Vísir - 01.06.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 01.06.1953, Blaðsíða 4
VtSIR Mánudaginri 1. júní ■* 1953- wvsxxt DAGBLAÐ Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 1 króna. Félágsprentsmiðjan h.f. Tálvonir Alþýðuflokksins. laðið kemst að þeirri niðurstöðu í forustugrein sinni í gær, að straumurinn muni við þessar kosningar liggja til Alþýðuflokksins, því a,S menn hafi ekki trú og traust á öðrum flokkum. Er einkar fróðlegt að lesa forustugrein þessa, ep niðurstöður hennar koma alveg á óvart, þar sem Alþýðu- i'lþkkurinn hefur ekki frekar skilyrði til þess að safna kjós- endum í landinu undir merki sitt en til dæmis kommúnista- flokkurinn eða nýju flokkarnir báðir. Það þarf ekki annað en að kynna sér sögu Alþýðufiokksins .síðústu árin, til þess að það verði ljóst, að flokkurinn getur ekki vænzt nednnar fylgisaukningar að þessu sinni -— nema kannske þar sem hann fær lánuð atkvæði frá Framsóknarflokknum, til þess að forða frambjóðendum frá falli. Flokkurinn hefur nefnilega ekki breytt afstöðu sinni til ýmissa mála að neinu leyti síðan 1949, en þá varð óheillastefna hans til þess, að hann beið herfilegan ósigur. Flokkurinn hafði þá um skeið verið í stjórn og jafnvel haft stjórnarforustuna á ’Vndi, og hann hafði barizt dyggilega fyrir því, að óbreytt ásta..a væri í öllum efnum. Margvísleg vanda- mál kröfðust úrlausnar, en Alþýðuflokkurinn vildi láta allt reka á reiðanum. Hann vildi ekkert reyna, sem hafði ekki verið reynt áður, en öll hin gömlu úrræði höfðu þó reynzt til lítilla eða engra bóta. Þannig stóðu sakimar, þegar gengið var til kosninga í október 1949, og kjósendur dæmdu Alþýðu- l'lokkinn óhæfan — fylgi hans minnkaði til mikilla muna. Þetta varð til þess, að flokksforinginn boðaði, að Alþýðu- flokkurinn væri- ekki til viðtals, að því er stjórnai'myndun snerti, og dæmdi sig þannig úr leik, þegar einmitt var svo komið, meöal annars vegna stjórnarstefnu hans á undanförnum árum, að nú var þörf til að gera bragarbót. Að vissu leýti var- það eðlilegt, að Alþýðuflokkurinn tæki ekki þátt í þeirri við- reisn, isem nauðsynlegt var, þar sem hún hlaut að krefjast að farnar væru aðrar leiðdr að markinu, en hann taldi rétt að fara. Á hitt er þó einnig að líta í þessu sambandi, að enginn verður minni maður af því að játa yfirsjónir sínar og bæta ráð sitt. En flokkurinn hafði ekki einu sinni manndóm til þess, og varð því svo að vera. Engin breyting hefur orðið á flokknum síðan, fyrr 'en bylt- ingin varð í honum á síð'ast liðnu hausti, er Stefán Jóhann var íelldur og Hannibal kjörinn formaður flokksins í hans stað. En sú breyting mun ekki verða til þess að auka fylgi, því að for- ingjaskiptin tákna ekki, að flokkurinn ætli sér að berjast fyrir öðrum úrræðum en þeim, sem hann taldi rétt áður. Hann mun einungis taka upp harðvígtra kapphlaup við kommúnista, og það hófst þegai- í verkíallinu í desember, enda þótt lausn þess yrði sú, sem ríkisstjórnin hafði stungið upp á að athuguð yrði verkfallslaust. Þar var Alþýðuflokkurinn í hinni nýju mynd sinni, ábyrgðarlaus flokkur eins og kom- múnistar. Lítist mönnum ekki lengur á kommúnistaflokkinn, getur þeim ekki heldur litizt á Alþýðuflokkinn, o.g enginn straumur mun liggja þangað í væntanlegum kosningum, enda þótt Alþýðublaðið boði það í gær. SÍS-menn á ísafiröi. ‘Díkisútvarpi'ð var látift birta þá tilkynningu á laugardags- kvöldið, að tveir.af hinum yngri mönnu'm Alþýðuflokksins, Benedikt GröndaJ og Kristinn Gunnarsson; mundu hafa tal af ílokksmönnum á ísafirði þá um lcvöldið. Var ekkert um það sagt, hvert verða mundi umræðuefnið, enda gat hver maður sagt sér þaö sjálíur, að rætt mundi um kosningarnar, undir- búning þeirra og áróður krata á ísafirði. , En. þaft er annað, sem ókunnugir koma kannske ekki auga á í fljótu bragði, og það er, að báðir þessir ungu menn eru starfs- menn hjá Sambandi íslenzkra samvinnufélaga. Það kann að vera hrein tilviljun, að þeir eru sendir vestur til þess að ræða við menn á ísafirði, en einkennileg tilviljun er það sannarlega, að það skuli vera staifsmenn SÍS, sem sendir eru þeirra erinda til ísafirðar, þar sem Framsókn hefur ákveðið, að ekki skuli boðið fram, til þess að Hannibal geti notið þeirra atkvæða, sem Framsóknarflokkurinn hefur yfir að ráða. Er óeðlilegt að draga af þessu þá ályktun, að þessir ungu menn hafi einnig haft í fórum: sínum einhver fyrirmæli frá húsbændum sínum í Sambandinu til Framsóknannanna á ísafirði? Já, þetta er harla einkennileg tiivrljun. — Bifrei&aoldin. Framh. af bls, I Sr. Jakob var meðeigandi í bifreiðinni, hafði verið vestan hafs, og gekk þar í félag við þá Svein og Jón um bifreióa- kaupin. Sr. Jakob hafði verið prest- ur vestan hafs árin 1911—13, laga, sem látinn er. Jón Sig- en hann er hinn eini þeirra fé- mundsson e renn á lífi í Flórida í Bandaríkjunum, og Sveinn Oddsson vinnur við iðn sína, prentlistina, í Winnipeg í Kan- áÖa. Þeir félagar tóku brátt upp farþegaflutninga, og þurfti þá eðlilega að reikna út, gjaldskrá. Hefur Guðbrandur Magnússon forstjóri sagt Vísi, að hann hafi verið með í því að reikna út gjaldskrá bessa, og varð gjald- ið 10 au. á hvern hlaupandi kílómetra, sem farþeginn ók með bifreiðinní. Thomsensbíllinn. . Bíll þeirra félaga var að vís' i ekki sá fyrsti, sem til landsins var fulttur, því að 1906 var fluttur hingað bíll sá, sem jafn- an gekk undir nafninu Thom- sensbíllinn. En hann gaf ekki eins góða raun og menn höfðu gert sér vonir um, svo að hann var brátt úr sögunni aftur, en eftir það reyndi enginn að flytja bíl til landsins, fyrr en þeir fé- glaar komu með Ford sinn fvá Vesturheimi. En þá höfðu bif- reiðarnar þegar tekið svo mikl - um framförum, að þeir námu land hér fyrir fullt og' allt. Jón Sig'niundsson mun jafnan haí'a verið ökumaður, og eins og gefur að skilja langaði marg- an ungan mann að læra með- ferð slíkra undratækja, því að menn þóttust sjá fram á, að bifreiðarnar væru farartæki framtíðarinnar hérlendis. Voru því sett lög um það, að menn skyldu ganga undir próf í þessu efni, og einhverjir munu hafa verið skipaðir kennarar eða próídómarar. Jón Sigmunds son mun þó ekki hafa verið í þeirra hópi, og á hann að hafa sagt við Sigurð Eggerz, er þá var ráðherra, að hann kynni nú ekki við að ganga undir próf hjá þeirn, sem hann hefði kennt. Svaraði Sigurður þá: „Það eru víst engin lög til, svo að ekki sé hægt að gera undantekningu frá þeim.“ Grímsstöðum í morguu. I dag er bjartviftri sunnan- og vestanlands, og alít útlit fyr- ir að bað haldist næsta sólar- hring. Kl. 9 í morgun var tveggja stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum, og alskýjað. Á Akur- eyri var norðanátt, skýjað og tveggja stiga hiti.' Léttskýjað var á Hornafirði og fimmm stiga hiti.- í Bolungarvík var sex stiga hiti kl. 9 í morgun. Norðan- eða austanátt er víðast um land._______ Kappræðtfftundi fresfað. Kappræftufundi þeim, sem álcveðinn hafði verið milli Heimdallar og Æskulýðs- fylkingarinnar, og átti að vera annað kvöld, hefir ver- ið frestað fram yfir helgi. Óskaði Æskulýðsfylkingin eftir frestinum og veitti Heimdallur hann. Verður fundurinn haldinn fyrri hluta næstu viku. \Vkomið mikið úrval af LEIKRITUM Anouilh: Antigone and Eu- rydice. — Ardéle. — Colombe. — Ring round the moon. — Thiefs Carnival. O’Neill: A Mbon for the misbegotten. Ridley: Beggar my neigh- -bour. Morgan: The Martin s nest. Browne: Dark summcr. Maugham: The noble spani- ard. Hackforth-Jones: Sweet- heart and wives. Og fieira og fleirá. Bókabúð NOEÐKA Hafnarstræti 4. Sími 4281. Vöruskipti við Austur-Þýzkaland fslenzka Vöruskiptafélagið hefur tekið að sér fram- kvæmd innkaupa samkvæmt vöruskiptasammngi nr. 10/A- 3549, II. vöruslciptasamningi við Austur-Þýzkaland. Til 25. ágúst n.k. er einstökum innflytjendum geí'inn kostur á að annast sjálfir urn vörulsaup sín frá Austur- Þýzkalandi samkvæmt ofangreindum samningi með eftir- farándi skilyrðum: 1. í hverju einstöku tilfelli skal leita samþykkis ís- lenzka Vöruskiptafélagsins, áður en endanlega er samið um vörukaupin. 2. Tilkynna skai íslenzka Vöruslciptafélaginu frá hvaða útí'lutningsfyrirtæki (DIA-deild) er keypt, hvað sé heildarandvirði vörunnar f.o.b. í U. S. dollurum óg um hvaða vöru sé að ræða. Það skal teki'ð frám, að' ihnflytjendúr geta sjálfir annast um opnun áb'yrgða Sinna hjá viðskiptbönkúm sínuni. Við ábýrgðaröpnun skáí greiða 1% af f.o.b'. andtðrði vörunna'r sem þóknun til íslenzka VöruskiptafélágsinS. ' ’ Þeir, sem þess óska, geta íengið tilboð fyrír milligöngu íslenzka Vöruskiptafélagsins og einnig geta menn eins og áður sent pantanir sínar á vegum þess. Vömskrá yfir vörur þær, sean fáanlegar eru samkvæmt samningum fæst á skrifstofu félagsins, Gai-ðastræti 6, Reykjavík. Þeim, sem hiut eiga að máli, viljum vér benda á, að hér er um einka-vöruskiptasamning að ræða, en ekki samning á mill.i ríkja. í-slenzka Vöruskiptstfélagift. nr-r Nú er hátíðisdagur hjá ölliun laxveiðimönnum, þvi í dag er fyrsti dagurinn, seni leyfilcg't -er að veiða lax á stöng á þessu sumri. Netaveiðin er fyrir nokkru byrjuð, því hún hefst 20. maí, en eftir þann tínia mega bændur, sem veiðiréttindi eiga í ám og vötnum, leggja netin. En þótt laxveiðitírhinn sé býrjaður, er ekki þar með sagt að laxinn sé kominn í árnar. Fyrr en í fyrra. Þó hafa þær fréttir borizl fyr- ir helgina ofan ur Borgarl'irði, að bændur, sem veiðirétt hafa í Hvítá, séu þegar farnir að veiða ilálítið. Og lax kom fyrr á land i Borgarfirði nú en í fyrra. Fram- an af má venjulega ekki gera ráð fyrir nema lítilli veiði, en þegar líða tekur á júní kemur oft í Ijós, livérnig laxveiðin niun verða á sumrinu. Nógir um boðið, þótt dýrt sé. Yeiðileyfi í góðum láxveiðiám liafa verið dýrseld undanfarin ár, og veiðist ekkert, er það tæp- lega fyrir. nema efnafólk, að lcggja stund á þcssa skemmtun. Kn samt virðast alltaf vera nóg- ir um boðið, og hefur t. d. svo verið hlaðið á Elliðaárnar und- anfarin. sumur, að það er lirein 1 furða að nokkur maður skuli geta lengur litið á það sem sport, að I standa þar á árbakkanum með j veiðistöng. Lax á boðstólum. • Mest allur lax, sem veiðist í ám í nágrenni Reykjavíkur, er . fluttur hingað til bæjarins, og j scldur hér á uppspi'engdu verði, ’ en verðlagið á þessari góðu t'æðu- tegúnd stendur auðvitað í beinu sambandi við hve ofsalega dýrt er að stunda þessar veiðar, og niér liggur við að segja óeðii- Jega dýrt. Það liða aldrei margii; dagar frá bví er veiðitimabilið hefst, og lax fæst í Reykjavik, og nú auglýsir eitt yeitingahús nýj- an iax á hverjum degi. En laxinn er afbragð. Éh lax e’r ágætis-matur, og það er ákaflega spennandi að veiða lax á stöng. Eg get nefnilega mjög vel sldlið alla þá, sem gam- an hafa af laxveiðum. AJtur á móti getur verið hundleiðinlegt að draga allan daginn og fá ekki neitt, og hafa nægan tíma til þess að lmgsa um hvað veiðiléyíið kostaði mikla peninga. •— Jæia, þetta voru nú bara hugleiðingar um lax. — kr. ★ Spakmæli dagsins: Frægft er smá við fífl að kljást. Skenmtileg Varð- arferð í gær. Mjög mikill fjöldi tók þátt í ferft landsmálafélagsins Varftar að Gufunesi og víðar í gæf. Var fyrst haldið að Guðunesi, þar sem menn skoðuðu rnann- virki ábur ðarverltsnuðj unnár, éfl' síðan' ékið að Reykjum, og og skoðuð upptök hitaveitunn- ar og mannvirki þar. Þá var farið til Þingvalla, og kaffi drukkið í Valhöll, en undir borðum flutti Bjai'ni Benerikts- son ráðherra ræðu. Að því búnu var ekið að írafossvirkjuninni og hún skoðuð eftir því sem | tök voru á. 1 Komið var heim um kl. 9 og hafði förin tekizt ágætlega, , verið bæði skemmtileg og' ódýr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.