Vísir - 12.05.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 12.05.1953, Blaðsíða 4
VÍSIR Þriðjúdaginn 12. maí 1953 WXSXR DAGBLAÐ ■'Hi Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. 0 Skrifstoíur Ingólfsstræti 3. j l-t t Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR HJP. AfgreiCslm: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Iðnaður og verzlun. T^egar menn litu á forsíðu Alþýðublaðsins á sunnudaginn, flaug mörgum fyrst í hug, hvort styrjöld hefði brotizt ut hér í álfu eða einhver önnur ámóta stórtíðindi hefðu gerzt. Blaðið hafði tekið fram stærsta fyrirsagnaletur sitt og notað í fyrirsögn, sem náði yfir síðuna þvera, en meira en helmingur lesflatar síðunnar — auk meira en síðu inni í blaðinu — fjallaði um það efni, sem fyrirsögninni var látið fylgja. Og fyrirsögnin var þessi: „Spilakúnstir í iðnaðarmálunum. Eftir skemmdar- -verk og niðurlægingu á að eyða óánægju fólksins með fullyrð- ingum og loforðum.“ Fyrirsögnin var með öðrum orðum slagorð, og annað efni, sem henni fylgdi, var í fullkomnu samræmi •við hana. Tilgangur þessarrar rosafregnar Alþýðublaðsins og' þeirra ummæla, sem blaðið lætur fylgja ffá brjósti manns þess, sem mun vera sjálfskipaður sérfræðingur þess í iðnaðarmálum, er að gera allt það tortryggilegt, sem hafizt hefur verið handa um að gera, til þess pð iðnaðurinn éigi við betri kjör að búa í framtíðinni en að un anförnu. Er greinin annars rituð úr frá þvi Sjónarmiði, að því er virðist, að ekki eigi að taka tillits tii ueins nema iðnaðarins í landinu, og er það vissulega í samræmi við hagsmuni fjölmargra aðstandenda Alþýðublaðsins og brodda Alþýðuflokksins, þvi að þeir í þeim fámenna hópi, sem hafa ■ekki getað krækt sér í feit embætti, hafa komið sér upp iðnaðar- fyrirtækjum, en fyrir slík fyrirtæki var all-góður grundvöllur, meðan hverskyns innflutningur var skorinn við nögl af illri uauðsyn. En að auki er tónninn sá, að allt sé það, sem gera á, verra en ekki neitt, og verði sennilega svikið. Það var einmitt á þeim dögum, meðan Alþýðuflokkurinn var enn „til viðtals“ og fáanlegur til þess að vera í stjórn, sem verst var búið að verzluninni í landinu. Það hefur ekki heyrzt, að Alþýðuflokkurinn eða Alþýðublaðið hafi borið hag verzlun- árstéttarinnar sérstaklega fyrir brjósti þá, því að þeir aðilar hafa einmitt gert sig seka um það, sem hættulegast er hverju þjóðfélagi — að bera sérstaklega hag eins aðila fyvir brjósti, ■og fófna öðrum hans vegna. En sá er munurinn á starfsaðferðum Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, að þegar Sjálfstæðisflokkurinn telur, að rétt sé að búa betur að iðnaðinum er gert hefur verið, þá gerir hann ráðstafanir til þess að bæta úr misræmi, sem myndazt hefur. Alþýðuflokkurinn er'hinsvegar enn sáróánægður yfir því, að' lagi skuli hafa verið komið á verzlunina, svo sem bezt kom fram í ummælum Akureyrarblaðsins Alþýðumannsins í vetur, ■en þar var kvartað undan því, að verð mundi lækka vegna aukinnar samkeppni innan verzlunarinnar. Svona geta menn verið vel innrættir á því heimili. Þarna skilur milli feigs og ófeigs: Sjálfstæðisflokkurinn vili bæta það, sem hann sér að fer aflaga, en Alþýðuflokkurinn vill viðhalda ófremdarástandi, ef hann getur náð sér niðri á þeim, sem hafa ekki gengizt upp við skrum. hans. En annars stafar reiði kratanna nú af því, að þeir eru hræddir um, að iðnaðurinn fái bætt skilyrði, án þeirra tilverknaðar. Þá glatast tækifæri til að halda í eitthváð af þverrandi fylgi flokksins. Þess vegna er skiljanlegt, að djúpt sé tekið í árinni. Heggur sá, er hlífa skyldi. Oamþykktir liinnar ópólitísku hreyfingar, sem nýverið efndi ^ til þjóðarráðstefpu gegn hef í landi (ekki á sjó eða í lofti), ■erú . nú smám samap að birtasi almenningi, og er ópólitískt blað, Þjóðviljinn, látinn birta þær. Ein þeirra hljóðar á þessa leiffi: „Þjóðarráðstefnan gegn her á Islandi sendir samúðarkveðjur til allra hersetinna landa og hvetur til andspyrnu gegn vígbúnaði og. styrjaldaráformum, en virkrar baráttu fyrir nýtingu auðlinda heimsins til frjálsra og friðsamlegra afnota öllu mannkyni.“ Hér virðist eitthvað hafa farið aflaga.á ráðstefnunni, því að hér er bersýnilega verið að senda kveðjur til A.-Þýzkalands, Póllands, Búlgaríu, Ungverjalands og fleiri landa, sem kom- múnistar hafa lagt undir sig. Og leitt er til þess að vita, að ráðstefnan góða skuli finna að áformum Rússa um að frelsa allar.þjóðir, því að. þöð hefúr vjarlsi iveiið ætlunin. Manm flýgur1 ósjálfrátt í hug hið forna spakfnæli: Heggur sá, er hlífa skyldi. ...* HVAÐ FINNST YÐUR? VÍSIR SPYR: Hvaða ráðstafanir er hægt og rétt að gera, til þess að tryggja fram- leiðslunni nægilegt vinnuafl? Finnbogi Guðmundsson útger ðar maður: íslendingar munu búa við betri lífskjör en flestar aðrar þjóðir, og er það fyrst og fremst því að þakka, að við búum við mjög góð fiskimið, og að okkur hefur tekist að nag- nýta þau með fullkomnustu fiskiskipum, sem þekkjast og mannað þau afburða sjómönn- um. Sennilega aflast hvergi í heiminum jafn mikið magn af fiski miðað við mannfjölda þann, sem þátt tekur í veiðun- um. Fiskiðnaður pkkar hefur þróast ört í seinni tíð og er hagnýting aflans nú orðin mjög fullkomin og stenzt samkeppni við það bezta, sem þekkist hjá öðrum þjóðum. Fiskveiðarnai og fiskiðnaðurinn skapa grund- völlinn undir afkomu þjóðar- innar. En það vantar sjóme.m á fiskiskipin. Það er oft at- vinnuleysi í landi vegna þess að fiskibátarnir korhásc ekki á veiðar vegna fólkseklu Það þarf að skapa útgerðinni möguleika til að bæ'a kjör sjómanna til þess að þau verði eftirsóttari. Sjómennirnj’- eiga að bera meira úr býtum en þeir, sem í landi eru, þar sem þeir skapa grundvöll undir at- komu hinna. Útvegsmeþn þurfa að hafa það góða afkomu, að þeir geti gert út af mynd- arskap, haft fiskiskipin i goðu standi og veiðarfærin nog Og góð. Verbúðir og' annan að- búnað þarf að bæta. Og svo verðúr að ala upp fleiri góða sjómenn. En það verður ekki gert meC þvi að hafa unglingana á skólab kkj- unum eins og nú tíðkast. Skoia- skyldutímann þarf að stjlta mikið og ættu flestir unglingar að taka þátt í framleiðslun :ú yfir tímabilið 1. apríl til 3C. sept. ár hvert. Eg heldvað íoik verði betur fært um að bjarga sér og öðrum, ef það kann eitt- hvað til starfa við fiskvetðav, f’skiðnað og landbúnaðaxsröif, þó það kunni þá eitthvaö mirma af því, sem kennt er á skóla- bekkjunum nú. Sveinn Benediktsson, framkv.stjóri: Við vaxandi framkvæmdir varnarliðsins jókst eftirspurn eftir verka- möhnum til ýmissa starfa svo mjög, er kom fram á vetrarvertíð- ina, sem nú er senn■ að Ijúka, að 'skortur varð á mönnym um tíma í skiprúm hér syðra. | Útgerðarmemi auglýstu í ‘blöðúte óg útvarpi eftir mönn- um í nokkur auð skiprúm. Bar það oft árangur en stundum ekki. Tilraunir til ráðningar manna utan af landi báru heldur ekki nægan árangur, til þess að fullskipað væri í öll skiprúm. Leituðu þá nokkrir útgerðar- menn eftir leyfi .hjá félags- málaráðuneytinu til þess að mega ráða samtals 20—30 fær- evska sjómer.n, sem fáanlegir voru á bátana. Sendi ráðuneytið umsóknir þessár til umsagnar Alþýðu- sambandsins. Forstöðuménn þess töldu atvinnuleysi sum- staðar í landinu og neituðu því að rnæla með því að þetta at- vinnuleyfi yrði veitt. Hinsveg- ar gátu þeir ekki, þrátt fyrir áskoranir, vísað á neina menn, sem fúsir væru til þess að ráða sig í þessi skiprúm. Stóð þetta í þófi, þangað til langt var liðið á vertíð. Varð því ekki af ráðningu færeysku sjómannanna. Af þessum sök- j um urðu tafir og stöðvun hjá nokkrum bátum um tímá á vertíðinni. Það er sameiginlegt hags- munamál allra landsmanna, að vinnan við landvarnirnar trufli sem minnst eðlilega starfsemi sjávarútvegsins og' annarra at- vinnuvega. Til þess að syo verði, tel eg að ráðning manna til þessara starfa megi ekki vera í höndum margra aðila eins og nú er, lieldur þurfi ráffiningin að vera hjá einum og sama affi- ila, sem ríkisstjórnin. skipar til Iþess. í lýðfrjálsu landi þar sem stöðuval er frjálst er auðvitað i ekki hægt að ráða því að öllu leyti með íhlutun ríkisvaldsins við hvaða störf eða hvar rnenn vinna, en á þenna hátt mætti stuðla að því, að ráðning til starfa á vegum varnarliðsins væri í sem fyllstu samræmi við þann fjölda verkamanna, sem á hverjum tíma er óbundinn við nauðsynleg störf í þágu at- vinnuveganna til lands og sjávar. Allar líkur tel ev vera til þess að takast mætti samvinna milli ríkisstjórnarinnar og heildarsamtaka atvinnurekenda og verkamanna um þessa leið, sem eitt helzta úrræði til lausn- ar þessa vandamáls. Sverrir Júlíusscn, framkv.stjóri: Það er lífsfikiiyrði fyrir ís- lenzku þjóðina, að framléiðslu- s t ö r f i n til s j á v a !r og s v e i t .a séu stunduð eftir því, sem frek- ast er unnt. Til þess að fólk sækist eftir störfúm við fram- leiðsluna, þarf þannig að vera að höfuðat- vinnuvegunum búið, að þeir geti boðið upp á, , eigi lal^a):i kjör, miðað við meðal árferði, Kratnh. s 6. síðu. Bergmáli hefur borizt eitt bréf þar sem tekið er undir það, sem rætt var hér í dálkinum um ferm- ingarskikkjur. Bréfið skrifitr móðir, sem eftir nokkur ár á von á því að þurfa að láta férma born sín. Fer bréfið hér á eftir: Má ekki dragast lengur. „í sambandi við bréf yðar um fermingárskikkjurnkr, get eg ekki orða bundizt, því ég er alveg liissa, að það skuli ekki iöngu vera búið að taka þann sið upp hér á landi, nema á Akranesi. Og finnst mér, séra Jón Guðjónsson verðskulda þakkir fyrir að liafa byrjað á þeim sið hér, og fleiri ættu að fara af stað, og fylgja fordæmi lians. Verkefni fyrir kvenfélög. Finnst mér þetta vera verkefni fyrir kvenfélög kirknanna, en þau ættu að taka þetta mál að sér, og þá má líka gera ráð fyrir að þvi sé borgið. Konurnar gætu tekið að sér að sauma skikkjurn- ar sjálfar fyrir söfnuð sinn, ög ég þykist viss um að fólk i öllum söfnuðum myndi láta fé af hendi rakna í sjóð í þessu tilefni, til þess að fé sé fyrir hendi til kaupa á efni í skikkjurnar. Eg lief séð mynd af fermingarbörnum mörg- um saman, tekna í kirkju fyrir frarnan altari, með prestinn í miðjum hópnum. Skemmtileg fermingarmynd. Fannst mér það miklu skemmti legri mynd og eigulegri, en ef myndirnar væri aðeins af einu og einu barni út af fyrir sig, Öll voru börnin á myndinni í hvítum skikkjum, og held ég, að það liafi A’erið frá söfnuði í Ameríku, þar serri börnin voru fermd. Svo víð- ar er þetta siður en í Noregi. (A það var bent í grein í Visi, að þetta tíðkaðist í New York, og birt mynd af fermingardreng ai' íslcnzkum ættum, sem fenndur var i slikri skikkju þar.) Þarf að komast á hér. Eg vona, að þessi siður verði kominn á hér í Reykjavík, áður en ég þarf að láta ferma dreng- iun minn, scm er 10 ára gamall. í sambandi við þetta mál vil ég taka fram, að eftir fermingu nota drengir ekki frekar svört föt, en stúlkur hvita kjóla. Eg var fyrir skömnni viðstödd fermingu, og var þá cinungis einn drengur i svörtum fötum, hinir voru i blá- um og ýróttum fötum. Drengir geta svo lítið notað svört föt, og Það er afleitt að þurfa að kaupa þau, fyrir aðeins tvo daga. G. .“ Itödd móður. Þið hafið nú lesið bréfið frá einni móður af mörgum, sem vit- að cr, að fylgjandi er því, að i'ermingarskikk jur verði notaðar Iiér. Mér þykir óliklegt, að það þurfi að dragast í 4 ár, að þær verði alsiða, og tek ég undir til- lögu móðurinnar um að kvenfé- lögin láti málið iil sin taka. kr. RUÐLGLER Verijulegt ruðugler nýkomið peaZúnaení BIYKJAVÍK PappírspokðgerDin h.f. Vitástig 3: AUsklþappírspokarj :‘i' -íIxHj'1 iia'O'-í'-.'{■ „ i: th 'í T tu I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.