Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 11.06.1953, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn 11. júní 1953 VlSlR »04 Pllí&p poi'dan: ANNA LUCASTA tcc« Kannske var það hyggilegt af honum. Hann var miklu grennri og.kraftaminni, og sannast að segja meðaumkunarlegur í gömlu, stagbættu peysunni sinni. Kannske var hún glöð yfir því að Stanley, maðurinn hennar, var nógu hygginn til bess að hætta sér ekki í krumlurnar á jötunmenninu. En einhvern tíma ætlaði hún sjálf að standa uppi í hárinu á Frank. Ekkert verra gæti fyrir hana komið en það, sem kom fyr- ir tengdamóður hennar í kvöld. Kata sneri sér við rólega og fór að ganga upp stigann, en fór sér hægt, mjög hægt, eins og til þess að egna Frank. Þegar hún var horfin var sem þeir Frank og Stanley hefðu verið leystir úr viðjum. Þeir lögðu báðir af stað til eldhúsdyr- anna. Þegar.þeir komu inn í eldhúsið, heyrði Joe Lucasta þegar til þeirra og sneri sér vio og ætlaði að ganga milli þeirxa inn í setustofuna, en Frank rétti fram aðra loppu sína, og Joe virtist hún ferleg, er hún nálgaðist brjóstkassa hans. Hún nálgaðist hægt, en Joe ályktaði, að það myndu auðveldara fyrir sig að ganga gegnum traustan steinvegg en spyrna gegn þessari stóru krumlu eða ýta henni til hliðar. „Snáfaðu út úr húsi mínu,“ sagði Joe Lucasta og furðaði sig á, að hamr skyldi hafa hugrekki til þess að stynja þessu upp. Sú var tíðin, að hann hefði þorað að leggja í Frank — sú var tíðin, að engum hefði haldist uppi, að snúa Joe Lucasta kringum sig. En allt var breytt nú — og það var Önnu að kenna. Ef þetta hefði ekki gerst fyrir þremur árum síðan, sem breytti öllu — þá hefði hann ekki farið að drekka, til þess að réyna að gleyma Önnu, hvernig hún leit út, þarna í skúmum, fögur, rjóð, bióm- leg, ör •— með barm, sem lyftist og hneig — lyftist og hneig. — Stanley tók til máls og var hraðmæltur. Og reiðin náði tök- um á Joe, er hann varð þess var að sonur hans hafði líka snúist gegn hinum, með því óbeint að vara hann við afleiðingum þess, að deila við Frank. „Við ætlu'm bara að koma yitinu f-yrir þig, pabbi.“ , [ *.« i nífe „Heigullinn", hugsaði Joe, „að sjá þennan huglausa hvolp standa þarna geltandi — i stað þess að banna Frank að tala við föður sinn eins og hann gerði.“ „Þú líka,“ urraði Joe, „snáfaðu út.“ „Við — við ættum að kasta þér út,“ sagði, Frank og var sern hann yæri móður. „Hver hefur borgað húsaleigu seinustu 3 árin?“ Hvolpurinn var aftur farmn að gelta. Hann var að smána hann a því, að hann var gamall orðinnog veikur og bjó við þetta mein, sem hann varð að gleyrna. Joe fann blóðið streyma örara um æðarnar — hjartað hamað- ist — og allt í einu rétti hann fram hönd sína eldingarsnöggt og rak Stanley utan undir. Enn hafði hann þó næga orku til þess að gefa þessum strák ráðningu — mundi ekki rakkinn skríða inn í holu sína? En Stanley ragnaði og tók undir sig stökk, en Frank greip þá báða heljartaki og hélt þeim frá sér, svo að þeir máttu sig vart hræra. „Hættið þessu,“ sagði hann. Sva sleptpi hann Jce — ekki eins harkalega og hann hefði getað — og ýtti Stanley inn í stofuna. Joe var að reyna að jafna sig, er beljakinn, tengdasonur hans, sneri sér við og að honum. Frank brosti — en það var ógnun í brosi hans. Og kaldur sveiti spratt fram á enni Joes Lucasta. 4. kapituli. En Frank hreyfði sig ekki úr sporum og þegar hann tók til máls var hann furðulega mjúkmáll. En þeir, sem þekktu hann bezt, töldu hann þá hættulegastan, og þá breyttist viðmót hans snöggvast. „Mér þykir ekkert gaman að horfa á annað eins og þetta — sjá son búast til árásar á föður sinn! Hvílíkt uppeldi." Joe vissi mæta vel, að óveðursský voru á lofti,. þótt Frank mælti svo. O, ef hann aðeins hefði vænan whiskysnaps við höndina, til þess að hressa sig upp. Hann varð að standa þarna, þurr í kverkunum með ákafan hjartslátt, og horfast í augu við þrælirsri — en það mátti ekki' til þess koma, að hann liti' undan: Frank stóð hjártanlega á sama um hvernig hienn vora aldir upp, Eina áhugamál hans var að komast yfir peninga *— með hægu móti, svo að hann þyrfti ekki að þræla í verksmiðjunni. „Þér hefur ekki tekist svo vel með Stellu héldur,“ sagði hann nú. „Það var ekki neinn hægðarleikur að — temja hana. Nei, það virðjst ekki hafa verið neinn, sem naut ástar og umhyggju hér, nema — Axma.“ Hann nefndi nafn hennar hátt og skýrt, svo að bergmálaði í veggjunum, og það gerði hann vitanlega af áséttu ráði, og af því að enginn hafði árætt að nefna nafn hennar í þessu húsi í þrjú löng ár. Jæja, það sveið ekki undan því lengur, Þexta var ekki nema nafn. Hann þurfti ekki að hugsa um hana lengur, þegar hún kom hlaupandi heim úr skólanum, með hið svarta h,ár sitþ flaksap.di í blænujn, með. bækurnar í. ólinni., hei,. hgijm gat gleymt þessu og öðru. „Þer hefur víst þótt vænt um hana, Joe,“ sagði Frank lymsku- lega og Joe gerði sér nú fyrst grein fyrir hve hann hataði þenn- an mann, jafnvel rödd hans. Honum varð óglatt. „Og hún átti að verða stolt þitt — en varð kórvillan sem þú gerðir í uppeldi barnanna.“ Hvei’s vegna starði Frank svona á hann? Hvers vegna? Joe svaraði þreytulega, því að hann vissi, að Frank ætlaði sér að knýja hann til að svara — svona hægt og bítandi ,,Eg veit hvað þú ert að fara. Þú þarft ekki að hafa fyrir því að tala.“ „Hver remillinn gengur að þér, Joe?“ hélt Frank áfram í sama dúr og fyrr. Joe leit upp, eins og hann hefði verið leiddur í gildru. „Lofaðu mér að vera í friði.“ „Af hverju viltu ekki lofa henni að vera heima, Joe?“ Hann varð að hafa einhverja frambærilega ástæðu, — geta sagt eitthvað með gildum rökum, til þess að geta stungið upp í þennan beljaka, sem dóttir hans hafði álpast til þess að gift- ast — eitthvað sem Frank tryði, svo að hann léti hann í friði. En það var eins og honum gæti ekki dottið neitt í hug og hann gat ekkert sagt, nema þetta: „Ottó er bezt vinur minn, og eg ætla mér ekki að láta þig ræna son hans —“ „Ekkert finnst mér fyrirlitlegra en að bera fram blákalda lygi, Joe.“ Sú var tíðin, að Frank hefði verið goldið þetta með glóðar- auga. En nú langaði Joe til þess eins að komast burtu. Hann var hræddur við Frank og það var slæmt að vera hræddur. ,,Eg er sjúkur,“ sagði hann og hristi höfuðið aumkunarlega. „Láttu mig í friði.“ „Þú segist vera sjúkur,“ sagði Frank fyrirlitlega, „nei, þú ert hræddur.“ Það var satt, en hann mátti ekki kannast við það. „Hræddur við hvað?“ „Þú ert öllum þínum til skamraar," sagði Frank'Og hló kald- ranalega. „Og þú getur ekki rétt við í áliti nema með einu móti — með því að sækja Önnu og sýna öllum, að þú getir kómið fram við hana eins og faðir á að koma frarn við dóttur sína.“ „Nei, nei,“ hvíslaði Joe þrálega. Það virtist svo sem Frank kenndi í brjósti um hann •—- það var engu líkara en að hann væri að gera tengdaföður sínum greiða. ' ý „Jæja, eg verð þá víst að stappa í þig stálinu — gæða þig hugrekki.“ Þótt Joe hefði gert sér vel ljóst hvað koma mundi, var höggið svo hárt og shöggt, að hann var lostinn því, án þess að sjá Frank reiða loppuna miklu til höggs. Hann lamdi hann í beltisstað — Ekknasjöður Isiands hefur gefið út smekklegt minningarkort, sem er til sölu á eftirtöldum stöðutn: Á Biskupsskrifstofunni, í Fossvogskapellu, Sparisjóð Rvíkur og nágr., skólanum á Seltjarnarnesi, Holtsapóteki, Bókabúð Æskunnar og Verzl. Þorvaldar Bjarnason- ar, Hafnarfirði. A n u kaftfeSEingur til Vestmannaeyja ámorgun. —* Vörumóttaka daglega. — !,$. SÉjalÉreið vestur um land til Akureyrar hinn 16. þ.m. Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar, Súgandafjarðar, Húnaflóa- og Skagafjarðar, Ólafsfjarðar Dal- víkur og Hríseyjar í dag og á morgun. Farseðlar seldir ár- degis á mánudaginn. Jón: Þið eruð tvíburar, þú og systir þín, er það ekki? Pétur: Jú, við vorum það þegar við vorurn börn, en nú er eg 5 árum eldri en hún. • Stúlka nokkur sótti um vinnu sem hraðritari, og meðal annars var eftirfarandi spurn- ing lögS fyrir hana: „Hvernig er Mississippi skrifað?“ Hún hugsaði sig um augna- blik og sagði síðan: „Fljótið eða fylkið?“ • Kínamúrinn er stærsta stein- smíð í heiminum. Hann er hvorki meira né minna en 2400 km. langur, og bygging hans tók rúmar fjórar aldir. ;• Rakari einn fluttist með unga konu sína í sveitakaupstað, hann setti þar upp rakarastofu, og hafði brátt nóg að gera. Dag nokkurn kom maður inn í rak- arastofuna og spurðl hversu margir menn biðu eftir af- greiðslu. 4 — var honum sagt af; rakárasveininuní. Hvarí hann þá á .brott og kom ekki áftur þann daginn. Þetta end- urtók sig nokkra daga, hann kom og spurði og jafnan voru þrír eða fjórir, sem biðu af- greiðslu, en maðurinn hvarf og kom ekki aftur. Að lokum sagði rakarinn við aðstoðar- mann sinn: „Eg held ég verði að biðja yður að hafa gát á þess- um einkennilega náunga. Ef hann kemur aftur | morgun þá sku|uð þér véita honum eftir- för og sjá hvað af honum.verð- ur.“ Daginn eftir kom náung- inn aftur í sömu erindum og rakarasveinninn veitti honum eftirför. Eftir 10 mínútur kom hann aftur og sagði: „Meistari, maðurinn fór rakleitt heim í íbúðina yðar.... “ ÚiHtí AÍHHi í bæjarfi’éttum Vísis 11, júní 1923 var m. a. sagt frá bifreiðaT slysi: | ’ f—' •'? ; \"\ Bifreiðaslys. í gær var bifreið að fara upp brekkuna suður úr Hafnarfirði, hlaðin ungu fólki, og vildi þá svo til, að ýélin stöðvaðist, en bifreiðin seig aftur á bak und- an brekkunni, þangað til hún kom á lækjarbrú þar fyrir neð- an og braut handriðið og valt yfir sig .niður í lækinn. En svo vel tókst til, að fólk hafði áður stokkið út úr bifreiðinni og sakaði ékki. Bifreiðarstjórinn einn vá'r ■ eftir og varð undir bifreiðihni, en sakaði ekki, og þótt sérstök heppn, því að bif- reiðin sjáK brotnaði til muna. B.S.A. reiðhjólin sem alhr kannast við, vor.u nýlegá' reynd í kappakstri á Jótlandsheiðum. Keppendur voru afar margir og tegundir reiðhjóla smuleiðis. Vegh voru víðá slæmir, svo að hjólin óðu djjúpt ,. í sændinn, en leihslok urðu þau, að B.S.A. hlaut fyrstu verðlaun — „Grand Prix“ — og-einnig önnur verðlaun. Stúlka óskast - til heimilisstarfa, hálfan daginn. Uppl. í síma 2947. PMII3 Sumarbústaður til sölu. Upplýsingar í síma 81416. Résóíí silklvoaf, tvíbreitt. Eldhúsvaskur Plastic eldhúsva«kur (lengú 1 metri) :ð vatnslás og einnig dreifikrani í eldhús til sölu. — Selst ódýrt. — Upplýsingar í síma 3237. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.