Vísir - 27.05.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 27.05.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 27. maí 1953. ▼ ISIB Ben var þarna ekki, en hvað stoðaði það — vonbrigðin voru beiskari en svo. — í hinni rúmgóðu verönd var borð með lysti- legum réttum, diskum og öðru, og Sara hallaði sér upp að einni stoðinni og beið eítir skipslækninum, sem hafði farið þangað til þess að ná þeim í eitthvað matarkyns og kampavín. Þá var allt í einu sagt: „Komdu sæl, Sara, — þú ert þó ekki ein?“ Það var Ben, sem mælt hafði. Hún sneri sér við hægt og reyndi að jafna sig og reyndi að brosa og láta ekki í ljós hve angruð hún var. „Nei, Lawrence skipslæknir fór að ná okkur í eitthvað —“ „Svona er heppnin mín, eg mátti svo sem vita, að eg mundi ekki hitta á þig eina.“ Hann brosti einkennilega. „Langaði þig til þess'að hitta mig eina?“ Hún hafði ákafan hjartslátt. Hún gat ekki stillt sig um að segja þetta en henni fannst eins og hún hefði komið upp um sig. „Til hvers heldurðu, að eg hafi komið? Eg hefi æi'ið verkefni sem stendur, meira en svo að eg hafi tíma til þess að spjalla um daginn og veginn, eta samlokur og sötra á víni.“ „Þá verða þér kannske bara vonbrigði að;því að koma?“ „Heldurðu það, Sara?“ spurði hann og hin bláu augu hans hvíldu á henni — hann horfði beint í augu hennar og hún skipti iitum. Hann lækkaði röddina og endurtók: „Heldurðu það, Sara?“ — og svo bætti hann við — „elsku stúlkan mín.“ Þá var snöggvast serii hjartað stöðvaðist í brjósti hennar og hún var náföl annað augnablikið og rjóð hitt, og hún var því fegin að hálfdimmt var í veröndinni. „Ben —,“ sagði hún, en svo lágt, að hún efaðist um, að hann hefði heyrt það, en í þessum svifum kom skipslæknirinn með samlokur og kampavín. Og svo ræddust þau við þrjú, slitrótt, og Sara svaraði út í hött, ef þeir sögðu eitthvað við hana, og svo varð skipslæknir inn ungi allt í einu svo einkennilegur á svipinn, eins og hann furðaði sig á einhverju, en væri þó skemmt, og svo sagði han: „Eg verð víst að biðja ykkur afsökunar, eg þarf að segja eitt eða tvö orð við félaga mína.“ „Jæja, Sara litla,“ sagði Ben, „það lítur ekki út fyrir, að þú munir sleppa,“ og enn brosti hann, dálítið kankvíslega. „Nú sleppurðu ekki, en við erum hér í allra augsýn, — hvernig væri að ganga út í garðinn.“ Hún hefði ekki átt að fallast á það, eftir allt, sem á undan var gengið, en hún fór með honum, og þau gengu langa stund um garðstígana, án þess að mæla orð af vörum. Og allt i einu voru þau komin í garðrjóður, þar sem var lítil tjörn og steinbekkur. í tjöminni voru vatnsliljur og þegar setið var á bekknum blöstu við ljósin í húsinu, en yfir var stjörnubjartur himinn og fölur máni varpaði gliti sínu á allt. Ben tók um herðar henni og sneri henni svo, að hún varð að horfa beint framan í hann óg sagði í mildum, iðrandi tón: „Viltu að eg biðji þig fyrirgefningar, elsku stúlkan mín? Eg skal gera það, ef þú vilt, þótt eg búist við, að mér farist það klaufalega, en eg hefi gert það í hjarta mínu í dag, margsinni, síðan Sir Harry leiddi mig í allan sannleika um, hvers vegna þú fórst með Mark. — Eg hefði átt að geta sagt mér það sjálfur, en ástin getur víst blindað menn gersamlega, stundum, — af- brýðisemi vaknar og illar grunsemdir — og eg hafði séð þig, er svo virtist, sem þú létir þér vel líka, að Mark kyssti þig? — Af hverju leiddirðu mig ekki sjálf í allan sannleika um þetta?“ „Eg — eg veit það ekki,“ hvíslaði hún. „Kannske af því að bú hafðir sært mig svo djúpt — og þú vildir trúa þessu um mig. 3g hefði samt sagt þér það á Clóvis, ef þú hefðn' gefið mér tæki- færí til þess-.“ Hann varð allt í eiriu sótrauður í framan og beit á- vör sér. „Eg bið þig að fyrirgefa mér, ó, fari það og veri —■ eg er orð- ■nn þréyttur á að segja það við sjálfan mig — og nú yíldl ég miklu héldur segja aftur, að eg elska þig — að ég hefii elskáð þig írá fyrstu stund, á leiðinni til Jamaica. Við vorum víst bæði til neydd að blekkja hvort ánnað dálítið. Jæja?“ Og nú leit hann á hana, næstum ögrandi: „Hvað get eg meira sagt?“ Hún fór að hlæja, ,en tárin streymdu niður kinnar hennar.,". „Af hverju ertu að hlæja?“ sagði hann, .dálítið hörkulega og tók þéttar um herðar henni. „Af því að þú eyðir svo mikium og dýrníætum tíma til einskis. Ben,“ sagði hún titrandi röddu. ,,Sýo yndislegum augnablikum. Þú gætir reynt að kysss mig þe-s í stáð.“ Hann vafði hanairmuœ og -kyssti hana í-.fölu skini mánans og stjörnumergðarinnar. 1 ver ndinni var enginn og gestimir komnir inn, og það var sém < ri grunaði neitt, nema ungfrú Femborough. sem hugsaði í-iitl að 6 þá leið, að þau hefðu verið hneykslanlega lengi fjarve-< ENDIR. )in Þröstur Faxagötu 1. — Opin frá kl. 7,30—7,30. — Sími 81148.; Vwwvvwvvwwwawwwu Barnaskór hælbandalakkskór VERZLff Vogabúar Munið, ef þér þnrfið «9 sð anglýsa, að tekið er á móti smáauglýsingum f Visi í r * ■ VerzKun Arna J. Sigurðssronar, Langholtsvegi 174 Smáauglýsingar Vísis ern ódýrastar og fljótvirkastar. iA*W■VVW,W,WVVW,W,VW,^^VV^^JVV,W,Wn^WV^rWVV,WV^^WVW■WV,W,,W■WPW■W,,W,WVV,, Undanfanð hefur það háð hmm vaxandi smá- bátaútgerð, að bátarmr hafa ekki fengizt vá- tryggðir. Samvinnutryggingar hafa nú ákveðið að hefja tryggingar á trillubátum, ög er iðgjöldunum mjög í hóf síilít. Leitið nánan upplýsinga í síma 7080 og 5942 eða hjá næsta umboðsmanni. 5 — Krýningin. Framh. af 5. síðu. Þá er það einn gamall siður, að steikja heilan uxa á tein útí undir beru lofti og útdeila heitu kjötinu til viðstaddra, þegar há- tíðahöld eru. — Nú verður sá siður tekinn upp — þrátt fyrir skammtað kjöt. Er sagt að 50 umsóknir hafi borizt matvæla- ráðuneytinu í tilefni af þessu, því það er ekki hægt án auka— skammts. Mannúðin ? 1 í fyrirrúmi. Hátíðahöldin verða víða með sérlega fallegum mannúðar- blæ. T. d. ætlar bærinn Birm- ingham að hafa sérstakan glaðn ing fyrir blint fólk, sem er í því irinifalinn, að einn skemmtí garður bæjarins verður útbú- inn fyrir það, því til ánægju. Það fer auðvitað á mis við alla litadýrðina og ljósin. Það getur ekki setið vjð sjónvarpið og fylgst þannig með, eins og fjöld,. inn allur þeirra manna, sem ekki kemst til höfuðborgarinn- ar. Þéss vegna hefur garðurinn verið gjörður að eins konar ilm- andi paradís — með plontun. blóma, sem á þeim tíma verða útsprungin, og bera sérstaklega unaðslegan ilm. Einnig hafa söngfuglar verið laðaðir að garðinum með því að byggja smáhreiðurhús fyrir þá. Þannig verða þessi olnbogabörn einn- ig unaðar aðnjótandi á heiðurs- degi drottningarinnar. — Svip- að verður einnig gjört í Brigh- ton, á suðurströndinni. Frá öllum bæjum um endi- langt Bretland berast fregnir um, hvernig hátíðahöldunum verði hagað á hverjum stað.. Er það mjög svo margbreyti- legt og víða mikið hugmynda— flug í sambandi við það. Á kvöldvökiiii ibí Kennarinn tók á móti hin- um nýju nemendum, sem hann átti aS kenna um veturinn og varð honum mjög starsýnt. á einn piltinn. Hann spurði svo nemandann hvort hann hefði átt bróður, sem hefði verið nemandi hjá sér undanfarinn vetur. „Nei,“ sagði nemandinn, „það hef eg ekki átt. Eg var í bekknum síðastliðinn vetur en féll og á að vera hér aftur í ár.“ „Jæja,“ sagði kennarinn utan við sig. „Ættarmótið er samt greinilegt.“ • Tito var einu sinni að því spurður hvort 'það truflaði hann eliki, ef menn færi aí) líta á úr- ið þegar hann væri að halda ræðu? „Nei,“ svaraði hann. „Það gerir ekki svo mikið til. En ef eg sé einhvern bera úrið upp að eyranu, til þess að vita hvort það sé stansað, lþá verður mér dálítið órótt.“ • Iðnrekandi einn kom nýlega i heimsókn til yfhborgarstjór ans í Hamborg. Atvinna manns- ins var eitthvað á huldu. og þoldi ekki vel dagsljósið, en á henui hafði hann orðið ríkur og mikils megandi. „Herra borgarstjóri,“ sagði iðnrekandinn hróðugur. „Eg hefi hafist til vegs af eigin dugnaði. Eins og eg er í dag hefi eg skapað mig sjálfur, al- gerlega.“ Borgarstjórinn leit á mann- inn með nokkurri vanþóknuri. „Já, þáð skil eg vel. Hinn bless- aði góði Dröttinn hefur ekki viljað leggja . hönd að því verki.“ Börnunum er ekki gleymt. 'f Cíhu 4iHHi tHar.— í bæjarfréttum Vísis fyrir 35 árum eða 27. maí 1918 voru meðal annars þeSsar fréttir. • Hótei ísland hefir verið selt nú nýlega fyrir 185 þúsund krónur. Kaup- endur voru kaupmennirnir J. L. Jensen-Bjerg og R. P. Levi. Sykurmálið verður til umræðu í neðri deild alþingis í dag, fyrstá mál á dagskránni. Búist er við að það endist deildinni bann dag- inn. Fyrirspuma-þingið er þingið, sem nú, stendur yf- ir kallað, vegna þess hve marg- ar fyrirspurnir haía þar verið bornar fram um ýmsar ráðstaf- anir stjórnarinnar. Brezkt herskip kom hingað laust fyrir há- degið og með því erindrekar landsins frá Bretlandi. Alls staðar er eitthvað gjört fyrir börnin. Víða eru þeim gefnar minningapgjafir, svo Sem bikarar, forláta blýantar, pennahnífar eða annað til minn ingar. Sums staðar fá þau biblíu. Eftir endilöngu Bretlandi verða haldnar brennur á krýn- ingardagskvöldið, alla leið norð an frá Shetlandseyjum suður til Landsenda. Er talið, að þær muni verða um 2000 að tölu----- og eiga að sjást hver frá ann- ari. Þær verða kveiktar á hæð- um, þar sem því verður við komið, kl. 10 um kvöldið. Ein. brennan verður í Hyde Park og' kveikt í henni af skátahöfðingj- anum Rowallan lávarði. Umhveríis allar strendur Bretlands verður skipaflotinn upplýstuf og flugeldum skotið. Öll skipin taka þátt í því, kaup- skip og fiskifloti ásamt her- skipum. K. Þ. Th. Þúsundtr vita aO gœían fylgir hringunum frá SIGURÞÖR, Kafnarstræti 4« Margar gerOir fyrirliggjanáL í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.