Vísir - 28.05.1953, Blaðsíða 2

Vísir - 28.05.1953, Blaðsíða 2
2 VÍSIR Fimmtudaginn 28. maí 1953 Mmnisblað almennings. Fimmtudaginn 28. maí — 148. dagur ársins. Rafmagnsskömmtun verður á morgun, föstudaginn 29. maí,* kl. 10,45—12,30, 5. hverfi. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 7911. Læknavarðstofan hefur síma 5030. Vanti yður lækni frá kl. 18—8, þá hringið þangað. Ljósatími bifreiða og annarra ökutækja er kl. 23,25—3,45. — Þessi 'ljósa- tími gildir til 1. ágúst í sumar. Sjálfstæðisfólk. Gefið kosningaskrifstofu flokksins í Vonarstræti 4, upp- lýsingar um kjósendur, sem verða ekki 1 bænum á kjördegi. Símar skrifstofunnar eru 7100 og 2938. Flóð verður næst í Reykjavík kl. 18,20. — Útvarpið í kvöld: 20.20 Erindi: Á Spánarslóð- um (Njáll Símonarso.n fulltrúi). 20.45 Tónleikar: Kvartett í Es- dúr op. 125 nr. 1 eftir Schubert (Björn Ólafsson, Josef Felz- mann, Jón Sen og Einar Vig- fússon leika). 21.05 Upplestur: Bragi Sigurjónsson les frumort kvæði. 21.20 Einsöngur: Benja- mino Gigli syngur (plötur). — 21.45 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 22.00 Fréttir og ’ veðurfregnir. 22.10 Symfónískir tónleikar (plötur) til kl. 23.05. Nýir kaupendur. Þeir, sem ætla að gerast á- skrifendur Vísis, þurfa ekki annað en að síma til afgreiðsl- unar — sími 1660 — eða tala við útburðarbörnin og tilkynna nafn og heimilisfang. — Vísir er ódýrasta dagblaðið. BÆJAR- / rettir UroMqáta hk 1919 Lárétt: 1 oftast á á, 6 ómarga, 9 heiðursmerki, 10 pár, 12 verk- færi, 14 biblíunafn, 15 lofsöng, 17 ósamstæðir, 18 þrír eins, 20 skortinn. Lóðrétt: 2 vafatákn, 3 far, 4 titill, 5 reiðskjótar, 7 komna af. 9 upprunatákn, 11 þrír eins, 13 á strandstað, 16 fyrir nesti, 19 tvíhljóði. i ausn á krossgátu nr. 1918. Lárétt 1 Skjár 6 nót, 8 gá, 10 Laka, 12 nam, 14 nón, 15 \ úrin, 17 RK, 18 lán, 20 dorgar. Lóðrétt: 2,KN, 3 j.ól, 4.á,tan, 5 agnúi, 7 bankar, 9 áar, 11 kór, 13 Milo. 16 nár, 19 NG. K.F.U.M. Biblíulestrarefni: Post. 2, 42—47 Öðrum bætt við daglega. Skátaskólinn að Úlfljótsvatni. í sumar verða aðeins teknar skátastúlkur og Ljósálfar í skólann. Skriflegar umsóknir skulu sendar til Jónasar B. Jónssonar, fræðslufulltrúa, Hafnarstræti 20, fyrir 1. júní n. k. — Handavinna nemenda í handavinnudeild Kennara- skólans við Laugaveg 118 verð- ur til sýnis í dag kl. 1—7. Afhending trjáplantna sem pantaðar hafa verið hjá Skógræktarfél. Reykjavíkur og Skógrækt ríkisins er hafin. Fer hún fram að Grettisgötu 8. Þar er einnig hægt að fá keyptar plöntur. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss fór frá New York 21. þ. m. til Reykja- víkur. Dettifoss kom til Rvíkur 23. þ. m. frá Hull. Goðafoss kom til Reykjavíkur í dag. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn 30. þ. m. til Leith ög Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Hamborg 26. þ. m. til Antwerpen, Rotter- dam og Reykjavíkur. Reykja- foss fór frá Kotka 22. þ. m. til Austfjarða. Selfoss fór frá Vestmannaeyjum 26. þ. m. til Gra’varna, Lysekil, , Malmö, Aahus, Gautaborgar og Halden. Tröllafoss kom til New York 26. þ. m. frá Reykjavík. Straumey fór frá Skagaströnd í gær til Hvammstanga og Reykjavíkur. Aun kom til Reykjavjkur 21. þ. m. frá Ant- werpen. Vatnajökull -fór frá Vestmannaeyjum 22. þ. m. til Grimsby og Hull. Skip SÍS: Hvassafell losar á Kópaskeri. Arnarfell fór frá Hamina 23. þ. m. áleiðis til Austfjarða. Jökulfell losar á Húnaf lóahöf num. Eimskipaf él. Rvíkur h.f.: Katla er í Reykjavík. Hnífsdalssöfnunin Þetta fé hefur borizt til við- bótar fé því, sem áður hefur verið tilkynnt: Bjarni P. Jónas- son 100 kr., María Á. D. 15 kr., Elisábet Elíasdóttir 100 kr., Elías Tómasson 100 kr., Sigr. Elíasdóttir 100 kr., sáfnað á Eyrarbakka af Halldóru Guð- mundsd., kr. 575, safnað á Skagaströnd af Ásm. Magnús- syni kr. 1730 og safnað í Hafn- arfirði af Helgu Jónasd. kr. 1360. Náttúrulækningafél. Rvíkur heldur fund í guðspekifélags- húsinu í kvöld kl. 8,30. Dýrfirðingafélagið biður félagsmenn sína að fjöl- menna við gróðursetningu trjá- plantna í reit félagsins í Heið- mörk n. k. sunnudag. — Farið verður frá Ferðaskrifstofunní k.l 1 e. h. Afmælisfagnað heldur K.R. sunnudaginn 31. maí kl. "3,30 síðd. í Sjálfstæðis- húsihu t’1 heiðurs formanni sín- urn. Éríendi Ó. Péturssyni, í tiícfnl 60 ára afmælis hans 30. rr.'J' méiginleg kaffidrykkja, Tz’yý’söhftnr, dans og‘ýmis ör v. k mmtiatriði. Aðgöngu- miíar ei t seldir í Bækur og ritföng, Austurstræti 1, til há degis á laugardag og á sunnu dag kl. 1—4 í Sjálfstæðishús inu. Auk K.R.-inga og gesta þeirra eru aðrir vinir E.Ó.P. velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. Sjómannadagshátíðahöldin. Bæjarráð hefur samþykkt að' útihátíðahöld sjómannadagsins fari fram við Austurvöll. Há- tíðahöld þessi hafa undanfarin ár farið að mestu fram við Austurvöll, en þar hafa ræður verið fluttar, minningarathöfn farið fram og verðlaun verið afhent. Veðrið. Lægð á Grænlandshafi á hreyfingu norðaustur eftir. Veðurhorfur: Allhvass sunnan' og suðaustan; rigning. — Veðrið kl. 9 í morgun: Reykja- vík A 4, úrkoma í grennd, 8. Stykkishólmur ASA 3, rigning, 6. Hornbjargsviti ANA 1, þoka, 5. Siglunes SA 1, 9. Akureyri SA 2, 12. Grímsey ASA 3, 7. Grímsstaðir SSA 2, 10. Raufar- höfn SA 3, 8. Dalatangi, logn, þoka, 5. Djúpivogur A 2, þoka, 6. Horn SV 2, 7. Loftsalir ASA 3, rigning, 9. Vestm.eyjar ASA 7. rigning, 8. Þingvellir ASA 1, rigning, 8. Reykjanesviti ASA 4, úði, 8. Keflavíkurflugvöllur SSA 6, rtgning, 9. Schymberg á förum til Svíþjóðar. Sænska söngkonan, • Hjördís Schymberg, fer í lok vikunnar til Stokkhólms og tekur þar þátt í hátíðarsýningu, sem fram á að fara á Æfintýrum Hoff- mans, en til þessarar sýningar verður. efnt í tilefni af 700 ára afmæli Stokkhólmsborgar. — Meðan Schymberg dvelur í Svíþjóð mun Dora Lindgren frá Rikstteatren í Svíþjó syngja hlutverk hennar i óperunni La Traviata, sem nú er flutt í Þjóðleikhúsinu. Lindgren er þekkt söngkona á Norðurlönd- um og víðar, og t. d. í Englandi hefir hún sungið í Covent Gar- den í hlutverkinu Paminu í Töfraflautunni eftir Mozart. N emendatónleikar. Tónlistarskólinn efnir í kvöld í Tripolibíói til f jölbreyttra nemendatónleika, og hefjast þeir kl. 7. Tónleikar þessir verða síðan endurteknir nk. laugardag 30. maí. Tónlistar- unnendur ættu að sækja tón- leikana. Orðsending til Heimdellinga. Gerið skil í happdrætinu sem fyrst. í kvöld verður skrifstof- an opin frá kl. 8—10. f happdrætíi Sjálfstæðasfl. eru 50 vinningar, samtals að upphæð 130 þús. kr. Sjálfstæð- ismenn, • ryggið ykkur miða. Sölumenn,..gerið skil sem fyrst. Un,gbarnayemá Líknar, Templarasundi 3, er opin þriðjudaga kl. 3.15—4 e. h. og fimmtudaga kl. 1.30—2.30 e. h. Á föstudögum er opið fyrir kvefuð börn einungis kl. 3.15-4 e. h. Sjálfstæðisfólk utan af landi, sem statt verð- ur í bænum fram yfir kosning- ar, hafið samband við skrifstofu flokksins í Vonarstræti 4. Sím- ar 7100 og 2938. , .. ij'1 ut,:■>•)<!.ít Krabbaméinsfélag R.víkur. . S krifstofa Krabbameinsfélags i Reykjavíkur-, Lækjargötu 10 B, er opin daglega frá kl. 2—5. Höfnin Strandferðaskipið Hekla fór í slipp í morgun, Troja, danskt skip, kom til þess að taka fiski- mjöl. Marz og Skúli Magnús- son komu af veiðum í morgun, en Helgafell fór á veiðar. — Verið er að landa úr Ingólfi Arnarsyni og Karlsefni, sem komu í gær. Austfirðingur kom til viðgerðar. Blaðamannafélag Islands heldur fund að Hótel Borg á morgun, föstudag, kl. 3 e. h. Rætt um heimsókn norrænu blaðamannanna og stjórnar- fund norræna blaðamannasam- bandsins hér í sumar. Stuttur fundur en áríðandi að sem flest- ir mæti. Fulleyir s if ttt tt rjjtt h h « r krónur 520,00. Á L A F O S S Þingholtsstræti 2. Lögreglufréttir. Rétt eftir hádegið í gær varð minni háttar umferðarslys hér í bænum, er telpukrakki á reið- hjóli lenti utan í strætisvagní og féll í götuna. Atburður þessi átti sér stað á mótum Langholtsvegar og Hólsvegar. Ók strætisvagn- inn norður götuna er 12 ára gömul telpa, Sigríður Kristins- dóttir, Langholtsvegi 36, kom hjólandi á móti honum, lenti utan í honum og féll á götuna. Foreldrar telpunnar voru nær- stödd og fluttu hana á T.arid- spítalann til athugunar, en meiðsli hennar reyndust ekki mikil og var henni leyft að fara heim. f gær gerði maður nokkur sig sekan um að aka yfir eina flugbrautina á Reykjavíkurflug velli. Var athæfi þetta kært til \ lögregulnnar og tók hún bif- reiðarstjórann fastan. ■Ígkgrjctljöát CDWIN ARNASON UNDAR6ÖTU 25. 6ÍMt 3745 Ný gerð af MÞrengja*- iataefnwm Á L A F O S S Þingholt3stræti 2. Kaupi guli og siifur Börn verða innrituð í sumarleikskólann í Grænuborg frá kl. 2—6 í dag og ■ næstu daga. — Forstöðukonan verður til viðtals í Grænu-I borg á sama tíma. Sími 4860. Stjóm Sstin arfjjja i’ti r yWUVUVVWWWW^AWAftWtfVWAVWUWWWWVWVVWWW Okkur vantar nú begar 2 síb bi m et s iú t k tt r Style, Austurstræti 17. Sími 82214. Jarðarför fésturföður míns, £rleisdar Erlendssonar kaupmanns, fer fram írá Ðómkirkjunni íöstu- daginn 29. mai kl. 2 e.L. Bióm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á iíknarstofnanir. Brynhildur Kjartansdóttir. Pvfaðurinn mmn, Þórður Símonai'&awi Njáisgötu 4 A verður jarðsungian frá Foss- vogskirkju íöstudaginn 29. þ.m., kl. eftL hátíegi. 1 Ágústa Guðmundsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.