Vísir - 05.06.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 05.06.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast kaupendnr VÍSIS efiir 10. hvers mánaðar fá blaðið ó'kevpis til tnáaaðamóta. — Sími ISflffl. & VÍSIR er ódýrasta Maðið og þó þaS fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 og gerist 1 « áskrifendur. Föstudaginn 5. júní 1953. Myndariegw skóii í smíium á tjóðum stað við Stakkahlíð. Steypuvinna hafin við fyrsta áfangann í Skóia ísaks Jónssonar, — siálfsetgnarstofnun. Við Stakkahiíð er nú unnið að miklu mannvirki, Skóla ís - aks Jónssonar, — sjálfseignar- stofnun. Tíðindamaður Vísis hefur brugðið sér inn eftir til þess að forvitnazt um þetta merkilega fyrirtæki í skólamálur.i ckkar. Þar er nú verið að steypa fyrsta áfangann í þessum bygg- ingarframkvæmdum, 15 metra langt hús, sem verður eins kon- ar tengiliður annarra bygginga. Er langt komið að steypa ,,plöt- una“, sem kallað er, en gröt’tur- inn sjálfur var mikið verk, og var hafizt handa um hann á .sumardaginn fyrsta með stór- virkum vinnuvélum. Þurfti að grafa í allt að 3ja metra dýpt, og hefur nú verið afráðið, að ikjallari verði undir allri þess- ■ari byggingu. í byggingunni, sem nú er ver ið að steypa, verða 5 skólastof- <ur, kennaraherbergi, skóla- stjóraherbergi og snyrtiher- ■bergi. Vonir standa til, að þessu Jiúsi verði lokið haustið 1954, en síðar vona menn, að leyfi fáist fyrir frekari framkvæmdum, en Ækólinn er byggður samkvæmt feikningum arkitektanná Sig- urðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, eins og Vísir hef- ur áður getið. Skólinn er reistur á 5000 fer- metra lóð, og' verður þarna hið ákjósanlegasta athafnasvæði fyrir hvers konar fræðslu- og menningarstarfsemi. Hefur Vís- ir fyrir satt, að ráðgert sé, að skólahúsið verði notað sem leik skóli að sumrinu, en leikvöllur skólans verði opinn almenningi. í skólanefnd eru: Sveinn Benediktsson forstjóri, formað- ur, Gunnar E. Benediktsson, hrl. varaformaður, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, frú Katrín Ól- afsdóttir Mixa og ísak Jónsson skólastjórk_____ Stjórnlaust enn í Frakklandi. París (AP). — Mendes- France fékk ekki traustsyfirlýs- ingu franska þingsins — skorti 13 atkvæði. Kommúnistar greiddu at- kvæði gegn honum allir sem einn og slangur úr öðrum flokk um, en það sem réð úrslitum var í rauninni, að mikill f jöldi þingmanna sat hjá við atlcvæði greiðsluna, eða yfir 200. Seinustu fregnir herma, að Auriol ríkisforseti hafi falið Bidault stjórnarmyndun. Géðir gestir á íhljémteíkum héi Hingað til landsins er ný- lega kominn þýzki hljómsveit- arstjórinn Hermann Hilde- tbrandt frá Beriín og stjórnar Sinfóniuhljómsveitinni á hljóm leikum í Þjóðleikhúsinu á miðvikudaginn kemur. Á þeim hljómleikum verður annar frægur gestur, en það er grísk. .söngkona, Diana En- strati, sem nú er starfandi í Berlín og talin vera bezta Carmensöngkona þar í borg. Auk þess sem hún kemur fram sem einsöngvari með Mjómsveitinni mun hún efna til tveggja sjálfstæðra hljóm- leika í Austurbæjarbíó á veg- um Tónlistarfélagsins. — Þá syngur hún ljóðalög eftir ítölsk, ‘þýzk, frönsk og grísk tónskáld. Hermann Hildebrandt hljóm- sveitarstjóri kom hingað haust- :ið 1950 ,sem fyrsti gestastjórn- andi Sinfóníuhljómsveitarinn- ar. Nú er hann á miklum framavegi í heimalandi sínu og Kefur hlotið mjög eftirsótta stöðu sem aðaistjórnandi Berlínar-hljómsveitarinnai', og gefur það hæfni hans ótvírætt til kynna. f þeirri hljómsveit æru 80 manns. Kona flýgur hraðar en hljóðið. N. York (AP). — Flug- konan Jacqueline Cochran setti nýtt met í flugi hér í grennd í gær, fiaug 670 e, m. eða 1072 km. á klst. og varð til þess fyrst kvenna, að fljúga hraðara en hljóðið. — Áður hafði hún flogið hrað- ast 642 e. m„ á klst. Yngvi Thorkelsson. Yngvi Thorkelsson leiksviðs- stjóri í Þjóðleikhúsinu andað- ist í gær. Banamein hans var hjarta- bilun, en undanfarið hafði hann kennt sér meins, og varð hann bráðkvaddur laust fyrir kl. 2 síðdegis í gær. Yngvi Thorkels son var prýðilegur starfsmað- ur, hinn færasti maður í sinni grein, og er Þjóðleikhúsinu mikill skaði að fráfalli hans, en vinum hans mun finnast skarð fyrir skildi, er hann er nú horf inn. Kaupið happ- drættismiða strax. Nú líður senn að því, að dráttur fari fram í hinu glæsilega happdrætti Sjálf- stæðisfiokksins. Aðeins 4 söludagar eru eftir, því að dregið verður 10. þessa mán- aðar. Eins og kunnugt er. eru í happdrættinu nýtízku heim- ilisvélar í stórum stil, auk margra annarra verðmætra og eigulegra muna, að ó- gleymdum þeim ferðalögum, bæði utan lands og innan, sem happdrættið býður mönnum í. Sjálfstæðismemi og aðrir, sem enn hafa ekki tryggt sér miða, gerið það hið bráðasta og látið ekki þetta giæsta tækifæri renna ykkur úr greipum. Happ- drættið er hið veglegasía sem haldið verður á árinu. enda er verðmæti vinning- anna. sem eru 50, hátt á ann- að hundrað þúsund krónuf. Þetta er stærsta grjótkvöm í heimi, og hún er ekki smíðuð í Bandarikjunum heldur Þýzkalandi. Hún bryður 1000 lestir grjóts á klukkustund, og hefur ekki meira fyrir því en vrið að bryðja brjóstsykur. Slökkvistöðm fær lífgunartæki. Tækið andar iVrir kafiiaða. gelnr siireíni, og hreinsar öndnnarfæri. Slökkvistöðin í Reyk javík hefur nýlega fengið fullkoniið nýtízku lífgunartæki frá Ame- ríku og verður það tekið í notk- un innan skamms. Lífgunartæki þetta verður notað við köfnun og þá að sjálf- sögðu fyrst og fremst reyk- köfnun, en annárs notað í hverju því tilfelli sem nauðsyn krefur. Aðaltilgangur tækisins er að anda fyrir hinn kafnaða á með- an öndunarfærin eru lömuð og óvirk. Fyllir tækið lungun lofti að ákveðnu þrýstingsmarki og dregur síðan út aftur. Slíkri víxlverkun heldur tækið áfram þar til sjúklingurinn byrjar sjálfur að fá mátt og geta and- að. Þá er verkun tækisins breytt í beina súrefnisinngjöf. Þriðja hlutverk lífgunartæk- isins er að hreinsa öndunar- færin með til þess gerðu tæki ef vit manns fyllast af vátni, slýi eða öðru þessháttar. Lífgunartækið sem Slökkvi- stöðin fékk er ætlað fyrir tvo, þannig að hægt er að lífga^ tvo menn ineð því samtimis. Áður Ferð í og Pórólfsfell. Ferðaskrifstofan Orlof efnir til eins dags ferfiar í Bleiksár- gljúfur á sunnudaginn. Ennfremur munu þeir er óska geta gengið á Þórólfsfell á með an staðið er við. Á leiðinni mun verða komið við á Selfossi og I Múlakoti í Fljótshlíð þar sem menn geta keypt sér veitingar. Lagt verður af stað frá skrif- stofu Oriofs í Hafnarstræti kl. 9 á sunnudagsmorgun og komið aftur að kvöldi sama dags. var hliðstætt lifgunartæki fengið á Reykjavíkurflugvöll og hefur það mikið verið not- að og' með góðum árangri. En það tæki er aðeins ætlað fyrir einn sjúkling í einu. Tæki, sem þessi, eru almennt notuð erlendis við lífgun frá köfnun og hafa þau gefið hina beztu raun og létt mikið undir hverskonar lífgunartilraunum. Hefur Slökkvistöðin löngum haft áhuga fyrir að fá þessi tæki, en ekki tekizt það fyrr en nú. Lífgunartækið kostar hingað komið sem næst 11000 í íslenzk- urri krónum. Bísabet lyllt al 60.000 fflanns. London (AP). — Giskað er á, að uni 60.090 manna hafi hyllt Elisabetu Bretadrottmmgu er hún stóð í nokkrar minútur við hlið manns síns, á svöluam Buckinghamhallar. Var þetta laust fyrir miðnætti en í gærkveldi var síðari krýn- ingarveizlan haldin í höllinni. Var þar margt af konungbornu fólki og krýningaríulltrúum er- lendra ríkja Öðrum, svo sein Ráðstjórnarríkjanna (Malik), Vestur-Þýzkalands o. fl. Bif- reiðum gestanna gekk erfiðlega að komast gegnum mannþrötig ina. E mynd sýnd hér bráðlega. Kvikmyndafélagið Saga hefur gert ráðstafanir til þess að fá himgað til lands kvikmynd a£ brezka Ever- est-leiðangrinum, sem fyrir skemmstu kleif hæsta tind jarðar. Saga hefur umboð hér á landi fyrir G. B. Bell & Howel! kvikmyndavélar, og hefur beðið fyrirtækið að hafa miiligöngu um útveg- un kvikmyndarinnar. Lét það Everest-leiSangrinum í té kvikmyndavélar til farar- iimar (16 mm), en þær eru óvenju litlar og léttar í vöf- um og því einkar hentugar í slíkan leiðangur. Hefur fyr- irtækið nú fengið fréttir af því að ferð leiðangursmanna hafi öll verið kvikmynduð með þessum vélum og þar á meðal sóknin upp á hæsta tindinn. Rektsbelti 20—30 milur frá landi. Að undanförnu hefur verið getið í veðurfregnum og öðrum fregnum um lítils háttar ísrek út af Vestfjörðum, Er hér um fremur mjótt belti að ræða og yfirleitt gisið. Á stöku stað hefur það rekið saman í þéttar breiður. Þetta ísrek er um 0—30 sjómílur frá landi. Það er aðskilið frá megin- isnum, sem er 70—80 mílur norður af Horni, og öliu fjær en oft á þessum tíma árs. Hann er allur brotinn, en ófær skip- um eins og er, en þó leystur sundur allt til Scoresbysunds. Stúlkur teknar fastar fyrir ósæmilega hegðan. í nótt handtók lögreglan tvær stúlkur á götu úti vegna ósæmilegrar hegðtuiar. Hvorug stúlkan var þó drukkin talin. Keppt í 17 grelnutn á /r' tr móti Armanns og IR. Dagana 14. og 15. þ. m. efiia Í.R. og Ármann til frjálsíþrótta móts hér í bænum og verður keppt í 17 íþróttagrein i.n. Fyrri daginn fer framkeppnt í 100 m, 400 m og 1500 m hlaupi. í því síðastnefnda verð- ur keppt í 2 flokkum og kom- ast í A-flokk aðeins þeir, sem runnið hafa skeið þetta áður á 4:30.0 mín., eða skemmri tíma. Þá verður og keppt í langstökki, stangarstökki, spjótkasti, kúlu- varpi og 4x100 m boðhlaupi. Seinni daginn, sem er sunnu- dagurinn 15. júní, verður keppt í 110 m grindahlaupi, 200 m, 800 m og 5000 m hlaupi, þrí- stökki, hástökki, kringlukasti, sleggjukasti og 1000 m boð- hlaupi, Ætlar að kafa í 10.000 fet. Róm (AP). — Piccard pró- fossor vonast til þess að kom- ast ofan í 10,900 feta dýpi í sérstaltri köfunarkúlu. Prófessorinn hefur komizt manna hæst í loftbelg — í rúmlega 53 þús. fet — og nú ætlar hann að þrefalda metið í hina áttina. Metið er '082 fet. Hann er að láta smíða sérstaka köfunarkúlu í þessum tilgangi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.