Vísir - 10.06.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 10.06.1953, Blaðsíða 8
Þeir sem gerast baupemdur VfSIS eftir VfSIB er ódýrasta blaðið og þó það fjöl- mmmmm qn nb y ... ’ 10. hveri mánaðar fá blaðið ókeypis til w m ipi 1BR breyttasta. — Hrmgið í sima 1660 og gerist mánaðamóta. — Sími 1SS9. W úEj ÐtUli áskrifendur. • - - • f Miðvikudaginn 10. júní 1953 Orlof efnir tif hópferðar um þver og endilöng Bandaríkin. iFerðasf verftur í Greyhoundbílum og fegurstu og merkustu staðir Ferðaskrifstofan Orlof, liefur :á huga, svo sem nægileg jþátttaka fæst, að efna til hóp- :ferðar vestur til Bandaríkjanna og ferðast um þau þver og •endilöng í hinum víðfrægu Greyhound - bif r eiðum. Orlof hefur aðalumboð hér- lendis fyrir Greyhound bifreið- arnar, sem starfræktaf' eru til áætlunarferða um öll Banda- ríkin og nokkurs hluta Kanada. Greyhoundfélagið ræður yfir 3000 fimmtíu sæta bifreiðum og er stærsta félag í sinni röð í heimi. Bílar þess eru útbúnir öllum hugsanlegum þægindum til þess að gera farþegunum ferðina sem notalegasta. En auk þess eru fargjöld með þeim ódýrari en með nokkru öðru -farartæki þar í landi, eðá um 25% ódýrari en með jámbraut- um. Samanlögð vegalengd áætl- lunarleiðanna er álíka löng og tvöföld leið umhverfis hnött- inn. En vegalengdin sem Grey- Thonudbílarnir aka árlega sam- anlagt er 150 milljón mílur, eða álíka langt og til sólarinnar og hálfaleið til baka. Greyhoundbílarnir flytja ár- lega rúmlega 30 milljónir far- jþega, en það svarar til % allrar .Bandaríkjaþjóðarinnar. Þetta •er ekki óeðlilegt með tilliti til jþess að enn em nokkur þúsund jþorp og bæir í Bandaríkjunum, .sem ekki hafa aðra samgöngu- möguleika en bíla, þ. e. hvorki Járnbraut né flugvelli. Og sam- landsins skoðaðir. anlagðir íbúafjöldi þessara bæja og byggða er um 12 mill- jónir. Eins og að framan getur hef- ur Ferðaskrifstofan Orlof að- alumboð fyrir Greyhoundbíl- ana hér á landi og hafa þegar allmargir íslendingar, sem vestur hafa farið, keypt þar farmiða með bílunum. Skal líka í því sambandi sérstaklega benda á það, að það er 15% hagnaður fyrir ferðamenn að kaupa farmiða um Bandaríkin áður en komið er inn í landið. Orsakast það af því, að lagður er 15% skattur á alla fai'miða með hvaða farartæki sem er, sem seldir eru í Bandaríkjun- um og gilda innan endamarka þess. Þenna skatt er unnt að losna við með því að kaupa farseðlana áður en komið er inn í landið. Á langferðum er þetta mikill sparnaður. Ef Orlof tekst að ná saman 50 manna hóp, sem ferðast \dldi um Bandaríkin, væri vafalaust unnt að komast að enn betri kjörum um ferðakostnað allan, ekki aðeins með Greyhound- bílunum, heldur og með flug- vélum. í Bandaríkjunum myndi verða farið á helztu og feg- urstu ferðamannastaði og ekið alla leið vestur á Kyrráhafs- strönd. Er hér um einstakt tækifæri að ræða fyrir fólk sem langar til Vesturheims, en treystir sér ekki á eigin spýtur, enda verður slík hópferð miklu ódýrari en fyrir einstaklinga. Fengið fjárfestíngarleyfi fyrír atýju skipi í stað Laxfoss. Stjórn Skallagríms h.f. kom saman á fund í gær til þess að aræða smíði skips í stað Laxfoss. Sat Gísli Jónsson alþm. fund- inn, en hann er, sem kunnugt er, ráðunautur og trúnaðarmað- xirfélagsins, hefur aflað upplýs- inga og leitað tilboða um smíði nýs skips, og farið utan þeirra •erinda, svo sem fyrr hefur verið getið. Á fundinum í gær var lagt fram fjárfestingarleyfi frá Fjár hagsráði, en það nægiv syni- lega ekki til þess að smiða skip .samkvæmt þeim kröfum, sem Ætjórn félagsins telur að gera verði til nýs skips. En í trausti þess, að það fáist lagfært var .samþykkt að ljúka teikningum •o. s. frv. og bjóða út smíði nýs ■skips. Var Gísli Jónssyni falið að inna af höndum þetta hlut- verk, Almennur áhugi er fyrir því, lykta leitt, og traust og vandað að þetta mál verði sem fyrst til ^kip byggt samkvæmt nútíma kröfum, fáist í Laxfoss-ferðirn- •ar. Vonandi boðar það, sem nú hefur gerst, þótt enn sé við erf- iðleika að etja, að úr þessum xnálum fari að rætast, og að inn- an langs tíma komist skriður á þau. lepaz sýntkir útí á landi. Á föstudag leggur af stað héð an leikflokkur frá Þjóðleikhús- inu í sýningarför um Norður- og Vesturland. í flokknum eru 15 manns, þar af 12 leikarar, en tveir eru leik- sviðsmenn og 1 Ijósameistari. Sýnt verður gamanleikritið Top az, eftir Marcel Pagnol, sem hér var sýnt 35 sinnum við á- gæta aðsókn. Leikstjóri er Ind- riði Waage, en fararstjóri Har- aldur Björnsson. Flokkurinn mun fyrst sýna á Sauðárkróki, þá á Siglufirði (3 sýningar), Akureyri (7 sýn- ingar), Húsavík (3), Blönduósi, ísafirði (3), Bolungavík, Flat- eyri, Þingeyri, Bíldudal, Pat- reksfirði og Stykkishólmi. Alls verða sýningarnar um eða vfir 20. Geta má þess, að flokkurinn leggur af stað héðan í stórum bíl og hefur allt meðferðis til sýninganna, bæði tjöld og hús- búnað, sem sérstaklega hefur verið gerður fyrir sýningar þessar, og er miðað við leiksvið úti á landi. — Þetta er þriðja sýningarför, sem Þjóðleikhúsið l.stendur .að, Verið að opna þjóðafangelsið? Farið að veita konrnn, giftum eríendtim mönnum, leyfi til að fara úr landi. Líka slakað á hömlum í Vínarborg N. York í raflrgun. Káðstjórnin rúsneska héfur veitt tveimur rússneskum kom- um. setn giftar eru bandarísk- um mönnum, leyfi til þess að fara úr landi til manna sinna. Ennfremur 2 börnum banda- rískrar konu, sem var gift rúss- neskum manni. — Þykir hvorfc- tveggja allmiklum tíðindum sæta, því að Rússar hafa á und- angengnum árum harð'neitað að verða við öllum óskum og kröf- um, að því er varðar konúr bandarískra og brezkra manna. Kunnugt er, að Bohl- en, hinn nýi sendiherra Bancia- ríkjanna í Moskvu, hefur iætt þessi mál að undanförnu við Moiotov. — Ekki hefur frétzt, að brezka sendiherranum hafi orðið neitt ágengt, en hann hef- ur árum saman reynt að fá leyfi rússneskra stjórnarvalda, til þess að rússneskar konur, gifcar brezkum mönnum, fái að fara til þeirra. Dansað á Dónárbrú. í gærkveldi var dansað á brú yfir Dóná í Vín sem vopnaðir rússneskir verðir hafa gætt und angengin ár, og enginn fengið að fara yfir án sérstaks leyfis. Rússar hafa fellt niður eftirlit á mörkum hernámssvæðanna, og hefur það vakið f ögnuð lands manna. — Vestrænu hernáms- þjóðirnar felldu niður sömu hömlur fyrir 6 árum. Að því er fregnir frá Austur- þar um að þetta boði breytta af- ríki herma örlar nú á vonum stöðu, jafnvel að friðarsamn- inga megi vænta og Rússar búi sig undir að hverfa úr landi með her sinn. Eins og Vísir skýrði frá í gær, kom sandtökuskipið Sandsug til Akraness þá um morguninn með fullfermi, sem skipið hafði náð í flóanum á fáeinum klukkustundum. Myndin hér að ofan sýnir, hvernig dælukerfi skipsins spýr sandinum á land, baj' sem hann verður geymdur, unz lians verður börf til sementsgerðar. (Ljósm.: Árni Böðvarsson). Ralmagnstæki er ey&ir öllum skordýrum á örskömmum tíma. Ilndratœkið „Mortron” verður til sölu hérlendis iiauaii tíðar. Innan skamms er væntanlegt hér á markaðinn furðulegt á- hald, sem drepur möl, flugu, kakkalakka og hvers kyns skordýr á skömmiun tíma, og fylgir því hvorki lykt né óholl- ar gufur. Það er fyrirtækið Gotfred Bernhöft & Co. h.f., sem fengið hefur umboð fyrir skordýra- banann „Mortron", en þetta er amerísk uppfinning, sem nú er framleidd á Norðurlöndum, og hefur verið þaulprófað í rann- sóknarstofum í Danmörku og Svíþjóð. Sanna þser tilraunir, að ekki er um neinar skrum- eða furðusögur að ræða, sem áður höfðu frézt af þessu undratæki. Hér er um að ræða svolítið rafmagnsáhald, sem fest er á vegg í íbúð manns, vinnustað (í bakaríi, sölubúð, sláturhúsi o. s. fi'v.), fjósi eða annars staðar. Sérstakt efni. er látið í áhaldlð, straumur settur á, og á ótrúlega stuttum tíma eru skordýr, þar sem þar kunna að finnast, dauð. Tilraunir, sem gerðar hafa verið, sýna m. a„ að Mortron- liBar vel ú breyta Langt er nú komið breyting- um á húsnæði bví, sem Bæjar- bókasafnið er að flytja í. Svo sem kunnugt er, verður safnið komið fyrir í Þingholts- stræti 29. Allmiklar breytingar hefur orðið að gera. til þess að húsið yrði sem hæfast fyrir bókasafn, en allt útlit er þó fyrir að hægt verði að opna safnið fyrir haustið. Ætlunin mun að hafa afgreiðslu bóka- safnins niðri, og verður hús- næðið allt hið prýðilegasta að loknum breytingum, og lessalir ágætii'. skordýrabaninn drepur alla kakkalakka í íbúð á einum sólarhring, og allar flugur á aðeins 9 mínútum. Danskir bændur hafa þegar reynt tæki þetta í fjósum, þar sem oft er mikið um flugu á sumrin, eins og alkunna er, og staðfestir reynsla þeirra yfir- lýsingar rannsóknastöðvanna. Það er talið sannað, að tæki þetta sé miklu mikilvirkara en DDT-eitrið, sem mesta athygli vakti á sínum tíma. Loks má geta þess, að tæki’ þetta hefur verið reynt til þess að útrýma lús í Kóreu, og árangur þar orðið hinn sami. Það er og talið Mortron- tækinu til gildis, að það er al- gerlega óskaðlegt mönnum og húsdýrum og jurtum. Sjálfstæ'ð’isfólk. Gefið kosningaskrifstofu flokksins í Vonarstræti 4, upp- lýsingar um kjósendur, sem verða ekki í bænum á kjördegi, Símar skrifstofunnar eru 7100 og 2938. Hitabylgja nyrðra á laugardag. 16 st. á Grímsstöðum kl. 6 Ágætis gróðrarveður er nú1 um land allt, kannske fuílþurrt | sums staðar fyrir norðan, en í skúraveður hefur verið sunnan- j og vestanlands, og grasspretta er komin í ágætt horf. j Sólskin er og bjart um allt J norðaustanvert landið og meiri hlýindi e nhér syðra, og má næstum segja, að norðanlands hafi verið dálítil hitabylgja á ferð á laugardag, en hitinn komst. þá upp í 16 stig kl. 18 á Grímsstöðum, Akureyri og hlýindi er hér syðra, og má Blönd_uósi, en gefca má þess, að j eitt sinn í maí komst hitinn upp í 19 stig á Akureyri. Má búast við hlýjum og góðumj dögum nyrðra. en svalara er hér syðra. Ef svipað tíðarfar helzt, má fyrra lagi, eða undir eins og búast við að sléttur hefjist í vorönnum lýkur, en þeim mun einnig Ijúka snemma, því að alveg óvanalega vel hefur viðr- að til hvers konar vorverka fram að þessu. Þá hefur tíðarfar verið sauðburði hagstætt og hefur víðast hvar gengið ágæt- lega. Allvíða, þar sem nýi stofn- inn er kominn, eru óvanalega margar ær tvílembdar. Ókyrrö á ¥ ékkéslóvakiii. Vín (AP). — Ókyrrðar hefur gætt í Tékkóslóvakíu að undan- förnu vegna gengisbreytingar- innar. Hefur víða orðið að kveðja vopnað herlið til aðstoðar. — Er það einkum þar, sem marg menni hefur safnast saman til að fá nýja seðla í stað gamalla. Mikil óánægja er meðal verka- lýðsins, og mótmælafundir hafa verið haldnir í trássi við bann yfirvaldanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.