Vísir - 19.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 19.05.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendm- VÍSIS eftir VÍSIE er ódýrasta blaðiS og þó það f jöl- 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis íil Ss W iHEL breyttasta. — Hringið í sima 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1660. . W úB ffll dflk á áskrifendur. Þriðjudagmn 19. maí 1953. Blindrafélagið á Vörusala sl. ár Aðalfundiu- Blindravinafé- lagsins 29. apríl sl. Á fundin- Sagsins var haldinn í húsi fé- um var af hálfu stjórnar gefin skýrsla um starfsemi félags- ins á árinu, Hi'ein eign nemur kr, 480.993.26, og tekjuafgangur ársins kr. 91.271.09. Vörusala bl indravinastofu á árinu- nam 3<r. 221.914.34, og' vinnulaun kreidd blindu fólki kr. 52.576.74 í vinnustofu félagsins starfa nú blindir menn og hafa nægt verkefni, en nokkrum erfið- leikum hefir það valdið í rekstri að framleiðslukostnaður hefir vaxið meira en söluverð. Samþykkt var á fundinum, •að félagið legði kr. 12.000.00 í minningarsjóð Ragnheiðar Kjartansdóttur blindrakennara, en honum skal varið til að styrkja þá til náms, er vildu leggja fyrir sig kennslu blindra. Ennfremur að félagið hefði herbergi til afnota fyrir blint fólk utan af landi, er kynni að dvelja í bænum um stuttan -tima. Félagið hefir nokkurn styrk frá ríki og bæ, og nýtur enn- fremur stuðnings fjölda góð- viljaðra manna og kvenna víðs- vegar um land. Stjórn félagsins var endur- 480 jtús. kr. nam 222 þús. kr. kosin, en hana skipa: Bene- dikt K. Benónýsson, Mai'grét Andrésdóttir, Guðmundur Jó- hannesson, Kr. Guðmundur Guðmundsson og Hannes E. Stephensen. Aöalfundur Vinnuveit- endasambandsins. Vinnuveitendasamband ís- lands heldur aðalfund sinn í íundasal Hamars við Tryggva- götu klukkan 14,15 á morgun. A fundinum verða afgreidd venjuleg aðalfundarstörf og lagabreytingar. Að fundinum loknum verður sameiginlegt borðhald. Lá við slysi er drengur leflur af fleka. Síðdegis í gær var lögregl- unni tilkynnt. um tvo drengi, sem voru að slá saman fleka út í Örfirisey og voru um það leyti að setja hann á flot. Lögreglari brá samstundis við og fór út í eyna, en þegar þangað kom hafði annar drengurinn, 11 ára gamall, dottið af flekanum og flaut í sjónum er lögregluna bar að. Munaði þar litlu að stór- slys hlytist af, en drengnum mun ekki hafa orðið vefulega meint af volkinu svo vitað sé og flutti lögreglan hann heim til sín. Sjálfstæðisfundur í Hafnarffrði í kvöld. f kvöld kl. 8,30 efnú' félag sjálfstæðismanna í Hafnarfirði — landsmálaféiagið Fram — ■til fundar í Sjálfstæðishúsinu. Ingólfur Flygenring, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins, skýrir frá störfum landsfund- arins, en síðan talar Sigurbjörn jÞorbjörnsson um skattamá, en að endingu verða frjálsar um- ræður. Sjálfstæðismenn eru allir velkomnir á fundinn, með- an húsrúm leyfir. Daglegar áætlunarbílferðir til Akureyrar hafnar. Sérstakar hraðferðir milSi Akureyrar 09 Reykjavíkur hefjast um mána&amótín. Hver er stjarnan ? Hér birtist 6. myndin í getrauninni, og eiga þátt- takendur að segja til um það, af hverjum myndin sé. Nafn stjörnunnar er eitt af 4, sem hér eru birt. Er þessi mynd af: A — Lucille Bacall? B — Lucille Ball? C — Janet Leigh? D — Virginia Mayo? Geymið allar myndirnar, þar til getrauninni er lokið. og seðill fyrii' svörin verðui birtur. Verðlaunin eru: 1. Bitverk Davíðs Stefánssonar, 2. Nýtízku straujárn. 3. Klukka, Þetta er Btldge: lAagnús og Gunn- laugur efstir. Önnur umferð tvímennings- keppninnar í bridge á vegum Bridgefélags Reykjavíkur var sþiluð í gær. Fóru leikar þannig, að Magn- ús Jónasson og Gunnl. Krist- jánsson eru efstir. Fara hér á eftir nöfn og stig efstu tví- menninganna: Magnús J. — Gunnl. K. 194 Kr. Kristj. — Eggert Ben. 188,5 Ragnar Jóh. ■— Vilhj. Sig. 180,5 Einar Þorf. — Gunnar G. 179 Aðalst. Snæbj. — Ing. Ól. 177 Sigurhj. P. — Örn Guðm. 168 Lúðvík Jób. — Karl Jóh. 166 Rósa Þorst. — Jóna Rúts 162,5 Laufey Þ. — Anna Arad. 162,5 Egill Kr. — Guðm. Pálss. 162 Gunnar Egg. — Ól. H. Ól. 161,5 Stefán Stef. — Jóh, Jóh. 161 Jón Stefánss. — Páll V. 160 Sig. Sig. •— Pétur Pálss. 155 Þriðja urnferð keppninnar fer fram næstkomandi fimmtu- dag'. Daglegar áætlunarferðir sér- leyfisbíla h.f. Norðurleiða milli Reykjavíkur og Akureyrar hóf- ust í morgun. Þessar daglegu ferðir Norð- urleiða h.f. hefjast hálfum mán- uði fyrr en venjulega en bæði er það að vegurinn er nú þeg- ar orðinn ágætur alla leið norð- ur og auk þess er eftirspurnin eftir ferðunum orðin mjög mik- 11 og fer stöðugt vaxandi. Bílarnir leggja af stað kl. 8 að morgni og eru um það bil 12 klst. á leiðinni með viðkomu og töfum. Á föstudagskvöldið kemur efna Norðurleiðir h.f. til sér- stakrar aukaferðar til Akur- eyrar með svefnvagni. Verður lagt af stað héðan kl. 8 á föstu- dagskvöldið og komið árla á laugardagsmorguninn til Ak- ureyrar. Frá Akureyri verður svo haldið hingað suður á mánu dagskvöldið og komið til Rvík- ur á þriðj udagsmorgun. Er ferð þessi miðuð við það að fólk geti eytt þremur heilum dögum nyrðra án þess að þurfa að missa. nokkuð af vinnu, a. m. k. nokkru sem nemur. Er þetta m. a. einkar hentugt fyrir fólk, sem langar til þess að stunda skíðaíþróttir, en skíðasnjór er enn nægur í fjöllunum umhverf is Akureyri. , Nú eru Norðurleiðir h.f. einn ig í þann veg'inn að byrja sér- stakar hraðférðir á Akureyrar- leiðinni og eru nú að breyta 2 vögnum sínum sérstaklega í þessu skyni' m. a. með því að setja í þá mun aflmeiri vélar en voru áður. Vagnarnir verða sennilega tilbúnir um næstu mánaðamót og úr því hefjast hraðferðirnar strax. Er gert ráð fyrir að hraðferðabílarnir verði 2—3 klukkustundum fljótari í förum en venja er til um áætl- unarbíla. Sjómaður drukkn- ar í Keflavík. Það slys varð í Keflavik á sunnudagsnótt, að sjómaður drukknaði í höfninni þar. Hafði hann verið að vinna í bát sínum við annan rhann, en er hann ætlaði að stökkva upp á bryggjuna — en báturinn lá dálítið frá henni — féll hann í sjóinn og sökk þegar. Lög- reglan var kvödd til hjálpar, og tókst henni að ná líkinu eft- ir tvær klukkustundir. Maður þessi hét Haraldur Óskar Jó- hannsson, kvæntur og átti þrjú börn og eitt fósturbarn. Lögrcgliifréttir: Töluvert hefir borið á ölvuu hér í bænum í vor og m. a. í gærkvöld og nótt var lögregl- an kvödd 10—20 sinnum á vettvang vegna ölvunar, en það má teljast óvenju mikið í byrjun viku. Hvítasunnuferð Ferðafélagsins. Uni hvítasunnuna efnir Ferðafélag íslands að vanda til göngu- og skíðaferðar á Snæ- fellsjökul. Héðan. verður haldið eftir hádegið á laugardag og ekið sem leið liggur vestur í Breiðu- vík. Daginn eftir verður svo gengið á Snæfellsjökul ef veð- ur og skyggni leyfa. Er þaðan útsýni mikið og fagurt, sér bæði yfir Faxaflóa og Breiða- f jörð allan og austur eftir- endi- löngu Snæfellsnesi. Sjálf gangan á jökulinn er tiltölulega auðveld og tekur á að gizka fjórar stundir. Verði ekki fært til jökul- göhgu verður farið vestur um nesið og hinir sérkennilegu og mjög svo rómuðu staðir þar skoðaðir. Er þar margt að sjá og ekki sízt undarlegar og skemmtilegar klettamyndanir niður við sjóinn sem eru með fádæmum margbreytilegar. En þar eru líka hellur og fjöll, hraun og kjarr og margt fleh'a fagurt og sérkennilegt að sjá. Snæfellsnesið er eitt af fjöl- breytilegustu byggðarlögum landsins hvað náttúrufegurð snertir, og staður sem engum leiðist á. Ferðafélag íslands hefur efnt til ferða um hverja hvítasunnu í hálfan þriðja tug ára vestur á Snæfeilsnes og hafa þær ferðir jafnan verið fjölsóttar og þótt hinar skemmtilegustu. Komið verður heim á mánu- dagskvöld og er allar frekari upplýsingar að fá á skrifstofu Ferðafélagsins. Pálmi Softsson, Pálmi Loftsson, forstjóri SkipaútgerSar ríkisins, lézt hér í bænum í gær, á 59. aldursári. Pálmi heitinn var Skagfirð- ingur að ætt, frá Miðhóli í Sléttuhlíð og þar fæddist hann 17. september 1894. Pálmi stundaði sjómennsku frá blautu barnsbeini en gekk síðar í Stýrimannaskólann og lauk prófi þaðan 1914. Næstu árin var hann ýmist á fiskiskipum eða í sigling'um, en 1917 réðist liann til Eimskipafélags ís- lands, fyrst sem stýrimaður og seinni sem skip'stjóri. Árið 1930 var Pálmi gerour að fyrsta forstjóra SÍKipaútgérðar ríkis- ins og því staríi gengndi hann til dauðadags. Pálmi hefir auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, var m. a. um skeið formaður | stjórnar Landssmiðjunnar, átti sæti í Fiskimálanefnd o. fl. Hann naut hvarvetna óskerts trausts, vinsælda og virðingar allra er til hans þekktu. Humarveiðar hafnar hér syðra 3ja sumarið i röð. Varan likar vel vestan tials, V.b. Aðalbjörg er uni þess- ar mundir að byrja buniarveið- ar og er þetía þriðja sumarið, sem þær eru stuudaðar. Það er h.f. Hafnir, sem ger- ir bátinn út. Þetta er 22ja smál. bátur með 5 manna áhöfn. Stundar hami humarveiðarnar suður og út af Reykjanesi. Humarinn er lagður í frysti- húsið í Höfnum, og hefir all- margt manna atvinnu við að ! verka humarinn samkvæmt þeim kröfum, seni gerðar eru í Bandaríkjunum, en þangað er hann fluttur. Þarf vel að vanda verkun og umbúðir, því að Bandaríkja- menri eru vandlátir í þessum éfnum. Sveinbjörn Pinsson, sem átt hefir frumkvæði að því, að haf- izt var handa um humarveið- arnar, og Vísir fekk ofannefnd- ar upplýsingar hjá, kvað þær enn á byrjunarskeiði. En var an hefir líkað ágætilega Bandarílcj unuiri. Frá Arnarstapa á Snæ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.