Vísir - 10.06.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 10.06.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Miðvikudaghm 10. júní 1953 128. tblr Refurinn er nærgöngulli í byggð en áður. Dýrbítur hefur lagzi á fé í ölfusi. Síðari dagur herferðarinnar g«gn refum og minkum milli ölíusár og Hvalfjarðarbotns átti að vera í fyrradag. Mun víða hafa verið leitað, en sunis staðar ekki, því að reynd- ir menn töldu of snemma af stað farið. Vísir átti í gær viðtal við Tryggva Einarsson í Miðdal, sem blaðið ræddi við á dögun- urh um hina fyrirhuguðu her- ferð. „Eg taldi fyrir mitt leyt.i,'' sagði Tryggvi, ,,of snemma leit- að og neitaði að fara. Ráðamenn hafa sjálfsagt haldið, að dýrin mundu leggja fyrr, vegna þess _lrve tíðarfar hefur yerið gott, en ég. var á annarri skoðun, þ. é. að þau mundu sízt íeggja fyrr en vanalega, því að þau hafa haft lítið æti og eru mögur. Eg tel hæfilegt að leita, þegar dýrin fara að bera að grenjun- titti, enda finnast þau vart nema eitthvað bendi á þau, bein, f jaðrir o. s. frv. Þótt greni finn- íst, næst aðeins grenlægjan, þegar of snemma er farið, því að rebbi sést ekki fyrr en hann 'fer að bera að, og hætt við að folindir yrðlingarnir náist ekki Úr grenjunum og þau spillist." Hefur dýrbítur gert hokkurn usla? „Ekki hér um slóðir, svo að vitað sé, en f rétt hef ég að lömb hafi verið bitin í Ölfusi um sein- tistu helgi. Þar var einnig frest- að leit, af sömu ástæðum og ég frestaði leit á mínu svæði." Hvenær leggur þú upp í leit? „Eg er að fara af stað og Leggst í mig, að ég muni liggja á greni bráðlega. Vísir hafði áður frétt, að í fyrri leitinni hefðu fundizt greni í Garðahverfi og að Hálsi í Kjós, en grenin ekki verið unnin. „Greni munu hafa fundizt í Garðahverfi," sagði Tryggvi í Miðdal, er blaðið spurði hann um þetta, „en líklega' eitthvað tnálum blandað, að greni hefði fundizt í vor að Hálsi. Þar fannst greni í fyrra." Að lokum kvaðst Tryggvi bú ast við, að grenjaleít yrði hald- ið áfram þessa viku, a. m. k. á hans svæði og í Ölfusinu. vestan. Vísir talaði aftur við Tryggva í Miðdal í morgun. Kvaðst hann hafa leitað í gær ofarlega, þar sem hann taldi yíst að verða refa var, en sá engin verksum- merki. Sannar þetta, að þeir hafa lagzt neðar eða jafnvel í byggð. Er og orðið alltítt að sjá þá í grennd við alfaravegi. í þessu sambandi má geta þess. að í vor hafa fundist greni í Dölum við sjó frammi, en síður til dala. Aimennar tryggingai; hafa greitt 35 millj. kr. á 10 árum. Á þeim tíu árum sem Almenn ar tryggingar hafa starfað, hef- ur félagið greitt alls 35 miilj- ónir króna í tjónabætur. Iðgjöld félagsins á síðastliðnu ári námu 12 Yz milljón króna í öllum deildum, og höfðu auk- izt um tæplega milljón króna frá því á árinu áður. Formaður félagsins, Carl Ol- sen, greindi frá þessu á aðal- fundi félagsins, sem haldinn var 10. þ. m. í skrifstofu félagsins. — Félagið tekur nú að sér flest- ar tegundir trygginga, þar á meðal líftryggingar, enxé þeim byrjaði félagið í júlí s_.l. ár. í stjórn félagsins sitja nú, Carl Olsen, konsúll, formaður, Gunn ar Einarsson, prentsmiðjustióri, varaformaður, Jónas Hvann- berg, kaupmaður, Kristján Sig- geirsson, kaupmaður og Gunn- ar Hall, kaupmaður. Forstjóri félagsins er Baldvin Einarsson, og hefur hann vefið það frá stofnun þess. Harður árekstur á morgun. I morgun um tiuleytið varð harkalegur árekstur milli tveggja bifreiða á gatnamótuni Lönguhlíðar og Miklubrautar. Rákust þar saman tvær bif- reiðar, R-415 og R-5500 svo harkalega að báðar bifreiðarn- ar stórskemmdust, en miklu- meir þó sú fyrr nefnda. I gær afhenti sendiherra Kanada hér á landi, Mr. John B. C Watkins, forseta Islands embættisskilríki sín að Bessastöðium, að viðstöddum utanríkisráðherra, Bjarna Beriediktssynl Var myndin tekin við bað tækifæri. (Ljósm.: P. Thomsen). Fárvðri banar 200 manns í USA N. York (AP).— Herlög hafa verið sett í borginni Flint í Michigan, norður af Detroit, bar sem talið er, aði yfir 100 mann hafi farist af völdum hvirfilsvinds. Kunnugt er, að nálægt 200 manns hafa farist af völdum hvirfilvinds. Ohio og norðvesturhluta Michigan. í Massachusett hafa 74 farist samkvæmt seinustu fregnum. Fundír daglega í Koreu, þé ai nefndirnar hittisf ekki, Ovíst, hvort Rhée fer tii W^shirtgton. Börn slasast af sprengiefni. Var évmri& í fxpiiu'iiii skúr. tók lögi-eglan það í vörzlu sína. Slys. í morgun varð umferðarslys á gatnamótum Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis. Þar varð árekstur milli strætisvagns er var ekið niður Skólavprðustíg og hjólreiðarmanns sem hélt norður Bergsiaðastræti. Hjólreiðarmaðurinn, Ingólf- ur Guðmunádson, Bergstaðastr. 33, skarst töluvert á hægxi hendi við áreksturinn og var hann fluttur á Landsspítalann, þar sem gert yar að sárum hans. í gær var lögreglunni tilkynnt um óvarið sprengiefni í opnum skúr inni í Blesagróf. Hvellhvettur voru með sprengiefninu og höfðu börn verið að leika sér að því að sprengja það. Meira að segja hafði eitt þeirra orðið fyrir meiðslum af þessum sökurn, en þó minna en á horfðist. Þegar lögreglan. kom á stað- inn höfðu börnin borið sprengi- efnið á yíð og dreif og þurftu "löðreglumennirnir að tína það saman. Þar eð eigandi sprengi- efnisins var ekki heirr.a ígær Einkaskeyti frá AP. Tokyo og London í morgun. Samninganefndirnar koma saman á hálfrar klukkustundar fund í Panmunjom í morgun. Frekari fundir verða' ekki haldnir um sinn, néma önnur hvor nefndin óski þess sérstak- lega, en sambandsliðsforingjar beggja koma saman daglega hér eftif. Ræða þeir fyrst í stað, hversu afmarka skuli hið hlutlausa svæði milli herjanna og ýmis framkvæmdaatriði önnur. Churchill gerði í gær í neðri málstofunni grein fyrir horfun- um í Kóreu. Kvað hann líkt að orði og Nehru, — erfiðleikarn- ir væru ekki allir að baki, en hinum stærsta hefði verið rutt úr vegi (fangaskiptadeilunni), og horfurnar góðar um að úr öllu rættist. Hann kvað hers- höfðingjana Harrison og Clark hafa sætt ómaklegri gagnrýni. Hlutverk þeirra væri m. a. erf- itt vegna Suður-Kóreu, þar sem væri mikill her, er þeir hefðu hjálpað til að skapa. — Tass- fréttastofan í Moskvu hefur sagt frá svörum Churchills. Óvíst um ferðir Rhess. Engin staðfesting hefur feng- ist á fregn um að Syngman Rhee ætli til Washington til fundar við Eisenhower forseta, til þess að gera lokatilraun til að fá hann til að styðja stefnu Suður-Kóreustjórnar í vopna- hlésmálinu. Svíar hafa tilkynnt, að þeir séu, fúsir til þess að taka að |sér það hlutverk, sem þeim er ætlað, sömuleiðis Indverjar, en Svisslendingar því aðeins, að allir aðilar (og þ. á m. Suður- Kórea) séu því samþykkir að þeir eigi þar fulltrúa. V.4slendfngarflir Ikona í fyrramálið. Hekla, millilandaflugvél Loft leiða, er væntanleg í.fyrramálið til Reykjavíkur með Vestur- Islendihgana, er bundizí hafa samtökum um íslandsföx á þessu suinri. Vestur-íslendingarnir verða hérlendis til 26. júlí, að þeir fljúga vestur aftur. Á morgun verða þeir í hádeg- isverðarboði hjá forsætisráð- herra. Síðar munu þeir ferðast víðsvegar um landið til ættingja og kunningja. Vestur-íslendingarnir eru 39 talsins, en fararstjóri þeirra verður Finnbogi Guðmundsson prófessoR Víkingur sigraði Þrótt, 5:0. Annar leikur knattspyrnu- móts íslands var þreyttur á íþróttavellinum « gærkveldi, milli Víkings og Þróttar, og sigraði fyrrnefnd félagið með 5 mörkum gegn engu. Sýndi Víkingur talsverða yfirburði, og skoraði 2 mörk í fyrra hálfleik en 3 í peim sið- ari. Þeir Reynir og Bjaini voru ein'na vifkastir í liðí Víkings, en Þróttarar virtuót miður sín. Ovísf enn um úrslitin á ftalíit. Róm (AP). — Miðflokka- samsteypan fékk 125 af 237 þingsætum í efri deild italska þjóðþingsins. Horfur eru mjög, óvissar um úrslitin í kosningunum^til neðri deildar. Þó öllu sennilegra, að miðflokkasamsteypan sigri. — en með naumum meirihluta. — Vissa um úrslit verður eigi fyr- irhendi fyrr en talningu er lok ið — svo jafnir eru stjórnar- sinnar og stjórnarandstæðingar enn. í neðri deild fá miðflokkarn- ir sennilega nauman meiri- hluta, en ekki yfir 50% kjör- fylgi, og því ekki 43 þingsæta. Landráftastarf kommiímsta i landhelgismálHiu Landhelgismálið hefur til þessa verið hafið yfir deilur stjórnmálaflokkanna. Þjóðin hefur staðið sem einn maður með afstöSu og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málinu, enda hefur þar aldrei verið "neinn bilbug að finna. Hefur verið haldið fast og viturlega á rétti íslendinga. En nú hafa kommúnistar, eins og vænta mátti, tekið upp ótvíræða landráðastarfsemi í sambandi við landhelgismálið. Reyna þeir að læða inn þeirri grunsemd, að ríkisstjórnin sitji á svikráðum í málinu. Segja þeir í málgagni sínu á sunnudag: „Mikil hætta er á því, að ríkisstjórnin slaki til fyrir Bretum í landhelgismálunum eftir kosningar". Slíkur áróður sem 'þessi bítur ekki á íslendinga, en hann getur haft þjóðhættuleg áhrif erlendis, þar sem vel er fylgst með öllu sem gerist í landhelgismálinu. Þeir, sem breiða það út gegn betri vitund, að ríkisstjórnin ætli að gefa eftir í málinu, verðskulda reiði og fyrirlitningu allrar þjóðarinnar. Hún \ ein getur dæmt slíka landráðamenn eins og þeir eiga skilið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.