Vísir - 16.05.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 16.05.1953, Blaðsíða 4
VtSIR Laugardaginn 16. maí 1953 WISIH ' -J *f: DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pákson. Skrilstofur Ingólfsstræti 3. IMflí Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIH HJf. % AfgraiSsIa: Ingólfsstreetl 3. Símar 1600 (fimm línur). Laus&sala 1 króna. > Félagsprentsmiðjan b-f. SamiÍ um fisksöluna. ■\^onandi er það ekki of djúpt tekið í árinni að segja, að samn- ' ingur sá, sem fuiltrúar Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda hafa fyrir skemmstu gert í Englandi við auðkýfinginn Dawson, marki tímamót í sölu á ísfiski úr íslenzkum togurum. Fari leikar eins og menn gera sér vonir um, mun fiskmark- aðurinn brezki opnast íslendingum á nýjan leik, og það fyrir- komulag, sem haft verður á sölu fisksins hjá hinum nýju kaup- endum, verður væntanlega til þess, að mun ábatavænlegra verður að selja fiskinn þá en verið hefur áður. Eins og menn vita, hefur uppboðsfyrirkomulag jafnan verið haft á fisksölunni í Bretlandi. Það hefur valdið því, að miklar sveiflur hafa verið á verðlaginu, sem farið hefur eftir fram- boðinu hverju sinni, en hátt verðlag ekki oltið fyrst og fremst á gæðum aflans. Af þessu hefur leitt, að verð hefur stundum verið mjög hátt og hagstætt, svo að góður hágnaður hefur verið af veiðiför, en þess á milli hefur ,,botninn“ dottið úr markaðnum, verðla . arið niður úr öllu valdi, svo að tap hefur orðið — stundum mi.við, svo að hin magra kýrin hefur í einni svipan gleypt hinar feitu kýrnar fyrri ferða, og ekki orðið feitari af frekar en þær, sem sagt er frá í bíblíunni. Nú mun fiskurinn verða seldur við föstu verði, svo að happ- drætti uppboðsfyrirkomulagsins ætti að vera úr sögunni. Er það útgerðinni aukið öryggi, og þótt samningsaðilar vilji ekki, að svo komnu máli, skýra frá því, um hvaða verð hafi verið samið, hefur það verið tekið fram, að báðir sé ánægðir eftir atvikum, og ætti það að tryggja rekstrarafkomu þeirra togara, sem veiöar munu stunda fyrir brezka markaðinn, er þar að kemur. Gagnvart brezkum útgerðarmönnum getur einnig verið rétt að minnast ekki á verðið eða annað, þar sem það getur gert þeim auðveldara að undirbúa gagnráðstafanir, sem þeir munu hafa fullan hug á að beita. Það' gæti því verið að fá þeim vopn í hendur, ef-of nákvæmlega væri skýrt frá samningunum, og kemur þá ekki að sök, þótt menn verði að bíða nokkra stund eftir nánari fregnum af þeim. Eins og þegar er sagt, munu brezkir útgerðarmenn vafa- ■laust gera það, sem í þeirra valdi stendur, til þess að hindra sölu á íslenzkum fiski þar ytra. Þeir hafa fengið yfirmenn skipa sinna í lið við sig, og kúgað fleiri. til þess að standa með sér, og þetta mun vafalaust verða reynt á ný, þegar líður á sumarið. A móti vegur svo það, að það er stærri hópur, sem góðs mun njóta af þvi, að íslenzkur fiskur kemur á markaðinn aftur, svo að ekki ætti að þurfa að örvænta um það, hvernig leikurinn fer um síður, þótt eitthvert stímabrak verði í fyrstu. En þar munu eigast við Englendingar sjálfir, og við munum í rauninni standa utan við þann leik að nokkru leyti, þótt heppileg úrslit sé auðvitað mikils virði fyrir okkur. Það hefur stundum verið sagt, að Englendingar vinni jafnan síðustu orustuna. Það orðtak varð til endur fyrir löngu, en nú eru breyttir tímar, þegar sagan endurtekur sig ekki ævin- lega. Einu sinni — ekki oftar. 'Fjað mun vera haft eftir Lincoln forseta, að hægt sé að blekkja suma menn öllum stundum, alla menn nokkra hríð, en ekki alla menn alltaf. Og; þáð er svo um íslendinga, að þeir láta yfffleitt ékki blekkjast némá einu sinni, við aðra tilraun isjái þeir við loddaranum og láti ekki gabbast. Það er sýnilegl áfiffamboði Frámtpkhárflökksins hér í bænum að þeir: kannast við hvorugt af þessu. í annað sinn bjóða þeir Rannveigu Þorsteinsdóttur í fyrsta sæti á lista sínum hér í bæ. Við kosningarnar 1949 komst hún á þing, því að nægilega stór hópur trúði því, að henni mundi mögulegt að stofna þúsund ára ríkið, sem hún lofaöi með því að segja öllu illu strið á hendur. En á þingi varð hún þekktust fyrir að vilja leggja skatt. á Reykvíkinga, sem höfðu komið upp yfir sig húsnæði. Nú eiga Reykvíkingar að senda hana á þing öðru sinrii, svo að hún geti gert aðra tilraun til þess að leggja skatt á menn fyrir að byggja hús. En i þetta sinn munu kjósendur sjá við loddaranum, og leyfa Rannveigu að sitja heima. KvöMdþankaw' SVERRIR JULIUSSON fram- kvæmdarstjóri benti á það fyr- ir nokkru hér í blaðinu, að nauðsynlegt væri að kenna unglingum frairileiðslustörf frekar en gert er. Sverrir taldi réttast að gera vinnu við fram- leiðslustörf að skilyrði fyrir brottfararprófi úr gagnfræða- skólum. ♦ Ekki leikur neinn efi á ára gömlum eða eldri í hendur atvinnurekenda, en þá svo vankunnandi að vinnuveitandi verður að by-rja á því að kenna þeim handtök, serri fimm ára sveitabarn myndi kunna. ♦ Áður fyrr var sá siður ríkj- andi hér á landi að ungt fólk kepptist um vinnuna þeg- ar námstíma lauk á vorin, allir vildu afla sér fjár til náms því, að Sverrir hefur mikið j næsta árs eða til annarra nauð- til síns máls. Vanþekking ung- I synlegra þarfa. Nú er öldin linga einkum í Reykjavík er með þeim ódæmum, að ótrú- Iega má teljast. f einum gagn- fræðaskóla bæjarins vissi að- eins einn nemandi hvað dilk- ur er og höfðu þó allir snætt dilkakjöt með beztu lyst. í öðrum gagnfræðaskóla vissi enginn nemandi skil á heitum veiðarfæra né því hvernig fiskjar er aflað úr sjó. ♦ Skipstjórar, sem ráða menn á skip sín sækjast eftir unglingum úr smáþorpum en reykvíska unglinga vilja þeir helzt ekki taka sökum van- kunnáttu þeirra. Nú er ekki því að leyna, að þetta ófremdar- ástand er ekki nema að litlu leyti unglinganna sök. Aðalá- byrgðin hvílir á heimilunum og fræðslukerfinu eins og það er framkvæmt. Unglingarnir eru látnir sitjá á skólabekkjum, að mestu leyti yfir bóklegum fræðum og sumum ekki sér- staklega nauðsynlegum, löngu önnur. Hópar ungra manna og kvenna fara nú í dýr ferðalög innanlands og utan á kostnað foreldrá sinna. í sumum þessum ferðum er viðleitni til ósæmi- legs gleðskapar svo mikil að fararstjórar eiga fullt í fangi með að hindra slíkt. Ábyrgð- ina á þessum ferðum bera for- eldrar fyrst og fremst. Þeir kosta ferðirnar og hafa ekki þann skilning á því, sem ung- lingum hentai', er til þess þarf að beita ungmennunum fremur að dráttarvél en skemmtiferða- bíl. Frekar að fiskiskipi en skemmtisnekkju. Hlutleysisbrotsá- kærur enn. Kommúnistastjórnin kín- verska hel'ur borið bandaríska flugherinn í Kóreu beim sök- um, að hafa gert árásir á tvo eftir að klaki er farinn úr jörð j bæi innan kínversku landa- þannig að vinna má hvað sem mœranna (Mansjúríu) er um allt land. Á sama tíma skortir framleiðsluna vinnuafl. Það liggur í augum uppi að slíkt öfugstreymi getur ekki gengið til lengdar. Heimili og skólar skila unglingunum 15 frá rótum. Er því haldið fram að 250 manns hafi beðið bana í þessum árásum, en talsmaður utanrík- isráðuneytisins í Washington hefur lýst yfir, að fengnum upp lýsingum, að þetta sé uppspuni Kona nokkur, sem ér fyrir skemmstu komin úr ferðalagí er- lendis — bæ'ði vestan hafs og austan — hcfur sent Bergmidi nokkrar linur, þar sem hún ber fraiii liugmýnd sina varðandi klæðnað unglinga á skólaaldri. Kapphlaup í klæðaburði. Frúin segir, að hún hafi veitt því cftirtekt, liversu mjög það tiðk aðist erlcndis — bæði i Bretlandi og Bandaríkjunum — áð ungliris- ar við sama skóla gengju eins tif fara, það er að segja væru i eíns konar „einkennisbúningi" skóla síns, meðan hann væri starfandi. Þótti frúnni margir þéssarra bún- inga smekklegir. En þvi hefur hún vcrið að hugleiða það, að rétt gæti verið að taka slika bún- inga upp hér, að henni virðist að tclpur í gagnfræðaskólum keppi l'rekar i klæðaburði ea námsdugnaði. Vitleysa og vandræði. l’r þessu getur orðið og verðtir oftast vitleysa og jafnvel fttlf- komin vandræði. Það hafa ekki allir foreldrar úr jafnmiklu að spila, og efnamin ni foreldrár vérða að taka nærri sér dýr fata- kaup, til þess að börn þeirrn verði ekki mun ver búin en fé- lagarnir. Ef allir unglingar á sama aldri og í sama skóla, sagði frúin enn fremur, væru i sams konar fötum, eins konar skóla- klæðnaði, váeri fatabapphlaupið úr sög'unni. Þessi hugmynd er góð, cnda þótt einkennis- , búningar sé alltaf frekar leiðin- legir. En smekklegur skólaklæðn- aður getur orðið tií þess að draga 1 úr óþörfum kostnaði, eins og frúin bendir réttilega á. Mættu forráðamenn skóla og fræðslu- mála gjarnan athuga þetta mál og láta álit sitt í ljós. Ekki skal standa á að birta ummæli þeirrst aðila. Óviðfelldið atvik. „Víðförli" hefur sent mér eftir- farandi bréf: „A frumsýningti finnsku óperunnar kom fram leið- inlegt atvik. Þegar menn höfSu klappað fyrir þjóðsöngum Finna og íslendinga, sem mun vera alí- fáheyrð smekkleysá, þusti fólkið af stað úr sætum sinurn og rudd- ist til dyra. Virtist það alveg iiafa gleymt bvi, að fOrsetahjónin voru viðstödd, og áttu vitanlega að fá tækifæri til þess að hverCa úr forsetastúkunni, áður en aðr- ir sýningargestir byggjusl til broltfarar. Vonandi koma svona mistök ekki fvrir oftar.“ Sýnlngu Jóns Engilberts listmálara lýkur annað kvöld kl. 10. Alls hafa 23 myndir selzt og nær hálft annað búsund gestir hafa sótt sýninguna. — Þess má geta að Jóni hefur verið boðið að sýna í Stokkhólmi á komandi hausti og fer hann utan á næstunni til bess að athuga tilboð þetta nánar og undirbúa sýninguna. — Mynd sú er hér birtist, er ein beirra mynda scm eru á sýningunni og hcitir „Nótt í París.“ FreðfiskuErivm líkaði vel. Síðari liluta þessa mánaðar mun verða lokið við að afskipa freðfiskinum, sem Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldi til hex- sveita Bandaríkjanna á megin- landi Evrópu. Bandaríkjaherinn hefur þann hátt á þessum matvælakaup- um, að óskað er tilboða í það magri, sem ætlunih er að íesta kaup á, og síðan er láegsta til- boði tekið. Síðast var lægsta\ tilboð frá Sölumiðstöðinni, pg voru það 815,000 ensk pund, eða um það bil 375 lestir, sem um var að ræða. Er það mest- megnis karfi. Nýtt útboð mun fara fram í þessum mánuði, og mun Sölu- miðstöðin að sjálfsögðu gera til- jboð þá eins og síðast, en það er . auk þess um þetta að segja. að íiiskurinn hefur líkað ágætlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.