Vísir - 11.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 11.05.1953, Blaðsíða 8
 Mi seot gerast kaupendnr 1 Ii. kveri mánaðar fá blaðið mánaðamóta. — Sími PISIS aftb ókeypis til 1666. Wl iIR VlSltt er ódýrajsta blaðfð «g þi þaH f}il» breyttasta. — Hríngið í síir a 1660 *% gerist áskrifendur. Mánudaginn 11. maí 1953. a-t Leiklistarvika hjá Leik- félagi Reykjavíkur. Yfirlitssýningar á öllitm viðfangsefnum vetrarins. Um það bil sem Leikfélag Reykjavíkur er að hætta störf- urn á þessu leikári, en það verð ur í þessum mánuði, efnir fé- lagið til einskonar yfirlitssýn- inga á öllum leikritunum, sem félagið hefur sýnt í vetur. Verður „Ævíntýri á göngu- för“ sýnt í kvöld í 49. og næst ’síðasta sinn á vetrinum. Var þessi vinsæli söngvaleikur sýndur á föstudagskvöldið var í fyrsta skipti eftir heimkomu Guðmundar Jónssonar óperu- ssöngvara, en hann leikur eitt aðalhlutverkið í „Ævintýrinu“. í leikslok hylltu áhorfendur Guðmund, en Brynjólfur Jó- hannesson formaður félagsiris, j\itn sjukrnflufj i uprdi. Sjúkraflug voru 8 í síðast- liðnum mánuði, en 4. sjúkra- flugið í þessum mánuði var far- ið í dag. , Sjúkraflugin í apríl voru að Grímstungu í Vatnsdal, til Grundarfjarðar, Ólafsvíkur, Hellissands og Hamraenda á Snæfellsnesi, austur á Fljóts- dalshérað og til Hornafjarðar. Til Ólafsvíkur var flogið tvisvar Á öllum þessum stöðum hefur verið Ient aður, nema á Gríms- tungu í Vatnsdal. í gær- höfðu verið farin 3 sjúkraflug i maí, en það fjórða í dag, er Björn Pálsson sótti sjúka konu í Borgarnes. Konan er frá Saurum í Hraunhreppi. í Borgarnesi lendir B. P. stutt frá nýbýlinu Bjargi, rétt .fyrir ®fan kauptúnið og er þar fyrir- taks lendingarstaður. í vikulokin fórst tvíhreyfla Dakotaflugvél skammt frá Nýju Dehli. 18 menn fórust. ávarpaði hann og færði honum fagran blómvönd í þakklætis- og viðurkenningarskyni ’fyrir glæsilegan listsigur í utanför- inni. Láta mun nærri að um 15 þúsund manns hafi séð „Ævin- týri á gönguför“ á vetrinum og er nú hver síðastur að sjá þenn- an eftirlætisleik Reykvíkinga fyrr og síðar. Á þriðjudagskvöldið sýnir fé- lagið svo gamanleikinn „Góðir eiginmenn sofa heima“ og aftur seinna í vikunni, en sýningar á þessu eftirsótta leikriti verða örfáar vegna þess, að Alfreð Andrésson, sem leikur aðalhlut verkið, er bundinn við önnur störf á næstunni, Er sýningin á „Eiginmönnunum“ hin 36. í röðinni. Og loks sýnir Leikfélagið ,,Vesalingana“ eftir Victor Hugo í 12. sinn á miðvikudags kvöldið, en sýningafjöldinn a þessum þremur leikritum ein- um nálgast nú eitt hundrað. Auk þessara þriggja leikrita sýndi félagið óperuna „Mið- ilinn“ í þýðingu Magnúsar skálds Ásgeirssonar og íslenzka ballettinn „Ólaf liljurós“, en að meðtöldurii níu sýningum á þessum viðfangsefnum er sýn- ingartalan komin yfir hundrað. Aður hefur sýningartalan orðið hæst hjá f élaginu veturinn 1941—42, 109 sýningar, þegar „Gullna hliðið“ og „Nitouche“ voru sýnd oftast. Aðsóknin að „Vesalingun- um“, sem er aðalviðfangsefni félagsins á leikárinu, hefur ver ið framúrskarandi góð, þegar þess er gætt, hve leikritið er seint á ferðinni. Til þess að hafa einhvern samanburð má geta þess, að í gærkvöldi fór tala sýn ingargesta fram úr tilsvarandi tölu eftir 11 fyrstu sýningar á hinu vinsæla kínverska leikriti „Pi-pa-ki“, sem náði 40 sýn- ingum í fyrra. Rauðlíðar hörfa frá Laos. Rússar og Ksnverjar þvo hendur sínar. Einkaskeyti frá AP. — París í morgun. Franska herstjórnin í Indókína tilkynnti í gær, að hersveitir Vieth-Min í Laos væru á und- anhaldi norðan höfuðborgar- ínnar Luang Prabang. Er talið öruggt, að uppreist- armenn hafi hætt við að freista að heríaka borgina. Flugvélar Frakka halda uppi árásum á lið feetta á undanhaldinu. Fregnir eru óljósari af þeim armi liðs uppreistai'manna, sem sótti fram suðvestur af Luang Pra- bang tii Mekongárinnar, en þar mun enn vera eitt herfylki upp reistarmanna, sem Mið-Laos og Thailandi stafar hætta af. Kommúnisíar neita. í Peking hefur því verið op- inberlega neitað, að kommún- istastjórnin hafi heitið uppreist armönnum liði til stuðnings í sókn í Indókína, en ekkert á feað minnzt, að í Kína hefur lið mppreistarmanna verið þjálfað og þar fá þeir vopn, og má því ætla að slíkur stuðningur verði veittur áfram. í Moskvu er því neitað, að uppreistarmenn Vieth-Min fái vopn frá Ráðstjórnarríkjunum. Þessar hálfvolgu afsakanir eru sennilega framkomnar til að sýna einlægnina og friðarvilj- ann í Kóreu, en sókn uppreist- armanna samtímis því, er kom múnistar blása í friðarlúðra í Kóreu, vakti hina mestu tor- tryggni. Óhyggileg sókn. Sú skoðun hefur komið fram að kommúnistiskum leiðtogum hafi því þótt óhyggilegt að halda áfram sókn í Laos nú, og þetta hafi ráðið meiru um að við hana var hætt en að rign- ingatíminn nálgaðist. — Dulles lét og í ljós þá skoðun, að það hefði haft sín áhrif, að Banda- ríkjamenn brugðu við Frökk- um til hjálpar með flutninga- flugvélar og loforð um aukinn fjárstuðning. Kaup á Helicöptérvel er eitt af feeint vandamálum Slysavarnafélagið óskar að leysa. sem Lokadagurinn ér fjársöfnun- ardagur Slysavarnafélags ís- lands, eins og allir vita. . Sá dagur er nú runninn upp enn einu sinni, og mönnum gefst því enn einú sinrii’ tæki- færi til þess að sýna hug sinn til slysavarnastarfsins í land- inu. Það geta menn gert með því að bera merki SVFÍ í dag, eða styrkja félagið með öðrum hætti. Togarar leita vestur og noriur. Engin hreffing á Gmnlandslerðum. Afli á togara hefur verið. fremur tregur undangengin dægur, en bó misjafn. Allir tog- ararnir halda enn áfram veið- um. Einn er við Grænland. Nokkrir togarar munu enn vera á Eldeyjarbanká, étí þar mun lítið orðið, enda margir þreifað fyrir sér undan Jökli, og hefir verið reytingur þar. Tregð ist enn frekara þar, munu tog- ararnir fara lengra vestur og norður, en það er þó helzt til snemmt enn. Ólafur Jóhannesson er við Grænland, en ekki hefur frétzt um afla hans. — Ekki mun vera nein hreyfing á því, að fleiri togarar fari til Grænlands að sinni, enda óvissa um söluhorf- ur á Grænlandsfiski. Einnig er hvort saman gangi með Dawson nú beðið eftir fregnum um það, og fulltrúa Fél. ísl. botnvörpu- skipaeigenda, er fóru utan í s.l. Viku. Bridgekcippni hefst i kvöld. I kvöld hefst tvímennings- keppni í bridge til ágóða fyrir Norðurlandaför íslenzku brútge sveitanna í vor. Eins og kunnugt er verða tvær sveitir bridgemanna send- ar á Norðurlandamótið í bridge, sem fer fam í Árósum og-'hefst 18. júní næstk. Áður var búið að efna til ejri- menningskeppni í sama skyni, en í kvöld hefst tvímennings- keppni og verða spilaðar bvjár umferðir. Keppnin fer fram í Skátaheimilinu og er búist • ið ruikilli þátttöku. Líklegt er, að á tímabilinu frá 4. maí til Uppstigningardags komi af veiðum til Rvíkur 16 —17 togarar. Frá 4. hafa komið 14, en í morgun kom Ingólfur Arnarson, sem var á saltfisk- veiðum, og Uranus sem fiskar í herzlu, en væntanlegir fyrir Uppstigningardag eru Pétur Halldórsson og Skúli Magnús- son. ísafjarðartogarinn Sólborg er hér og tekur olíu. Jafnaðarmenn hafa unnið á í kosningum til efri deildar sam- bandsþingsins í Ástralíu. Lík- legt er að stjómin haldi þó meiri hluta í deildinni. Úlvun — Framh. af bls. 1 Maður fellur af hestbaki. Síðdegis í gær féll Guðmund- ur Agnarsson, Laugavegi 67 hér í bæ, af hesti í námunda við Veiðimannahúsið hjá Elliðaán- um. Orsakaðist þetta með þeim hætti, að hesturinn hrasaði und- ir Guðmundi, önnur ístaðsólin slitnaði og Guðmundur féll af báki. Hann var fluttur í sjúkra- bifreið á Landspítalann, en ekki veit blaðið um meiðsli hans. Bílum stolið. I nótt var.stolið jeppabifreið- inni R. 5382 af Barónsstíg gegnt Austurbæjarskólanum. Var lög- reglunni gért aðvart um þetta, og hóf hún þegar leit að jepp- anum. Fannst hann á hliðirini utan við veginn á gatnamótum Höfðatúns og Samtúns. Stúíka var stödd á næstu grösum og sá er bíllinn fór út af og sá jafnframt þrjá menn við bílinn. Kvaðst hún geta gefið nokkrar upplýsingar um þá. í nótt var vörubifreiðinni X 369 stolið í Hveragerði. Vaknaði maður þar í húsi nokkru við það að hann heyrði bíl settau í gang og síðan ekið af stað. Leit hann þá út og sá að það var hans eigin bíll, eða bílfe sem. hann hafði umráð yfir. Sá hann bílnum ekið leiðina. upp í Kamba. Gerði hann þá strax ráðstafanir til þess að láta tala við lögregluna í Rvík og biðja hana fara til móts við hinn stolna bíl, en sjálfur útvegaði hann sér bíl og hóf eltingar- leik. Þjófarnir náðust móts við Baldurshaga, tók lögreglan þá fasta og setti í fangageymslu. ,Loks var þriðja bílnum stol- ið í nótt. Var hann hér í bæn-. um, R. 5626, en fannst í riótt utan við veginn austur í Kömb- um. Veitti eigandi hins stolna Hveragerðisbíls þessum bíl at- hygli, er hann var að elta þjóf- ana suður. Sá hann að R. 5626 stóð mannlaus en með ljósum utan við veginn í Kömbum og vakti það strax athygli hans. Var eigandi R 5626 þá gert að- vart um þetta og kvaðst hann hafa skilið bílinn eftir á venju- legum stað hér í bænum í gær- kvöldi. Leikur grunur á, að sömu mennirnir hafi stolið hon- um austur, sem stálu Hvera- gerðisbílnum seinna í nótt. Mál þetta er nú í rannsókn. Skipstjórinn viftuikenndi staiar- ákvörðun var&skipsmanna. En kva&st ekki hafa verið að taka inn vörpuna. Eins og getið var í Vísi fyrir helgina, var brezkur togari tek inn innan landhelgi á föstudag- inn. Réttarhöld hófust yfir skip- stjóranum, er heitir George W. Gill, upp úr hádegi á laugardag, 1 stóðu þann dag allan og allan daginn í gær. Gill er ungur mað ur, 34 ára að aldri, og hafði ekki i stjórnað skipi á íslandsmiðum ! áður. Hann kvaðst ekki hafa orðið varðskipsins var, fyrr en skotið var púðurskoti úr fall- byssu þess, enda hefði hann ekki verið að svipast eftir neinu slíku skipi, þar sem hann hefði talið sig vera staddan utan frið- unarlínunnar. Þegar yfirmenn varðskipsins höfðu gert staðarákvörðun, reyndist skipið vera hálfa aðra ! mílu fyrir innan línuna, og bar brezki skipstjórinn ekki brigð- ur á þá mælingu, enda hafði hann einnig gert sínar athug- anir, er hann hafði verið flutt- ur um borð í varðskipið. Vai-ðskipsmenn héldu því fram, að brezki togarinn hefði verið að talta inn vörpuna, þeg- ar komið var að skipmu, og það stöðvað, en brezki skipstjórinn sagði, að togarinn hefði verið nýbúinn að láta vörpuna út, er þetta gerðist. Verjandi brezka skipstjór- ans, Lárus Fjeldsted, hrl., skil- aði vörn í málinu upp úr hádegi í dag, og mun dómur verða kveðinn upp síðar í dag eða i kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.