Vísir - 26.05.1953, Síða 1

Vísir - 26.05.1953, Síða 1
VI 43. árg. Þriðjudaginn 26. maí 1953 115. tbU ==..1 S-Kórea krefst þess að Kínverjar verði á brott Er því ósamþykk siðustu titögti Sþ í Panmunjom* Einkskeyti frá AP.. Tokyo, í morgun. Tveir fundir, báðir stuttir, voru haldnir í gærmorgun í Pannmnjom. Var lítt kunnugt fyrst í stað, hvað þar gerðist, en þó var frá því skýrt, að frékari fundum hefði vérið frestað til mánu- dags, Þess var jafnframt getið í fréttum, að samningamenn Sameinuðu þjóðanna hefðu lagt fram nýjar tillögur, þar sem gengið var nokkuð til móts við koinmúnista, en þó ekki slakað til að því er varðar megin- ágreining í fangaskiptamálinu. Nú hefir komið í ljós hin raunverulega ástæða fyrir því, að fulltrúi Suður-Kóreu sótti ekki fundina í gærmorgun, en í gær vor ekki látið annað uppi, en að hann hefði verið önnum kafinn við annað. Hin raunverulega ástæða var, að Suður-Kóreustjórn var ósamþykk hinum nýju tillögum Sameinuðu þjóð- anna, sem nú höfðu fallizt á að gera kínverskum föngum jafn hátt undir höfði og kóreiskum. Suður-Kóreustjórn kemur Hvalveiðar hefjast iík- lega anitað kvöld. I vikunni munu hvalbátarnir fjórir frá Hval h.f. leggja úr höfn í fyrsta skipti á þessari vertíð, en hvalveiðar geta nú hafizt hvaða dag sem er. Samkvæmt upplýsingum frá Lófti Bjarnasyni útgerðar- manni, formanns Hvals h.f., verða hvalbátarnir fjórir, þeir sömu og undanfarnar vertíðir. Ekki var fyllilega afráðið í morgun hvenær bátarnir færu í fyrstu veiðiferðina, en frekar gert ráð fyrir að það yrði annað kvöld. saman til aukafundar í dag. Syngman Rhee og Mark Clark hershöfðingi sátu lengi á fund- um í Seoul í gær til þess að ræða þéssi mál. -— í einni fregninni frá Seoul var sagt, að Suður-Kóreustjóm krefðist þess sém skilyrðis fyrir vopna- hléi, að Kínverjar yrðu á brott úr Kóreu með allan ■ herafla sinn. fá neitun. Einkaskeyti frá AP. Washington í morgun. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað í 3. sinn að taka fyrir að nýju mál Bosénberg- hjónanna, sem dæmd voru tii lífláts fyrir njósnir. Engin von er sögð til þess, að Eisénhower náði þau. og þeirra eina von nú, segja fréttamenn, er að þau segi allt sem þau vita um njósnastarfsemina í Banda- ríkjunum. 500 gestir, 12 myndir seldar. Aðsókn að sýningu Eggerts Guðmundssonar listmálara í sýningarsalnum að Hátúni 11 hefur verið ágæt. Sýningin á verkum hans hófst á laugardag en þangað til í gærkvöld komu þangað 500 manns. Einkum vekja mál- verk Eggerts frá Ástralíu eftir- tekt, en það eru nýjustu verk hans. 12 myndir hafa selzt, Sýningin verðúr opin út þessa viku, frá kl. 1—10 dag hvern. Dulles og Stassen eru komn- ir til Tyrklands, að afloknum viðræðum í Pakistan og Ind- landi. Lundberg, Evrópumeistarinn í stangarsfökki, kemur hingað. SCeppir á GÓP-mótíiiu iim lielgixia. Sænski Evrópumeistarinn í stangarstökki er væntanlegur hingað til lands einhvern næstu daga og keppir hér bæði í stangarstökki og grindar- lilaupd á E.Ó.P. mótinu um næstu helgi. Ragnar Lxmdberg er í senn! Evrópumeistari og Evrópumet- | hafi í stangarstökki, með 4,44 metra. Hann er auk þess ágæt- ur grindahlaupari og varð ann- ar á síðasta Evrópumeistara- móti í 110 m. grindahlaupi, hljóp á 14,6 sek. Hann mun væntanlega keppa í báðum þessum greinum á mótinu. E.Ó.P. mótið verður um næstu helgi, laugardag og sunnudag eins og að ofan get- ur. Verður mjög til þess vand- að að þessu sinni því að á þessu vori verður Erlendur Ó. Pétursson, sem mótið hedtir eftir, sextugur. Keppt verður í flestum greinum frjálsra íþrótta, en það sem mesta at hygli mun vekja verður tví- mælalaust þátttaka hins sænska íþróttagarps og ein- vígi hans við Torfa Bryngeirs son í stangarstökkinu. Haftshrafl fyrir norð- vestan land. Veðurstofúnni barst í gær frétt frá skipi, sem statt var norðvestúr af landinu, að það hefði orðið vart við talsvert ís- rek á þeim slóðum. í morgun hafði Veðurstof- unni ekki borizt neinar nánari fréttir af hafís. Yfirléitt var veður bjart í morgUn og víðast léttskýjað, og úrkomu aðeins vart rnn hluta af Suðurlandi. Frá lögreglunni: Nakinn maður í konuleit. •• CMvuð kona tekin á húsþaki. Viðskiptanefnd á förum til Moskvu. Á mæstunni munu fara héðan til Moskvu 4 menh, er semja eiga um viðskipti milli íslands og Sovétríkjanna. Samningamennirnir eru. Ól- afur Jónsson, frkvstj. frá Sand- gerði, Helgi Pétursson deildar- stjóri hjá SÍS, Bergur G. Gísla- son frkvstj., Rvík og Pétur Thorsteinsson deildarstj. í við- skiptamálaráðuneytinu. Verk- efni nefndarinnar verður að semja almennt um viðskipti milli þjóðanna, þ.e. sölu ís- lenzkra afurða til Sovétríkj- anna og kaup á framleiðsluvör- um þeirra hingað. Allmikil ölvun var um helg- ina frá laugardagskvöldi og fram á þriðjudagsmórgun og voru lögreglumenn á ferðinni daga og nætur til þess að taka ölvaða menn, stilla til friðar og koma í veg fyrir spjöl!. Aðfaranótt s.l. laugardags vom t. d. 13 menn teknir í fangageymslu, sumir fyrir á- berandi ölvun, aðrir einungis fyrir áflog og rúðubrot. Brotin var rúða í verzlun H. Toft við skólavörðustíg. Á laugardags- kvöldið varð t. d. að loka veit- ingahúsinu Central kl. liðlega 22 vegna •ölvunarástands þar. Báða helgidagana var fanga- geymsla lögreglunnar full aí ölvuðum mönnum. Ber maður handtekinn. Á laugardagsnóttina var lög- reglunni gert aðvart um beran mann, sem væri á hlaupum inni á Grettisgötu. Lögreglumenn fóru á vettvang og tóku þar mann, sem var á hlaupum á skyrtunni einni saman. Aðspurð ur sagðist hann vera að leita að konunni sirmi, en maöur Yeðre&ar Fáks: Hestar Þorgeirs í Gufu< nesi sigursælir. Auk skeiðs og stökks fór fram boðreið og góðhestakeppni. Veðreiðar Fáks fóru fram á Skeiðvellinum við Elliðaárnar í gær áð viðstöddum miklum mannfjölda og í hinu ákjósan- legasta veðri. Úrslit í einstökum keppnis- greinum voru þessi: 250 m skeið: 1. Gulltoppur Jóns Jónssonar Varmadal, 24Í4 sek. 2. Lýsingur Karls Þorsteins- sonar, Hellu, 24.8 sek. Aðrir hestar hlupu upp. 300 m stökk: 1. Höttur Þorgeirs Jónssonar, Gufunesi, 23.1 sek. 2. Trausti Bjarna Ársælsson- ar, 23.1 sek. 3. Léttir Sverris Júlíussonar, Rvík, 24.2 sek. 350 m stökk: 1. Gnýfari Þorgeirs í Gufu- nesi, 26.2 sek. 2. Blakkur Þorgeirs í Gufu- nesi, 26,3 sek. 3. Sokki Guðm. Ársælssonar, 28.2 sek. Keppt var einnig í boðreið og varð Hestamannafélagið Fákur hlutskarpast á 83.8 sek, en Hestamannafélagið Hörður 48.1 sek. í Góðhestakeppni var Stjarna Guðmundar Sveinbjörnssonar dæmd 1. verðlaún. 2. verðlaun hlaut Mósi Sigurðar Hallbjörns sonar og . verðlaun Brúnn Guð- mundar Hraundals. Veðmál voru fjörug í veð- bankanum og gáfu þau mest fjórfalt í 7. flokki. Bréfdúfur með krýningarfréttir. London (AP). — Tugþúsund- ir bréfdúfna munu bera fréttir af krýningunni til ýmissa Evrópulanda í júníbyrjun, Fara dúfurnar senn að berast til borgarinnar, og er þess get- ið sem dæmis, að 1000 bréfdúf- ur muni m. a. flytja krýningar- fréttir til ýmissa borga í Aust- urríki. þessi var til heimilis í húsi inn- arlega við Laugarveg. Ölvun og þjófnaður. Á laugardagsnótt var beðið aðstoðar lögreglunnar út af manni, sem fór að heiman frá sér með 4 þúsund krónur í pen- ingum og tvær bankabæltur. —• Hafði kona mannsins beðið lög- regluna um aðstoð, þar sem maður hennar var mjög ölvað- ur. Fann lögreglan manninn síð- ar. inni x Múlakamp, og átti hann þá aðeins eftir 200 krónur, en var með bankabækurnar. Ligg- ur grunur á því, að félagar hans hafi tekið eitthvað af pening- unum. Hundur bítur stúlku. Á hvítasunnudag var hringt til lögreglunnar og kært yfir því af manni, sem býr að Bústaða- bletti 5, að hundur í nágrenn- inu hefði bitið dóttur hans unga, Fór maðurinn þess á leit við' lögregluna að hún sæi til þess að hundurinn yrði gerður ó- skaðlegur. Lögreglan fór á vett- vang og er málið í rannsókn. Bíl stolið. Um miðnætti í nótt var hringt á lögreglUstöðina og tilkynnt um að Renault-bílnum R-1167 hefði vérið stolið, þar sem hann stóð fyrir framan húsið við Guð rúnargötu 1. Hafði fólkið vakn- að við áð bílnum var ekið frá húsinu. Bíll þessi er grænn að lit. Ölvuð kona á húsþaki. í morgun var beðið um að- stoð lögreglunnar inn í Laug- arneshverfi, en þar hafði í húsi einu verið stödd ölvuð kona, sem í ölæði hafði skriðið út á húsþak. Þegar lögreglan kom á vettvang sat konan klofvega á mæni hússins, sem er all hátt, og neitaði að koma niður. Fór lögregluþjónn upp og sótti kon- una, sem síðan var flutt í fanga- geymslu. Indverjar telja, að fíll vinni á við 20—30 fullhrausta karl- menn. íshrafl er m komíi á Halann. Afli glæddist þar til muna í sl. viku. í gær, nótt og í morgun komu fjórir togarar af veiðum, allir mjög sæmilega fiskaðir. Afli hefur glæðst á Halamiðum, en nú er íshraft komið á Halann. Það voru togararnir Pétur Halldórsson, Jón Baldvinsson, Uranus og Helgaíell, sem komu af veiðum. Vísir hefur átt stutt símtal við Einar Thoroddsen skipstjóra á Pétri Halldórssyni, og spurt hann um. afla o. s. frv. Kvað hann afla hafa glæðst á Hala- miðum síðari hluta vikunnar sem leið. Var aflinn mestmegn- is þorskur og góður fiskur. — Einar kvað flesta íslenzku tog- arana hafa verið að veiðunx þarna. Talsvert margir þýzkir itogarar voru og þarna og nokkr ir enskir. Þýzkir togarar sækja nú mjög á þessi mið. Þá sagði Einar Thoroddsen, að þegar lagt hefði verið af stað heimleiðis um hádegi á sunnu- dag, hefði íshrafl verið komið á Halann. Verði átt vestlæg mun það færast nær og hindra veiðarnar, en komi austlæg átt rekur það fljótt burt aftur, og oft er það svo á Halanum, að ís-r hraflið er fljótt að koma og fara.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.