Vísir - 02.06.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 02.06.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendur YÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðámóta. — Sími 1660. Þriðjudaginn 2. júní 1953. sr VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það f jöl- breyttasta. — Hringið í síma 1680 og gerist áskrifendur. Þannig lá bifreiðin R-4947 á veginum fyrir sunnan Hafnarfjörð, ' er að var komið í morgun, en slysið mun hafa gerzt í nótt. ' Yfirbygging hennar er gerónýt, hefur lagzt saraan. Ekki sást blóð í bifreiðinni, og bendir bað til bess, að ekki hafi menn ’ meiðzt alvarlega, þótt undarlegt megi virðast, en enginn maður var nálægur, er að var komið. Ræia varnir gegn garitaveiki. Mæöiveiki verður ekki vart nyrðra. Hér sést loftmynd, sem var tekin af Everest-tindi á sl. sumri. . Línán, sem sést á myndinni, sýnir leið þá, sem venjan er að fara og hefur verið farin að þessu sinni. Þar sem linunni sleppir er ■ staður sá, sem menn komust hæst áður. Þeir Sæmundur Friðriksson írkv.stji Sauðfjárveikivamanna og . Guðm. Gíslason læknir, rannsóknarstöðinni að Keldum, eru nýkomnir íir 8 daga ferða- lagi, sem þeir fóru til þess að ræðia við ýmsa menn öryggis- ráðstáfanir til hindrunar út- ræða við ýmsa menn um öryggis breiðslu garnaveiki, svo og önn- ur mál, er sauðfjárveikivarn- irnar varðar. Þeir fóru aðallega um Eyja- fjörð og Skagafjörð, en einnig korau þeir við í Norðurárdal í Mýrarsýslu og Húnavatnssýslu. Sæmundur Friðriksson skýrði Vísi svo frá í gær, að m.a. heföi verið rætt um öryggis- ráðstafanir á girta svæðinu milli Héraðsvatna og Eyja- 1 jarðar, en garnaveiki hefur komið þar upp á 3 stöðum á undangengnum 3 árum og þarf þarna að vera sérstaklega vel á verði. Þá hefur verið gripiö til þess ráðs í öryggisskyni, að einangra féð á Króki í Norður- árdal í Mýrasýslu, þótt þar hafi ekki orðið vart garnaveiki, en þangað voru flutt lömb frá Svalbarði i fjárskiptunum 1951 um haustið, en síðar kom svo npp garnaveiki á Svalbarði. Yé frá Svalbai'ði fór ekki annað en að Króki. Þykir hér vera um sjálfsagða öryggisráðstöfun að rgsða. Sæmundur Friðriksson kvað hvergi hafa orðið vart mæði- veiki. Væru menn því von- betri sem lengra liði, að hún væri niður kveðin að fullu, en ef svo færi áð hennar yrði vart, znundi vonandi takast að út- rýma henni fljótt. Menn væru stöðugt hvattir til aðgæzlu og Seimii hluta júlímánaðar verður íþróttaráðstefna Ríkis- áþróttasambanda Norðurlanda háð í Reykjavík. Er það í fyrsta sinn sem slík ráðstefna er háð hér, en alls hafa þær verið haldnar um 35 ára skeið til skiptis í höfuð- horgum hinna Norðurlandanna. Á ráðstefnunni mæta full- trúar frá öllum Norðurlönd- .unum. væru betur á verði en áður. Aðalatriðið væri, ef nokkur grunur vaknaði, að gera aðvart um hættuna þegar í stað. • • Okuþórar ó- náða sjúka. Kl. riimlega 11 á laugardags- kvöld var lögreglunni tilkyniit. að bifreiðár utan'við sjúkrahús Hvítabandsins við Skólavörðu- stíg þeyttu horn sín. Fóru lögreglumenn þegar á vettvang, en þá var bifreiðimar horfnar. Má geta þess, sem al- kunna er, að þetta er brot á lögreglusamþykkt bæjarins, en jafnframt siðleysi og illt athæfi við þjáða sjúklinga, og ber hd taka hart á sliku. Lykteyðafidi efni væntanleg á markað. Nokkur eftirtektarvérð kem- isk efni niunu vera í þaim veg- inn að koma á markaðinn. Vísir hefur m.a. haft fregnir af undralyfi, sem eyði vondíi lykt í húsum. Efni þetta fæst á flöskum og þurfa húzmæður ekki annað en skrúfa af þeim lokið, ef .þeir vilja loona við skötuþef eða aðra sterka mat- arlykt, meðan á matreiðslu stendur. Konur, sem baka mikið af kökum, geta losnað við kökulyktina með því að hafa éina flösku.í bökunarherberg- inu hjá sér. Efni þetta mun þegar. vera komið á hafr.ar-- Næsta vetur er ráðgert að hingað til lands komi skauta- hlauparar frá Norðuilöiidun- um og sýni hér listhlaup. Eru þeir væntanlegir hingað á leið þeirrá til Grænlands í febrúarmánuði n.k. en þar verður þá háð nörrænt skauta- mót í listhíaupi. íþróttaþing Í.S.Í. verður háð á Akranesi 4. og 5. júlí n.k. — Mount Everest. Framhald af 1. síðu. ar, en herlið hafði tekið sér stöðu við allar götur, sem farið verður um. Alls staðar . hátíðaliöld. í brezka samveldiriu er mikið um hátíðahöld og voru þau byrj uð eldsnemma í morgun, sums staðar t. d. hófust þau fyrr en í London, víða vegna hnatt- stöðu, eins og t. d. i Nýja Sjá- landi, þar sem allt var í fullum gangi, er fregnin,um Mt. Ever- est barst, og þar og víðar vaka menn í nótt (þ. e. í dag) til þess að fylgjast með því sem gerist í London. Til Sidney var búizt við hálfri milljón gtsta, í Singapore var hersýning, sem 3000 hermenn tóku þátt i. í Honkong svokölluð „dreka“- skrúðgánga, í Ottavva og Kan- ada her- og flugsýning, og mætti svo lengi telja, en raun- * ar . eru hátíðahöld mikil í öll- um bæjum og þorpum um gerv- allt Bretaveldi og víðar. Sjón- varpað verður beint til Frakk- lands, Belgíu og Þýzkalands, og miklar ráðstafanir gerðar, svo sem fyrr hefur verið getið, til þess að menn geti samdægurs bæði heyrt og séð það sem tram fer í sjónvarpi, útvarpi og á tai- myndúm um gérvöll Banda- ríkin. Verða þrýstiloftsflugvél- ar í förum til framkvæmdar þeirri áætlun. í Moskvu hefur sendiherra Breta boð inni og dansleik, og verður Molötov þar einn helzti gestur. Sigiufjarðarskarð opið í næstu viku. Fró fréttaritara Vísis — Siglufirði í morgun. Gera má ráð fyrir, að Sighi- fjaröarskarð verði fært í næstu viku. Bvrjað er að ryðja skarðið, og hefur miðað vel. Er komið upp fyr'ir svonefnt Þvergil. Lít- ill snjór er i há-skarðinu, en snjóþungt í dalnum þar fyrir neðan. Skagafjarðarmegin mun vera heldur snjólétt, og lítill snjór niður að Hraunum. í fyrrinótt snjóaði lítillega í Skarðið en nú er sólbjart nvrðra og leysir því fljótt þann snjó, er falla kann, ef ekki er því meiri. Lítil atvinna er nú á Siglu- firði. Tunnuverksmiðjan hefur hætt störfum, og. bætist því mannaf íinn, sem þar hefur unn- •ið, í at.vinnuleysingjahópinn. — Hins vegar ráðgera margir nú veiðar á trillubátum, bæði, á línu og handfæri, ‘en afli er: sagður góður. . FióttamöstfiiÁira fjcflgar ercn,,. Berlín • (,AP). — Tæplega 40.000 flóttamenn komu frá A.- Þýzkalandi til V.-Berlínar í maimánuði. Eru bað um G000 fleiri en í april. Margir fípttamennirnir voruj illa haldnir að öllu leyti, syanf- ir og slæmum klæðum búnir, Þrátt fyrir það að 42.000 flótta- menn væru fluttir í maí fi'áV.- B.'til V.-Þýzkalands, bíða enn 40.000 flutnings, því að flótta- mannastraumurinn hefur aukizt mjög að undanförnu. 3,6 mlflj. kr. jafnað mfatr á AkureyrL Niðurjöfnun útsvara er ný- lokið á Akranesi og var jafn- að niður samtals 3,6 milljónum króna. Ekki voi-u útsvör lögð á tekjur. sem námu 15 þús. Icr. eða minna, og' auk þess var útsvarsstiginn lækkaður um 10% frá í fyrra. Lang stærstu útvarsgjald- erídur eru þéir feðgarnir Har- aldur Böðvarsson og Sturlaugur sonur hans með samtals 414,000 kr. í útsvör, en 665 þús kr. í skatta og útsvör. Athaf nalíf liggur nú að mestu niðri á Akranesi, nema hvað smábátar róa á skak út á Svið og Hraunin og hafa aflað ágætlega. . : 1 Mikil öfvun • Mm helgiiM. Mikið var lun ölvun um helgina, og mátti heita, að fangagej’Tnsla lögreglunnar væri béitsetin öilum stundum. Lögreglumenn voru marg- sinnis kvaddir út til þess að huga að drukknum möiinum, sem víða gerSu uppsteit, en hvergi mun þó hafa komið til alvarlegra spjalla eða áverka. iámsstyrkir fyrir erlenda stúdenta. Menntamálaráðuneytið hefur boðið. fimm erlendum stúderit- um styrk tií- háskólanáms hér næSta vetur, þar á meðal ein- ..ijjn/frá 'Bandarikjunum. Heitii' sá, 'er" stvrkirln hlaut Mr. Ed- ward S. Klima og réði Dart- mouth College vali hans. ' Til endurgialds fyrir styrk þennan hefiyr Dartmouth College heitjð.íslendingi náms- styrk vestra næsta vetur. Hefur láðunéytið, samkvæmt tillög- um háskólaráðs, lagt til, að Pétui' Eggerz Pétursson, við- .skiptafræSinemi, hljóti þann styrk. Mennt amálaráðuney tið, 1. júní 1953. Varð fyrit* bíl. Kl. 13,45 á suimudag var lögreglunui tilkynnt, að um- ferðarslys hefði orðið á mótum, Ilverfisgötu og Snorrabrautár. Drengur á reiðhjóli hafði orðið fyrir bifredð. Var hann fluttur í Landspítalann, og kom í ljós, að' liann hafði hlotið kúlu á höfuð, en engin aivav- itíg meiðsl. v fijaldeyrisvið* skipti við Tékka stöivuð. Gengi tékknesku krón- unnar hefur verið sjöfaldað /gagnvart rúblu og öðrum erlendum gjaldeyri. Af þessari ástæðu hafa gjaldeyrisviðskipti í bönk- um hér við Tékkóslóvakíu verið stöðvuð í bili, eða þar til nánari skýringar eru fengnar á því hvert hið raunveruloga gengi tékk- nesku krónunnar verður gagnvart íslenzkri krónu. Aðalsafnaðarfundm Laugamessóknar. Aðalsafnaðarfundur Laugar- nessóknar var haldinn í fyrra- dag eftir messu. Var fyrst gengið til vcnju- legra. aðalfundarstaxfa. en því næst fór fram kosning þriggja manna í sóknarnefnd og þriggja til vara. Kosin voru: Frú Berta Sveinsdóttir, Lækj- arhvámmi, Hjörtur Guðmunds- son, Hrísateig 27 og Þorkell Hjálmarsson, Heiði við Klepps- veg, en varamenn: Frú Ásta Jónsdóttir, Laugamesvegi 43, Kristófer Grímsson, Silfurteig 4 og Ingólfur Sigurðsson, Sig- túni 24. Safnaðarfulltrúi var kjörinn Magnús V. Jóhannesson, Mið- túni 2. — Fyrir voru í sóknar- nefndinni Jón Ólafsson eftir- íiitsmaður og Tryggvi Gu"- ' | mundsson bústjóri. bakkann. Skautahlauparar frá Norðar- löndum sýna lisiUaup hér. ' 'v ; - • Iþróttaráðsfefmi IMorðurlanda haldsnn í fyrsta sinn í iteykjavík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.