Vísir - 04.06.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 04.06.1953, Blaðsíða 8
Þeii* sem gerast kaupendur VÍSIS eftír 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis tíl mánaðamóta. — Sími 1660. ♦ Fimmtuclaginn 4. júní 1953. rry- ■'.- ’i'aa::111.rr-rrn! VÍSIR er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerisi áskrifenduF. • ■ Sjómannadagurfnn á sunnudga: Hátíðahöld á Austurvelli. Kappróðui* kvenna, reiptog og knatt* spvrna auk annara skcmmtaiia. Sjómannadagsráð gengst nú fyrir hátíðahöldum á Sjómanna daginn, og verða þau með svip- raðu móti og undanfarin ár. Á laugardag verður háður kappróður á höfninni, og munu þar keppa kvennaflokkar, en einnig verður þar keppni milli áhafna af skipum, en ekki er endanlega víst um fjölda þeirra. Veðbanki vei’ður starfræktur. Kappróðurinn he'fst kl. 2. Hátíðahöldin hefjast á sunnu- dag á Austurvelli kl. 13.30, með því að fánaborg verður mynd- uð umhverfis styttu Jóns Sig- urðssonar, en Lúðrasveitin leik ur. Kl. 14 syngur Guðmundur JónSson óperusöngvari með undirleik Lúðrasveitárinnar. Þá mun biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, minnast drukkn- aðra sjómanna, en síðan verð- ur einnar mínútu þögn. Blóm- . sveígur verður lagður á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogi. Þá rnunu flytja ávörp, siglinga- málaráðherra, Ólafur Thors, fulltrúi útgerðarmanna, Guð- mundur Guðmundsson, og full- trúi sjómanna, Garðar Jónsson. Lúðrasveitin leikur á milli. — Henry Hálfdanarson afhendir heiðursmerki, en að lokum verð ur þjóðsöngurinn leikinn. Há- tíðahöldunum verður útvarpað. Kl. 17.00 fer fram knatt- spyrnukappleikur á íþróttavell- inum, og munu þar eigast við áhafnir af skipum Eimskipafé- lagsins. Einnig fer fram reiptog. Dagskrá útvarpsins verður helguð deginum, og mun séra Jón Thorarensen flytja ávarp kl. 12.35. 18.30 verður barna- tími Sjómannadagsins. Kl. 19.30 flytur Hallgrímur Jónsson er- indi um dvalarheimili aldraðra sjómanna. — Kvölddagskráin liefst með því að útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason flytur ávarp. Þá verða og flutt erindi gamanvísur sungnar, samtals- þáttur, einsöngur og leikrit. 2 ' ný lög, sem Sjómannadeginum hafa verið gefið við „Heyrið morgunsöng á sænum“, verða VHj reisa fjölbýlishús við Grandagarð. Byggingarfélagið Goði h.f. hefur sótt um leyif til þess að fá að byggja fjýlbýlishús á lóð sinní vestur við Grandagarð. Hefur bæjarráð fyrir sitt Seyti mælt með því við fjár hagsráð. að leyfi verði veitt til framkvæmdanna. Samkvæmt upplýsingum, sem Visir hefur aflað sér, mun í ráði að reisa myndarlegt fjög- 'urra hæða hús, þar sem verði nfu þriggja herbergja íbúðir, en sölubúðir á neðstu hæð. Byggingarfélagið Goði h.f. á lóðir vestur \dð Grandagarð, og . hefur þegar byggt á nokkrum þeirra, en hyg'gst nú bæta við nýtízku fjölbýlishúsi, sem vafalaust niyndi bæta nokkuð lúr húsnæðiseklu bæjarbúa. - Umsókn , félagsins mun nú liggja fyrir fjárhagsráði. Formaður Goða h.f. er Har- .aldur B. Bjarnason, múrara- tneistari. og kynnt. Þau hafa gefið Mag'n- ús Jónsson Vatnsstíg 10 hér í bæ, og Steingrímur Sigfússon Patreksfirði. Guðmundur Jóns- son syngur lögin. Kvöld- skemmtanir verða í samkoinu- húsum bæjarins. 650 fluttír í sjúkrahús. Einkaskeyti frá AP. — London í morgun. 650 menn varð að flytja í sjúkrahús í London á þeim sólarhringnum, sem mest var um að vera vegna krýningar- innar, þ. e. frá miðnætti að- faranótt 2. júní til kl. 24 um kvöidið þann dag. Þegar Georg VI var krýnd- ur voru 450 fluttir í sjúkra- hús. Hér er um að ræða fólk, sem slasaðist, eða veiktist af vosbúð og þreytu. Auk þess þess fluttu björgunarsveitir Rauðakross, lijúkrunarlið og lið ýmissa hjálparfélaga og stofnana margt manna heim til sín. Mýrakirkja í Dýrafirði vígi Herra Sigurgeir Sigurðsson biskup vígði Mýrakirkju í Dýrafirði á sunnudag, að við- stöddum miklum mannfjölda úr héraðinu og nærsveitum. Þarna var fyrir eldri kirkja, en mjög úr sér gengin, og var því brýn þörf úrbóta, en söfn- uðurinjn frábærlega áhugasam- um um málefni sin. Má heita, að kirkjan hafi verið endur- byggð með öllu, og er þar nú hið vandaðasta Guðshús, og mál rnanna, að vel hafi verið unnið'i að kirkjusmíðinni. Viðstaddir voru m.a. prest- arnir síra Eiríkur J. Eiríksson á Núpi, sr. Jón Ólafsson pró- fastur í Holti, sr. Sigtryggur Guðlaugsson, fýrrv. prófastur og sr. Stefán Eggertsson á Þingeyri. Veður var hið fegursta meðan á víglunni stóð, og áttu við- staddir þarna hátíðlega stund. Söfnuðurmn, sem að Mýra- kirkju stendur, er mjög fá- mennur, og er því ljóst, að endurbygging hennar hefur verið mikið átak, enda lögðu margir góðir meim hönd á plóginn með fjárframlögum og á annan hátt, bæði innan hér- aðs og utan. Akranes Mði sigtir i gær. Akurnesingar sígruðu írska íiðið Waterford I gærkvöldi með 5 mörkum gegn 4, eftir skemmtílegan og spennandi leik. Bæði liðin léku ágætlega, en sterkasta hlið Akumesinganna var, eins og fyrri daginn fram- línan, og einkum var leikni þeirra Þórðar og Ríkharðs á- Þetta er pólski flugmaðurinn Franciszek Jarecki, hinn fyrri tveggja, sem flaug þrýstiloftsvél sinni til Borgundarhólms. Hann er nú í Bandaríkjunum og hyggst gerast borgari þar. Hann talar aðeins móðurmál sitt, en virðist ekki í neinum vandræðum með-að gera sig skiljanlegan við blómarósirnar á myndinni, en hér er hann staddur í Las Vegas. Lögreglan tekur geð- truflaðan mann á sundi. Hefur áður haft áþekk afskifti áf honum. í gær var lögreglan beðin að koma á Hverfisgötu vegna manns, sem væri að kveikja elda í námunda við bíla, sem stóðu á götunni og talið að hætta stæði af þessu atferíi mannsins. Þarna var um geðtruflaðan mann að ræða, sótti lögreglan hann og flutti niður á lögreglu- stöð, en var svo látinn laus aft- ur eftir nokkra stund. Laust eftir miðnætti í nott var lögreglan aftur beðin að- stoðar vegna þessa sama manns. Hafði hann þá gert sig heima- kominn í íbúðarbragga einum hér í bænum og haft þar há- vaða í frammi og verið stur mjög. Báðu húsráðendur um aðstoð lögreglunnar, en þegar Fingelcíar fyrlr V± anliflj. kr. á klst. Flugeldasýningin, sem haldin var í London í fynra- kvöld í tilefni af krýningu Elisabetar drottmngar, var hin mesta, sem um getur í Bretlandi. og várð kostnað- urinn hvorki meira né minna en rúmlega háíf milljón ís- lenzkra króna. AlLs var skot- ið — á einni klukkustund — 3900 flugeldum a£ ýmsum stærðum, en þó flestum mjög stórum, og sprurigu þeir í 150—200 m. hæð, svo að þeir sáust víða að. berandi. — Mikill mannfjöldi horfði á leikinn, eða um 7 þús. manns. — Næsti leikur Water- fords verður annað kvöld við úrval úr K.R.R. hún kom á vettvang, var mað- urinn farinn og lögreglunm tjéð að hann hefði stefnt í átt til sjávar. Lögreglan fór þangað að leita mannsins, og sá hár.ri þá á sundi 400—500 metra frá landi. Lögregluþjónarnir köll- uðu til mannsins og báðu hann að koma, hvað hann gerði. Vai' hann þá í sundskýlu einni sam- an. Áður hafði lögreglan átt á- þekk samskipti við þenna sama mann. Var henni þá tilkynnt um mann, sem væri á sundi undan Áfengisverzlun ríkisins við Skúlagötu. Lögreglan skaut út báti og náði manninum, sem synti hinn rólegasti á haf út, klæddur öllum fötum og með reykjapípu í munninum. Slys við höfnina. í nótt slasaðist. maður niður við höfn er hann lenti fyrir skipsvír. Fékk maðurinn, sem var talsvert undir áhrifum áfengis, mikið högg á öxlina. Var hann fluttur fyrst á Slysa- var'cbtofuna, en þar sem talið var að hann myndi haiá, farið úr axlarlið var hann fluttur á Landsspítalann. Annar rrjaður hafði meiðzt, er hann féll á götu inn við Hiemmtorg. Hann var lika und- ir áhrifum áfengis. Lögregl- unni var gert aðvart um mann- in.n og var hann fluttur á Landsspítalann til atbugunar. Meiðsli hans revndust ekki al- varleg og var hann fiuttur heim til sín. Ölvun í bíjum. í gær var biistjóri tekinn fastur vegna gruns um, að hann hafi ekið bifreið unrlir áhrifum áfengis. Kommúnista- kvöld í út- varpinu. Því hefur löngum verið hald- ið fram, að kommúnistar mundu eiga vini innan ríkis- útvarpsins, og dagskráin á laugardagskvöldið bar þess merki, að einhver mundi bera þá fyrir brjósti. Þá var bæði, að kommúnistar voru látnir lesa upp, og efni valið eftir þá. Þorsteinn Ö. Stephensen las upp sögu eftir Rósberg Snæ- dal, kvæði var lesið eftir Ilya Ehrenburg, og loks las Elías Mar upp. Verður ekki annað í sagt, en að vel sé um þá hugs- ; að. Vorþittgi umdæmis- stúkunnar nr. 1 loflcið. Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1 var haldið hér í bænum dagana 30. og 31. maí. Þingið sátu 101 fulltrúar frá tveimur þingstúkum, 17 undirstúkum og 7 unglingastúkum. Mai’gar ályktanir voru gerð- ar á þinginu. M. a. lýsir þingið sig eindregið andvígt innflutn- ingi, bruggun og sölu áfengs öls og hvers konar rýmkun á sölu og veitingum áfengis, og skorar á alla löggæzlumenn ríkisins að gera allt sem unnt er, til að koma í veg fyrir að lög og reglur um sölu og með- ferð áfengis séu brotnar. Þing- ið skorar ennfremur á Bæjar- stjóm Reykjavíkur að láta fjarlægja án tafai- alla áberandi ölvaða einstaklinga á umráða- svæði bæjarins, sbr. IV. kafla núgildandi áfengislaga, þar sem ölvun á almannafæri er bönn- uð. Þingið lýsir ánægju sinni yfir því, að kennarar vinna nú að stofnun bindindissamtaka innan stéttarinnar, og felur framkvæmdanefnd sinni a'ð reyna að hafa áhrif á aðra æskulýðsleiðtoga í umdæminu um samskonar samtök Einnig skorar þingið á templara að Ijá stuðningi bindindissamtökunum innan einstakra stétta þjóðfé- lagsins. Daglegir réðherra- fimdir í London. London (AP). — Samveldis- ráðstefnunni verður haldið áfram í dag. Daglegir fundir eru haldnir bar til á laugardag, og svo á mánudag og þriðju- dag, og lýkur bá ráðstefnunni. Öllu verður haldið leyndu, þar til opinber tilkynning verð- ur birt. Ráðherramir geta þá vei'ið opinskárri en ella. — Það hefur síazt út, að almenn skoo- un sé á ráðstefnunni, að styðja beri tillögu Churchills um fund æðstu manna stórveldanna. Eftir helgina flytur Butler ræðu um efnahags- og fjár- mál og samvinnu samveldis- landanna í þeim efuum. í gærkveldi var iögreglunni tilkynnt frá -húsi eiun hér i bænum að ölvaður, óviðkom- andi maður hefði íaiið þar upp í bíl í leyfisleysi fyrir utan húsið. Lögreglan náði mann- inum á staðnum og tók hann i vörslu sína.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.