Vísir - 06.06.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 06.06.1953, Blaðsíða 1
nnaH nf UHH 43. érg. Laugardaginn 6. júni 1953, 125. tbl. Slökkvistöð verður reist í Mosfellssveit Hreppiirinn undirbýr stofnun sruiialiðs. Mosfellssyeitarbúar hafa nú í undirbúningi að konia upp : slökkvistöð: í hreþpnum og stofna bruiialið innan sveitar- iwnar. . Hefur hreppsnefnd Mosfells- hrepps unnið að þessu máli áð undanförnu ásamt brunaeftir- litsfnanni ríkisins,' Erlendi Halldórssyni, og er nú fullráðið • að slökkvistöðin verði byggð og undirbúningur hafinn. Hins- vegar er ekki búið að velja heríni' endanlega stað erinþá,' en þó má ákveðið gera ráð fyrir áð hánn verði valinn þar sem f jölbýli© er mest og mest verðmæti samankomin á ein- um stað. En þarna er fyrst og fremst um að ræða Álafoss- byggðina, Reykjalund og Reykjahverfið. Kostnaðarhlið- ia við byggingu stöðvarinnar er nú í athugun. í sambandi við stöðina hefur verið um það> rætt að íesta káup á mótordælu á hjólum, sein dregin er af bíl á bruna- stað. Til þessa hafa hrepps- búar notast við miklu öfull- komnari dælu, sem hef ur verið geymd á Álafossi, en auk þess hefur Slökkviliðið í Reykja- vík gegnt brunakalli þegar nauðsyn krafðL Þegar hrepps- búum fjölgar og efni leyfa verða stórvirkari slökkvitæki að sjálfsögðu keypt. Samkvæmt lögum um stofn- un brunaliða má það ekki vera skipað færri mönnum en 25 á hverjum stað. — Ekki hafa hreppsbúar hugsað sér að hafa neina þeirra fastráðna sem siökkviliðsmenn, heldur að þeir íiafi slökkvistarfið sem auka- starf og gegni útköllun þegar á þarf að halda. Sjómarfinakonur þreyta íþroftir, — og seíja kaffi á morgun. Sjómannakonur í Reykjavík æíia ekki að láta sitt eftir liggja á Sjómannadaginn á morgun. Þær ætla að gangast fyrir fjáröflun með ýmsum hætti, og rennur ágóðinn til dvalar- heimilis aldraðara sjómanna, sem senn rís af grunni inni í Laugarási. M. a. ætla þær að þreyta kappróður í kvöld (laugardag), og kostar tvær krónur að horfa á róðurinn, sem ekki getur talizt dýrt, enda leggja konurn- ar, sem flestar eru húsmæður með stóran barnahóp, mikið í sölurnar. Þá ætla þær að þreyta reiptog á íþróttavellinum á tnorgun, og freista þess að draga upp Sjómannadagsráð. Verður það vafalaust góð skemmtun. Þá ætla konurnar að selja kaffi allan daginn á morgun í i Æskilegt væri, að menn létu Sjálfstæðishúsinu, eða frá kl. | kökur af hendi rakna og kæmu 11 rf. h. til 6,30, um kvöldið. þeim í Sjálfstæðishúsið. , Nýlega f ór oddviti Mosfetís- sveitarhrepps, Magnús Sveins- son i Leú-vogstungu, þess á leit við bæjarráð Reykjavíkur að slökkviliði bæjarins yrði leyft að gegna útköllun í sam- bandi við eldsvoða í Mosfells- sveit þar til hreppsbúar hefðu komið hauðsynlegri skipan á brunavarnir sínar. Hefur mál þetta verið rætt í bæjarráði og leitað umsagnar slökkviliðs- stjóra um það, en endanleg á- kvörðun ekki tekin. SÍBS: 50 fíús. féllu á miða í Flatey. Dregið var í gær í happdrætti S.I.B.S. Hæsti vinningurinn kom upp á miða seldan á Flat- ey á Breiðafirði. Hæsti vinningurinn, 50 þús. kr. kom upp á miða nr. 2915, en hann var seldur í Flateyjarum- boði á Breiðafirði. Þrír stærstu vinningarnir þar á eftir, 10 þús. kr. að úpph.æð, komu upp.á míða nr. 1583, en hann var seld ur í Keflavikurumboði; nr. 23643 seldur í Austurstræti og nr. 37649, en hann var seldur í Berufjarðáriimboði. Islenzkir svfffhigmenn fara til Þýzkalands. Bmm Pjóoverjar dvefja nú á Sandskeiði. Eins og Vísir skýrði frá fyrir skemmstu var hingað von nokkurra iþýzkra svifflug- manna. \ Þeir eru nú fyrir nokkru komnir,: eru fimm saman og hafazt við á Sandskeiði. Þar búa þer% að mestu leyti þann tíma sem þeir dvelja hérlendis. Þeir verða hér rúmar þrjár vik- ur, og af hálfu íslendinga dvelst Helgi Filippusson, formaður Svifflugfélagsins, með þeim á meðanþeir halda til á Sand- skeiði. Þrátt fyrir ágætis veður hafa skilyrði tjl svifflugs verið altl annað en góð þann tíma sem þýzku svifflugsmennirnir hafa dvalið hér og þeir hafa miklu minna getað f logið en búist var við. í fyrra dvöldu hér einnig nokkrir þýzkir svifflugsmenn og þá voru skilyrði hin ákjós- anlegustu til flugs, enda flugu þá sumir hinna erlendu gesta þann stutta tíma sem þeir dvöldu hér, meir en þéir höfðu flogið á allri ævi sinni áður. Eftir miðjait': ágústmánuð fara héðan fimm íslendingar til Duisburg í Þýzkalandi og dvelja þar jafnlangan tíma og Þjóð- verjarnir hér. Verður Helgi Filippusson fararstjóri. þeirra. f fyrra fóru einnig nokkrir íslenzkir svifflugsmenn til Þýzkálands og voru þar nokk- urn tíma til þess að kynna sér svifflug þar í íandi. Létu þeir vel af dvölihhi, en ekki varð mikið flogið.. . .. Sanddæluskipið, sem leigt hefur verio\ til 'þess að dæla sandi úr Faxaflóa til Sémentsverksmiðjunnar fyrirhuguðu kom til Akraness í fyrradag. Vísir skýrði nýlega frá undirbúnings framkvæmdum að verksmiðjunni og væntanlegri komu sand- dæluútbúnaðarins á skipinu. sem Árni Böðvarsson ljósmyndari á Ákranesi tók viS kpmu þess til Akraness. „Gömlu foreMrarair^ husnæcis- lausu var Mattrice Thorez. Verkamannshjón með 5 börn urðu að vikja. Fyrir uokkrum mánuðúm var ungur, velbúinn maður á hnot- skóg eftir myndarlegri húseign skammt frá Paris. Hann sneri sér til fasteigna- sala í smábænum Bazainviile, skammt frá París, og kvaðst hafa í huga myndarlegt hús með hæfilegri ,-landareign handa öldruðum foreldrum sín- um. Það skipti engu máli, hvert Mikil eggjatekja í Drangey. Búið að slá suma garða á SauðárkrókL 3 flugferðir til ísa- f jarðar í gær. Mjög mikið er að gera í inn- anlandsflugi þessa dagana. M. a. varð Flugfélagið- að senda þrjár flugvélar í gær til ísafjarðar og munu það vera næsta óvenjulegir flugflutn- ingar þangað á einum degi. Meðal farþega til ísafjarðar í gær var 18 manna lið frá knattspyrnufélaginu Víking, sem fer þangað til keppni við ísfirzka knattspyrnumenn. — Keppa þeir tvo leiki og koma aftur suður á sunnudagskvöld; Millilandavélin Gullfaxi komst ekki eins og til stóð til Grænlands og verður því. að f resta þeirri f ör um sinn á með- an hann flýgur hin reglubundnu áætlunarflug sín til Evrópu. Á meðan bíða hér 50 Danir eftir að komast til Græhlands og á- líka stór hópur bíður þar eftir að komast þaðan brott. , Frá fréttaritara Vísis. Sauðárkróki í gær. Eggjataka hefur staðið yfir í Drangey undanfarna daga og gengið að óskum. Haf a sigmennirnir komið með eggjafeng sinn til lands og reyndist hann mikill. Fóru þeir út strax aftur og bjuggust þá til þess að veiða f ugl. Er allt út- lit á að veiðin gangi að ósVtum því veður er hið ákjósanlegasta. Mjög góður afli er nú á báta á Skagafirði og má segja að hver maður, sem við sjó býr og vettlingi getur valdið, stundi sjóinn af kappi. Nokkúr skortur ' hefur verið á beitu öðru hverju og hefur það helzt bagað við sjósókn þeirra Skagfirðinga. í sumar verður byrjað á bygg ingu póst- og símahúss á Sauð árkróki. Verður það allstór bygging og undirbúningur að henni hafinn. Landbúnaðurinn gengur að óskum. Lambahöld hafa verið méð bezta móti í vor enda þurr- viðra- og góðviðrasamt. Nætur- frost var nokkrar nætur fyrir skemmstu en kom ekki að sök í neinu. Nú eru hlýviðri nyrðra.. Búið er að slá suma garða á Sauðárkróki'. Gagnfræðaskólanum á Sauð- árkróki var slitið sunnudaginn 31. maí, en skólastjóri hans er síra Helgi Konráðsson prófast- ur. Nemendur voru 50 talsins og auk bóknámsdeildar var starfrækt verknámsdeild við 1. og 2. bekk skólans í vetur. Námstími gagnfræðaskólans eru 3 ár og þeir sem vilja, geta gengið undir landspróf úr hon- um. Hæstu einkunn upp úr 3. bekk hlaut Auður Torfadóttir, 8.85 st. á fullnaðarprófi, en 8.68 st. á landsprófi. Handavinnusýning var hald- in á námsefni nemenda Gagn- fræðaskólans og barnaskólans á Sauðárkróki. Sérstaka athygli vakti útsaumur drengja úr verk námsdeild skólans. Sýningin var vel sótt. Waterf mi: Úrval 4 gegn Irska liðið Waterford sigraði úrval úr Reykjavíkurfélögun- um í gærkvöldi með 4 mörkum gegn einu. Var þetta seinasti leikur ír- anna hér á.landi að þessu sinni. verðið yrið, aðálatríðið væri, að foreldfar háris yrðu ánægð- ir ráéð húsið. Fasteignasalinn sýndi hérra Rivirére, en svo kvaðst maðurinn heita, síórt hús, allmjög úr sér gengið, en traustbyggt og umkringt stór- um aldingarði. Þar bjuggu hu vefkamannshjónin Dupuis með firnm börnum sínum, án érid- urgjalds. Herra Riviére líkaði húsið ágæilega, en hann settí aðeins eitt skilyrði: „Núverandi leigj- andi verður að vera farinn út innan hálfs mánaðar." Fast- eignasalinn svaraði því til, að það væri ógerlegt, þvíað frönsk lög heimiluðu ekki svo fyrir- varalausan útburð á leigjend- um, en auk þess var húseigand- inn góðgjarn maður, sem ekki vildi bola verkamannshjónun- um út með þessum hætti. En Riviére varð ekki haggað. Loks tókst fasteignasalanum að flytja veslings Dupuis og fjöl- skyldu hans í tóma sölubúð og borga fyrir hana húsaleigu, til þess að koma þessu öllu í kring. Riviére greiddi nú verðið, sem upp yar sett, og að auki um 1,5 níillj. króna í viðgerð og breytingar i húsinu. Fyrir skemmstu, fluttu „hinir öldruðu foreldrai-" hahs í húsiS, en þau reyndust vera Maurice Thorez, aðalf orsprakki franska kommúnistaflokksins. Blaðamenn, sem fóru að íinna félaga Maurice, komust að raun um, að „Litla Moskva", eins og íbúar Bazainville nefna húsið, var orðið eins konar Kreml í smáum stíl. Á frafn- hlið eru ramgerð eikarhlið og tveggja metra hár steinveggur, en til hliðanna enn hærri gadda vírsgirðing. Tíu fílefldir verðir gæta hússins, en til öryggis hafa þeir blóðhund og þýzkan lögregluhund. Dupuis-fjölskyldan býr .hins vegar í ógeðslegu hreysi íuhi 12 km,, fjarlægð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.