Vísir - 16.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 16.05.1953, Blaðsíða 8
gcr»t kaapendvur VÍSIS eftir 1C. krtrs aánaSu fá klaSð ákeypla til ■táiuiSanióta. — Stmi liW. 1T1CIP ,W ú* qSPiíí!ií_S»* VfSlB er ódýrasta blaðiS mg þd þaS fj«- breyttaita- — Hringið i gfjra UM •( gertat átkriiendor. Laugardáginn 16. maí 1953 1150 nemendur á sex árum. Myndllstarskólitin hefir haft harnadeiSd í 3 ár ft vor í Skafta- feilssýslu. Vorið hefur verið heldur kali í Skaftafellssýslum, og gróðri farið lítið fram. Ekki ef fénaður samt í neinni liættu, því að harrn er vel fram genginn. Sauðburður er að hefj- ast á einstaka bæ en ekki al- mennt. Útræði frá söndunum er ekk- ert, allmargir Skaítfellingar hafa verið á bátum suður með sjó. Frambjóðendur við næstu Alþingiskosningarnar í Vestur- Skaftafellssýslu virðast ekki ætla að verða nema þrír. Jón Kjartansson sýslumaður fyrir Sjólfstæðisflokkinn, Jón Gísla- son alþm. fyrir Framsóknarfl. og Runólfur Bjarnason fyrir kommúnista. Alþýðuflokkurinn hefur jafnan átt fremur lítið fylgi í sýslunni eða innan við 10. Er ekki búizt við, að fylgi Hver er stjarnan? Hér birtist 4. myndin í getrauninni, og eiga þátt- takendur að segja til um það, af hverjum myndin sé. Nafn stjörnunnar er e'rtt af 4, sem hér eru birt. Er þessi mynd af: A — Gary Cooper? B — John Wayhe? C — George Sanders? D — Cary Grant? Geymið aíiar myndirnar, þar til getrauninni er lokið, og seðill fyrir svörin verður birtur. Verðiaunin eru: 1. Ritverk Daðvíðs Stefánssonar. 2. Nýtízku straujárn. 3. Klukka. Hreyfilf fær fullkomnasta af greiðsiukedi á Norðurlðndum. Hefir fengið um 50 nýja bila á hálfu ári Á þeim sex árum, sem Mynd- listarskólinn í Reykjavík — óð- nr skóli Félags íslenzkra frí- stundamálara — hefur starfað, liafa 1150 nemendur hlotið 'kennslu í honum. Um 400 börn hafa sótt skól- ann þau 3 ár, sem barnadeild ‘Jhefur verið þar, og var ekki Ihægt að taka við öllum þeim börnum sem óskað var eftir að koma að skólanum á sl. vetri, og þau voru alls í sjö flokkum. Voru þau á aldrinum 7—12 -ára. Tveir kennarar eru við jþessa deild Unnur Briem og -Jóhannes Jörundsson. Börnin eru látin mála með -vatnslitum, krítarlitum og olíu- litum, en auk þess klippa þau út myndir og líma upp, og loks teikná þau mikið með blý- anti og svartkrít. Við inngöngu i skólann greiða börnin 100 kr., sem eru endurgreiddar á vor- in, að því frádregnu, sem fer dil efniskaupa. En hætti börnin í skólanum, án þess að gera grein fyrir ástæðu, missa þau rétttinn til endurgreiðslu á fénu, sem er einskonar trygg- ingargjald. En börnin hafa annars auðsýnt mikinn áhuga og starfað af kappi. Reykjavíkurbær hefur styrkt skólann, til þess að hægt væri að taka börnin í hann, og er þao áhugamál forráðamanna hans, að svo verði hægt að auka starfsemina, að ekki þurfi að vísa neinu barni frá. Er hug- myndin að næsta vetur verði bar kennsla fyrir 12—16 ára höm, og verða verkefni þeirra i samræmi við óskir þeirra og getu. í kvölddeildum voru 82 nem- endur: í höggmyndadeild — jkennari Ásmundur Sveinsson ilæðradagi&rmin er á morgun. Mæðrastyrksnefnd hefur beð- ið Vísi að koma eftirfarandi orðsendingu á framfæri. „Mæður. Styrkið starfsemi mæðrastyrksnefndar,. Hvetjið börn ykkar til þess að selja mæðrablómið. Mæðrablómið er eitt þeirra merkja, sem enginn amast við og allir vilja bera. Blómið verður afgreitt í Þing- holtsstræti 18, Elliheimilinu Grund. og í öllum barnaskólum bæjarins frá klukkan 9 árdegis á morgun. Munið mæðradaginn á morg- un. Styrkið starfsemi mæðfa- gtyrksnef ndar.“ Kennaraefni s hóplör tií útlanda. Kennaraskólanum verður slitið um næstu mánaðamót og verða væntanlega brottskráðir 24 kennarar úr f jórða bekk, auk þess fá 14 stúdentar að ganga undir kennarapróf. Húsameistari er nú að teikna nýja Kennaraskólann og standa vonir til þess, að hann Ijúki því verki svo fljótlega, að hægt verði að hefja grunngröft- seint í sumar. Að öllu forfallalausu fara 29 manns úr Kennara- og Hand- iðaskólanum í skémmtiferð þann 30. maí til Norðurlanda. —22, í málaradeild — kennari Þorvaldur Skúlason og' Hörður Ágústson í forföllum — 27 og í teiknideild — kennari Kjartan Guðjónsson — 33. Ensk jazzhljóm- sv«it væntanleg. Eftir helgina er væntanleg hingað sex manna hljómsveit ensk, sem mun leika hér á veg- um Jazzbiaðsins. Hljómsveitin er skipuð fimm nljóðfæraleikurum, Vic Aash klarinet, Harry Klein altó- og Dill Jones píanóleikari Vic Ash hljómsveitarinnar, sem hingað kemur eftir helgina. baritón-sáxófónn, Dill Jones píanó Leon Roy trommur og og Stan Wasser bassi. Menn þessir eru allir fremstu menn hver á sitt hljóðfæri 1 Englandi og hafa leikið í jazzklúbbum víða í London og komið nokkr- um sinnum fram í brezka út- varpinu, Með hljómsveitinni kemur söngkonan Judy Johnson, en hún hefur sungið með nokkrum kunnum enskum hljómsveitum. Var hún m.a. fengin til Hollands á síðasta ári, þar sem hún söng' á hljómleikum. Þó að hljómsveitin sé stipuð kunnum jazzleikurum, þá mun hún ekki aðeins leika jazz á hljómleikunum hér heldur og dans- og dægurlagamúsík, því að mennirnir hafa allir leikið í árafjölda með kunnustu dans- hljómsveitum Englands. -----«----- Slökkviliðið 3svar á ferðinni í gær. Slökkviliðið var kvatt þrjsv- ar á vettvang í gær. Fyrst að Hlégarði yið Reykja veg á 9. tímanum í gærmorgun. Þar höfðu drengir kveikt :.I rusli og var búið að slökkva er slökkviliðið kom á staðinn. Næst var það kallað að Höfða við Borgartún um hádegisleyt- ið í gær. Þar höfðu krakkar kveikt í sinu, en eldurinn var strax slökktur og án þess að tjón hlytist af. Þriðja íkviknunin var í verk- stæði Kristjáns Gíslasonai- á Nýlendugötu 15 ki. rúmlega 4 í gær. Kviknað hafði í leiðslum í benzinmótor. Búið var að slökkva þegar slökkviliðið kom. Skemmdir urðu litlar. flokksins hafi aukízt néitt, svo að líklegast er, að hann b.ióði ekki fram. Nýju flokkarnir hafa ekki látið neitt á sér bera í Vest- ur-Skaftafellssýslu. Þýzka blaðið Lúbecker Nach- richten hirti nýlega greinargott viðtal við Árna Siemsen, ræðis- inann íslands í Lúbeck. Gefur hann þar margvíslegar upplýsingar um atvinnuhætti og viðskipti íslendinga, og geta þær vafalaust komið mörgum að gagni þar í landi, er hafa hug á að verzla við íslenzka aðila. Lætur Árni Siemsen í ljós þá ósk, að viðskipti Þjóðverja við íslendinga fari í vöxt. Bifreiðarstöð Hreyfils hefur fengið leyfi fyrir fullkomnasta bílasíma og afgreiðslukerfi, sem til er á Norðurlöndum. Má búast við, svo fremi að hvorki verði hömlur á af- greiðslu þessa kerfis né upp- setningu, að það verði tekið í notkun snemma á næsta ári. Samvinnufélagið Hreyfill gerir sér einnig ákveðna von um að geta innan skamms kom- ið upp upphitaðri byggingu, þar sem hægt sé að þvo og þríía stöðvarbifreiðar, en til þessa hefur orðið að gera það úti og oft við hin verstu skilyrði og veðráttu. Stöðvarbílar á Hreyfli eru nú 270 talsins. Hafa félagsmenn fengið 32 nýjar bifreiðar það sem af er þessu ári og næstu daga er von á 16 nýjum bílum á stöðina til viðbótar. Bílasímar Hreyfils eru nú orðnir 9 talsins og þar af voru tveir nýir settir upp á árinu sem leið. Hagur félagsins er góður og var greitt milli 70 og 80 þúsund kr. í stofnsjóð félagsmanna á árinu. Félagið starfrekur benzín- og olíusölu við Kalk- ofnsveg' og hefur varahluti til sölu. Formaður félagsins er Ingj- aldur ísaksson, en Pétur J. ^óhannsson framkvæmdarstjóri Félagið verður 10 ára í haust. — Svifflugmenn Framh. af 1. síðu. svifflugum eru 7 búnar öllum tækjum til blindflugs, en vegna breytilegrar veðráttu hér á landi eru blindflugstækin ein- mitt mjög nauðsynleg. Þrjár svifflugurnar eru tveggja sæta. í sumar hefur félagið ákveð- ið að gangast fyrir nokkrum námskeiðum í svifflugi bæði fyrir byrjendur og eins fyrir þá sem lengra eru komnir. Virðist áhugi fyrir sviffluginu vera mikill. enda byrja flestir at- vinnuflugmenn okkar á svif- flugi. Félaginu hefur bætzt hópur nýrra áhugasamra félaga að undanfömu. Þá má að lokum geta þess að íslenzkir sviffiugsmenn hafa fullan hug á að taka þátt í al- þjóðlegri flugkeppni, og að kunnugra manna sögn munu landar vorir ekki þurfa að kviða neinu um það að verða aftastir allra í þeirri keppni. Eru líkur til að héðan verði sendir þátttakendur í alþjóða- flugkeppni þegar á næsta árL Ævar Kvaran í hlutverki liins slóttuga fjárkúgara og Róbert Arnfinnsson í aðalhiutverkinu í Tópaz, sem leikinn verður í 35. skiptið í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þessi franski gamanleikur, sem sýndur hefur verið hátt á sjöunda mánuð hefur vakið svo íádæina Iirifningu og aðdáun bæjarbúa, að dæmi oru til þess að sumir þeirra hafa séð hann tvisvar og jafnveí þrisvar sinnum. Þött Tópaz h'áfi verið sýndur við húsfylli á næstum hverri sýningm verður hann samt að víkja fyrir La Traviata, sem frtsmsýnd verður I næstu viku, en fólki, sem býr utan Reykja- víkur mun gefast kostur á að sjá þennan bráðskemmtilega ádeiluleik einhvern tima í.sumar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.