Vísir


Vísir - 26.05.1953, Qupperneq 7

Vísir - 26.05.1953, Qupperneq 7
ÞriSjudaginn 28. mai 1953 ▼ ISIB sakir, og hafði lág eftirlaun til að lifa á. Bróðir hennar var að- stoðargjaldkeri í útbúinu. Lebrún var staddur á heimilinu, þegar bróðir hennar reyndi að fremja sjálfsmorð, en honum misheppnaðist það. Bugaðist hann þá og játaði fyrir Bernice, að sjóðþurð væri hjá- honum, og ef hann gæti ekki útvegað peningana þegar yrði honum varpað í fangelsi. Þar sem hún vissi hversu þessi vanvirða mundi falla foreldrum þeirra þungt, bað Bernice Lebrún í örvæntingu sinni að lána sér féð. Lebrún kvaðst mundu gera það með því skilyrði, að hún giftist honum. Hún hlustaði á hann sem agndofa — hana hafði ekki dreymt um, að hann vildi fá hana fyrir konu, og reyndi hálfstamandi að útskýra fyrir honum, að hún elskaði hann ekki, en hann kvaðst þá sætta sig við að bíða, þar til hugarfar hennar breytt- ist. Og þannig fórnaði hún sjálfri sér, bróður síns og ættar- heiðursins vegna, og innan sólarhrings höfðu þau verið gefin saman, hún og Lebrún. „Ef við Tony hefðum ekki deilt mundi aldrei hafa til þessa komið,“ veinaði hún, „eg elskaði hann svo heitt, en mér fannst svo skelfilegt að. hugsa til þess, að vanheiður félli á foreldra mína, og eg yrði að afstýra því, ef eg gæti.“ Sara sagði henhi eitthvað fleira, hvernig grunur kviknaði í hug hennar til Irisar, Marks og manns síns, en vegna þess að hann var eiginmaður hennar, neitaði hún í lengstu lög að játa fyrir sjálfri sér, að grunurinn væri réttur. Hún elskaði hann ekki, en taldi sér skylt að sýna honum hollustu í lengstu lög. Það, sem hana grunaði, var skelfilégra en orð fá lýst .... en Lebrún mun hafa séð, að hún ól grunsemdir, því að um þetta leyti fór hann að gefa henni eiturlyf. I hvert skipti, sem leynifundur var haldinn, gaf hann henni sterkt svefnmeðal, og það var ekki fyrr en þeir þóttust hafa ráð hennar í hendi sér, að þeir töldu óþarft að dylja hana neins. Það var þegar Mark hafði komizt á snöðir um, að Tony væri stríðsfangi í Þýzkalandi, og þá hótuðu þau henni, að Tony yrði drepinn, ef hún hlýddi þeim ekki í einu og öllu. Mark hafði hugboð um, að Söru væri farið að gruná eitthvað, og hann skipaði Bemice að draga úr þeim grunsemdum, en það gat hún ekki nema með því að eitra hug hennar í garð Bens. „En þú fyrirgefur mér, „sagði Bernice grátandi, „eg var svo skelfd af tilhugsuninni um Tony.“ „Eg skil,“ sagði Sara, „konur vilja víst alltaf vernda þann, sem þær elska — það er ekki nema eðlilegt. Hafðu engar áhyggj - ur, Bernice. Vafalaust héfh' Mark komizt að því sanna, að Tony sé stríðsfaiigi í Þýzkalandi, og eg er viss um, að einhvem tíma að lokinni styrjöldinni, mun fundum ykkar bera saman aftur. Og það'er eklci víst að það verði svo langt. Það leggst einhvem veginn í mig', að þessum ósköpum fari að linna.“ Bernice reyndí að svara, en hélt dauðahaldi í handlegg Söru. „Eg elska hann svo lieitt,“ sagði hún. „Og hann elskar þig,“ svaraði Sara af viðkvæmnL „Það var mér ljóst, er eg lá í sjúkrahúsinu, og' hanh heimsótti mig og bað mig fyrir næluna, sem móðir hans hafðl átt. Hann bað mig að fá þér hana, ef eitthvað kæmi fyrir sig?“ „Og hefir ekkert komið fyrir hann — veiztu það, Sara, með öruggri vissu?“ Sara var því fegin, að get'a orðið Bernice til huggunar, því að við það dró úr hennar eigin sviða, en annars var hún vissu- lega hughreystingar þurfi sjálf. Henni hafði fundizt sem hlið paradísar væru að opnast fyrir henni, er hún hvíldi við barm Bens — þótt á þeirri stundu væri, er þau bæði máttu búast við að verða að ganga dauðanum á vald á næsta andartaki. En hún var á lífi og sálarkvöl hennar meiri en hún hafði nokkurn tíma áður verið. Bén forsmáði hana — vildi ekki við henni lita. Það var sem hann iðraði sárlega þess, sem gerst hafði þessu fáu, unaðslegu augnablilc í kafbátnum. Hún þurfti ekki að fara í neinar grafgötur um það, eftir það, sem gerðist í káetunni á tundurspillinum Clovis, að öllu var lokið þeirra milli. Henni varð lítt svefnsamt og um morguninn hafði ungfrú Femborough á orði hversu föl hún væri. „Þér megið ekki láta of mikið á yður fá það, sem fýrir vin- konu yðar kom,“ sagði hún hressilega en vinsamlega. „Það — það geri eg ekki,“ sagði Sara og roðnaði upp í hárs- rætur. Vitanlega gat hún ekki trúað ungfrú Fernborough fyrir sínum eigin þjáningum. „Eg get fullvissað yður um,“ sagði ungfrúin, „að þetta fór eáns vel og hugsast gat, að því er hana áhrærir. Bróður mín- um geðjastist ekki að Lebrun frá upphafi. Grunaði hann þegar um græzku. Bróðir minn er væntanlegur frá Karputi þá og, þegar. Mér skilst —“ — og hún lækkaði röddina, — „að vegna upplýsinga þeirra, sem Weston höfuðsmaður gat látið í té, hafi um 50 stuðningsmenn Möndulveldanna verið handteknir.“ „Það er fyrirtak,“ sagði Sara. „Hann er hyggmn maður þessi Weston,“ sagði ungfrú Fern- börugh og kinkáði kolíi. „Hann hefur verið samverkamaður bróður míns seinústu vikurnar og hefir mikið álit á honum. Eg símaði til hans og bað hann að sitja smá-hóf, sem hér verður haldið í kvöld, fyrir liðsforingjana á Clovis.“ „Ke — kemur hann hingað?" hálfstamaði Sara. En ungfrúin hlýtur að hafa verið sókkin niður í sínar eigin hugsairir, því að hún virtist ekkert teka eftir því hvér áhrif orð hennar höfðu haft á Söru. „O, já, hann kvaðst hlakka til að líta inn einhvern tíma kvöldsins,“ hélt hún áfram. „Hann hefir sjálfsagt ærnu að sinna, meðan verið er að ljúka handtökunum.“ Sir Harry kom nokkru eftir hádegi og þessi grannholda, virðu- legi maður var allþreytulegur, og virtist enn vera önnum kaf- inn, en gaf sér þó tíma til þess að skiptast á nokkrum orðum við Söru. „Þér sýnduð mikið hugrekki, ungfi'ú Siddley,“ sagði hann. „Eg verð að játa, að þegar þér fyrst sögðuð mér frá, að þ'ér vær- uð að gefa Haskin undir fótinn, fannst mér að þér væruð að leggja höfuð yðar í ljónsgin — en hamingjunni sé lof þa slupp- uð þér óskaddaðar.“ Hann hló við og klappaði á öxl hennar, þannig að þáð bar hlýleik og þakklæti vitni, en svo hvarf hann á brott skyndilega, eins og hann væri því óvanur, að láta í ljós þakklæti, og vissi ekki hvernig ætti að brjóta upp á öðru, og legði því á flótta. — —- Bernice tók að sjálfsögðu ekki þátt í boðinu, og Sara reyndi að bera því við, að hún hefði höfuðverk og þyrfti að vera hjá vinkonu sinni, en ungfrú Fernborough mátti ekki heyra það nefnt, og þessi hressilega og hlýlega kona varð næstum gremju- leg: „Vitleysa,11 sagði hún. „Var það ekki áhöfnin á Clovis sehi kom sem af himnum send og bjargaði lífi yðar? Og þér getið sannarlega ekki minna gert en að fara í fallegasta kjólinn ýðár og brosa vinsamlega, og ræða við. liðsforingjana. Þar að auki er ekki svo margt um ungar og fagrar stúlkur hér á eynni, að það komi til nokkurra mála, að þér sleppið.“ Síðdegis ók bifreiðarstjóri Sir Harrys söru til La Torrette, en þangað fór hún til þess að sækja föt sín og annað. Hún varð gripin einkennilegum tilfinningum við komuna þangað. Húsið autt og flestar dyr læstar, en til að sjá var húsið jafnfagurt sem fyrrum, fannst henni, með pupurabálar hæðirnar í baksýn og þar yfir blár himinn. Sem snöggvast varð henni litið til kletta- dranganna — þar undir var neðanjarðarbyrgið — „musterið“ — „musterið“ — og er hún leit þangað fór sem hrollur um hana. Hún flýtti sér að tína saman það, sem hún átti, því að henni fannst sem einhver helkuldi nísti sig —• flýtti sér sém mest hún mátti til þess að komast burt úr þessu húsi. í kvöld ætlaði hún að vera í silfurskreytta, græna kjólnum sínum, því að hann fór henni bezt. í þessum kjól hafði hún eitt sinn verið, ér þau dönsuðu saman Ben og hún. Silfu,rlitað beltið féll þétt að grönnu mitti hennar. Hið fagurjarpa hár sitt greiddi hún aftur frá enninu. — Hún varð að taka á öllu sínu þreki til þess að fara niður, þar sem Sir Harry og sýstir hans tóku á móti gestunum. Hann kemur, hann kémur ekki — sagði hún æ ofan í æ við sjálfa sig, og hún hafði ákafan hjartslátt. Og ef hann kæmi, mundu þau ræðast við? Kannske muni hann aðeins kinka kolli — ekki viljað við hana ræða? En hann var þar ekki. Það fann hún á sér midir eins og hún var komin inn úr dyrunum, áður en hún hafði litið í kringum sig. Vissulega mundi hún hafa vitað það, án þess að líta í kring- um sig, hefði hann verið þar nálægur. — Ungi skipslæknirinn á Clovis kom þegar til hennar og hafði á orði, að hún hefði verið furðu fljót að ná sér. Og þau ræddust við, og Sara átti erfitt með að leyhá hve'niikið henni var niðri fyrir-. Hún reyndi að telja sjálfri sér trú um, að henni væri hugarléttir að því, að VATNABÁTUR Sænskur vatnabátur til .sölu. — Upplýsingar í síma 5904, BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Á kvöldvökuami Sonur Picassos var 4 ára ogj önnum kafinn við að mála rautt áklæðið á húsgögnum heimil- isins. Vinur meistarans kom að í þessu og sá skemmdirnar, hann hrópaði á föður drengsins og sagði: „Hver ósköpin eru að sjá þetta! Komdu Pablo og líttu á — krakkinn er bara búinn að klína út öll húsgögnin þíii. — Þetta kostar þig laglegan skild- ing!“ Picasso hló og sagði: „Hafðu engar áhyggjur af því — eg fæ málninguna ódýru verði — eins og aðrir listamenn!“ • „Nei,“ sagði Skótinn við sölumanninn. „Eg vil-enga ný- tízku-vog. Eg veg svinin mín eins og eg alltaf hefi gjört. Eg tek borð legg það yfir oka og set vænan stein á annan end- ann. Svínið legg eg þversum á hinn endann og færi svo til steininn þangað til steinn og svín eru í jafnvægi. Þá girica eg á hvað steinninn sé þungur og veit þá líka hvað svínið veg- ur ....“ m dAíu/ í bæjarfréttum Vísis fyrir 35 árum eða 26. maí 1913 stóð þetta meðal annars; Kvöldúlfs botnvörpungamir. eru allir komnir til Fleet- wood og hefur afli Skallagríms og Snorra Sturlusonar verið seldur, en verðið varð afar lágt. Afli Skallagríms var seldur fyrir um 1400 sterlir.gspund, en Snörra fyrir 700. — Segir í skeytinu, sem félaginu barst í morgun um söluna, að mikill fiskur sé á markaðnum og heitt í veðrinu og þess vegna hafi verðið verið svo lágt. Snorri Göði var að koma í höfn þegar skeytið vaf sent. Pv©ftavélas* eru mjög traustar og ein- faldar i notkun. Potturinn tekur um 5 kg. af þvotti. Vei'ðið ér frá kr. 3.585,20. StrativéEar eru mjög skemmtilegar að vinna með, þar sem heita má að þær séu al- gerlega sjálfvirkar, og að lokinni vinnu líta þær út eins og snótrasta bdrð. — Kosta kr. 3.315,80^ strauvélin. er lítil og handhæg, þar sem húsnæði er lítið, því henni má alltaf stinga inn í skáp. Enginn hefur boð ið sambærilega strauvél jafn ódýra, aðeins kr. 1.635.00. — Allar heirn- ilisvélar seljum við með afborgun, og méð eins til fimm ára ábyrgð. 'IS3I ki Laugaveg 166.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.