Vísir - 21.05.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 21.05.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur VÍSIS eftir VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- 0«H| CW QHA 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til \W »V iRL breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1660. 41 áskrifendur. Fimmtudaginn 21, maí 1953. Sjálfstæðisflokkurinn hefir haft forustu s helztu þjóðþrifamálunum. f /öimsm<»íin uv iuntiur í Sjjíktfstœðishúsinn í í/íf»r. í gærkveldi héldu .Sjálfstæö-; isfélögin £ Reykjavík fyrsta kosningafund sinn, og var þar j Jjölmenni samankomið. Til máls tóku 6 efstu menn listans hér. Fundarstjóri var Sirgir Kjaran, formaður Var'ð- ar. .1 Málshefjandi var Jóhann líaf stein alþm. og ræddi hann for- ystu Sjálfstæðismanna í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar, sem var undanfari lýðveldisstofnun- arinnar. Rakti hann þetta merk asta mál undanfárinna áratuga og sýndi fram á, að Sjálfstæð- ásflokkurinn hefði þar leitt heillavænlegri hlut til farsæl- i legra lykta en nokkur annar stjórnmálaflokkur. Síðan ræddi hann þátt Sjálfstæðismanna í : ríkisstjórninni og hverju ráð- herrar flokksins hefðu fengið Jramgengt landslýð til heilla. Prófessor Ólafur Björnssön xæddi aðallega um þau þáttaskil sem orðið hefðu með þátttöku Sjálfstæðismanna í stjórnar- myndun. Stefna Sjálfstæðis- manna hefði orðið til þess að kaupmáttur launa hefði hald- ázt og jafnvel aukist, þrátt fyr- ir ýmsa örðugleika á sviði við- skipta og verzlunar. Fór hann nokkrum orðum um haftastefnu Alþýðuflokksins og Framsóknar flokksins, meðan þeir flokkar stjórnuðu saman landsmálun- um, sem leitt hefði til atvinnu- leysis og versnandi lífskjara. Frú Kristín Sigurðardóttir talaði um loforð Framsóknar- ílokksins fyrir síðustu kosning- ar, sem öll hafa verið svikin, en með loforðunum fékk flokkur- inn þingmann í Reykjavík. — Ræddi hún síðan almennt af- stöðu kvenna til opinberra mála og þátt þeirra í baráttu fyrir menningar- og mannúðarmál- um. Gunnar Thoroddsen borgar- stjóri ræddi um hættuna, sem1 stafaði af starfsemi vinstri ílokkanna, þar sem þeir græfu undan sjálfsbjargarviðleitni og j framtaki einstaklingsins. Sýndi hann fram á, að sjálfstæðis- stefnan stæfjj næst eðli íslend- Ingsins, enda hefði hún verið Framboö ákveóið í NL- Múlasýslu. í Norður-Múlasýslu býður Sjálfstæðisflokkurinn fram þessa menn: Helga Gíslason, bóndi í Helgafelli, Jónas Pétursson til- raunastjóri á Skriðuklaustri, Sigurjón Jónsson, verkamann á VopnafirCi og Sveinn Jónsson bóndi á Egilsstöðum. Norðmýlingar hafa að und- anförnu búið við framsóknar- ríki en munu nú ætla að íækka fulltrúum Framsóknarflokksins um helming þar í sýslunni. Er gott til þess að vita að góður bóndi bætist í hóp þingmanna, þar sem Helgi Gíslasön er, en bændur hafa sem kunaúgt er verið fáir á Alþingi að undan- förnu. frá upphafi samtvinnuð frels- isbaráttu þjóðarinnar. Síða tók til máls Björn Ólafs- son viðskiptamálaráðherra og tók þá fyrst til athugunar kosn- ingaloforð kommúnista. Benti hann á með rökum hve fjar- stæðukennd loforð þeirra væru, skýjaborgir, sem ætlaðar væru til að glépja alménningi sýn. Væri kostnaður við helztu fram kvæmdirnar, sem þeir lofuðu kjósendum, nær tveir milljarð- ar króna. Rakti ráðherrann síð- án stefnu Sjálfstæðismanna í iðnaðar- og skattamálum, og tillögur þeirra til þess að blóm- legt atvinnulif gæti dafnað í landinu. Síðastur tók til máls Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og flutti hvatningarræðu til allra Sjálfstæðismanna og skor aði á þá að vinna ötullega að glæsilegúm sigri flokksins við kosningarnar. Farfuglar gefa út sumarferðaáætlun. Farfuglar hafa samið áætlun um ferðir sumarsins. íslenzkir farfuglar eru nú orðnir meðlimir í alþjóðasam- bandi (International Youth Hostel Federation), og gilda því íslenzk farfuglaskírteini hvar sem er á farfuglaheimil- um erlendis. Af ferðum innanlands má nefna hjólferð um Reykjavík og nágrenni hennar þann 7. júní. Jónsmessuferð „út í blá- inn“ 20—21. júní, ferð um Heiðarból 11.—12. júl, og ferð í Kerlingarfjöll 1.—3. ágúst. Einhver ferðalög skipuleggja Farfuglar um allar helgar í sumar og auk þess margar kvöldferðir. Leggja farfuglar áherzlu á heilnæmi ferðalag- anna og góða umgengni þátt- takendanna. Hafnarframkvæmdir hef jast í Sandgerði eftir hvítasunnu- Frá fréttaritara Vísis. — Hafnarframkvæmdir munu hefjast hér upp úr hvítasunri- unni, en nokkurt fé hefur ver- ið veitt til lengingar bryggjunni í þorpinu. Mikil nauðsyn er á því að búa betur að bátaflotanum, sem árlega er gerður út frá Sand- gerði. Við bryggjunni hefir ekki verið hreyft í 8—10 ár, en sein- ast var hún lengd um 75 metra. Nauðsynleg viðbót er a. m. k. 30 metra framlenging bg síðan þyrfti að byggja við endann svo skjól myndaðist fyrir bát- ana. Bátunum þarf nú alltaf að legg'ja langt frá landi, þegar komið er úr hverjum róðri. Fjárveiting frá alþingi til þessara brýnu hafnarfram- kvæmda er þó ærið knöpp, því alþingi veitti til þeirra aðeins 200 þús. kr. Glófaxi í viðgerð í Prestwick. Glófaxi, Douglasvél Flugfé- lags fslands, er varð fyrir skakkaföllum í lendingu á Vest- mannaeyjaflugvelli, er nú í við- gerð í Skotlandi. Vélinni var flogið út 22. apr. sl. og var öll tekin sundur í Prestwick. Stendur viðgerð á henni nú yfir og er búizt við að henni verði lokið snemma í næsta mánuði. Hver er stjarnan ? Leiklistarmenn sækja ráðstefnu. Hinn 27. maí fara fjórir ís- lenzkir fulltrúar héðan með Gullfaxa til Kaupmannahafnar áleiðis á Norrænu leikráðstefn- una, sem í ár er haldin í Stokk- hólmi. Ráðstefnur þessar eru haldn- ar þriðja hvert ár og hafa þátt- tökurétt leikhússtjórar, leikar- ar, leikritahöfundar og leik- dómarar. Héðan fara þjóðleik- hússtjóri sem fulltrúi Þjóðleik- hússins, Valur Gíslason og Lár- us Pálsson sem fulltrúar Félags íslenzkra leikara, en Valur er formaður þess, og fjórði fulltrú- inn verður Brynjólfur Jóhann- esson, sem mætir fyrir Leikfé- lag Reykjavíkur. íslenzkir leikritahöfundar og leikdómarar hafa ekki stofnað til neins félagsskapar sín á milli svo þeir geta ekki sent fulltrúa. Ráðstefnan hefst 31. maí og stendur í 5 daga. Eisenhower skarst sjálfur í málið. Washington (AP). — Til- kynnt hefur verið, að Eisen- hower forseti hafi fyrir tveim- ur mánuðum skrifað Zapotocki forseta Tékkóslóvakíu bréf varðandi fréttamanninn WiII- iam Oatis. Lagði Eisenhower til, að krafa Bandaríkjastjórnar um að Oatis væri sleppt, væri tek - in til enduríhugunar, og jafn- framt öll ágreiningsatriði, sem komið hafa til sögunnar í sam- bandi við þetta mál. Áður hafði verið sagt í frétt- um og haft eftir Tékkum, að forseti Tékkóslóvakíu hefði náðað Oatis, vegna bréfs, sem borist hafði frá konu hans. — Oatis er nú kominn til Banda- ríkjanna. Skordýrin voru ekki hættuíeg. Vatnajökull fór héðan í dag beina leið til Hull. Áður en skip ið fór voru bananarnir frá Kan- arisku eyjunum „leystir úr banni“ og skipað upp, eftir að þeir höfðu verið sprautaðir í öryggis skyni, en umbúðunum (hálminum og heyruslinu) mun fleygt verða í hafsins djúp á útleið. Hér birtist 8. myndin í getrauninni, og eiga þátt- takendur að segja til um það, af hverjum myndin sé. Nafn stjörnuunar er eitt af 4, sem hér eru birt. Er þessi mynd af: A — Alida Valli? B — Kathina Paxinou? C — Nazimova? D — Michcle Morgan? Geymið allar myndimar, þar til getrauninni er lokið, og seðill fyrir svörin verður I ^ birtur. Verðlaunin eru: 1. Ritverk Davíðs Stefánssonar, 2. Nýtízku straujárn. 3: Klukka. Þetfa er Tvísýn keppni í veðreiðum Fáksá Von uni i'ramkvakiudir á hringvelli og áhoriendapöllnm á fyrirhnguðvi svæði Fáks. Veðreiðar Fáks fara fram að venju á annan í hvítasunnu á Skeiðvellinum við Elliðaárnar og liefjast kl. 2.30 e. h. Að því er Vísi hefur verið tjáð verður hestakosturinn ó- venju góður að þessu sinni, ekki ýkja margir að vísu en þeim mun betri. Meðal annars skal þess getið að nú keppa tveir fljótustu hestar Suðurlands- undirlendisins við Gúfuneshest ana í stökki, en þeir síðartöldu hafa á undanförnum árum bor- ið sigur úr býtum svo til á hverjum einustu veðreiðum hér í Rvík. Keppt verður í 350 og 300 m sprettfæri á stökki og 250 metra skeiði. í 350 metra hlaupi verða reyndir 7 hestar. Meðal þeirra eru Gnýfari og Hörður frá Gufunesi sem jafnan hafa far- ið með sigur af hólmi í undan- gengnum veðreiðum. Fá þeir nú harða og mjög svo tvísýna keppni í fyrsta sinn, þar sem er annars vegar Sokki (ættað- ur frá Gufunesi) en hann sigr- aði í 300 metra hlaupi í fyrra og er mjög efnilegur hlaupahestur, en hins vegar Blakkur frá Hruna í Hreppum, sem nú er talinn einn mesti hlaupahestur landsins. Þá má einnig geta Glaðs Leós Sveins- sonar, en sá hestur er talið hið bezta efni, enda þótt hann .hafi hlotið litla reynslu til þessa. í 300 metra stökki verður hörð keppni milli Trausta frá Bakkakoti á Rangárvallasýslu, Hattar frá Gufunesi og Sóta frá Laugarnesi. í skeiði verða gömlu garp- afnir, Nási frá Gufunesi, Gull- toppur Jóns í Varmadal og Lýs- ^ ingur frá Hellu á Rangárvöll- \ um reyndir, auk nokkurra nýrra og efnilegra vekringa. ! Fyrstu verðlaun í hverjum flokki verða 900 krónur fyrir skeið, 800 krónur fyrir 350 m stökk ög 700 kfónur fyrir 300 m .stökk. Auk . framangreindrar veð- ! hlaupakeppni fer einnig fram ; góðhestakeppni svo og boðreið- ar milli hestamannafélaganna í Rvík, á Kjalarnesi og e. t. v. í Hafnarfirði. Veðbanki starfar og fyrirkomulag verður yfirleitt áþekkt og verið hefur á veð- reiðunum að undanförnu. Frá því hefur verið skýrt áð- ur að hestamannafélaginu Fáki hafi verið tlað sérstakt svæði með tilheyrandi skeiðvelli á skemmtisvæðinu fyrirhugaða í Laugardalnum. En við mæl- ingu og athugun á landinu kom í ljós að svæði þetta var með öllu ófullnægjandi og ónot- hæft til þeirra hluta sem það var ætlað. Einkum var halli landsins allt of mikill. Af þessari ástæðu hefur Fák- ur lagt allt kapp á að fá að halda skeiðvallarsvæðinu inn I við Elliðaárnar, en fá það | stækkað til muna svo hægt yrði j að koma þar upp hringvelli I með áhorfendapöllum. Hafa bæjaryfirvöldin tekið mjög svo vinsamlega í þessa málaleitan og gerir félagið sér ákveðnar vonir um að fá svæðið afhent í sumar. Útvarpið fékk 10 skemmti|sætti. Útvarpið fékk talsverða upp- skeru, þcgar það auglýsti éftir skemmtiþáttum til flutnings. V’ar auglýsingin um þetia birt.í byrjun apríl-mánaöar, og skyldu þættirnir hafa bori/t fyrir 15. þ. m. Skyiði Vil- 1 hjálmur Þ. Gíslason útvarps- stjóri Vísi svo frá i morgun, I að borizt hefðu 10 þættir og væru þeir frá ýxhsum stoöum j á landinu. Tími hefur hinsveg- . ar ekki unnizt til þess enn að j athuga þætti þessa og ganga úr skugga um hugkcæmni höfunda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.