Vísir


Vísir - 28.05.1953, Qupperneq 1

Vísir - 28.05.1953, Qupperneq 1
43. árg. Fimmtudaginn 28. maí 1953 117. tbl, Myridin var tekin á 2. hvítasunnudag í Tivoli. Börn sjást vera að leika sér í rólum. (Fótó.: P. Thomsen). Frambfóðendurnir urðu 283, með varamönnum Sjálfstæðisflokkurinn býður fram í öllum kjördæmum. Reynaud fékk ekki traust. Æ*ittgjmenn wnnrgm flohjkn snerust gegn honuwn. Einkaskeyti frá A.P. — París í morgun. Fulltrúadeild franska þjóðþingsins felldi í nótt traustyfir- lýsingu til Paul Keynauds, sem í gaerkvöldi gerði deildinnf grein fyrir stefnuskrá sinni. Jafnaðarmenn, kommúnistar og allmargir þingmenn MRP-flokksins eða kristilegra lýðræðis- sinna snerúst gegn honum. Framboðsfrestúr rann út á niiðnætti í nótt. Tveir flokkar, Sjálfstæðis- flokkurinn og kommúnista- flokkurinn höfðu þá boðið fram í öllum kjördæmum landsins eða 61 mann hvor, varamenn meðtaldir. Framsóknarflokkur- inn býður fram í öllum kjör- dæmum nema á ísafirði og Seyðisfirði, eru þvi frambjóð- j endur þess flokks 59. Alþýðu- flokkurinn býður ekki fram í fjórum kjördæmum, eru það Skaftafellssýslurnar báðar, Dalasýsla og Norður-Múla- sýsla, er frambjóðendatala Alþýðuflokksins því 5.4, AHt er þá þreniit er. Framboft óklofna ftokksins. I morgun skýrir Alþýðu- blaðið frá því, að þriðja fram boð Alþðuflokksins í Seyð- isfirði sé nú fram komið, og er það ungur iðnaðarmaður hér í bænum, Eggert ÞGr- steinsson múrari, sem boðinn er ram. Áður voru fram kom in tvö framboð fyrir flokk- inn í þessu minnsta kjördæmi Iandsins — frá Jóni Sigurðs- syni og Jóhanni F. Guð- mundssyni — en þeir liafa nú tekið framboð sín aftur. En nú er framboðsfrestur út runninn, og því ekki fleiri framb'oða að vænta af flokks ins hálfu þar eystra. Það er sem kunnugt er Alþýðublaðsins, sem hefur talað mest um klofning í öðrum flokkum að undan- förnu. Sennilega telur blað- ið þessi framboð Alþýðu- flokksins tálcn þess, að sá flokkur standi sem órjúfandi fylking. , Þjóðvamarflokkurinn býður fram í 12 kjördæmum alls 30 manns. Kjördæmi þau sem hann býðúr í eru þessi: Reykja- vík, Borgarfjarðarsýsla, Snæ- fellsness- og Hnappadalssýsla, Norður-ísafjarðarsýsla, Aust- ur-Húnavatnssýsla, Eyjafjarð- arsýsla, Akureyri, Suður-Þing- eyjasýsla, Norður-Þingeyja- sýsla, Vestur-Skaftafellssýsla, Vestmannaeyjar og Gull- bringu- og Kjósasýsla. Lýðveldisflokkurinn býður fram í þremur kjördæmum alls 18 menn, eru kjördæmi þau, sem flokkurinn býður fram i Reykjavík, Gullbringu- og Kjósasýsla og Vestmannaeyjar. Eru frambjóðendur því sam- tals 283, og munu aldrei hafa verið fleiri. .. * Bretar eiga beztu fallbyssuna. London (AP). — Brezki her- inn hefur fengið til umráða j nýja gerð fallbyssu, sem er tal- inn bezti „skriðdrekabani“, er til þess hefur tekist að búa til. Fallbyssa þessi getur með einu skoti gereyðilagt öfíug- ustu skriðdreka, sem framleidd- ir hafa verið. Byssan hefur 125 mm. hlaupvídd, en vegur aðeins eina smálest. ítalir greiða Grikkjum bætur. Róm (AP). — Undirritaður hefir verið samningur um skaðabótagreiðslur ítala Grikkjj um til handa. Nema gréiðslurnar 3 mill- jörðum líra (ca. 75 milljónum kr.) og eru vegna tjóns þess, sem Grikkir urðu fyrir af völd- um ítala á stríðsárunum. Ilnnift við Hall- grímskirkju í sumar Unnið mun verða að grunni Hallgrímskirkju á þessu ári og honum væntanlega lokið út að þeim stað, sem turninn á að standa á. Þegar grunninum verður lokið hefst sennilega bygging aðalskipsins. Mikill áhugi er ríkjandi um byggingu Hallgrímskirkju, sem verða mun dómkirkja þjóð- arinnar í framtíðinni. Enn er heldur engin kirkjubygging til í landinu, sem leyfir flutning meiri háttar kirkjutónverka svo vel .sé, og gera menn sér vonir um að Hallgrímskirkja muni verða griðastaður slíkra tón- leika þegar hún verður full- gerð. Vitanlega er gert ráð fyr- ir, að Hallgrímskirkja verði íyrst og fremst reist fyrir ríkis- fé, en þar eð hér er um mikið og dýrt mannvirki að ræða er þess vænst, að einstaklingar og félagssamtök leggi fram sinn skerf, til þess að reisa mesta sálmaskáldi íslenzku þjóðarinn- ar. þann minnisvarða, sem sæmi minningu hans. rito frestar Tyrk- landsför. Ankara í morgun. Tito forseti Júgóslavíu hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri heimsókn sinni til Tyrklands, þar ti! á hausti komanda. Það var Tyrklandsforseti sjálfur, sem bauð Tito, eins og iög gera ráð fyrir, og hafði Tito þegið boðið, en nú kveðst hann svo hlaðinn störfum, að hann eigi ekki beimangengt næs+u mánuði. — Júgóslavnesk þing- mannanefnd hefur einmitt nú lokið ferðum um Tyrklaad, — Lætur hún í Ijós hina mestu ánægju yfir ferðinni og endur- nýjaðri vináttu Júgóslava og Tyrkja. Frá fréttaritara Vísis — Höfn í morgun. Efnisflutningar í Hrollaugs- eyjavita sranga vel. Samkvæmt upplýsingum frá Hornafirði er Hermóður búinn að skipa upp einum efnisfarmi frá Reykjavík og einum malar- og grjótfarmi, en það efni er sótt til Hornafjarðar. Einir 10 —12 menn úr Reykjavík vinna að byggingu vitans og hafast þeir við í tjöldum. Af framkvæmdum í héraðinu er helzt að geta vegagerðar ,frá Almannaskarði og út að Horni. Hefur verið hálfgerð vegleysa á þessari leið, en nú verður iiagður 6 metra breiður akveg- Jámsmiðir af Akureyri smíBa oífugeyma í Hafnarfirði. Samningar hafa tekizt um það, að nox-ðlenzkir járniðnað- armenn taka að sér stórfram- kvæmdir á Suðurlandi. Voru samningar þessir r.ndir- ritaðir milli Olíufélagsins h.f. annars vegar en vélsmiðjanna Odda og Atla á Akureyri hins vegar. Verkefnið, sem vélsmiðj- unum ér ætlað að Ieysa af hendi, er bygging tveggja stórra olíutanka fyrir Olíufé- lagið h.f. og verður þeim komið upp í Hafnarfirði. Ákveðið hefur verið að 14— 16 manna hópur frá vélsrmðj- unum fari suður til Hafnar- fjarðar um miðjan júnímanuð til að byrja á smíðinni, en úr því verði unnið sleitulaust í allt sumar og áætlað að fram- kvæmdum verði lokið í sepcem- ber i baust. Hér er um stóratburð að ræða fyrir norðlenzka iðnaðarmenn, því þetta munu vera fyrstu stórframkvæmdirnar, sem þeir hafa tekið að sér í öðrum lands- fjórðungum. Yfir því hefur verið kært til lögreglunnar á Akureyri, að skemmdarverk hafi verið unn- in í kirkjugarði bæjarins Höfðu skemmdir verið unn- ar á legsteinum í garðinum með grjótkasti, að þvi er virtist, gler verið brotin yfir blómum og traðkað á gróðri. Mál þetta er í rannsókn. ur. Hornfirðingum finnst at- hyglivert að bera saman vinnu- tæknina nú og fyrir um það bil 20 árum, þegar svonefndur Lónsvegur var lagður. Þá unnu að þeim vegi margir vir.ni.t- flokkar með 6—12 manr.s í hverjum og voru þó svo vikum skipti að starfinu. Nú vinna að vegagerðinni 4—5 manns með jarðýtur og bíla og gengur ólíkt betur undan nú en þá. Sauðburður er hafinn eystra og gengur vel, óvenjulega marg ar ær eru tvílemdar. Verið er að setia niður í garða og verður sáð meira kartöflumagni en í fyrra. Mun það aðallega hafa verið: krafa hans um þingrof og; stjórnarskrárbreytingu, ef stjórn hans félli innan þrig-gja. missera, sem olli því, að hann fekk eigi meira fylgi en reynd- in varð. Réynaud kvaðst bera. fram þessa tillögu í von um, að menn sæi nú orðið betur,. hver vandræði stöfuðu af hin- um tíðu stjórnarskiptum í. landinu. Reynaud kvaðst ekki, undir það búinn að sitja Bér- mudaráðstefnuna, að minnsta kosti ekki á þeim tíma, sem ráðgert væri að halda hana (upp úr miðjum júní). Umræður um ræðu hans stóðu fram undir kl. 3 í nótt, og var þá gengið til atkvæða um traustsyfirlýsinguna. Reynaud fékk aðeins 276 atkvæði, en, hann þurfti 314 (af 627) til þess að fá meiri hluta í deildinni. Margir þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, eða 89. Leitað til Bidaults? Það er álit fréttamanna í morgun, að ekki væri nein vissa hvað Auriol forseti tæki sér fyrir hendur næst, en margt benti til, að hann myndi snúa sér til Bidaults úr flokki kristi- legra lýðræðissinna, og fara þess á leit við hann, að hann þreifaði fyrir sér. í Washington og London er allmikið rætt í blöðum um stjórnarkreppuna í Frakklandi og enn haldið í þá von, að stjórn verði mynduð í tæka tíð til þátttöku hins nýja forsætisráð- herra í Bermudaráðstefnunni, en mjög er nú rætt um þörf þess, að skapa traustari einingu. um stefnu og mark frjálsu þjóðanna. ------♦------ Gó&itr afll i flotvorpu vi5 Græníand. Tveir íslenzkir togarar eru nú að veiðum við Grænland og mun a. m. k. annar þeirra hafa reynt bar flotvörpu með all- góðum árangri. Annar þessara togara, Ólafur Jóhannesson frá Patreksfirði, hefur verið við Grænland að undanförnu, en Bæjarútgerð- artogarinn Þorkell máni er ný- kominn þangað. Hann mun hafa reynt fyrst með venjulegri vörpu, en fengið lítið; var þá gripið til flotvörpunnar og afl- aðist þá sæmilega af dágóðum fiski. Nákvæmari upplýsingar um þetta hefur blaðið ekki getað fengið enn. Togararnir munu vera á Fyllubanka svonefndum. Tveir efnisfarmar fluttir í Hrol- laugseyjar til vitasmíða. 10-12 menn virma við bygginguna.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.