Vísir - 12.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 12.05.1953, Blaðsíða 8
sem gerait kanpendur VÍSIS eftlr 18, hvcn mánaðar fá klaðið ákeypls til MánaSamóta. — Sími 1683. WB8XR VtSIR er ódýxasta fclaðið eg fcó fcað f}51- breyttasta- — Hringlð í siira 1060 eg geriat áskrifendor. Þriðjudaginn 12. maí 1953 Hafa veitt síld í þorskanet íCaPax’má Hornafjarðarbátur fékk 400 síldir í eitt net i gær. Frá fréttaritara Vísis. Hornafirði í morgun. í gær veiddu allir Horna- fjarðarbátar síld í þorskanet, og fékk einn báturinn 400 síldir í sama nctið. Sildarafli Fanneyjar var hins 'vegar mjög tregur á sunnudag- inn, eða sem svaraði því, sem kemst í venjulegan rúsínukassa. í gær var Fanney ekki á sjó, en er farin til veiða í dag. Horn- firskir sjómenn telja þó litlar líkur til þess að hún muni afla naikið, þar eð þeir telja að veið- arfæri herinar henti ekki til síldveiða á þessum slóðum. Afli á Hornafjarðarbáta hef- ur verið sæmilegur að undan- förnu — 8—17 skippund á bát. Á fjallabæjum eru bændur nú að sleppa fé. Sauðburður er haf inn á Höfn í Hornafirði og gengur ágætlega. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Vísir hefur aflað sén um austurför Fanneyjar, reynd ist síldin, er skipið kom á vett- vang, svo nærri eyjunum, alveg uppi í dröngum og skerjum, að ekki þótti rétt að nota vörpu þá, sem skipið hafði meðferðis, því að hætta var á því, að hún yrði fyrir skemmdum. Var síldin þarna óvenjulega nærri Hrol- hún halda sig á leirunum fyrir laugseyjum, því að oftast mun ofan eyjarnar. Þó var afráðið, að Fanney biði betra veðurs, og er hún nú komin út aftur, eins og segir í fregninni hér að framan. Þegar fregnirnar bárust um síldina við Hrollaugseyar, var Fanney stödd í Miðnessjó, og lagði þegar af stað austur. Á leiðinni mældist mikil síld á Sandvík, sem er á Reykjanesi vestanverðu. Var reynt með vörpunni, en straumur var of mikill, og ekki tími til að reyna lengi. En þegar Fanney kemur a ðaustan, mun hún leita þess- arar síldar aftur, og hefja veiði tilraunir. — Chtcrchill. Framhald af 1. síðu. sem í umsát, og yrðu að haía samvinnu við Egypta. I dag heldur umræðunni um utanríkismálin áfram og flytuv Clement Attlee fyrrv. forsætis- ráðherra aðalræðuna. Helztu atriðin, Hér fara á eftir í stuttu máli . nokkur helztu atriði ræðu Sir Winstons í gær: Að æskilegt væri, að æðstu menn stórveldanna kæmu sam- an til fundar, þar sem óform- legar umræður færu fram fyrir luktum dyrum. Þótt engir saran ingar yrðu gerðir gæti slíkar viðræður orðið grundvöllur, er hægt væri að byggja á. Að ef til vill væri hægt að ganga frá sáttmála í líkingu við Locarno-sáttmálann, til örygg- is því að meginlandsveldin þyrftu að óttast árásir. Að taka bæri tillögum kom- múnista í Kóreu vinsamlega, en taldi vafasamt, að samkomulag gæti náðst um sameinaða Kór- eu nú. Mikið væri unnið með því að leiða styrjöldina til lykta. Að Bretar væri reiðubúnir til varnar á Suezeiði, ef Egyptar réðust á þá, og myndu verjast þar án aðstoðar annarra. Að Vesturveldin yrðu að var- ast sundrungu og ekki kæmi til mála, að þau slökuðu á 'varnar- undirbúningi sínum. Mau Mau í sókn sL viku. Einkaskeyti frá A.P. London í gær. Mau-Maumenn í Kenya voru f sókn alla síðustu viku og gerðu hverja árásina af annari á lögreglu- og heimavarnar- stöðvar. Um 70 menn voru vegnir af liði Mau-Maumanna, en liði stjórnhollra Kykuyu-manna um 50. Mau-Maumenn höfðu bæði riffia og vélbyssur, sem þeir höfðu rænt eða hertekið. Fjórða loftárásin var gerð í gær á eina höfuðstöð þeirra norður af Nairobi, en Mau- Maumenn munu hafa dreift sér áður en árásin var gerð. Framh. af 1. síðu. var í vetur þá gefa menn fé miklu meira en áður þekktist. Þrjár jarðir í þessum sveit- um lögðust í eyði fyrir nokkr- um árum, eru það Markúsarsel, Tunguhlíð og Veturhús. Flest- ir bændur búa einyrkjabúskap, en vélakostur hefir aukizt til mikilla muna.“ Gengur seint í Panmunjom. Tokj’o. (A.P.). — Lítið þok- aðist í samkomulagsátt í Pan- munjom í gær, er rætt var um fanga, sem ekki vilja hverfa heim. Á laugardagsfundinum féll- ust' kommúnistar á, að einfald- ur meiri hluti skyldi ráða í 5. manna hlutlausri nefnd, ef stofnuð yrði, og neitunarvaldi ekki beitt. Harrison vildi fá skýrari svör varðandi ýmis atriði, sem hann að vísu viður- kenndi, að væru framkvæmdar- atriði, er samkomulag yrði að nást um. Svaiíir syaagja á Akraiaesi. Karlakórinn Svranir efndi til samsöngs á Akranesi í fyrradag fyrir troðfullu húsi og við mikla hrifningu áheyrenda. Kórinn hefir ekki látið til sín heyra um nokkurt skeið, en hefir að undanfrönu haft kenn- ara til að þjálfa kórinn. Söng- stjóri var Geirlaugur Árnason, en einsöngvari Jón Gunnlaugs- son frá Siglufirði. Hefir hann mikla og fagra tenórrödd. Kórnum var teldð með af- brigðum vel og varð hann að syngja mörg aukalög. á spðiunum. Gullfaxi ■ fór í morgun til London og var það fyrsta ferð hans þangað samkvæmt sum- aráætluninni. Frá London kemur vélin klukkan 22,45 og klukkan 1 e. miðnætti fer hún aukaferð til Hafnar með finnsku gestina og nokkra farþega aðra. Komið verður til Hafnar klukkan 8 i fyrramáiið og farið þaðan aftur með 15 Dani og mikinn flutn- ing klukkan 10,30. Lent verður í Reykjavík kl. 17,45, og síðan flogið til Meistaravíkur klukk- an 19,30 og lent þar kl. 22,30. Á fimmtudag kemur Guiliaxí aftur til Reykjavíkur með danska farþega, sem halda á- fram til Hafnar á laugardag. Hver er stjarnan Fimisku gest- imir kvaddir. Norræna félagið og Suomi héldu finnsku gestunum kvæðju samsæti í Þjóðleikhússkjallar- anum í gærkveldi. Hófið hófst með ávarpi Þjóð- leikhússtjóra, sem er formaður Norræna félagsins. Þakkaði hann gestunum komuna hingað og minnti á hin fornu vináttu- bönd sem tengja Finna og ís- lendinga saman, og sem greini- legast lcomu í ljós þegar Finnar áttu hendur sínar að verja í vetrarstríðinu við Rússa. Að ávarpi Þjóðleikhússtjóra loknu sungu þau Anna Mutan- en, Jorma Huttumen og Lauri Lahtinen en undirleik annaðist hljómsveitarstjórinn Leo Fun- tek, ennfremur söng óperukór- inn. Flestir söngvarnir voru finnskir nema hvað Lauri Laht inen söng Troubadour úr óper- unni Carmen. Söng Finnanna var ákaflega vel tekið. Húsfyll- ir var á skemmtuninni og ríkti mikil glaðværð til klukkan tvö í nótt, en þá lauk dansinum er stiginn var í lok skemmtunar- innar. Hér birtist fyrsta myndin í getrauninni, og eiga þátt- takendur að segja til um það, af hverjum myndin sé. En til hægðarauka skulu tekin nokkur nöfn, sem menn geta valið úr. Er 'þessi mynd af: A — Ronald Colman? B — Danny Kaye? C — Mischa Auer? D — Ronald Reagan? Geymið allar myndirnar, þar til getrauninni er lokið, og seðill fyrir svörin verður birtur. Verðlaunin eru: 1. Ritverk Daðvíðs Stefánssonar. 2. Nýtízku straujárn. 3. Klukka. Þetta er Sjúkraflug frá Grænlandi. Klukkan 18 í gær kom dönsk herflugvél (Catalina) frá Biuie West One á Grænlandi, en j þangað hafði danska sendiráð- ið í Reykjavík sent hana til þéss að sækja veika konu frá Egedesminde. Sendiherra Dana, frú Bodil Begtrup, var stödd á flugvell- inum ásamt íslenzkum lækni. Læknisaðstoðar var þó ékki þörf, þar eð konan var g'ift lækni, og var hann í för með konu sinni. Eftir klukkutíma dvöl hér flaug vélin áleiðis til Kaupmannahafnar. IVfaður dr ukkimt norðanlctnds. Það slys varð í Húnaþmgi í gær, að maður nokkur drukkn- aði í Vatnsdalsá. Var mikið í ánni, er þetta gerðist, og ætlaði maðurinn, Eggert Guðjónsson írá Marðar- núpi, að sundríða hana, þar sem hún er allbreið. Hesturinn drukknaði undir honum, og ætl aði Eggert að ná sama lancri aftur, en dapraðist sundið og drukknaði. Próflaus með gesti í „lánuð- um“ bíl. I gærkveldi tók lögreglam unglingspilt sem stolið liafði bifreið hér í bænum og ekið honum réttindalaus. Voru lögreglumenn í eftir- litsferð eftir Hringbrautinni laust fyrir miðnættið, er þeii urðu bifreiðar varir, sem ekið var ljóslausri eftir götunni. — Stöðvuðu þeir bifeiðina og kom þá í ljós að við stýrið sat uv;gl- ingur, sem ekki hafði réttindi til þess að aka bifreið. Tvo aðra unglinga hafði hann tekið sem farþega. Nánari eftirgrennslan leiddi í ljós að bifreiðin hafoi verið tekin í leyfisleysi. Að yf- irheyrslu lokinni voru piltarii- ir fluttir heim til sín.. Bifreið- in var órketnmd. Báts saknað. Á öðrum tímanum í nótt var lögreglunni tilkynnt um bát, sem horfið hafði innan úr Kleppsholti í gærkveldi eða snemma í nótt. Tilkynnti eig- andinn um hvarfið og kvaðst hafa bundið bátinn, en það var lítil grænmáluð trilla, mjög traustlega undan svokölluðum Köllunarkletti í Kleppsholtinu. Það er ótrúlegt en satt, að þetta er munnharpa, sem fólkið á myndinni heldur á. Mun hún vera hin stærsta í heimi, og sýnilega ekki um brengsl.i að ræða, þótt fjórir lékju á hana í einu — eða glímdu við hana.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.