Vísir - 18.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 18.05.1953, Blaðsíða 8
 ' Mi $em gerast kaupendur VtSIS tfúi ■ ■ ‘ " a VtSIB «r ódýrasta blaðiS »g þó þa8 fj#l- qnpqHi V c ■ h - l#. kvors mánsSar fá blaSlS ókeypU tíl Wif mm f f 1* breyttasta. — Hringið f siira UtM *g gerlif mánaðamóta. — Sfml 1SC0. <* éakrtfendur. Mánudaginn 18. maí. 1953. Það er ganila sagan! Mikil ölvun í bænum í nótt. B'rezk skipshöfn Bætur fjar- lægja ölvaðan ísfending. Mikil ölvun var hér í bænum um helgina og hafði lögreglan ærið að starfa allt frá því á laugardag og þangað til í nótt. Þá voru og tveir bílstjórar teknir fastir, annar vegna þess að hann ók bifreið réttindalaus, en hinn vegna ölvunar við 'akstur. Bifreið lendir í skurði. í gærmorgun var lögreglunni tilkynnt um bifreið frá varnar- liðinu, sem ekið hafði verið út af veginum á 'á gatnamótum Háaleitisvegar og Miklubrautar og lenti þar á hliðinni ofan í skurði. í bifreiðinni voru tveir menn. Bifreiðarstjórinn slapp með öllu ómeiddur, en farþegi hans var fluttur á Landspítalann til athugunar, en meiðsli hans reyndust óveruleg. Slys þetta hafði orsakast vegna þess að bif reiðar st j órir varnarliðsbíls- ins áetlaði að aka fram ur strætisvagni, en varð að aka út af veginum til þess að forða árekstri og lenti þá niður í skurðinum. Fran-KR 4:2. Vikingur - Þróttnr 4:1. Á iaugardag kl. 4.30 hófst 7. leikur í Reykjavíkurmóti meistaraflokks í knattspyrnu og áttust þar við Fram og K.R. Flestir bjuggust við.sigri K.R. í þéssum leik, en Framarar börðusi eins og Ijón og unnu verðskuldaðan sigur. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn og skiptust liðin á upp- hlaupum, sem gáfu báðum mjög góð marktækifæri, en það kom ekki að haldi og var ekkert mark skorað. í seinni'hálfleik færðist fjör í drengina og skoraði Steinar (K.R.) eftir 4 mín. með lausu* skoti, sem markmaður hefði auðveldlega átt að taka. Hálfri mín síðar fékk K.R, á sig vítaspyrnu og skoraði Hauk ur Bjarnason úr henni. 3 mín. síðar fékk Hörður Óskarsson (K.R.) knöttinn rétt innan við vítateig og skoraði með fastri spyrnu. En Framarar voru ekki alveg á því að gefa neitt. Þeir.hófu sókn, sem endaði með því að Kristján Ólafsson skoraði mjög laglegt mark. — Voru þá liðriar tíu mín. af síð- ari hálfleik cg búið að skora 4 mörk, en þáð skeður ékki á hverjum degi. Fengu nú markverðirnir smá hvíld við að hirða knöttinn úr netinu. Skömmu fyrir leikslok skor- aði svo Sigurður Svavarsson (Fram) 2 mörk með stuttu millibili, en það síðara verður samt að færast á reikning markvarðar K.R., sem átti auð- veldlega að geta komið í veg fyrir það. í gær kepptu Víkingur og Þróttur og sigraði Vík?ngur með 4 mörkum gegn 1. í kvöld kl. 8.30 fer fram mæst síðasti leikur mótsins og keppa Í>á K.R. og Valur. Gömul kona lærbrotnar. Á 7. tímanum í gær varð aldraðri konu fótaskortur á heimili sfnu og, slasaðist. Kon- an heitir Kristín Jónsdóttir til heimilis að Hverfisgötu 37. Var sjúkrabifreið fengin til þess að flytja hana í Landspítalann og var talið að hún muni hafa lær- brotnað. Bifreið stolið, Snemma í morgun sáu veg- farendur á Mosfellssveitarveg- inum mannlausa bifreið, R- 4544, sem ekið hafði verið út af veginum móts við Grafarholt. Bifreiðin var nokkuð skemmd og var lögreglunni tilkynnt um þetta. Nokkru seinna kom eig- andi bifreiðarinnar á lögreglu- stöðina og tilkynnti, að bifreið- inni hefði verið stolið í nótt, þar sem hann hafði skilið hana eftir um hálf-eitt leytið. Ölvun á skipi. Snemma í morgun barst lög- reglunni kvörtun frá brezku eftiriltsskipi, ’ sem liggur í Reykjavíkurhöfn vegna ölvaðs íslendings, sem gert hafði þar ónæði. Lögreglan sótti mann- inn og flutti í fangageymslu og var þar um að ræða skipverjá af íslenzku skipi. Straufflurinn byrjaður til Engiands. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. Menn streyma þegar til lands- ins úr öllum áttum, vegna krýn- ingarinnar í næsta mánuði, til þess að geta verið öruggir um. að koma sér fyrir. í WestEnd er búið að ganga frá skreytingum allvíða, þótt enn sé mikið ógert, og streymdu menn tugþúsundum saman þangað í gær, og voru neðan- jarðarlestir og strætisvagnar meira en klst. á eftir áætlun. Þurfa aB endur- reisa frystihús- ið í sumar. Óskar Kristjánsson, frarn- kvæmdarstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð, er á ferð Iiér í bænum eins og stendur og átti Vísir stutt samtal við hann í gærmorgun. Óskar livað, furðanlega hafa rætzt úr með atvinnu á Suður- eyri eftir frystihúsbrunann á dögunum. Sjö stúlkur fengu at- vinnu við rækjuvinnslu á Bíld.u dal. Fimm karlmenn fóru í at- vinnu til Sandgerðis. Frystihús- in í Keflavík og SandgerSi keyptu steinbít frá Suðureyri og hafá 15—20 manns hafí vinnu við að flytja hann. Hluta- félagið Þurrkur h.f. tók togara- farm til vinnslu í fyrra og hafa allmargir haft atvinnu við að meta farminn og ganga frá hon- um s.l. mánuð. Þá hafa tveir! bátar aflað í herzlu. Smábátaútgerð er nú að hefj- ast og verða gerðir út einir 12 smábátar, mest trillur og litlir þilfarsbátar. Nokkur hörgull er á mönnum og er tækifæri fyrir nokkra röska pilta að kynnast sjómennsku og vinna sér inn fé með því að stunda handfæra- veiðar í vor og sumar. Ættu þeir, sem hafa áhuga fyrir þvi, að leita nánari upplýsinga hjá Óskari Kristjánssyni fram- kvæmdastjóra á Suðureyri. " Nauðsynlegt er að byggja frystihúsið upp í sumar, því að á því véltur framtíðaratvinna þorpsbúa. Til þess að geta komið húsinu upp, er nauðsynlegt að- afla lánsfjár og er unnið að því um þessar mundir. Verði frysti- húsið tilbúið í haust, er ekki lík- legt að fólk yfirgefi þorpið. Hver er stjarnan ? Hér birtist 4. myudin í getrauninni, og eiga þátt- takéndur að segja til um það, af hverjum myndin sé. Nafn stjörnunnar er eitt af 4, sem hér eru birt. Er þessi mynd af: A — Olivia de Havilland B — Maureen O’Hara C — Ann Blyth D — Barbara Stanwyck Geymið allar myndirnar, þar til getrauniimi er Iokið, og seðill fyrir svörin verður birtur. Verðlaunin eru: 1. Ritverk Daðvíðs Stefánssonar. 2. Nýtízku straujárn. 3. Klukka. Þetta er Skattafækkun í V.-Þ. Bonn (AP). — Sambands- þingið hefur nýlega samþykkt verulega lækkun á tekjuskatti. Verður skatturinn lækkaður um 15% að jafnaði, og minnka tekjur ríkissjóðs við það um 4 milljarða króná. Aukin v.elmeg- un er orsök þessa. Senn hvert rúm skípai á Gultfossi langt fram eftir sumri. HVeira pantað með sklpmu fveim en út. Ferðalög verða mikil til og frá landinu í sumar. 'Samkvæmt upplýsingum frá Eimskipafélagi íslands eru þegar upppöntuð öll rúm með Gullfossi héðan fram til 6. júní, en á öðru og þriðja farrými er mestallt upppantað frá júní- byrjun og til ágústloka. Fólkið sækist meira eftir fari á ódýr- ari farrýmunum en fyrsta far- rými. Yfirleitt er meira pantað frá Kaupmannahöfn en Reykjávík og er nú þegar upppantað með seinni ferðinni í júní og báðum júlíferðunum, en aðeins fá rúm Myndin hér að ofan er tekin í Iok síðustu viltu. þegar m.s. Vatnajökull Iagðist að bryggju hér. Er myndin tekin af stjórn- palli fram eftir skipinu, en það er með alls 13 bifreiöir á þilfari, en alls flutti skipið til landsins 21 bifreið, sem teknar voni í skipið í Hafia í fsrael. (Ljósm. Þorst. J&fepsson). Maiur drukknar af kajak á Akranesi. Það sviplega slys varð á Akranesi s.I. föstudag, að ung- um maður drukknaði, svo að segja uppi í landstein^im. Maður þessi, Thormod Lar- sen, var norskur, búsettur á Siglufirði, kvæntur íslenzkri konu og áttu þau eitt barn. — Larsen hafði verið á vélbátnum Svan í vetur, hætti sama dag- inn og slysið varð, og ætlaði til Reykjavíkur um. kvöldið til móts við konu sína. Laust eftir hádegið i'ór hann sér til skemmt unar á kajak út á höfninaogvar í námunda við bryggjuna, þar' sem menn voru að störfum. — Reri hann fram hjá bryggju- sporðinum, en á bryggjunni er hár steingarður, og er mönn- um varð litið yfir garðinn fá- um augnablikum síðar var kaj- akinn á hvolfi, og menn frá togaranum Akurey brugðu við til bjargar, en tókst ekki að bjarga manni-num. eftir með fyrri júníferðinni og ágústferðunum. Hinsvegar er enn hægt að fá far með Gull- fossi frá Höfn 3. maí, en þá leggur hann af stað frá Höfn í fyrstu ferðina samkvæmt sum- aráætluninni. Þótt upppantað sé frá Kaupmannahöfn, er hægt að fá far frá Leith til Reykja- víkur, en milli Hafnar og Leith sækjast Norðurlandabúar og Skotar eftir fari með Gullfossi og komast færri með en vilja. AUmargar hópferðir verða til og frá landinu í sumar. Nokkrir af fulltrúum norræna bindindisþingsins koma með Gullfossi. KFUM-menn fara héðan í byrjun júlí og koma heim aftur þ. 25, s. m. írskt knattspymulið kemur hingað flugleiðis og fer 6. júní með Gullfossi. Þá fer 25 manna hóp- ur frá U.M.F.I. út þ. 27. júní með Gullfossi en kemur með flugvél heim. Álika stór hópur frá Kennaraskólanum fer utan og kemur heim með Gullfossi 13. júní. Frá Skotlandi og Eng- landi kemur og allmargt skóla- fólk. Sir William Slim marskálkur hefir tekið við erobætti land- stjóra í Ástralíu — hinn 13. í röðinni. Thorvald Krabbe iáéÍBtn. Thorvald Krabbe fyrrverandi vitamálastjóri andaðist í Kaup mannahöfn s.I. laugardagsmorg un eftir Ianga vanheilsu. Thorvald Krabbe fæddist í Kaupmannahöfn hinn 21. 6, 1876. Hann var sonur merkis- hjónanna frú Kristínar Jóns- dóttur, Guðmundssonar ritstj. og Haralds Krabbe prófessors við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn. Thorvald Krabbe lauk stúd- entsprófi í Kaupmannahöfn 1894 og prófi í verkfræði 1990. Krabbe var um tíma landsverk fræðingur og síðar vitaumsjón- armaður. Vitamálastjóri varð ;hann skipaður, þegar það em- bætti var stofnað og gegndi því til 1937, þegar hann f|kk lausn sökum aldurs og fluttist til Hafnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.