Vísir - 13.06.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 13.06.1953, Blaðsíða 1
VI «3. árg. Laugardaginn 13 júní 1953. 131. tbl. A.-Berlín skiptir um svip. V.-Þjóðverjar tortryggja ráð- stalanír kommúnista. Einjkaskeyti frá AP. — Bonn í gærkvöldi. I Vestur-Þýzkalandi er litið srneð nokkurri tortryggni á stefuubreytinguna í Austur- Þýzkalandi, en ríkisstjórnin þar feefur tekið til greina tillögur kommúnistaflokksins, sem birt- ar voru í gær. I Vestur-Þýzkalandi er litið svo á, að með stefnubreyting- unni sé stefnt að því: 1. Að stöðva flóttann til V.- Þýzkalands. 2. Að hafa áhrif á kosning- arnar, sem fram eiga að fara í V. Þ. innan tíðar. Golfeinvígið stóð i meira en hálf- an sólarhring. Úrslitaleikurinn í Firma- keppni Golfklúbbs íslands verður háður kl. 2—4.30 í dag. Er þegar vitað, að heild- verzlun Haralds Árnasonar verður í úrslitunum, en þeg- ar þetta var ritað, var ekki vitað um leikinn að ööru leyti.-------Annars hefur verið háð harðasta einvígi, sem um getur í sögu golfs- áns hér á landí, um miðja vikuna. Kepptu þá dagblað- ið Vísir — Haraldur Bjarna- son — og Verzlun O. Elling- sen — Ingólfur Isebarn — samtals í meira en hálfan sólarhring, áður en einvíginu lyki. Á þriðjudag léku þeir 36' holur og voru jafnir að þeim loknum, og daginn eft- Ir kepptu þeir frá kl. 7 að kvöldi þar til kl. 3,39 að morgni — hálfa níundu klst. — en þá lauk einvíginu með sigrl Vísis eftir 88 holur. 1 Grotewohl forsætisráðherra hefur boðað í ræðu, að hundruð um skólakennara, sem vikið var frá störfum, eða fluttir voru til, sé frjálst að hverfa aftur að sínum fyrri störfum. Rík- isstjórnin telji nauðsynlegt að þeir geri það, vegna kennara- skortsins í fyrsta lagi, og eins vegna þess, að þettá muni verða til að bæta sambúðina milli A,- og V,-Þýzkalands. Þeir eiga að verða aðnjótandi fulls skoðana- frelsis um stjórnmál og aftur- kölluð er fyrri ákvörðun um, að Marxisminn skuli lagður til grundvallar kennslu í háskól- um. Þá hefur verið tilkynnt, að í gistihúsum og veitingahúsum Austur-Berlínar sé nú heimilt J að taka móti gestum frá Vest- | ur-Berlín, og er þegar farið að leyfa að sýna myndir, sem sýnd ar hafa verið í V.-Berlín, en bannaðar í austurhlutanum. 50.000 ha. orkuver fullgert í Svíþjóð. St.hólmi. — Nýtt 50,000 ha. raforkuver hefur verið tekið í notkun í Svíþjóð. Er orkuver þetta við Ljusn- an-á í N.-Svíþjóð, framleiðir 300 millj. kvst. á ári og kostax rúmlega 130 millj. ísl. kr. Með vatnsjöfnun verður afl stöðv- arinnar síðar aukið í 75 þús. ho. (SIP). Uppeldismála- þingið hófst í gær. Uppeldismálaþingið var sett í gærmorgun í forsal Melaskól- ans að viðstöddum forseta ís- lands, hr. Ásgeiri Ásgeirssyni, menntamálaráðherra, Birni Ól- afssyni, og nokkuð á 2. hundrað kennara ,og uppeldisfræðinga. Formaður sambands íslenzkra barnakennara, Arngrímur Krist jánsson skólastjóri setti þingið, en aðalviðfangsefni þess verð- ur: íslenzkt þjóðerni og skól- arnir. Að lokinni þingsetningu flutti Björn Ólafsson menntamálaráð herra ávarp, próf. Einar Ól. Sveinsson flutti erindi og telpna kór (9—10 ára telpna) Mela- skólans söng undir stjórn frú Guðrúnar Pálsdóttur. Kl. 2 e. h. í gær hélt þingið áfram og flutti dr. Broddi Jó- hannesson þá erindi. Forsetar þingsins voru kjörn- ir þeir Hervald Björnsson skóla stjóri í Borgarnesi og Guðjón Guðjónsson skólastjóri 1 Hafn- arfirði. Þingið heldur áfram í dag og verður þjóðminjasafnið þá vænt anlega skoðað undir leiðsögn safnvarða. — Þinggestir munu einnig skoða Listasafn ríkisins undir leiðsögn Jóns Þorleifsson- ar listmáiara. Er þetta í fyrsta sinn, sem opinber mannfagnaður fer fram í hinum glæsilega forsal Mela- skólans. Vélar Sogsvirkjimar lilbúnar til prófunar um miðjan ágúst Yerkinu miðar vel áfram, væntan- lega lokið í haust, samkvæmt áætlun. ISiokkw greni haffaí fundizf. Nokkur greni fundust í síð- ari grenjaleitinni, en þau hafa ekki öll verið unnin. Upplýsingar eru ekki enn fyrir hendi um leit allra, en greni fundust m. a. í Hvassa- hraunslandi, nálægt Bláfelli og í Kjós. Grenið í Hvassahraunslandi mun hafa verið unnið. í því f undust 7 yrðlingar. — Grenja- ieit Tryggva í Miðdal og hans tnanna bar ekki árangur, að því er Vísi var tjáð í símtali við Miðdal í gær síðdegis. 53 hvalir veiddir. Hvalveiðarnar hafa gengið vel að undanförnu og hafa nú veiðzt samtals 53 hvalir. Hafa þær gengið öllu betur en í fyrra það af er. — Hinn 18. júní í fyrra höfðu veiðzt 58 hvalir. Eins og áður hefur verið getið hófust veiðarnar nokkr- um sólarhringum síðar í ár en í fyrra. Framkvæmdum við Sogs- virkjunina hefur miðað mjög vel áfram undanfarið, og má gera ráð fyrir, að farið verði að prófa vélar hennar upp úr miðjum ágúst. Vísir hefur átt tal við Jakob Guðjbhnsen verkfræðing, og ferigið hjá honum nokkrar upp- lýsingar varðandi orkuverið mikla, sem senn er fuilgert aust ur við Sog. Þessa dagana er unnið af kappi að því að koma fyrir raf- vél — hinni fyrri af tveim. — Hins vegar er ekki eins langt komið að setja upp rafbúnað ( ýmislegan. Hér eru nú staddir tveir bandarískir verkfræð- ingar, og mun annar fylgjast með uppsetning rafvélanna, en hinn rafbúnaðarins. Enn frem- ur er hér þýzkur sérfræðingur, sem á að setja upp stíflulokur. Byggingarvinnu er langt kom. ið, og undanfarið hefur verið unnið að því að sprengja frá- rennslisgöng frá jarðgöngunum miklu að farvegi Sogsins. Er sprengingarvinnu langt komið, en jafnframt er unnlð að steypu vinnu þar, til þess að treysta bakka frárennslisganganna. Jakob Guðjohnsen taldi, að sennilega mætti hleypa vatni á um miðjan ágúst og taka þá til við prófanir á vélunum. Sogs- virkjuninni verður svo vænt- anlega lokið í haust, eins og gert hefur verið ráð fyrir. Á vegum Sogsvirkjunarinnar vinna nú um 50 manns við upp setningu véla, rafbúnaðar og' annars, en á vegum Fosskraft vinna um 130 manns . Stjórnarkreppan í Frakklandi. París (AP). — Miðstjóm Kóttæka flokksins franska hef- ur heimilað André Marie að gera tilraun til myndunar rík- isstjórnar með þátttöku sem flestra stjórnmálaflokka. André Marie hefíTT' þegar rætt við marga stjórnmálaleiðtoga, þeirra meðal Pinay, Rene-May- er og Bidault, sem ýmist fengu ekki traust þingsins eða h~fn- uðu boði um að reyna (Pinay). Það dregst þar til í dag, að Auriol forseti fái lokasvar Andre Marie. Rabbað við eiitn frændann að vesíán: Aður blossuðu Heimskringla og Lög- berg upp, ef þau voru látin santan. Nu er ekki sami kraftur í skömmunum og áður, „Eg hef verið að klípa mig í allan dag, og mér finnst ekki að eg sé kominn til Islands. Þegar eg hrökk upp í flugvélinni á leiðinni, hélt eg alltaf, að eg væri í rekkjuvoðunum heima. Eg finn áreiðanlega ekki, að eg sé kominn heim, fyrr en eg er kominn norður í Evjafjörð, sem eg yfirgaf fyrir 40 árum.“ ^ Þannig komst Rósmundur Árnason frá Elfros í Saskat- chewan í Kanada að orði í fyrra kvöld, er tíðindamaður Vísis rabbaði við hann í fagnaðar- hófi því, sem íorsætisráðherra hélt frændum okkar frá Vest- urheimi. Og Rósmundur hefur sennilega mæit fyrir munn j flestra, sem þarna voru komn- ; ir — þeir voru varla búnir að átta sig á því, að þeir væru; komnir til gamla landsins. En j þó. vissu þeir það, og það var 1 fögnuður á andlitum þeirra og eftirvænting, því að þeir eiga eftir að sjá margt og mikið næstu vikurnar. Rósmundur er sextugur að aldri, og sér það ekki á hon- um að öðru leyti en því, að hann er orðinn gráhærður. En hann er kvikur og léttur í lund. enda mun hann vera mesti æringinn í hópnum — strákurinn eins og einn ferðafélaginn komst að orði. Fjórum sinnum 13. „Fórstu vestur með f jÖIskyldu þinni?“ spurði tíðindamaður- j inn. „Nei, ég varð m. a. samferða ' Adam Þorgrímssyni, sem hafði j verið kennari minn um vetur- 1 inn, en foreldrar mínir fóru síð- j ar. Við vorum 13 saman, lögð- 1 um upp 13 — 1913 — og kom- um til Winnipeg réttum mán- uði síðar, 13. júní Það eru því fjórum sinnum 13 í ferðasög- unni minni vestur um haf “ „Og nú stundar þú búskap á sléttunum miklu?“ „Já, ég á all-stórt land, en rækta það ekki allt — það er að segja, ég hvíli akrana til skiptis. Það er dálítill runna- gróður á jörðinni líka.“ Við frekari spurningar kem- ur í ljós, að „runnarnir“ eru 30 feta há tré. Kornrækt — engar skepnur. „Er ekki talsverður munur á búskapnytm þar og hér?“ „Jú, vissulega. Annars stunda ég einungis kornrækt, og hef engar skepnur, bý heldur ekki á jörðinni. Eg fiuttist til Elfros, þegar koma þurfti börnunum þremur til mennta. Veturinn er hvíldartími fyrir kornræktar- bændur, en annars er maður ákaflega frjáls við kornrækt- ina, getur verið latur eða dug- legur eftir því, hvernig á manni liggur.“ Það þarf eldspýtu. Rósmundur fær . alltaf biöðin vestur, svo að hann er vel heima í stjórnmálum okkar, og honum finnst meiri kraftur í skömm- unum hér en Heimskringlu og Lögbergi vestra. „Það þarf eldspýtú til að kveikja'í þeim nú orðið,“ segir hann brosandi. „Áður fyrr þurfti ekki annað en að setja þau saman í stóna, og þá taloss- uðu þau upp samstundis. Nú geta þau legið saman svo vik- um skiptir, án þess að hitni í þeim, hvað þá meira.“ Balkanbandala^ að komast u. Aþena (AP). — Gríski land- varnamálaráðherrann hefur skýrt frá því, að samkomulag hafi náðst á Aþenufundinum um sameiginlegar varnir. Fundinn sátu fulltrúar Grikk lands, Tyrklands og Júgóslavíu, sem hafa gert með sér vináttu- og varnarbandalag. Rætt um hlutlaust svæði í Kóreu. Tokyo (AP). — Sambands- liðsforingjar í Kóreu komu saman á klst.fund í gær. Samkvæmt Norður-Köreu- fregnum er viðræðuefnið marka lína sú, sem hlutlausa svæðið miðast við. Er erfitt að ná sam- komulagi um tvö atriði, en skammt að bíða lokasamkomu- lags, eftir fregnum þessum að dæma. Riíssum send skilaboð. París (AP) , — Kunnugt varð í gærkvöldi, að ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands hafa gengið frá nýj um orðsendingum til ráðstjórn- arinnar rússnesku. Orðsendingarnar eru sam- hljóða og er lagt til, að því er talið er, að ný tilraun verði gerð til þess að ná samkomu- lagi um friðarsamninga við Austurríki. Fyrir skömmu neituðu Rúss- ar að taka þátt í fundi vara- manna forsætisráðherra Fjór- veldanna á fundi í London um sama mál, en lögðu til, að reynt væri að ná samkomulagí, eftir venjulegum diplomatiskum leið um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.