Vísir - 28.05.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 28.05.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudagmn 28. mai 1953 VlSIR Bláskógaheiði fyrir þeirri viðleitni, sem uppi virðist vera um að dylja hið rétta nafn heiðarinnar. Það hefur þegar komið í ljós, að þrátt fyrir allar sögulegai sannanir um nafn heiðarinnar, og sem eru í fyllsta samicemi við frásagnir kunnugra m=,ua þar um, sem eg minnist frá æsku minni, er nú svo komið að hinn síendurtekni feluleíkur með nafn heiðarinnar hefur orðið þess valdandi, að öllum þorra yngra fólks er gjörsam- lega ókunnugt um hið rétta nafn hennar. En eins og áður segir, getur fjölfarið landsvæði ekki haldist nafnlaust til lengdar, enda fór svo, að jafn- framt því, sem bílferðir hófust um heiðina, var farið að gefa henni nýtt nafn, og kalia hana „Kaldadal“. Kaldidalur. Eins og flestum ætti að vera kunnugt, er Kaldidalur aðeiiu skarðið, eða sváeðið, milli suð- ur enda Oks, og ÞórisjökuIIs, og því með öllu óviðkomandi Bláskógaheiði, getur í hæsta lagi talist liggja að henni, og er því augljóst hve fjarstætt það er, að fara að uppnefna Bláskógaheiði, eða einhve.n hluta hennar með þessu nair.i. Uppruna þessarar nafngiftar mun mega rekja til þess tíma er fyrst tókst að brjótast með bíl á milli byggða um Blá- skógaheiði og Kaldadal — lík- lega á síðari hluta þriðja tugs þessarar aldar. Þetta þóttu á sínum tíma allmikil tíðindi og góð, því að hverri nýrri leið, sem opnaðist fyrir þetta nýja samgöngutæki, var að vonum fagnað. Nafnið Kaldidalur varð því um tíma á hvers manns vörum, og vandist fólk smám saman á, að nota það nafn fyrir alla leiðina, þar sem eng- inn varð til að andmæla því, eða leiðrétta, og er algengt að heyia fólk telja sig hafa farið norður á Kaldadal, ef það hefur komist eitthvað norður fyrir Sand- kluftir. Síðast í fyrra sumar heyrði eg fólk’ segja frá því, að það hefði farið í berjamó norður á Kaldadal, en hafði reyndar aðeins komist norður í Tröllhálsbrekkur. En jafnframt því, sem fundið er að þessu fáranlega uppneím á Bláskógaheiði, verður einnig að taka það fram, að almenn- ingur, sem eklti þekkir hið rétta nafn heiðarinnar, af á- stæðum sem áður eru nefndar, hefur óneitanlega nokkra ai'- sökun fyrir uppnefninu, þvi að sjálf vegamálastjórnin virðist hafa lagt blessun sína yfir það, með því að merkja leiðina að heiðinni, og yfir hana, með nafninu „Kaldidalur ‘. Á vegamótum austun Þing- vallá er vegamerki, sþln bendir á veg þann, sem liggur til norðausturs með fram Ár- mannsfelli. Á merkinu stendur nafnið: „Kaldidalur“, ekki að það sé leiðin til Kaldadals með t'ilgreindri vegalengd eins og fólk'hefur vanizt á að sjá og lesa sér til leiðbeiningar ,anr.- arsstaðar við þjóðvegi lahdsins, heldur aðeins nafnið eitt án nokkura skýringa. Végáiherki eru auðvitáð fyfst'-%:'• h'réhi.4 gerð fyrir ókunnuga •. egfar- endur, en af þeim verður þess naumast vænst, að þeir skilji þetta merki á annan hátt en þann, að hér byrji Kaldidalur. Enda mun það vera algengt í farþegabílum, sem fara þarna um á norðurleið, að heyra radd- ir um, að nú sé verið að leggja á Kaldadal, og hafi nokkur efast um réttmæti þeirrar á- lyktunar, þá hlýtur sá efi að hverfa þegar hún sést staófest og undirstrykuð_ með samskon- ar vegamerki hjá Meyjasæti við Kofmannaflöt, sem synir að ennþá haldi leiðin áfram um Kaldadal. Hér. er gengið út frá því, að engir aðrir en vegamálastjórn- in og trúnaðarmenn hennar. hafi myndugleika til að sctja leiðarmerki við þjóðvegi-lands- ins, og þar af dregin sú álykt- un, að þessi vegamerki ’-'áfi verið sett upp með hennar vit- und og samþykki. En hvernig sem á þessari vegamerkijgu stendur, verður það ekki /arið, að hún er röng, og gcfur vcg- farendum rangar upplysingar um þá lejð, sem þeir eru að fara, og tel eg víst að það sé almenn ósk, og krafa, allra þeirra, sem leiðina þekkja, að þetta verði leiðrétt áður en næstu .sumarferðir byrja u» þessar slóðir. En fullnægjandi leiðrétting í þessu efhi getur aðeins náðst með því, að nafnið „Bláskóga- heiði“ fái sinn rétta sess á kortinu, og þar með í meðvit- und allra vegfaxenda, ,sem um hana fara, og gæti fyrsta leið- réttingin farið fram á pann hátt, að áðurnefndum vega- merkjum. verði breytt þannig, að á spjaldið hjá Þingvöhum sé letrað: Til BIáskógaheiðar“, en á hitt spjaldið, hjá Meyja- sæti, sé letrað aðeins. „Blá- skógaheiði“, sem sýni að þar hyrji sjálf heiðin. Nafn heiðar- innar mætti stimpla á kortin, með vel gerðum gúmmístimpli þar til því yrði komið við að prenta þau á sínum stað, sam- kvæmt því sem áður er sagt. Bláskógaheiði, vegna h<ns góða haglendis, sem þar var að haia fyrir hestá ferðamanna, en vi’1 það þurftu áningarstaðir alUaf að miðast. En til þess að nafnið geti verið áfram á kortinu, í þessari merkingu, verður það að standa í sínum stað, þvert yfir sandinn milli Lága- íells og kvíslarinnar, frá vestri lil austm-s, og þá að sjálfsogðu með viðeigandi smáletursskýr- ingu innan sviga. Grashrekk- urnar sunnan í Tröllhálsi, á- samt móum þeim, sem að þeim liggja, og sem að mestu eru lyngmar, heita einu' nafni Tröllhálsbrekkur. Það er þess vegna ekki rétt að staðsetja naínið Ormavellir í þessum móum, eins og kortið sýnir, því að þar hefur það aldrci átt heima. Eg minnist síðustu leifa Ormavalla frá fyrstu ferðum mínum um heiðina, sem mun hafa verið nokkru fyrir, 1,890. Voru það tvær allstórar „torf- ur“ skammt fyrir sannan Kvísl- iná. Þær voru vaxnar grasi að ofan, og var slangur af stóo- hrossum þar á beit. Var gang- ur upp á þær þó ekki, greiður fyrir hrossin, því aðeins á viss um stöðum gátu þau komist upp, á öðrum stöðum voru þær svo háar, að fullorðin hross gátu staðir undir brúnum þeirra. Faðir. minn, og aðrir rosknir bændur, sem höfðu alið allan aldur sinn við heiðina, og farið um hana margar ferðir á hverju ári, sögðu mér, að i ungdæmi þeirra hefði verið þarna allstór samfeld gras- slétta, en útjaðrar hennar þó víða orðnir sandorpnir. Að það hefði alltaf verið einkennandi fyrir graslendi þetta hvað stóð- hross afréttarins hefðu ,,sótt þangað, og haldið sig þar allt sumarið. Að sagnir væru um það, að fyrr á öldum hefði þar verið eftirsóttur áningarstaður fyrir langferðamenn. Kosningaskrifstofur Sjáifstæðisflokksins KOSNINGASKRIFSTOFUR Sjálfstæðisflokksins eru í Sjálf- stæðishúsinu, uppi, sími 7100, og í Félagsheimili V. K., Vonar- stræti 4, 2. hæð, sími 7100 og 2938. Skrifstofan í V.R. sér um allt, er varðar utankjörstaðaatkvæða- greiðslur og eru menn beðnir að hafa samband við þá skrifstofun um þau mál, er varðar þá kosningu. Kosningaskrifstofurnar eru fyrst um sinn opnar sem hér segir: í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 9 til 7 og í V. R. frá kl. 10 til 7. í skrifstofunum eru gefnar upplýsingar um kjörskrá og annað„- er við kemur kosningunum og undirbúningi þeirra. Það er mjög áríðandi, að fólk athugi, hvort það er á kjörskrás einkum það, sem fIutt hefur milli kjördæma frá síðasta manntalL ATH.: Kærufrestur vegna kjörskrá er útrunninn 6. júní n.k. Þá eru það vinsamleg tilmæli til þeirra Sjálfstæðismanna, sem eru á förum úr bænum og munu dvelja utanbæjar á kjördegi, að þeir tilkynni það skrifstofunni í Vonarstræti 4 sem allra fyrst. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Keflavíkurflugvelli er við Flugvallarbúðina, opin frá kl. 9 til 7 daglega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Árnessýslu er hjá Sigurði Ól. Ólafssyni h.f., Selfossi, sími 119. Sjálfstæðismenn. Kosningabaráttan er Uafin. Hafið samband við kosningaskrifstofur flokksins og veitiö þeim aðstoð ykkar. Örnefni á Bláskógaheiði. Samskonar mistök, sem hafa átt sér stað um nafn heiðar- ‘nnar, hafa einnig komið fram við staðsctningu nokkuria ■fornra örnefna á heiðinni, og vil eg leyfa mér að benaa hér á nokkrar leiðréttingar, sem á því þarf að gera, og mun eg i því efni fara eftir áðurnefnd- um heimildum í frásögn kunn- ugra manna, sem eg minnist frá æsku minni, og kemur þá fyrst til athugúnar Ormavellir. Fyrr á tímum var grasslétta ein mikil með þessu nafni norð an Lágafells, milli þess og kvíslarinnax, sem á þessum stað heitir Sanavatnskvisl, eða nánar tiltekið lieitir hún þéssu nafni á leið sinni um sandana frá austurenda Tröllliáls til Sandvatns. — Nú er grasslétta þessi horfin, og , með henni einnig örnefnið „Ormavellir“, en í þess stað' komin þar örfoka sandauðn. Nafnið geíur því raunverulega ekki lengur átt, rétt á sér á kortinu, nema þá sem minnismerki um horfinn gfóðurreit, sem fyrr á öidum Var’Vel þekktur áningástaður langferðamanna, sem fóru um r Islenzk tónverk í Þýzkafandi. Þann 30. apríl voru haldnir hljómleikar í Köln með verk- um frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. Kom Hallgrímur Helgason þar fram fyrir íslands hönd með fjórar tónsmíðar. Dagblaðið „Freie Presse“ í Köln segir m.' a. um hljóm- leikana: „í inngangsorðum sínum benti prófessor dr. Paul Mies á, hvernig með eins mannsaldurs millibili, fyrst dönsk, síðan norsk, sænsk, finnsk, og að síðustu íslenzk tónlist hefði sem öldukast far- ið . sigurf ör um tónlistaheim Þýzkalands. Meðal hinna nor- rænu tónskálda hefðu fyrst og fremst Grieg og Sibelius öðlazt átthagarétt meðal okkar. Með méistaralegum yfir- burðum flutti Mies þarnæst sónötu eftir Hallgrim Helgason, einskonar tilbrigði við íslenzkt þjóðlag. Þunglyndisblær sem bærist í grunntóni hinna nor- rænu tónsmíða kom bezt fram. í sönglögum eftir Grieg (Ljósar- nætur, Haustblær og Söngur Sóleyjar) og Hallgrím Helga- son (Smalastúlkan, Nú afhjúp- ast ljósin og Maríuvísa)“. „■ ■pMjggjirr Pappírspokagerftin h.f. ÍVitastíg 3. Allsk.pappírspokar ^Mwrðvinnu- bnxur í ýmsum litum fyrir ungar telpur. I<?acjnat' ídiöndaÍ li.j. Á kvöldTÖkunni Enski kvennamorðinginn John Christie var handtekinn fyrir nokkru á götu í London, en þá hafði hans verið leitað víða af Scotland Yard lögreglunni. Það var gotulögregluþjónninn Thomas Ledger, sem rakst á Óhristio óg handtók hann. Myndin er af Ledger. Móðirin var kaþólsk og mjög strangtrúuð. Marta litla var sex ára og sagði við mömmu sína: „Þegar eg verð stór ætla eg að giftast presti.“ „Hvað er að heyra til þín,“ sagði móðirin stórhneyksluð. „Veiztu ekki að prestarnir mega ekki gifta sig?“ „Hvaðan koma þá allir litlu kórdrengirnir?“ sagði Marta. Það var vetur í Danmörku, en tunglsljós og blæjalogn. Piltur og stúl-ka -gengu feaman og leiddust ög námu staðár við blikandi stöðuvatn. „Elsku vinur,“ sagði hún og horfði á haun. „Finnst þér ekki augun í mér vera eins og stjörn- úr?“ ' „Jú, elskan mín,“ sagði hartn. „Og finnst bér ekki tennurn- ar í mér vera eins og perlur?“ „Jú, yndið mitt,“ sagði hann. „Og finnst þér ekki, elskan mín, að hárið á mér sé eins og lýsigull?“ „Jú, ástin mín,“ ságði hann. ’ „Elsku vinur minn,“ sagði hún. „En hvað það er yndislegt að þú skulir vera svona skáld— legur í hugsun!“ úm Mmi Einu sinni var .... í bæjarfréttum Vísis 28. maf 1919 stóð meðal annars þetta: Haraldur Árnason kaupmaður hefur látið breyta litlu húsi, sem stendur á lóð' prestaskólans gamla, sem nú er eign hans, í sannnefnt skraut- hýsi, þó lítið sé, en sjálfur kall- ar Haraldur það skemmu og notar það til þess að sýna í varning sinn. Auk þess er hann að láta setja kvist á aðalhúsið, í sama stíl og skemmuna, og verður prýði. að þessu hin mesta Þá var þessi auglýsing: Þú, sem tókst skófluna um miðdegi á laugardaginn, í port- inu á Klapparstíg T C, ert beð- inn að skila henni strax. — Jón Hannesson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.