Vísir - 18.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 18.06.1953, Blaðsíða 7
Fimmtuclaginn. 18. júní 1953. TlSIR m - ' ' ■'■"“■ ‘ ' ............................................................‘ | PUip ÍJoJa.: AKNA LUCASTA 9 Buster virti hana betur fyrir sér og var auðséð, að hann var Danny fyllilega sammála. Og Buster rétti fram hönd sína, eins og feiminn drengur í boði, sem mamma hefir kennt að hneigja sig. „Gleður mig að kynnast yður, ungfrú Lucasta.“ „Sæll,“ sagði Anna blátt áfram, en örlítið undrand'i yfir allri kurteisinni, og' leyfði honum að þrýsta hönd sína. Þetta var allra kurteisasti piltur. „Eg tók hann með mér svona til þess að láta minn betri mann njóta sín,“ sagði Danny, en Anna kinkaði kolli. Buster hafði ekki enn sleppt hönd hennar. „Nóg komið,“ sagði Danny hlæjandi og skipandi, og einhvern veginn hreif það hana, að hann lét sem hún væri prinsessa, sem enginn mætti koma nálægt nema hann sjálfur. Hún fór ekki í neinar grafgöttur um, hversu djúpt rætur einlægnl hans lágu, því að vel vissi hún að hann var léttlyndur, en hún brosti til hans mjög elskulega. „Þið látið mig vita, þegar öll þessi formsatriði em um garð gengin,“ sagði Nói rólega. „Andaðu rólega — öll nóttin er framundan,“ sagði Danny, en Nói leit á klukkuna, andvarpaði og mælti: „Það var það, sem lagðist í mig.“ Danny fór að leita í sjópoka, sem hann hafði slengt á gólfið, er hann breiddi út faðminn móti Önnu, en lét dæluna gana á meðan. ,.Eg er viss um að útgjöldin við að leita að þér námu tuttugu dollurum — eg leit inn í hvex-ja krá við Sandgötuna.“ Hún trúði því næstum, að þetta bæri að skilja svo, að hann hefði í raun og veru þráð hana. „Eg var farin að halda, að þú værir búin að snúa baki við Brooklyn.'1 „Hættu þessu bulli,“ sagði hún, tU þess að leiða athygli hans frá því, að hún var næstum. hrærð yfir, að hann var kominn aftur, hress og glaður, til þess að hx-ekja burt óttann og kvíðann, sem hún hafði átt við að búa allar einveru- og kuldastundirnar að undanförnu. Og loks fann Danny það, sem hann var að leita að, gilda og ósmekklega hálsfesti, sem hann hafði keypt í ein- hverri fjarlægri hafnarborg. Anna vissi, að hann átti til að vera gripinn viðkvæmni, þegar hann vai'ð mjög drukkinn — og vafalaust keypt þetta í slíku hugarástand — en hvað um það, það sýndi þó, að harm hafði hugsað til hennar. Hann lagði grip- inn um háls henni og smellti lásnum og sagði við Buster: „Jæja, Buster, hvernig líst þér á?“ Anna lét sem hún væri hrifin og Buster, sem var af þeirri manntegund, sem hélt, að svara bæri öllum spurningum, vafð- ist txmga um tönn, en mælti svo: „Já — eg verð nú að segja, að fyrir minn smekk, — þú af- sakar —“ „Hann vill allt látlaust, ekkert skrautglingur, — hann er líka frá Boston,“ hvíslaði Danny að Önnu. „Kannske af gamalli aðalsætt,“ sagði Annna glettin. og gaf Buster hýrt auga. „Hann er ekki slakur, strákurinn — hann getur jafnvel bablað frönsku,“ sagði Danny í einskærri aðdáun á hinum unga félaga sínum. En Buster roðnaði upp í hársrætur, er Anna sagði: „Segðu eitthvað á fi'önsku.“ „Það er ekki umtalsvert,11 sagði hann. „Eg kann ekki nema nokkur orð.“ „En eg er viss um, að það eru oi'ð, sem duga,“ sagði hún. Vafalaust hafði hún gefið mörgum öðrum undir fótinn með svipuðuin hætti, en hún talaði í öðnim tón við Buster, eins og til þess að láta honum skiljast, að hann og hann einn væri vel- kominn að vera með henni og Danny, því að hann væii svo lag- legur og viðfeldinn, og hann kunni líka vel að meta vinsemd hennar og sagði við Danny: „Er ekki tími kominn til þess að bjóða ungfrúnni upp á glas?‘: „Jú, þú hefðir nú getað látið þér detta það í hug,“ sagði Anha o,g horfði tindrandi,. örvandi augum á Danny. „Eg , er kominn rniklu lengra áleiðis en þið,“ sagði Danny hlæjandi. „Bjór handa úngfrúnni,“ kallaði hann tií Nóá og dró Önnu af stólnum, sem hún hafði sezt á, án þess að hafa í hug hve öflugt takið var, er hann greip í handlegg hennar, en hún hrsti sig af honum hlæjándi: „Sparaðu kraftaná, sjómaður!“ „Ó, þér er ekki svo leitt sem þú lætur,“ sagði harrn, „við skul- um fara inn í borðstofuna.“ Buster var þéim gieymdur, en hann gat ekki aimetiriilr gá áttað sig á þessari „vendingu“ og kallaði á eftir þenn: „Hæ, Danny, hvað um mig?“ „Taktu það rólega, drengur minn, þetta er fyi'sta sjóferðin þín — og landleyfið.“ Danriý tók útári urix Öhnu óg sagði lágt o'g iriniléga: „Anna, eg sleppi þér aldrei framar." Og er inn kom drö hann fram sama stólinn, sem hún hafði setið á, er hún ræddi við Eddie. „Seztu niður, eg hefi fréttir handa þér.“ „Og hvað er þá í fréttum?“ spurði Anna. „Eg verð afskráður í næstu viku!“ Hann sagði það eins og fangi, sem getur eftir nokkra stund gengið frjáls út úr klefa sínum, maður, sem lengi hafði beðið frejsisins og allra þeirra gæða, sem það hafði upp á að bjóða. Hann sagði það eins og maður, sem loks leit aftur elsk- aða konu, er hann lengi hafði þráð, og hann horfði fast og lengi í augu hennar. „Eg hefi aurað nógu saman til þess að kaupa mér leigubíl,“ sagði hann. Hún hafði ekki þekkt hann áður en hann gerðist sjómaður, en hann hafði sýnt henni myndir frá þeim tíma, er hann var leigubílstjóri á Manhattan. En hún þekkti hann betur en hann þekkti sjálfan sig. „Þú verður kominn á sjóirin aftur eftir mánuð, Danny.“ En Danny hristi höfuðið og var eins einmanalegur á svip og fai’maður getur verið. „Þú veizt hvernig það er á sjónum. Eg er búinn að fá nóg af því.“ Hún hafði aldrei haft nein kynni af einveru á sjó, en hún gat gert sér í hugarlund hvernig tilfinningum Dannys var varið. „Jæja, félagi,“ sagði hún, „talaðu eins og' þér býr í brjósti.“ „Þú þekkir bara mínar veiku hliðar, Anna — ef þú gætir skoðað mig niður í kjölinn mundirðu komast að raun um, að eg þrái heimili, þar sem einhver bíður eftir mér.“ Ljósið blakti á kertisskarinu. Og Arma sat þarna og starði á hann og furða hennar var meiri. en svo, að nokkur von gæti vaknað vegna játningar hans. Það gat ekki verið Danny John- son, sem talaði þannig. Það gat ekki verið hinn villti, ákafi farmaður, sem hún hafði fundið skjól hjá svo oft, er hann Á kvöldvökimiii Montgomery marskálkur skrifar afskaplega ólæsilega hönd. Dag einn kom hann í safn í Lundúnaborg og fór þá að skoða þar minningadeild um Afríku. Þá rak hann augun í pappírsblað, sem kom honum kunnuglega fyrir sjónir. — „Þetta er undarlegt,“ sagði hann yið safnvörðinni. „Hvern- ig stendur á að þetta bréf er hér?“ „Herra marskálkur,“ svaraði vörðurinn. „Þetta er áætlun yðar fyrir árásina á Tobrak.“ „Hlægileg vitleysa,“ muldraði marská'kurinn. „Þetta er bréf til konunnar mimiar!“ 9 „Nei — Eg vil skilnað“, sagði kvenmaðurinn. „Eg er ekki einu sinni viss um að hann sé faðir ao yngsta barninu mínu.“ © Bóndadóttir í vesturríkjum Bandaríkjanna kom náföl hlaupandi á harðaspretti inn í smáverzlxm í sveita-þorpi skammt frá heimili hennar. Hún hrópaði til konunnar bak við búðarborðið: „Flýtið yður — það er naut að elta hann pabba minn!“ „Já, en hvað get eg gert yður til hjálpar,“ sagði afgreiðslu- konan. „Fljótt, fljótt! Látið mig fá Ijósmyndafilmu 6X9 í hvelli!“ Sexfugur í dag: Guðjón Jónsson, á SágfuMi. Guðjón Jónsson aðalvcrk- stjóri við Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði er sextugur í dag. Gúðjón er Árnesingur að ætt að uppruna, fæddur á Eyrarbakka 18. júní 1893 og ólst þar upp. Vandist hann: sjó- mennsku frá blautu barnspeini og þótti sjósóknari góður. Snemma varð þess vart i fari Guðjóns hve honum var sýnt um vélar og laginn um allt er að þeim laut. Gerðist hann vélstjóri á bátum strax, er fisk- veiðar voru stundaðar á þeim þar eystra, síðar vélgæzlumað- ur í landi þar til er hann skipti um búsetu og gerðist starfsmaður rafstöðvarinnar í Hafnarfiroi. Árið 1938 fluttist Guðjón til Siglufjarðar alfarinn og hc‘ur átt þar heima síðan. Áður hafði hann st.arfað þar á sumrin sexu ’.-élamaður í síldarverksmið-j - um, en 1938 var hann ráðinn verkstjóri í einni þeirra og fi’á 1951 aðalverkstjóri allra síld- arverksmiðja ríkisins á Sigii' • firði. Guðjón er mikill erjumaður, að hverju sem hann gexxgur, traustur og duglegur og hve>-s manns hugljúfi. Guðjón er kvæntur Björgu Andrésdóttui', mikilli ágæt.-- konu. Qhu áimi 17. júní 1913 var eftirfarandi tilkynning frá Landssímanum birt í Visi: í dag, 17. júní, er Loftskeytastöðin í Reykjavík opnuð til almenn- ingsafnota með ákveðnum þjónustutíma, til viðskipta við skip í hafi, með þeim takmörk- unum sem eftirlitsreglugjörð stjórnarráðsins setur. Hægt er að senda loftskeyti frá öllum landssímastöðum og reiknast gjaldið þannig: a: Vanalegt landssímagjald. b: Loftskeytagjald, 40 ctms. (30 aura) fyrir hvert orð; minnsta gjald frc. 4.00 (Kr. 3.00). c: Skipsstöðvargjald er sam- kvæmt Berne-listanum. Úrskurðað uni frestm aftöku. William O. Douglas, einn af dómurum Hæstaréttar Banda- ríkjanna, úrskurðaði í gær, að aftöku Rosenbergshjónanna skyldi frestað. Á að rannsaka, hvort ný gögn, sem vei-jandi hjónanna vill koma á framfæri, réttlæti að málið verði tekið fyrir að nýju. Réttarfrí er sem stendur í Hæstarétti, en þegar svo er á statt, getur einn dómari fellt úrskurð um aftökufrestun. — Dómsmálaráðherra Baridaríkj- anna sagði hins vegar í gær- kvöldi, er um þetta varð kunn- ugt, að þess væri ekki fordæmi, að þetta hefði verið gert, og dómsmálaráðuneytið hefði gert ráðstafanir til þess að Hæsti- réttur fullskipaður kæmi sam- an þegar í stað, til þess að taka fyrir úrskurð Douglas dómara. Upphituð vörugeymsla óskast nú þegar. Margskonai' húsnæði getur komið til greina. Uppl. í síma 1067 eða 81438. •V.VsWUVVWJWWSWlfl.VVWVWJV.WWWVW.WWlftWV, fyiii .ggjandi. Lágt verð. 'Fjréswni&g&n Vúöir h.f- _ Lauga,veg ,166. WVVrfV>WWrfWWWWVWVVWWW«VlftlWUWVJVWt-."-VinJVWUW Púsuniir vlta að gœfan fylgtr, hringunum frá SIGURÞÓR, Hafrtarstræti 4, Margar gerðir fyrirlíggjanái. Kaupi gui! 3g slifar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.