Vísir - 10.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 10.06.1953, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 10. júní 1953 ▼ ISIE Theresa bjóst til varnar fyrir hina glötuðu dóttur sína: „Hún er falleg,“ sagði hún. „Hver sagði að hún væri ekki falleg?“ sagði Stella háðslega. Kötu fannst, að hún yrði að segja eitthvað: „Það er ekki víst, að Anna vilji koma hingað?“ i „Hún mundi koma, ef pabbi hennar bæði hana um það.“ Joe svaraði hvasslega, orðin komu eins og svipuhögg yfir næstum samanbitnar varirnar: „Ottó bað mig um, að útvega Rudolf góða stúlku fyrir konu.“ „Hvað veizt þú um það, nema hún sé góð stúlka?“ þrumaði Frank, sem nú liafði mist alla trú á, að hann gæti leyst vand- ann á stjórnvizkulegan hátt. Hann æpti að Joe. Það varð að æpa að sumum mönnum til ess að fá þá til þess að skilja —• en rödd hans var ekki ógnandi —- enn sem komið var. Þrjú ár voru liðin síðan er Theresa hafið reynt að verja hina elskuðu dóttur sína, er faðir hennar hrakti hana að heiman — í þrjú ár hafði hún þagað. Nú gekk hún til Joe og þreif í handlegg hans: „Joe, þú verður að lofa henni að grípa þetta tækifæri.“ „Hún stígur aldrei fæti sínum inn í þetta hús,“ sagði Joe á- kveðinn. Sljóleikinn hvarf smám saman eftir því sem reiðin náði tökum á honum. „Eg sór það fyrir þremur árum og eg sver þess eið á nýjan leik. Hún kemur aldrei framar hingað.“ Hann greip í handriðið til þess að fika sig upp stigann, en Theresa hélt dauðahaldi í handlegg hans, — honum fannst sem eitthvað reyridi að læsa í hann hvössum klóm, og hann furðaði sig á orku hennar, er hann hristi hana af sér. Og svo lagði hann af stað upp í látúnsrúmið, þar sem landaflaskan beið hans, þar sem hann gat legið í myrkrinu og reynt að gleyma. En hún fylgdi honum eftir. Klærnar læstu sig aftur í hann — í öxl hans, og hann varð að nema staðar. „Joe,“ sagði hún brostinni röddu, en þó styrkri mn leið — þrunginni niðurbældri sálarkvöl ógæfusamrar konu, „Joe —“ „Láttu mig í friði, Theresa,“ sagði hann hásri röddu. „Eg sleppi þér ekki fyrr en þú lofar því, að Anna megi koma heim.“ Hann sá, að það var leiftur í augum hennar — eitthvað sem minnti á löngu liðna daga, en það vaknaði í huga hans hatur á henni fyrir að reyna að fá hann til þess að taka aftur heit sitt, sem hann hafði unnið fyrir þremur árum. Ef hún hengi svona á honum, mundi hann aldrei komast upp. í reiði sinni hafði hon- um gleymst í svip, að hann var á leiðinni upp, og í augnabliks æði hratt hann henni frá sér, en hún misti jafnvægið og hrapaði niður. Svo æddi hann að eldstónni og nam staðar á sama blett- inum, þar sem hann hafði áður staðið, og sá Kötu og Stellu taka viðbragð og hlaupa til konu hans: „Meiddirðu þig?“ spurði Kata, hlý og ákof, og reyndi að hjálpa henni. „Eg er löngu hætt að finna til,“ sagði hún dauflega. Veikbyggð, grönn, studd af Stellu og Kötu haltraði hún að stól. Andartak horfði hún í augu Joe. Einu sinni, fyrir langa löngu, var alltaf eitthvað í tilliti þessara augna, sem hafði hlýjað honum, flutt honum boðskap, en það var eitthvað í tilliti þeirra nú, sem hann skildi ekki, en hann vissi, að það boðaði ekki neitt gott. Svo sneri hún sér frá honum og það var engu líkara en að hún væri að biðja eiginmann Stellu, dóttur sinnar, um hjálp. „Komdu upp, mamma,“ sagði Stella. En þess varð ekki vart, að Theresa hefði veitt orðum hennar neina athygli, og nú sagði hún það, sem falist hafði í tilliti augna hennar, en Joe hafði ekki skilið: „Frank — fáðu hann til þess að leyfa Önnu að grípa þetta tækifæri.“ Þá sneri Joe sér undan. Honum fannst, að konan hans hefði svikið hann. Hann gekk fram í eldhús, þar sem voru staflar af öþvegnum leir, gufa og reykur og ódaunn. Hann gat þó að minnsta kosti ekki að standa þama og hlusta á meðan hún bað minnsta kosti að standa þarna og hlusta á meðan hún bað eiginmann dóttur hans liðs.. Hafði harin ekki fætt' hana og klætt og gefið henni heimili og alið upp börnin henriár þrjú — börnin þrjú—“ ;fi í: herberginu, Sém hann hafði farið út úr, stóðu hin fimm og mælti eriginn orð af vörum, en -merin 'voru tój'ö'g hugsL Loks xauf Frank þögnina: „Þú lætur mg sjá um þetta, tengdamamma.11 Og nú komst skyndilega hreyfing á þau öll. Stella, sem hafði tekið utan um friitti móður sinnar, hvatti hana til þess að fara upp, en Kata beið hikandi við neðsta þrepið, þar til þær mæðg- ur voru horfnar uppi. Þá sneri hún sér við og augnaráð hennar bar kvíða vitni. Hvorki I ! anl eða Stanley höfðu hreyft sig úr sporum, en báðir störðu i sör i.i átt — að eldhúsdyrunum. „Hvað gekk að manninum — a£ hverju er hann enn svona í garð Önnu?“ Þetta var spurriingin, "Semtkömið hafði fram í'huga Kötu, og nú sneri hún sér að Stanleý, manni sínum, og spurði: „Hefur hann alltaf hatað hana?“ Stanleý sneri sér við og þessi ógleði, sem alltaf greip hann, þegar deilur voru uppi var að hverfa. „Hann var vanur að hýða okkur Stellu fyrir minnstu yfir- sjónir — en hana snerti hann aldrei.“ „Hvers vegna er hann þá svona?“ spui-ði Kata. Frank og Stanley horfðust í augu langa stund. Kata hafði aldrei séð þá svona á svipinn. Eins og þeir væru að talast við án þess að orð kæmu yfir varir þeirra — eitthvað, sem hún hefði átt að vita, en þeir vildu leyna henni. Og einhvern veginn hafði tillit þeirra þau áhrif á hana, að hún varð hrædd. Það var eitthvað ófagurt, sem þeir voru að hugsa um, Frank og Stanley, maðurinn hennar. Það var eitthvað illt á seyði, ekki eins og þeir hefðu komið sér saraan um innbrot eða rán eða neitt því um líkt — en þeir höfðu samt eitthvað illt í huga. „Kata, farðu upp,“ sagði Frank. Kata hreyfði sig ekki úr sporum, — hún vildi fá eitthvað hug- boð um hvað til stóð. Það var eitthvað að gerast innan vébanda þessarar fjölskyldu, sem hún tilheyrði síðan er hún hafði gifst Stanley, og hún átti rétt á að fá að vita það. „Heyrðirðu ekki til mín?“ sagði Frank, sem var annað betur gefið en þolinmæði. Það var tilgangslaust að búist við, að eiginmaður hennar, Stanley, mundi aðhafast neitt, þegar Frank tók til að æpa. KOSNINGASKRIFSTOFUR Sjálfstæðisflokksins eru í Sjáif- stæðishúsinu, uppi, sími 7100, og í Félagsheimili V. R., Vonar- stræti 4, 2. hæð, sími 7100 og 2938. Skrifstofan í V.R. sér um allt, er varðar utankjörstaðaatkvæða- greiðslur og eru menn beðnir að hafa samband við þá skrifstofu um þau mál, er varða bá kosningu. Kosningaskrifstofurnar eru fyrst um sinn opnar sem hér segir: í Sjálfstæðishúsinu frá kl. 10—12 og í V.R. kl. 1—10 nema sunnudaga kl. 2—7. Þá eru það vinsamlég tilmæli til þeirra Sjálfstæðismanna, sem eru á förum úr bænum og munu dvelja utanbæjar á kjördegi, að þeir tilkynni það skrifstofunni í Vonarstræti 4 sem allra fyrst. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins á Keflavíkurflugvelli er við Flugvallarbúðina, opin frá kl. 9 til 7 daglega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Árnessýslu er hjá Sigurði Ól. Ólafssyni h.f., Selfossi, sími 119. Sjálfstæðismenn. Kosningabaráttan er hafin. Hafið samband við kosningaskrifstofur flokksins og veitíð þeim aðstoð ykkar. Uppeldismáiaþing hefst í vikunni. Islenzkt þjóðerni og skólarn- ir verða á dagskrá uppeldis- málaþings, er Samband ísl. barnakennara beitir sér fyrir, og hefst nú í vikunni. Þingið verðui’ sett föstudag- inn 12. júní kl. 9.30 f. h. Þá syngur telpnakór undir stjórn frú Guðrúnar Pálsdóttur. Síðan flytur Hjörn Ólafsson mennta- málaráðherra ávarp, og að lok- um verður erincli próf. Einars Ól. Sveinssonar. Eftir hádegi verður þinginu haldið áfram, og flytur dr. Broddi Jóhannesson þá erindi, en síðan verða um- ræður og nefnakosning. Dag- inn eftir, á laugardag, verða rædd nefndarálit og framhalds- umræður. — Aðrir fundir verða ákveðnir af forsetum þingsins, en Þjóðminjasafnið verður skoðað undir leiðsögn safnvarðá og listasafn ríkisins kynnt af Jóni Þorleifssyni listmálara. Á kvöldvöknnni Tvær litlar telpur sátu sam- an og voru í háalvarlegu sam- tali. „Jæja — er það þá svona. — Þú trúir þá alls ekki að jóla- sveinninn sé „alvöru-jóla- sveinn“?“ sagði sú minnL „Nei, alls ekki,“ sagði sú stærri hróðug. „Eg held nú síður. Eg veit vel að bæði storkurinn og jólasveinninn eru bara hann pabbi.“ ® Finnst þér ekki að hann son- ur minn sé afskaplega iíkur mér? Jú. En hafðu ekki áhyggjur af því. Hann breytist kannske með aldrinum. • Blaðamaður frá Dagens Ny- heter talaði við Claudiu Olscn frá Tönsberg, skömmu eftir að hún komst á þing. Og í hans frásögn leií viðtalið svona út: Þingkonan segir: „Eg segi nú alveg eins og Haldane. þegar hatm várð . hcrmálaráðhérra: „Eg er alveg ejns og féiriun ung brúður, setri ér iiýgift útitekn- um hermanni. — Þið þurfið ekki að vænta neins árangurs fyrr en efíii- 9 mánuði“!“ ® Læknirinn: „Eruð það þér eða eg sem er brjálaður?“ Sjúklingurinn: „Já, við þurf- um endilega að fá úr því skor- ið.“ • Líka 2 þúsund. — Vagnstjór- inn: jjEg hefl svo litla skipti- mynt. Hafið þér enga aðra pen- ínga en þessa 100 krónur?“ Farþeginn: „Sussu-jú. Eg 2000 krónur í sparisjóðsbólt.“ ÚHii áÍHHÍ Eftirfarandi frétt gat að líta í Vísi fyrir 30 árum. Taugaveiki í Vestmannaeyjum hefur komið upp í einu húsi enn, og eru þar nú 28 menn sjúkir; 2—3 menn eru sagðir þungt haldnir, en 1 hefur dáið. Síðasti sjúklingurinn veiktist s.l. miðvikudag. — Frétzt hef- ur, að veikin hafi borizt til lands, frá Eyjum, á 1 eða 2 bæi undir Eyjafjöllum og ef til vill víðar. Guðbrandarbiblía eitt eintak, er nú á boðstól- um hér í bænum. Er hún til sýnis hjá Klemenz Jónssyni, at- vinnumálaráðherra, en seljand- inn, Vilhjálmur bóndi á Bakka í Svarfaðardal, hittist í húsi „Hita og Ljós“ Laugavegi 20. „Bananas“ ér talin einhver bezti, hoíl- asti og næringarmesti ávöxtur, og ræktun hans vex óðum með ári hverju. Nýlega er fundin aðíerð til þess að þurrka og sykra þennan ávöxt, og geym- ist hann þá mjög lengi, og er mesta sælgæti, og úr honum má búa til margvíslega rétti. Fæst í heildverzlun Garðars Gísla- sonar. Giímmískor á börn, unglinga og karlmerin. Msa&i blih Laugaveg 74. —L0.&?.*-» Barnastúkan Jólagjöf nr. 107! — Félagar! Munið skemmtiferðina suður að Reykjanesvita n. k. sunnudag. Sóleyjarfélögum heimil þátttaka. Lagt af stað frá Fríkirkjuveg 11 kl. 9. —- Hafið nesi meðferðis. Til- kynnið þátttöku í síma 81830 fyrir n. k. föstudags- kvöld. — Gæzlumenn. Sundbofir kvenna og verða teknir upp t dag. ásgelr G. Gunnlatigs- son & Co. Austurstræti 1. Hollenzku Gangadreglarnir eru komnir aftur í öllum litum. GEYSIR H.F. Veiða^fæt’ádeildln. fbúar þar þurfa ekki að fara lengra en í Békabúðina laugarnes, Lö.sigariiesveg® 50 til að koma smáanglýa- ingu f Vísi, . Smáaogiýsmgar Vísis feorga sig feezt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.