Vísir - 02.06.1953, Blaðsíða 1
121. tbl.
43. árg.
Þriðjudaginn 2. júní 1953.
nginn ékeypis
krýningarbjér.
Einkaskeyti frá AP. —
London í gær.
Ölgerðarmenn Bretlands
eru ekki sérstaklega vinsæl-
ir um þessar mundir. Fyrir
nokkru var stungið upp á
því á þingi, að þeir gæfu
hverjum manni, er drekka
vildi, sex merkur bjórs á
krýningardaginn. Uppá-
stungu 'þessari var skotið til
landssambands ölgerðar-
rnanna, sem svaraði, að slík-
an skatt væri ekki hægt að
leggja á stéttina. — Margir
eru vitanlega gramir yfir
því, að fá ekki ókeypis bjór,
enda þótt flestir skilji, að
nokkuð langt var gengið.
ÍÞað var einn af þingmönn-
tam Verkamannaflokksins,
sem kom með uppástunguna.
María iufía í
síldarleit í vikunni.
Eannsóknaskipið María Júlía
ffer í ' síldarleiðangur - seirmi
Muta þessara viku.
Hagar skipið ; ferðum sínum
á syipaðan.hátt:Og í fyrra, fer
fyrst norðuímeðlaridiog rann-
sakar sjóinn fyrir Norðurland-
inu. Þaðan verður haldið norð^
ur til Jan Mayen eri síðan steínt
siiðúr og áð lokum siglt til
öeyðisf jarðar.
Á Seyðisfirði mætast öll
þxjú haf rannsóknaskipin,. G.
O. Sars, Dana og María Júlía
og yerður þar haldinn síldar-
rannsoknafundur 25. júní n.V.
svosem og gert var s.l. sumar.
mesta fregn krýningardagsms:
sigrað á föstudag.
Elisabet d-rottnhfgi vakin með
f reg-ninni ki. 5 i morgisn.
fvleðin TÍír fiallgöngusígi*ínuni
samívinnast I&rýníngai'fögnuðinum.
Einkaskeyti frá AP. — London í morgun.
Heimsbla&inu Times barst skeyti í nótt frá Hunt ofursta,
yfirmanni brezka Mt. Everest-leiðangursins um, að tindurinit
hefði verið sigraður. Elísabetu drottningu var tilkynnt gleði-
fregnin um þetta mikla afrek um kl. 5 í morgun.
Þetta er ein síðasta myndin, sem tekin hefur verið af Élísabetu
Bretadrottningti,
7 laxar fengust í
Eliiðaám í gær.
Sá stærsti 14 pd.
Veiði hófst kL 6 í gærmorgun
í Eiliðaánum, og fyrri hluta
dags veiddust 3 laxar, og íeynd-
ist sá fyrsti þeirra vera 12 pund.
Svo sem Vísir greindi fiá i
gær, hófst stangarveiðin þann
dag. Veíði var ágæt í Eliiða-
ánum og eitthvað veiddisí í
Laxá í Kjós, en engar fregnir
hafa borizt ofan úr Borgarfirði.
Alls yoru dregnir á land sjö
laxar í gær A Elliðaánum, og,
var sá stærsti þeirra 14 pund.
Verður að telja þetta ágætan
afla, á fyrsta degi veiðitíma-
bilsins. í Laxá í Kjós veiddust
tveirlaxar.
ijargsigsmenn koma upp
um landhelgisbrjót.
Fjallavegir vestra orðnir færir.
Þrýstibftsflyg-
\sél í pólflisgi.
Frá i»ví var skýrt nýlega í
Bandaríkjunum, að þrýstilofts-
flugv"! hefði í fyrsta sinn flog-
ið yfir norðurheimsskautið.
Gerðist þetta fyrir ári, en
var-haldið leyndu af ýmsum á-
stæðum. Var það sprengjuvél
frá Boeing-verksmiðjunum,
sem þetta gerði. Var flogið frá
flugvelli í Alaska, og lent á
hohurh aftur. . •
Aðfaranótt s.I. sunnudags
stóðu bjargsigsmenn í Horn-
bjargi vélbát úr Reykjavík að
togveiðum innan landhelgi og
kærðu með skeyti til bæjar-
fógeta á ísafirði.
Bjargsigsmennirnir voru við
eggjatöku í bjarginu er þeir sáu
vb. Kára Sölmundarson Re 39
vera að togveiðum inni á Horn-
víkinni. Fóru þeir um borð og
höfðu tal af skipverjum, en
sendu síðan bæjarfógetanum
á ísafirði skeyti um það, sem
þeir höfðu orðið varir.
Kári Sölmundarson kom svo í
gær inn til Bolungarvíkur og
viðurkenndi skipstjórinn brot
sitt fyrir lögreglustjóranum í
Bolungarvík. Kvaðst hann hafa
togað inn Hornvíkina og hafa
verið með togið úti sem næst
20 mínútur. Dómur í málinu
hefur enn ekki verið kveðinn
úpp.
Eggjataka.
Hópur manna, aðallega gaml-
ir Hornstrendingar, eru nú við
eggjatöku í Hornbjargi, og
liggja sigmennirnir við í 2—3
vikur- meðan á eggjatökiinni
stendur. Er von á þeim hvað úr
hverju til ísafjarðar með feng-
inn. Óhemju mikil eggjataka er
í bjarginu og í fyrravor komu
sigmennirnir með um 20 þúsund
egg úr ferðinni.
Fjallvegir akfærir.
Fjallvegir vestra eru nú í
þann veginn að verða akfærir
og er það miklu fyrr en venja
er til. Búið er að moka Breið-
dalsheiði og fóru fyrstu bílar
er til. Búið er að moka Breiða-
yfir hana s.l. laugardag. —
Gemlufallsheiði er löngu ak-
fær orðinn og vegurinn
yfir til Súgandaf jarðar er einn-
ig bilfær orðinn.
Fyrir helgi var einriig ráð-
gert að byrja á mokstri Þorska-
fjarðarheiðar.
Eru fjallvegir þessir yfirleitt
2—3 vikum fyrr akfærir en
venja ér til á vorinu.
Kórónan sett upp kl. 11.30
Útvarp frá krýningunni í
Westminster Abbey heyrðist
allvel hér bótt nokkurra
truflana gættí. Kl. 11.30 (ísl.
tími) var kórónan sett á höf-
uð drottninga*. Lýsing á
krýningarathöfninni er í
grein,- sem birt er á 5. síðu
í blaðinu.
Geir&unini:
AÍalsteinn Stein-
grímsson,
Lindargötu 24.
iilaui 1. verðlaun.
Lokið er nú við að vinna úr
svörum þehn sem blaðinu bár-
ust í getrauiiinni. Rétt svör
reyndust vera'484 talsins, en
tölu var ekki kastað á þau. er
röng voru.
Úrslit urðu þau, að 1 verð-
laun hlaut Aðalsteinn Stein-
grímsson, Lindargötu 24, og
hiýtur hann, í verðlaun ritvérk
Davíðs StefánssOriar. i 2. verð-
lauri hlaut Sigriður Guðmunds-
dóttir, Reynimel 36, og f ær hún.
nýtízku straujárn, 3. verðlaun
féllu í hlut Indriða Jónssonar,
Nökkvavogi 30, og'fær hann
klukku. Geta þeir, sem verð-
laun hlutu, sótt vinningana í
skrifstofu blaðsins í Ingólfs-
stræti 3.
Rétt lausn var sú, að 1. mynd
var B eða Danny Kaye, 2. D
eða Doris Day, 3. D eða Bob
Hope, 4. A eða Gary Cooper,
5. B eða Maureeu O'Hara, 6.
B eða Lucille Ball, 7. C eða
Marilyn Monree, 8. D eða Mich-
ele Morgan, 9 B eða Jean Pierre
Aumont og 10. A eða UHa Jac-
obsen.
Elísabet 2. !íka
í Skotlandí.
London (AP). — Dómari
einn í Edinborg hefur fyrir
skemmstu hafnað kröfu um, að
Elisabet drottning megi ekki
kallast Elisabét 2. í Skotiandi.
Hafði stjórnarskrárfélag
Skota gert kröfu til þess, að
þessi titill yrði bannaður
drottningu norðan landamær-
anna, þar sem Elisabet I. hefði
aldrei verið drottning Skota,
og Skotland ekki verið samein-
að Englandi fyrr en 1707. Dóm-
urinn var á þá leið, að titill
drottningar væri ákveðinn af
brezka þinginu og gæti skozkur
dómstóll ekki breytt honum.
Stjórnarskrárfélag Skotlands
hefur ákveðið að áfrýja
dómnum.
Þetta var fyrsta fregn krýn-
ingardagsins og vakti hún seni
að líkum lætur alheimsathygii
og fögnuð mikinn, ekki sízt í
Bretaveldi, þar sem mönnum
finnst það góðs viti, að fregnin
um þetta afrek brezkra manna
skyldi berast út um heiminn
einmitt 'á þessum degi og varpa
á hannenn meiri ljóma.
Samkvæmt skeyti Hunts var
það Nýsjálendingurinn Hillary,
sem komst upp á tindinn við
annan mann, og gerðist þetta
s.l. föstudag. Skeytið var stutt
og kiykkti Hunt út með þessum
orðum: Allt- í bezta gengi.
Ellefta tilraunin.
Heiðurinn fellur að sjálfsögðu
ekki Hillary einum og félaga
hans í skaut, heldur leiðangurs-
mönnum öllum, og þeim, sem
að: undirbúningi unnu. Þetta
var elléfta tilraunin, sem gerð
var til þess að klífa sjálfan tind-
inn; og 4. tilraun Hillarys til
'þess. Hann þjálfaði sig undir
hlutyerk sitt í nýsjálenzku ölp-
unum, og vakti fregnin umaf-
rekið feikna hrifni og gleði þar
í landi. Holland forsætL^i áð-
herra flutti ræðu og þakkaði
Hillary afrekið og öllum félög-
um haris og taldi það gleði- og
gæfumerki, að umheimurinn
fengi fregnir af þessu einmitt
á þessum degi, en varaforsætis-
ráðherrann ávarpaði þúsundir
manna, sem safnazt höfðu sam-
an til hátíðahalda í borginni,
og gullu þegar við fagnaðarop
allra.
Vakti gleði
í vosinu.
Fréttaritarar í London segja,
að f regnin hafi vakið hina mestu
gleði hinna mörgu, sem höfð-
ust við í kalsaveðri og rigningu
á götunum í nótt. Mörgum mun
hafa orðið meint af útivistinni,
því að rióg var að gera fyrir
starfsmenn sjúkrabifreiða, að
flytja fólk, sem ekki treystist
til að vera þarna lengur, en
aðrir virtust haf a sof ið vel, um-
vafðir brekánum, en enn aðrir
fengu sér snúning meðan erin
vár svigrúm til þess, en er kom-
ið var undir morgun var
hvergi stæði að f á.
Veðurspáin var miður góð:
Skýjað loft og svalviðri. Helli-
skúrir og sennilega þrumur og
eldingar, bjart á milli, en
skammt milli skúra.
Kl. 8 var herlið það, sem
tekur þátt í sjálfri krýningar-
göngunni að skipa sér í fylking-
(Fram a 8. síðu)