Vísir - 16.06.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 16.06.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Þriðjudaginn 16. júní 1953. 133. tbl„ Fjöibreytt hátíð ð morglin. Sókn konunnni§ta í Kóren Þjóðdansar hafa 11 ú ýeri$ áel&Eiii* á dagskrána. liaMið áfram af krafti. Svo sem venja hefur verið, verður mikið um dýrðir hér í bænum á morgun, 17. júní. Þjóðhátíðarnefnd hefur starf- að að undirbúningi hátíðahald- anna, og er mjög til þeirra vandað, svo sem að undanförnu. Er það von nefndarinnar rö bæjarbúar hafi ánægju af þeirh skemmtiatriðum sem á boðstól- um verða. Dagskráin verður í stórum dráttum þannig, að kl. 1,15 hefjast skrúðgöngur við Mela- skólann og Skólavörðutorg, hvor fyrir sinn bæjarhelming, og mætast á Austurvelli, þar sem hátíðleg athöfn hefst kl. 2. Eru það sérstök tilmæli þjóð- hátíðarnefndar til þeirraf^sem eiga íslenzka þjóðbúninga, að þær klæðist þeim þenna dag. Biskupinn, herra Sigurgeir Sigurðsson, hefur undirbúið guðsþjónustuna, en prestur verður prófessor Ásmundur Guðmundsson. Einar Kristjáns- son óperusöngvari syngur ein- söng með undirleik dr. Páls ísólfssonár. Síðan mun forsetinn, Ásgeir Ásgedrsson, leggja blómsveig frá íslenzku þjóðinni við fót- stall minnisvarða Jóns Sigurðs- sonar. Þá rnunu fánaberar votta virðingu sína með fánakveðju, og má skoða þá sem fulltrúa f jarstaddra íslendinga við athöfnina. Fjallkonan flytur síðan ávárp, sem Jakob Thor- arensen hefur samið, en með hlutverk hennar fer frú Herdís Þorvaldsdóttir. — Forsætisráð- herra, Steingrímur Steinþórs- son flytur ræðu, en síðan verð- ur haldið suður á íþróttavöll. Hefst 17. júní mótið þar kl. 3.30 og verða þar mjög fjöl- breytt skemrntiatriði, sem fara fram á tveiin pöllum samtímis. Kl. 4,00 hefst útisamkoma barna neðst á Arnarhólstúni, og verða þar ávörp, söngur og þjóðdansar, auk þess sem Gest- ur Þorgrímsson og Baldur Georgs skemmta. Síðan verður aímennur söngur undir stjórn Sigfúsar Halldórssonar. Tivoli verður opið frá kl. 4—7 og fára þar fram ýmiss konar skemmtiatriði; en að- gangur er ókeypis. Kl. 8 hefst útisamkoman meö leik Lúðrasveitarinnar, en kl. 8.30 verður kvöldvakan sett af Þór Sandholt, formanni þjóð- Frh. á 7. s. Veftur á morgun hkt og uadan- faríð. Líklegt er, að veðurfar verði svipað á morgun — þjóðhátíðardaginn 17. júní — og verið hefur seinustu 2—3 daga. Veðurstofan teiur líklegt, að vindur verði hægur á morgun, vestan eða suðvest- an, skýjað, en bjart á milli, ef til vill smáskúrir. Hhastig verður sennilega svipað og verið hefur. f morgun var hiti 9 stig kl. 9 og í gær var mestur hiti í Reykjavík lOVí stig. Þýzku svifflugmennirnir við komu heirra á Reykjavikurflug- völl. Með þeim er Helgi Filippusson, framkvæmdarstjóri Svif- flugsfélags íslands. Þýzku svifflugmennirnir ánægðir með dvölina hér. Islertzkum svifflugm ön n um boðið til Spánar. 17 fiiíEtrúar þjódbanka Norðurlaitda á fimdi hér. Íi'ggttcÍBMFÍnm ÍBBBÍtiÍWBWt é v&BfwgrsB svíHbb híw tth fi w s ésl&tt&iigs. Með GuIIfaxa í fyrradag kom Iiingað hópur norræna banka- stjóra og annarra bankamanna tií þess að sitja fund norrænna seðlabanka, sem nú stendur yf- ir hér í bæ. Jón Maríasson bankastjóri tók á móti hinum erléndu gesl- um á Reykjavíkurflugvelli, en ráðstefnan mun hafa hafizt í gær. Komu hingað fulltrúar frá öllum seðlabönkum hinna Norð urlandanna, en þeir eru: Dan- marks Natíonalbank, Finlands Bank, Norges Bank og Sveriges Riksbank. Frá Danmörku komu þessir menn: Svend Nielsen bankastjóri, Svend Andersen skrifstofustjóri, Ove Jepsen eða] Haugén-Johansen bankastjórar (Vísi er ókunnugt um, hvor þeirra situr fundinn hér) og S. Hartogsohn bankastjóri. Finnar senda þessa fulltrúa: S. Tuomioja bankastjóri, V. Vesterinen bóndi, U. Varjonen bankastjóri og prófessor A. E. Tudeer. Þessir komu frá Noregi: Gunn ar Jahn bankastjóri, Gunnar Hvattum útgerðarmaður, , Jan Knap skrifstofustjóri og Gabrí- el Kielland skrifstofustjóri. Sænsku fulltrúarnir eru þess- ir: Lennart Hammarskiöld bankastjóri, David Hall full- trúi, Hjalmar Ekengren banka- stjóri, Sven Joge bankastjóri og Olsson fulltrúi. Vísir hefur frétt að hinir nor- rænu gestir fari allir utan aft- ur með Gullfaxa þann 20. júní, nema S. Tuomioja, sem fer fimmtudaginn 18. þ. m, Tilkynning um störf ráðsteíh- unnar mun væntanleg einhvern næstu daga. Þýzku s\-ifflugmennirnir fimm frá 'Duisburg í Þýzkalandi, sem hér hafa dvaltð undanfarnar vikur, halda heimleiðis í kvöld. Fara þeir flugleiðis til Ham- borgar í nótt. Þeir komu hing- að á hvítasunnudag og hafa dvalið á Sandskeiði allan tím- ann, nema hvað þeir fóru aust- ur að Gullfossi og Geysi s.l. lau'gardag. Flugskilyrðin voru fremur ó- hagstæð þann tíma, sem Þjóö- verjarnir dvöldu hér, en þrátt fyrir það varð árangur þeirra sæmilega góður, og þeir eru mjög ánægðir yfir dvölinni her. Þrír hinna þýzku gesta voru flugmenn í þýzka hernum og tóku þátt i heimsstyrjöldinni. Fararstjórinn Waldemar Fron- zek, var tekinn til fanga í Eúss- landi og þaðan slapp hann með alls konar brellum árið 1950. Sjötti Þjóðverjinn, Ernst Kaufmann frá Hamborg, dvaMi um tíma með þeim félögum á Sandskeiði til þess að kynna sér svifflugmál okkar íselnd- inga. Kaufmann er í senn flug- maður og blaðamaður og er kunnur í Þýzkalandi fyrir skrif sín um flugmál. Framkvæmdastjóri Svifflugs- félags íslands, Helgi Filippus- son, dvaldizt með Þjóðverjun- um allan tímann á Sandskeiði og leiðþeindi þeim um allt, er að fluginu og flugskilyrðum laut. Seirrnl hluta ágústmánaðar Sjálfstæðisfóik. Gefið kosningaskrifstofu flokksins í Vonarstræti 4, upp- lýsingar um kjósendur, sem verða ekki í bænum á kjördegi. Símar skrifsíofunnar eru 7100 og 2938. ! munu 10 íslenzkir svifflugmenn fara héðan til Duisburg og dvelja þar jafnlangan tíma og Þjóðverjarnir voru hér. Helgi Filippusson verður væntanlega fararstjóri þeirra. Nýlega hefur borizt óform- legt boð frá Valencia á Spáni um að íslendingar sendi þang- að svifflugmenn til námsdval- ar. Starfið fyrir D-listaim! Kosningaskrifstoíur Sjálfsíæðisfiokksins hér i bænum eru í Sjálfstæðis- húsinu og VR við Von- arstræti. Þær eru opnar alla daga frá kl. 9—22 eða fram til klukkan 10 á kvöldin. Símarnir eru 7100 og 2938. Allir heir, sem vilia vinna að einhverju Ieyti fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru hvattir til að 1iafa sem nánast samband við skrifsíofurnar. LISTI SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKSINS í REYKJAVIK OG TVI- MENNINGSKJÖRDÆM- UNUM ER D-LISTi! Hún vekur vaxandi furðu úti um heim. Beinist eíukuiiR gegn S.-Kóreii- mönnnm. Einkaskeyti frá AP. — Tokyo og London í morgun. Kommúnistar halda áfram sókn sinni á Kóreuvígstöðvun- um og segja flugmenn, að fyrir aftan víglínu þeirra séu flutn- ingabifreiðir með birgðir, sem dregnar hafi verið að vegna sóknarinnar, og miklir flutn- ingar eigi sér stað til vígstöðv- anna. Þetta hefur flugher Samein- uðu Sjóðanna notað sér, enda voru sett ný árásamet í Kóreu- styrjöldinni í gær og fyrradag. í fyrradag voru gerðar 1400 flugárásir (einstakra flugvéla), en í gær 1600, eða 3000 á tveim- ur sólarhringum. Meðal flugvél- anna voru fjölda mörg flug- virki frá Okinawa. Sókn kommúnista vekur vaxandi furðu. Scgja meun, að ekki sé nema tvennt til um tilgang hennar: Annað- hvort að ná talsverðum loka- árangri áður en vopnahlé er samið, í von um bætta að- stöðu á væntanlegri friðar- ráðstefnu, eða þeir hafi und- irbúið stórsókn af meiri ó- heilindum en dæmi eru tilr og kæri sig kollótta um. vopnahlé. Flestir halda þó enn í von um,. að vopnahlé verði gert, en for- dæma sókn um leið og látið er í það skína, að vopnahlé verði undirritað þá og þegar, jafnvel eftir 1—2 daga. Til að seinka og tef ja. Dulles utanríkisráðherra hef- ur fyrstur kunnra stjórnmála- manna rætt breytt viðhorf vegna sóknar kommúnista. — Hann sagði, að sókn þeirra nú. kynni að torvelda samkomu- lagsumleitanirnar um vopnahlé og seinka því, að friður kæmist á í Kóreu. Taylor yfirmaður 8. hersins og Syngman Rhee forseti S.- Kóreu flugu til vígstöðvanna í morgun, til þess að kynna sér horfurnar af eigin reynd. Sókn kommúnista hefur til þessa mætt mest á Suður-Kóreu mönnum, sem enn hafa orðið að láta nokkuð undan síga. Vestast á núverandi sóknarstöðvum eru Bandaríkjahersveitir til varnar. Aítökujini verður ekki frestað. Washington (AP). — Hæsti- réttur Bandaríkjanna hefur neitað að verða við tilmælum verjanda Rósenberghjónanna um að mál þeirra verði tckið fyrir af nýju, og aflökunni. frestað. Aftaka hjónanna á fram. a<5 fara næstkomandi fimmtudag 18. júní.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.