Vísir - 22.06.1953, Blaðsíða 1

Vísir - 22.06.1953, Blaðsíða 1
43. árg. Mánudaginn 22. júní 1953 137. tbl. Aukning dýrtíðariflnar — verk Alþýduflokksins. Öngþveitið skeperðist í tíð stjórnarforustu hens. Á laugardaginn var aSalfregnin á 1. síðu Alþýðublaðsins sú, að dýrtíð hefði aukist meira hér á árunum 1950—51 cn í öðrum löndum álfunnar, *þegar talið er í visitölustigum. Þetta er rétt. EN HVER VAR ORSÖKIN? Orsökin var sú, að Albýðuflokkurinn hafði haft stjórnar- forustu frá 1947 til ársloka 1949, og undir stjórn hans var fjárhagskerfi landsins komið í slíkt öngþveiti, að stjóm sú, er formaður Alþýðuflokksins veitti forstöðu, varð að hrökkl- ast fra völdum. Á þessum árum jókst dýrtíðin gífurlega, en henni var haldið í skefjum með allskonar gerfi-meðulum, til þess að leyna þjóðina hinu rétta ástandi. Allt at\innulíf var að stöðvast. Þá tók Sjálfstæðisflokkurinn á sig þá ábyrgð, að leysa öngþveitið með þvi að beita sér fyrir gengisbreytingu, sem var eina ráðið til að firra þjóðina þehn voða, sem ríkis- stjórn Alþýðuflokksins hafði leitt yfir hana. En þjóðin komst ekki hjá því að súpa seyðið af ráðsmennsku þessa ráðlausa flokks með vaxandi dýrtíð, sem þegar var orðin staðreynd, !þótt flokkurinn hefði ekki þann manndóm að viðurkenna staðreyndirnar. Vísitöluhækkimin 1951—52 stafar frá ráðsmennsku AI- þýðuflokksins á árunum 1947—49, en vegna vesalmennsku flokksins urðu aðrir að taka á sig óvinsældimar af dýrtíðar- hækkuninni sem hanit hafði skapað. Þeir flokkar sem eiga slíka fortið ættu ekki að vera að augiýsa sinn eigin vesaldóm. Nóg er samt. Alvarlegt umferðarslys i Lækjargötu. Gífurlegur mannfjöldi útihátíð Sjálfstæðisfélaganna. Á Iaugardaginn varð umferð- arslys í Lækjargötu, er bifreið ók á mann með þeim afleiðing- tun að hann slasaðist mikið og var fluttur í sjúkrahús. Atvik þetta skeði um tvöleyt ið, er bifreið var ekið inn í benzínport Shell við Læk.jar- götu. Fótgangandi maður, Ey- þór Þorgrímsson, Lækjargötu 6 A, varð fyrir bifreiðinni og var hann strax fluttur í sjúkra- hús. Við rannsókn á meiðslum Getrawmin : verða sex. Á morgun verður get- raunaseðillinn birtur, og mönnum hefur verið gefin nokkur hugmynd um það, á hverju getraunin veltur. — Spurt verður um tvö atriði, atkvæðatölu kjósenda í Reykjavík og heiklartöluna á öllu landinu. Um sex verölaun veröur að ræða, og eru þau þessi: 1. Ritsafn Jóns Trausta. 2. Ritsafn Einars Kvaran. 3. Kventaska. 4. Vöflujárn. 5. Rafmagnsvindlaliveikjari 6. Ársáskrift að Vísi. Munið, að getraunaseðill- inn verður birtur á morgun og næstu daga, og byrjið þegar að hugleiða svör yðar, þótt bér hafið ekki seðilinn enn í höndum. Islendingar í 4. sæti. Úrsíit eru nú kunn í bridge- keppni Norðurlanda og hlutu Svíar og Norðmenn 20 stig hvor. Finnar urðu næstir í röðinni með 15 stig en íslendingar kom- ust í 4. sæti með 13 stig. Að- eins Danir urðu lægri, voru stigi neðar. A-sveit Noregs fór ósigruð út ur keppninni og hlaut ein 16 stig fvrir frammistöðu sína. Litlu munaði þó að B-sveit ís- lendinganna sigraði hana, því að í fyrrf hálfleik höfðu landarnir yfirhöndina (höfðu 2 stig yfir), en töpuðu í seinni hálfleik og urðu 5 stig undir í leikslok. A-sveit íslendinganna sigr- aði A-sveit Dana í gær með 37 stig yfir. hans kom í ljós að hann hafði fótbrotnað á vinstra fæti, brák- ast á hægra fæti og rifbeins- brotnað. Drengur tekinn með þýfi. Aðfaranótt laugardags kom bifreiðarstjóri einn hér í bænum með 12 ára gamlan dreng á lög- reglustöðina, er hann kvaðst hafa handsamað við íþrótta- völlinn og taldi hann hafa í fórum sínum grunsamlegan varning. Lögreglan athugaði föggur drengsins, sem voru í striga- poka. í pokanum reyndust vera töluverðar birgðir af súkkulaði og öðru sælgæti, en í pokanum var ennfremur annar poki og í honum tvær lifandi dúfur og lyklakippa. Menn teknir í bílum. Aðfaranótt laugardags voru tveir menn teknir inni í bílum, báðir undir áhrifum áfengis. Var annar þeirra tekinn i Vallarstræti, en þar var ölvað- ur maður tékinn inni í bíl, og þar sem hann gat eklci gert grein fyrir tilveru sinni í bíln- um var hann fluttur í vörzlu lögreglunnar. Hinn maðurinn var tekinn á Óðinsgötu. En þaðan hafði ver- ið hringt til lögreglunnar og kvartað undan því, að síflaut.ur væri í bíl úti á götunni. Lög- i’eglan fór á staðinn og fann ofurölva mann inni í bíl. Ekki hafði hann gert neina tilraun til þess að setja vélina í gang, en skemmti sér við það að þevta bílflautuna í sífellu og halda þannig vöku fyrir Óðinsgötu- búum. 3300 kr. háseta- hlutur á viku. Hásetahlutur á hæsta Alcra- nesbátaum á síldveiðunum er 336-0 kr. eftir viku, sem er af- bragðs góð útkoma. Það er v.b. Svanur, eign Hai'. Böðvarssonar & Co., sem nefur fengið samtals 716 tunnur í 7 lögnum, en það þykir ágæt veiði. Alls stunda nú S bátar af Akranesi síldveiðar hcr syðra. Veiði hefur verið heldur treg undanfarna tvo daga, eða 20— 50 turmur á bát. — Sjómenn kenna straumi um síldarleysið. Sigurvíssa og baráttuhugur eittkemtdú 8—10 þÚ5. manna samkomu í Tívoftgar&turm. Mikill mannfjöldi var saman kominn á útihátíð Sjálfstæðis- félaganna í Tivoli-garðinum í gær, og er ekki ósennilegt, að þar hafi verið 8—10 þúsund manns, þegar flcst var. Þetta var vafalaust f jölmenn- asta samkoma, sem nokkur stjórnmálasamtök hafa haldið fyrir þessar kosningar, og bar hún greinilegt vitni um baráttu vilja og sóknarþrek Sjálfstæðis- manna, enda var ræðumönn- um forkunnar vel tekið. Félagssamtökin Vörður, Hvöt, Óðinn og Heimdallur, sem stóðu að hátíðinni, höfðu vandað vel til undirbúnings. Lúðrasveit Reykjavíkur lélc í upphafi, en auk þess sungu óperusöngvar- arnir Einar Kristjánsson og Hjördís Schymberg einsöngva og tvísöngva, m. a. dúetta úr Hillary og Tensing beiðraðir. Einkaskeyti frá AP. N. Delhi í morgun. Fjallgöngumennirnir Hillary og Tensing komu í gær til höf- uðborgar Nepals. Óku þeir inn í borgina í hest- vagni, blómum skreyttum, og sjálfir með blómsveiga á herð- um. Var þeim fagnað ákáflega og sæmdir æðstu heiðursmerkjum Nepals. Hunt leiðangursstjóri, og aðrir félagar þeirra, voru meðal þeirra, sem fögnuðu þeim. óperum, en Brynjólfur Jóhann- esson leilcari skemmti. Snjöll hvatning. Fyrstur ræðumanna tók til máls Bjarni Benediktsson utan- ríkismálaráðherra. Var ræða hans snjöll hvatning til Sjálf- stæðismanna um að duga vel. við kosningarnar. Minnti ráð- herrann m. a. á gamlan róg and- stæðinganna um „Reykjavíkur- valdið“ og fleira slíkt, sem ekki. myndi koma að haldi nú frekar en endranær. Mæltist ráðherr- anum vel að vanda, enda var honum vel fagnað. Næstur talaði Jóhann Haf- stein alþm. Ræða Jóhanns var einnig þróttmikil, en hann rakti. að nokkru þátt Sjálfstæðis- flolcksins i vandsömu stjórnar- samstarfi hin síðari ár. Jóhann minnti á, að ekki þarf flokkur- inn nema á 4. hundrað atkvæði, ef þau skiptust rétt, til þess að vinna 10 þingsæti, og þar með ná meirihluta á Alþingi, en að því yrði að vinna. Sigurvissa. Síðastur talaði Gunnar Thor- oddsen borrgarstjóx'i. Var ræða borgai-stjóra prýðilega flutt að vanda, og fögnuðu áheyrendur honum vel í ræðulok. Ræðurnar allar báru vott um sigurvissu og baráttuhug. Gjallarhornum hafði verið komið fyrir víðs vegar um garð inn, svo að víðast mátti heyra til ræðumanna, en mannfjöld- inn var dreifður um allan garð- inn, enda þótt flest hafi verið fyrir framan ræðustólinn. Stundum er rétt að tárast, og stundiim ekki. ---------------------------------'/ m < Það, sem Vísir birtir hér, eru tvær fyrirsagnir úr Þjóðviljan- um, og sanna þær glögglega, að það ,,íslenzka“ bíað er ekki allt- af jafn-mannúðarfullt, enda fer mannúð þess eftir því, hvort hennar er þörf í austri eða vestri. Á laúgardag grét blaðið fögr- um tárum yfir því, að tveir kjarxwrkunjósnarar hefðu verið teknir af lífi vestan hafs. Þeir nutu allra réttinda réttarríkis, til þcss að koma við vörnum og sanna sakleysi sitt, en allt kom fyrir ekki. En til að vekja enn meiri meðaumkun manna, lét Þjóð\dljinn þess getið, að þau hjónin I-éta eftir sig tvö börn innan 10 ára aldurs. En nú skulu menn athuga hina fyrirsögnina, sem birttst í sama blaði fyrir nokkrum mán- uðum, nánar tiltekið 28. nóv- ember s.l. Þar er meðaumkun- inni svo sem ekki fyrir að iara,. en var heldur varla að vænta, þar sem það voru skoðanabræð ur „íslenzkra“ kommúnista, er fundið höfðu hvöt hjá sér, fil þess að svipta nokkra menn líf- inu. Og þar var ekki verið aðl tvinóna við lxlutina. Réttarhöld- in stóðu ekki mánuðum saman, nei, ó-nei, þeim var hespað af í snatri. Og að bessu sinni gat Þjóð- viljinn þess elcki, að hinir dauðadæmdu ættu kannslce nokkur börn innan tíu ára ald- urs. Nei, enga óþarfa tilfinn-- íngasemi! j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.