Vísir - 30.05.1953, Blaðsíða 8
Þeií sem gefast kaupendur VÍSIS eftir
Íð. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tit
mánaðamóta. — Sími 1660,
VMUl
VÍSIK er ódýrasta blaðið ©g þó það fj81-
breyttasta. — Hringið i síma 1660 og gerist
áskrifendur.
Laugardaginn 30. maí 1953.
tm
Ridgway- hershöfðingi og frú við komu þeirra á Reykjavíkur-
fflugvöll í gær. (Foto.: Pétur Thomsen).
Á Þingvöllum kemur andinn
alltaf yf ir mig.
Þar skrifar Eggert 3ja hínéíh af „Lífinu
„Eg ætla til Þingvalla i næstu
viku, og þar veit eg af reynsl-
unní, að andinn kemur alltaf
yfir mig. Það getur ekki íarið
hjá því á þeim stað."
Eggert Stefánsson rjöngvaii
— og þó er raunar réttara að
kalla hann rithöfund nú —
varð á vegi eins af tíðinda-
mönnúm Vísis' í 'gær, sem tók
harin þegár tali, því að Éggert
er skrafhreyfinn, hvorl sem
Ifaariri er heima hér eða erlendis.
Ög bíáðamaðurmn hafði spur.t
hann, hvqrt hannværi ekki áð
vin'na ýið 3: bindi áf „Iáfinu".
„Annað kvold les ég upp í
útvarpið," hélt Eggert áfraxn,
„bg eg ætla að segja mönnum
frá Sikiley, því að þar var vagga
ítalskrar menningar, sem'hef-
ur ¦ síðan verið fyrirmynd. alls
fceimsiris. Auðvitað vita aPir,
að ítalir eru í rauninni feður
evrópskrar menningar, en þeir
eru því miður færri, sem hafa
hugmynd um það, að það er
Sikiley, eyja blóðhefndarinnar,
sem allir þekkja, er fóstraði
þaðv sem allir dá nú og kenna
víð ítalíu, Auðvitað eiga íslend-
ingar að heimsækja Feneyjar,
Milano, Róm, Flórens og Napoli,
þegar þeir geta farið út fyrir
landsteinana, en þegar þeir
vilja finna rætur menningar-
innar, þá eiga þeir að fara
lengra. Það kostar hvorki miklu
meira fé eða tíma að bregða
sér yfir Messinasundið."
„Þú hlauzt lof margra fyrir
fyrirlesturinn um hestinn og
öræfi fslands, eftir því sem ég
hef heyrt."
„Jú, en því miður varð eg að
stytta þann kafla niður í það, að
n
60 mínútna lestur tæki aðeins
30 mínútur, og þótti mér það
mjög leitt, en það er auðvelt
fyrir menn að bæta sér það með
því að lesa bókina ... Og í Val-
höll og á Þingvöllum vonast eg
til að geta sett mig i samband
við náttúruandana, sem hafa
svo oft hvíslað ýmsu fögru að
mér. Og ef menn vilja lesa jim
það eða hlýða á það, þá er til-
gangi mínum náð."
örvpin jamsms
erfiðarí.
I»orfi sérsiakra
tækfa.
Klaustursbræður hafa enn
ekki hafizt handa um björgun
járnsins af Dynskógafjöru,
enda hafa allar aðstæður þar
eystra versnað síðan í fyrra.
Einnig hefur staðið allmjög
á leyfum fyrir sérstökum tækj-
um, sem ætlunin er að nota,
en þau munu auðvelda björgun-
ina til muna.
Ósinn, þar sem járnið liggur,
sem var í fyrra veitt burt fyrir
vestan járnið, hefur í vetur
rutt sér braut austur fyrir, svo
að enn torveldar það björgun-
ina. Einnig liggur járnið nú
mun nær sjónum en í fyrra.
Allt útlit er þó fyrir að bjorg-
un muni hefjast nú í sumar,
en framangreiridar ástæður
tefja eðlilega fyrir, svo mjög
sennilegt er, að þeir bræður
geti lítið aðhafzt í júní, en þá
eru skilyrði með bezta móti,
éndá nótt albjört.
Hér á að standa Nau u Nan,
en ekki Mau-Mau, bví að þetta
er nafn á þýzkri stálverksmiðju.
Safnasf vel í síyttu
af sr. Fr. Fr.
Fjársöfnuninni til styttu séra
Friðriks Friðrikssonar miðar nú
allvel áfram, enda er nú safn-
að af miklu kappi bæði hér í
bænum og út um land.
Samkvæmt upplýsingum er
blaðið hefur fengið, er söfnun-
inni svo vel á veg komið, að
f ullvíst má telja, að henni verði
aðfullu lokið, er styttan kemur
hingað til. lands, en það muri
sennilega verða riú fyrrihluta
sumars, Enn mun þó ekki end-
anlega ráðið, hvenær. styttan
.verðui%eist.
Santið víð IsraeL
Hinn 18. maí voru undirrit-
aðir í Stokkhólmi viðskipta-
og greiðslusamningar milli ís-
lands og ísraels. Dr. Helgi P.
Briem sendiherra undirskrif-
aði samningana fyrir fslands
hönd, en dr. Avraham Nissan
sendiherra fyrir ísrael.
Samningar þessir eru árang-
ur af viðræðum, sem áttu sér
síað í Stokkhólmi dagana 6.:—8.
maí. Tóku þátt í þeim af ísra-
els hálfu þeir Helgi P. Briem
sendiherra, Þórhallur Ásgeirs-
son skrifstofustjóri og dr.
Magnús Z. Sigurðsson, verzl-
unarfulltrúL
Samkvæmt samningunum
er .gert ráð fyrir jafnvirðis-
kaupum milli landanna. ísra-
elsmenn munu aðallega kaupa
hér frystan fisk, en íslending-
ar eiga kost á að kaupa þær
vörur á móti, sem ísrael flytur
út, og eru ekki bundnir við
kaup á ákveðnú magni eða
vörutegundum.
Norðuiian<faför
Heklu ákveðtn
b. jum.
Ákveðið hefur nú verið, að
m.s. Hekla leggi af stað í Norð-
urlandaferðina 6. júní, þar sem
öll nauðsynleg leyfi eru fengin.
Verður komið við bæði í
Vestmannaeyjum og á Aust-
fjörðum á útleið, og gefst mönn
um því tækifæri til þess að sjá
austurströndina áður en lagt er
af stað til Noregs.
Fararstjórar verða Þeir Ing-
ólfur Guðbrandsson, kennari og
Skúli Skúlason, ritstjóri. —. f
Gautaborg hafa verið gerðar
ráðstafanir til þess að kynna
þeim, sem hug hafa á, skóla,
iðnað og fleira, sem lýtur að
borgarlífinu. Er fólki bent á,
að na'uðsynlegt er að hafa vega-
bréf með í förina. Enn munu
nokkur rúm laus.
Næsta skemmtiferð, sem
Ferðaskrifstofa ríkisins gengst
fyrir er ráðgerð með m.s. Heklu
til Glasgow 29. júní. Farið verð
ur til Edinborgar og upp í há-
lendið. Verður það 19 daga ferð,
og verður komið heim aftur 17.
júní.
Fjármálasérfræ§-
ingur vinnur að
stjórnarmyndun.
París (AP). — Pierri Mendés-
France, úr róttæka flokknum
(radieal-socialistafl.), hefur fall
izt á beiðni Auriol ríkisforseta
Frakklands, að þreifa fyrir sér
um stjórnarmyridun.
• Mendés-France kvaðst mundu
fara að dæmi Reynaud og kynna
fulltrúadeildinni stefnuskrá
sína, og ef hann fengi traust
hennar, ræða við leiðtoga flokk
anna, en fyrr ekki. — Mendés-
France mun flytja stefnuræðu
sína næstkomandi þriðjudag
eða miðvikudag.
Hann er einn af færustti fjár-
málaséi-fræðingum Frakka og
það er vegna sérþekkingar hans
og hæfileika á því sviði, sem
Auriol forseti hefur leitað tii
hans, en æ. verr horfir um' fjár-
hag ríkisins.
Erskine tekur við
yfírstjórn í Kenya
London (AP). — Erskine
hershöfðingi hefur verið seftur
yfir allan herafla í Kenya og
allar lögreglu- og varnarsveit-
ir. — Hann er einn af kunnustu
hershöfðingjum Breta.
Herstjórn hans verður ekki
háð herstjórn Breta í löndunum
við austanvert Miðjarðarhaf,
eins og verið hefur, heldur tek-
ur hún aðeins við fyrirskipun-
um beint frá brezka hermáia-
ráðuneytinu. Háværar kröfur
hafa verið um slíka breytingu
sem þessa, því að mikilvægt er
talið, að yfirstjórnin í sókninni
gegn Mau-Mau geti einbeitt sér
að hlutverkinu, án íhlutunar
herstjórnar, sem . er milliliður
milli hennar og London.
Ármann J. Lárusson.
Islandsglíman
háð a morsun.
Á morgun verður íslands-
glíman háð í 43. skipri, og fer
hún fram að Hálogalandi kl.
20.30.
Keppendur eru 10 að þessu
sinni og meðal þeirra beztu
glímumenn landsins. íslands-
glíman var fyrst háð 1906 á
Akureyri, en féll niður á árun-
um 1914—18, og er því Grettis-
beltið, sem keppt er um, orðið
47 ára gamalt. Handhafi þess er
nú Ármann J. Lárusson og sést
hann girtur beltinu hér að ofarí.
Glímumennirnh- eru annars:
Ármann J. Lárusson, Rúnar
Guðmundsson, Anton Högnas.,
Ferð Varðar
á morgun.
Varðarfélágar éfna til
skemmtiferðar á morgun, m. a.
til þess að skoða stærstu og
merkilegustu mannvirki hér í
grennd. .
Ferð þéssi er fyrirhuguð að
Gufunesi, Reykjum og austur
að Sogí og verða framkvæmd-
ir Áburðarverksmiðjunnar,
Hitaveitunnar og Raf magns-
veitunnar skoðaðar.
Ferðin er mjög ódýr, kostar
aðeins 30 krónur á mann og er
í því innifalið kaffi' á Þingvöll-
um. ' . , ':
, Er þess.vænzt að sem-flestir
sVarðarféIagar taki þátt i för-
inni.
Gísli Guðmundss., Grétar Sig-
urðsson, Kristm. Gúðmundss.,
Gunnar Ólafssori, Guðmundur
Jónsson, Erlendur Jónsson og
Kristján Heimir Lárusson.
Ármann og Rúnar hafa unn-
ið kappglímur undanfarinna
ára á víxl, og er enn tvísýnt
um hvor muni sigra. Keppnin
getur því orðið spennandi auk
þess, sem allir keppendur eru á-
gætir glímumenn. Ferðir að Há-
logalandi verða frá Ferðaskrif-
stofunni.
við Mati Mau
að breyfast í hernað.
En þá telja Bretar aistöðu stna betri-,
Einkaskeyti frá A.P.
London, í gær.
Allt virðist benda til þess, að
viðureignin við Mau Mau-menn
í Kenya sé að breytast í skipu-
lagðan hernað.
Til skamms tíma hafa árás-
irnar verið gerðar. af handa-
hófi, Mau Mau-menn borið
niður hingað og þangað, án
þess að hjá þeim virtist um á-
kveðin markmið að ræða önn-
ur en að vega menn. Nú er
hinsvegar svo komið, að árás-
irnar beinast fyrst og fremst
að þeim stöðum, þar sem von
er vopna og skotfæra, en öflun
þeirra er eitt af því, sem Mau
Mau verður að tryggja, til þess
að baráttunni verði haldið á-
fram.
Gegn þessu vinna svo yfir-
völdiir brezku með þvi, að
vopna þá af innbornum mönn-
um, sem sýht hafa að undan-
förnu, að þeim er treystandi
til þess að berjast gegn hermd-
arverkamönnum. Af þessu
leiðir að
Mau Mau-menn fara nú í
stærri hópum en áður, og
auðveldara er fyrir skipu-
lagða herflokka að sækja a'ð
þeim, en þegar um marga
smáhópa er að ræða.
Vonir meiri
í nýlendunni
Hefir af þessu leitt, að ný-
lendubúar eru nú vonbetri en
áður um, að takast megi að
sigra Mau Mau-menn, og það
áður en langt um líður. Að
minnsta kosti á að vera hægt
að lama þá svo að þeir, sem
undan komast úr bardögum,
hafi hægt um sig, því að hreyf-
ingin breiðist nú ekki meira út.
Mau Mau-sveitirnar eru nær
eingöngu í Aberdaire-fjöllum,
og þrengja hersveitir Breta
smám saman hringinn um þær.