gunnarsson las, heitir „í lífi og dauða“. Launuðu á- heyrendur honum lesturinn með dynjandi lófaklappi og yfirleitt þótti skemmtunin einhver sú bezta; sem hér hefir verið hald- in um langa hríð. Það var frú Gúðrún Indriðadóttir, sem til skemmtunarinnar stofnaði, og til hennar verða menn því að beina áskqrunuml. um endur- tekttingu, eft þær mun hún þegar hafa fengið margar. NÝKOMIÐ: Baðker Þakpappi Gólfgúmmí Vatnssálerni með lágtskolandi vatnskassa. Salernissetur margir Iitir. Blöndunarkranar Asf. skolppiqur J. Þorláksson & Norðmann h.f. Bankastræti 11. Sími 1280. sKieAMeitt) : BIKISINS M.s. Herðubreið austur um land.til Haufarfiafn- ar hinn 12. þ.m. Tekið á móti flutningi til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar,, Vopnafjafðar, Bákkafjarðaf, Þórslíáfnar og Raufarhafnar í dag og á morgua Farseðlar á mánudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.