Vísir - 23.06.1953, Blaðsíða 7

Vísir - 23.06.1953, Blaðsíða 7
Þi-iðjudaginn 23. júní 1953 TÍSIR „Jæja, hvernig lít eg út, mamma?“ „Dálítið föl kannske —byrjaði Theresa Lucasta, en svo sagði hún ekki meira og vafði örmunum um glötuðu dóttirina, sem var komin heim, og tárin hrundu niður kinnarnar og huldu þar hverja hrukku. 10. kapituii. Það mátti segja, að reynt væri að varpa hulu á öll áform varðandi Rudolf Strobel, er þau óku heim frá stöðinni, en er farið var að skyggja, svo að úr nokkurri fjarlægð minnti húsa- röðin á máða mynd, var Önnu orðið allt sæmilega Ijóst, þótt henni hefði verið gerð grein fyrir öllu á fjóra mismunandi vegu, af mömmu hennar, Stellu, Stanley og Frank. Og að sjálfsögðu var það mamma, sem ljóstaði upp leyndarmálinu, — Stella og Fr'ank ætluðu að halda því leyndu í bili, dögum saman ef þyrfti, — og kannske var ekki nein þörf að skýra henni frá þessu nán- ara, bezt að allt gæti komið eins og af sjálfu sér, en mömmu var ekkí néin tvöféídni í hug, enda var það sem hamingja af himnum send, að sonur hins gamla vinar þeirra Otto Strobels, ætlaði að setjast að á gamla búgarðinum hans, og var jafnframt í konuleit. Þeir, sem gerðust bændur gátu ekki búið sér og konum sínum nemn rósabeð, en þar var allt með meiri nrein- leikablæ, og rátt fyrir allt stritið, hafði sveitalífið upp á margt að bjóða, sem borgarbúarnir, er nokkur kynni höfðu af sveita- lífinu, jafnan söknuðu. Hún minntist þess oft, er þau áttu bú- garðinn, hún og Joe. Þau höfðu stritað frá morgni til kvölds, en þau höfðu unað þarna með börnum sínum í heilnæmu umhverfi, og þau gátu horft djarft á hvern sem var og þáu höfðu — og það var bezt af öllu — elskað hvort annað. Joe hafði ekki legið allan daginn í rúminu og tottað whiskypelann, og það hafði ekki lagt lykt af landa um allt húsið. Það hafði verið gott að vera búandi í sveit. Viðhorf hinna var allt annað. Stella, Frank og Stanley miðuðu allt við að komast yfir þessa 4000 dollara, sem Otto hafði vikið að í bréfi sínu. En eitt var Önnu ekki ljóst, — hvernig þau ætl- uðu sér að fara að því að rýja hann inn að skyrtunni. En henni var og ljóst, að þau mundu gera sér grein fyrir, að þau mundu ekki géta tekið neina fasta ákvörðun, fyrr en hann væri kominn — en þau létu við hvert tækifæri, beint og óbeint, skína í það, að þau mundu fihna leið til þess að ná markinu. Og er kvöld var komið þurfti Ánna ekki að fara í grafgötur um það, að mamma hennar vildi henni vel og vildi koma henni í örugga höfn, en hin hugsuðu bara um sjálf sig. Það var orðið dimmt úti, er Anna skvampaði í baðkerinu, svo að ekki sá á neitt nema höfuð hennar fyrir sápufroðu, og mikið var það gott, að teygja úr sér og hvílast í notalegu, volgu vatn- inu. Áður en hún fór ofan í hafði hún þvegið silkinærföt sín og sokka og hengt til þerris, — og kveikti hún sér í sigarettu, og henni leið fyrirtaks vel. Brátt opnuðust dyrnar, og Kata, litla, laglega konan hans Stanleys, kom til hennar með stórt baðhandklæði. „Kata,“ sagði hún, „þú hefðir átt betra hlutskipti skilið en að giftast inn í þessa fjölskyldu." Kata brosti, en svaraði því engu. „Eg læt handklæðið héma á miðstöðvarofninn, til þess að það verði hlýtt.“ „Af hverju giftistu bróður mínum, Kata?“ spurði Anna. „Eg var ástfangin í honum,“ sagði Kata af viðkvæmni, með dapurlegri, vonsvikinni röddu, en beiskjulaust. Og Anna fór aftur að skvampa, því að hún vissi, að Kata vildi ekki láta aumka sig. „Þetta getur máður kallag lúxus-líf,“ sagði Anna. „Og bezt af öllu, að þú þarft ékki að þvo kerið eftir á,“ sagði! Kata. Svo hikaði- hún, eins og hún væri á báðum áttum, hvort hún ætti að ympra á einhverju eða láta kyrrt liggja. „Anna —“ „Hefurðu öskubakka?“ Kata rétti henni gamla undirskál, sem hafði verið notuð undir sápu. „Ánna — þú ætlar þó ekki að láta þáu ota þér út í þetta?“ „Þakka þér fyrir,“ sagði Anna — af því að hún hafði rétt henni undirskálina. Hún var ef til vill óþarflega lengi að slá öskuna af vindlingnum. Spurningu Kötu var enn ósvarað. Loks yppti Anna öxlum. „Eg legg aldrei. heiriár áætlanir," sagði Anna. „Stella og Frank hafa lagt þær fyrir þig.“ í fyrstu hélt Áriná, að Kata nefndi ekki nafn Stanleys vegna þeirrar holiustutilfinningar, sem hún bar í brjósti til eigin- manns síns, en við nánari athugun komst hún að þeirri niður- stöðu, að Stella og Franlc myndu hafa átt hugmyndina, — litið á hana sem gallaða vörú, sem hentaði: þó vel til að gabba Rudolf með. Anna leit á Kötu nieð aðdáun sem var meðaumkun blandin. Hún fór að hugsa um hverjum augum kona eins og Kata mundi líta á stúllcurnar í Sandgötunni. Hún vissi vel hvað Frank, mundi kalla þær — og Stanley — og Stella — með alla hræsn- ina. Smánandi nöfn myndu þau velja, hvert eftir sínum geð- þótta, en mamma mundi ekki gera það, hún mundi líkja þeim við særðar álftir. En hvaða nafn mundi hin, góða, fórnfúsa Kata velja þeim? „Finnst þér ekki að eg ætti að vera vönd að virðingu minni, eins Og þau segja?" Hún saug' sigarettuna, en nú féll henni ekki ‘ reykurinn. „Mér finnst, að þú ættir að koma heiðarlega fram við þennan pilt,“ sagði Kata. Heiðarlega — o-jæja. Hvað mundi hann segja og gera þessi sveitapiltur, ef hann vissi um Danny Johnson og fleiri slíka — ætli hann svitnaði ekki undir gúmmíflibbanum, og hlypi heim til mömmu, hræddur um að brenna sig? Við hvað átti Kata annars, þegar hún var að tala um, að koma heiðarlega fram? „Eg býst við, að þú lítir svo á, að eg ætti ekki að giftast, Kata?“ svaraði Anna. Kata brosti ekki og hún svaraði engu fyrst í stað, crg Anna hafði veitt því athygli. að hún hafði verið fámál síðan er hún kom þar til nú. En loks sagði Kata lágt: „Ekki á þennan hátt, Anna. Þá mundirðu selja þig — og það veit eg, að þú getur ekki.“ „Þú hefur víst litla hugmynd um hvað gæti dottið í mig að gera,“ sagði Anna og þegar hún teygði sig eftir handklæðinu sá hún eftir að hafa verið svona opinská. Og hún óskaði sér þess, að hún gæti gleymt svipnum, sem kominn var á andlit Kötu. Og svo kom skeyti nokkrum dögum síðar — skeytið, sem sérstaklega Frank hafði beðið eftir með mikilli óþreyju. Og í annað skipti á skömmum tíma vöknuðu allir snemma á Lucasta- héimilmu, því að það var von á ferðalang með lestinni. Anna hafði harðneitað að sitja í skrjóðnum með Frank og Stellu, er þau óku á stöðina, og voru þau henni gröm, en ekki þýddi um það að fást. En er á stöðina lcom var engin lest þar — hún var farin. Og enginn farþegi hafði verið slcilinn eftir, að því er virtist. Stella handlék samanbögglað skeytið frá Rudolf titrandi hendi og Frank þreif það af henni. „Þetta var lestin, sem hann ætlaði að koma með,“ sagði hann æfur. Lfstí S jáf f stæðisf lokksln s í Reykja- vík og tvMeffimgskjördæfflumm er D-iistínn. Á kvöldvökunni Tyrus og Sidon, þýðingar- miklar fönískar hafnarborgir á fyrri öldum, eru nú lítt kunnir smábæir við strönd Miðjarðar- hafsins. • Pétur litli sat hágrátandi á tröppunum. „Sæll, Pétur,“ ságði Páll, einn af kunningjum hans. „Af hverju ertu að gráta?“ „Hundurinn minn er dáinn,“ svaraði Pétur. „Nú,“ sagði Páll, „það er nú ekki svo mikið til að gráta út af. Sjáðu mig. Amma mín dá og eg grét ekkert.“ „Eg veit,“ sagði Pétur, „en þú hefur heldur elcki átt hana, síð- an hún var hvolpur.“ © Á Nýja Sjálandi eru 223 tindar hærri en 7.500 fet. Hæsti tindurinn er Mt. Cook, 12.345 fet. „Þú hefur þjónað mér sam- vizkusamlega, Pat, og eg ætla að gefa mér þetta feita svín.“ „Guð blessi þig, sonur minn. En hvað það er líkt þér.“ • Ef það væru engin ský, þá kynnum við ekki að meta sól- ina. © Brown var í járnbrautar- ferðalagi, þegar hann uppgötv- aði að hann hafði gleymt þen- ingunum sínum í svefnklefan- m Hann kailaði á brautar- vörðinn og spurði: „Urðuð þér var við seðlabúnka undir lcodd- anum mínum í rnórgun?" „Já,“ svaraði vÖrðurinn, „og eg þakka yður lcærlega fyrir.“ • Erfiðleikamir, sem verst er að mæta, eru þeir, sem aldrei verður vart. úm Jitwi 22. júní 1918 var sagt frá til- lögu til þingsályktunar um menntaskólann: Tillaga um menntaskólann. Bjarni Jónsson frá Vogi flyt- ur á þingi tillögu til þingsálykt- unar um hinn alm. mentaskóla á þessa leið: Alþingi ályktar að skora á stjórnina: I. Að rannsaka, hvort eigi muni hollara að gera hinn alm. menntaskóla aftur að lærðum skóla, með líku sniði og áður vár, en greina hann frá gagn- fræðaskólunum. þeirrar niðurstöðu. ■ II. Að rannsaka, hvort eigi mundi réttara að skifta þeim lærða skóla í deildir síðustu árin, málfræðideild og stærð- fræðideild eða jafnVel fleiri. III. Áð gera sem fyrst ráð- stafnir til þéssara breytinga, svá fremi rannsóknin leiði til Bréf Framh. a 6. síðu. hætta að mála ykkur. Þið eruð fallegastar ómálaðar. Varir ykkar eru kyssilegri með sínUm eðlilega lit en kaffirótarbréfs- litnum, og hendur ykkar eru fallegri með óafskræmdar neglur. Þótt einhver kunni að telja ykkur trú um, að lakk- eraðar neglur prýði hönd, sem heldur á glasi í veizlusal, en óprýði höndina, sem heldur um hrífuskaftið, þá skuluð bið ekki leggja eyrun að slíkri fávislégri sundurliðun. Meyjarhöndin er alltaf fallegust óafskráemd. Þegar ungar og ómálaðar stúlkur sjást í hópi kynsystra sinna, bera þær ávallt af hin- um, og þótt máluð snót setjist að kaffiborði klukkan þrjú eft- ir hádegi, þá er varaliturinn orðinn ljótur þegar líður á daginn. Gervifegurðm er svikul. Það er hin djúpasta fegurð, er ljómar út frá hreysti og heil- brigði, sem eitthváð er bjóðandi í, en ekki þessar eftirgerða, rótlausa augnbliks skreyting, sem oftast miðar að því einu að rýra gildi þess, er slíku tjaldar. Ef ykkur finnst varir ykkar blóðlitlar, þá háttið snemma, sofið nógu lengi, borðið hollan mat, og þá ljómið þið af feg- urð, sem hver auðkýfingur mun fallá til fóta. Þið megið trúa því, að heim- urinn á fátt dýrmætara en unga kvenþjóð, sem búin er yndisþokka djúpstæðrar feg- urðar, sem sprottin er af hreystx og skynsamlegu uppeldi; kven- og æskustyrkleika, og vönduðu að vera hinn göfgandi þáttur mannlífsins. Slík hlutdeild í sköpun heims og mannkyns mundi færa báðum kynjum lífshamingju, margfaldá á við alla gervigleði skaðnautnanna, sígarettureykinga og uppgerðar snyrtimennsku. Konunni er meðsköpuð fórn- arlund, og eg er viss um, að þið eruð reiðubúnar til að fórna miklu fyrir velferð heimsins, ef þið aðeins gerið ykkur Ijóst, hver þörf hans ér. Þörf heims- ins er: heilir ménn, sannir menn, sannir menn en ekki gerviménnska og leikbrúðu- tildur.. Komandi kynslóð mun ekki syngja, „Móðir, kona, meyja, meðtak lof og prís“, nema þið eigið slíkt skilið. Til þess verið þið að vera heilladís yngissveinsins, kóróna eigin- mannsins, verndargyðja barns- ins og blessun kynslöðarinhar. En það getur aðeins sú kvén- þjóð verið, sem á hina djúp- stæðu og máttugu fegurð og hinn skapandi yndisþokka. Verið nú skynsamar og velj- ið góða hlutskiptið. Pétur Sigurðssoil. Pappírspokagerðin U. IVitastig 3. Allsk.pappl?spokar% Þúsuná'- vtta aO gæjan fglgir hringunum frá SIGURÞÖR, Hafnarstræti 4, Margar gerSir fyrirliggjanii.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.