Vísir - 24.06.1953, Blaðsíða 4

Vísir - 24.06.1953, Blaðsíða 4
v!sir Miðvikudaginn 24. júr i'jj OAGBLAÐ j Ritstjóri: Hersteinn Pálsscn. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstcfur Ingólfsstræti 3. Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3. Símar 1660 (ilmm límix). Lausasala 1 króna. Félagsprentsmiðjan h.f. Ekki Emil, heldfur fbkkurhtn. Alþýðublaðið hefur ekki treyst sér til að svara spurningum þeim, sém Vísir lagði fyrir það ekki alls fyrir löngu um það, hvað Emil Jónsson hefði eiginlega gert fyrir iðnaðínn í landinu, meðan hann hafði þau mál á sinni könnu sem ráð- herra á árunum 1944—49. Vitað var, að hann hafði tvívegis borið fram frumvarp um iðnfræðslu, en um fleira var ekki kunnugt, og mönnum lék eðlilega forvitni á að heyra meira um afrek þingmanns og ráðherra. En eðlilega hefur farið lítið fyxir svarinu hjá Alþýðublaðinu. Það hefur hvergi sést og er því í nákvæmlega réttu hlutfalii við afrek Emils. Þau voru heldur engin, og ættu iðnaðarmenn ekki síður að hafa það hugfast við þessar kosningar en aðrir. I Alþýðublaðinu í gær er þó klykkt út í leiðara með svo- felldum orðum: „Og þær ályktanir geta ekki orðið nema á þann veg, að þeir kjósi gegn stjórnarflokkunum í þessum kosn- ingum, en styðji þann flokk, sem aldrei hefur hvikað í stuðningi sínum við málefni iðnaðarins.“ j Úr því að svo digurbarkalega er talað, er ekki úr vegi aðj spyrja Alþýðublaðið, hvað Alþýðuflokkurinn sem heild hafi. gert fyrir iðnaðinn, nvsðan hann hafði aðstöðu til og maður úr þeim flokki var ráðherra iðnaðarmála. Ef svör fást ekki, verður i að líta svo á, að sá flokkur hafi „aldrei hvikað í stuðningi sínum við málefni iðnaðarins“ með því að gerá ekki neitt. Og það er sönnu nær. Fjölmargir bændur viíja fá jeppa frá ísrael. Innnniningnr þeirra hefur dregízf. Úthlutunarnefnd jeppabifreiða því, að bifreiðirnar komi með mun koma saman í lok þessa Vatnajökli í þessari ferð, koma mánaðar, til athugunar á um- þær ekki fyrr en einhvern tíma sóknum bænda um jeppabif- í ágúst reiðar þær, sem leyfðm- hefur verið, innflutningur á, og vænt- anlegar eru í sumar. Að því er Vísir hefur fregnað mun mikill fjöldi fyrirspurna og umsókna hafa borizt um bif- reiðir þessar, en ekki er hægt að segja nákvæmlega um f jölda umsókna, fyrr en nefndin hef- ur tekið þessi plögg til athug- unar. Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu er hér um 42 Willys-jeppabifreiðir að ræða, sem fluttar eru hingað frá Israel, og verða um 10 þús. kr. dýrari, að því er ætlað er, en samskonar bifreiðir keyptar beint frá Bandaríkjunum. — Munu þær kosta 40—42 þús. krónur óyíirbyggðar, en með blæjum. Táknræn mynd. T^að var táknræn mynd, sem Vísir birti á fyrstu síðu í gær, •*- en hún var af kápusíðu tímarits, sem kommúnistar i Búlgaríu gefa út. Á siðunni trónaði myrid af sjálfum Stalin, og fjallaði heftið yfirleitt allt um hann eða mannvirki, sem bera nafn hans í Búlgaríu. Enginn má þó halda, að útgefandi tímarits þessa sé kom- múnistaflokkurinn rússneski. Útgefandinn er vitanlega búlgarski kommúnistaflokkurinn, sem er jafn búlgarskur í Búlgaríu og sá „islenzki“ hér á landi. Og með kápusíðunni og efninu er vitanlega verið að sanna, hversu þjóðlegir þeir eru þarna í Búlgaríu. Er furða, að sálufélagar þeirra „íslenzkir1' skuli ekki vera fyrir löngu búnir að gefa út samskonar rit með mynd Stalins og öllu efni um hann, og eru þeir harla miklir eftirbátar félaga sinna í Búlgaríu og sennilega víðar austan járntjalds. En þó er heldur reynt áð láta Þjóðviljann bæta úr þessu, enda er hann blaða „íslenzkastur“ eins og allir vita. Fylgið hefur verið að hrynja af kommúnistaflokknum her síðustu mánuðina, og þeim mun hraðar, sem undirlægjuháttur hans við Rússa hefur orðið greinilegri. En svo eru foringjarnir svínbeygðir, að þeir treystast ekki til að snúa baki við þeim húsbændum, sem búa þeim tortímingu sem flokki hér á landi með fyrirskipunum sínum. í A.-Þýzkalandi neita kommúnistar landslýðnum um frjálsar kosningar, en hér á landi teljast þær meðal undirstöðuréttinda almennings, og þann rétt munu menn nota á sunnudaginn til þess að veita kommúnistum réttláta ráðningu. Tækifæri Sjálfstæðisflokksins. ■jVTýju flokkarnir tveir leggja sig nú mjög eftir því að birta ’ niðurstöður í ýmsum prófkosningum,. sem fram hafa farið, að sögn, ihnan ýmissa fyrirtækja og stofnana. Ekki ber þeim þó alveg saman um niðurstöðurnar nema að því leyti, að Sjálf- stæðisflokkurinn. á mestu fylgi að fagna meðal almennings, og eru það raunar engin ný sannindi. * j Fátt er svo með öilu illt, að ekki boði nokkuð gott, segir spakmælið, og þótt það sé sjaldnast til heilla, að flokkar sé margir, því að það er afleiðing hættulegrar sundrungar í þjóðlífinu, gefur það þó stærsta flokknum betri aðstöðu en ella. j Úrslitin í prófkosningum þeim, sem nýju flokkarnir skýra frá um þessar mundir, sýna ótvirætt, að upplausnin nær ekki til hans, og að klofningur er í öðrum flokkum. Þess vegna er' sérstök ástæða til að ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn geti náð! því marki, sem hann hefur sett sér í þessum kosningum — að ná hreinum meirihluta á löggjafarsamkundu þjóðarinnar. J En þeíta getur því aðeins orðið, að allir sjálfstæðismenn, leggist á eitt — starfi saman sem einn maður og verði órjúfandi heild á sunnudaginn, Bregðist enginn, mun ekki standa á sigrin- | ^etta» °§ einkum þeir, sem sízt viljSBÍwrfésía*'sRtífaft-lr stítórra landsmála, og kjóse:ndúf éigaíaS sýna, að sá ótti er ekki ástæðulaus. i Innflutningur dregst. Upphafleg'a gerðu menn sér vonir um, að bifreiðarnar yrðu j fluttar inn í þessum mánuði, en af því verður ekki. Þær komaj hingað í fyrsta lagi seint í júlí með Vatnajökli, en hann lagði af stað í fyrrinótt áleiðis til Haifa. Mun það a.m.k. vera til athugunar, að hann flytji bif- reiðirnar í þessari ferð. Vatnajökuls er tæplega að vænta fyrr en um 25. júlí. — Hann fór frá Austfjörðum í nótt með fullí'ermi af hraðfryst- um fiski, sem hann tók til við- bótar því, er hann hafði tekið á Vestfjörðum, hér í Flóanum og í Vestmannaeyjum. Hann lestar 800 tonn. Verði ekki af Sr. Einari Sturíaugssyni boðið tiE Kanada. Síra Einar Sturlaugsson á Patreksfirði fer vesíur um haf til Kanada í boði Manitoba- háskóla í sumar. Eins og áður hefir verið get- ið, gaf síra Einar Manitoba- háskóla hið mikla blaða- og tímaritasafn sitt, og hefur hon- um nú verið boðið vestur til þess að vera viðstaddur, þegar hið nýja bókasafn háskólansj verður vígt 26. september í haust. Mun síra Einar dveljast vestra á vegum háskólans 15.— 30. september og flytja þá m. a. fyrirlestur við hina nýju ís- lenzkudeild skólans. Síra Einar fer þó vestur fyrr, eða í júlílok, því að Vestur- íslendingar hafa boðið honum að dveljast sem gestur þeirra nokkrar vikur. Mun hann vænt- anlega ferðast um byggðir ís- lendinga og flytja erindi, m. a. á Íslandingahátíðinni að Gimli 3. ágúst n. k. GUSTAF A. SVEINSSON EGGERT CLAESSEN hæstaréttarlögmenn Templarasundl 5, (Þórshamar) Allskonar Iögfræðistörf. Fasteismasala. UR RIKI NATTURUNNAR: Mörgæsir rölta allt að 100 km. leið í leit að æti. Þær lasta stundum \ a!8t al 6 vikur. Enskur náttúrufræðingur, dr. WiIIiam J. L. Sladen, er ný- kominn frá Suðurskautsland- inu, bar sem hann hefur dvalið í 6 mánuði við rannsóknir á tveimur varplöndum með 60 þús. mörgæsahreiðum. Flutti hann með sér til Englands gögn, sem sanna að mörgæsirnar telja ekki eftir sér allt að 100 km. göngu til þess að afla sér og afkvæmum sínum viðurværis, og stundum svelta þær í 40 daga samfleytt. Þegar merktir höfðu verið um sextán hundruð fuglar, var einkum fengizt við rannsóknir á varpi mörgæsanna. Mörgæsa- hjónin leggja af stað ,.til vai-p-. landsins í lok vetrar, þegar hafþök eru enn af ís. Síðan vinna þau um þriggja vikna tíma að hreiðurgerðinni og neyta þá einskis ætis, en um leið og kvenfuglinn hefir verpt tveimur eggjum, leggur hann af stað til sjávar, stundum allt að 100 km., til þess að ljúka föstunni með rækjuáií. J Á meðan liggur karlfuglinn á, eggjunum. Þegar kvenfuglinnj kemur aftur, eftir um það bi) 2 vikur, talsvert feitari en þeg-' ar hann fór, leggur karlfuglinn, upp í sams konar för. Lengsta íasta, sem. vitnsekja fekkst um, var 42 dagar hjá karlfuglinum og 23 dagar hjá kvenfuglinum, en meðan á henni stóð, smáeyddist fitulag- lagið undir húð fuglanna, og þeir léttust um allt að 2J/2 kg. Kvenfuglinn vegur venjulega um 5 kg., svo að hann getur léttst um helming meðan á öllu þessu stendur. Fuglarnir koma með fæðu handa ungunum óra leið frá sjónum í maganum, en æla, henni síðan ofan í þá. Er melt- ingin mjög hæg, meðan á þeim „flutningum" stendur eins og gefur að skilja. — En eftir að ungarnir ■ komast á legg, yf- irgefa föreldrarnir þá oftast. Varplöndin skiftast milli „óreyndra“ foreldra, sem sýna' hvort öðru: meiri ástarhót, byggja lélegri hreiður og hugsa, betur um unga sína, og hina „reyndu“ foreldra, sem eru duglegri. Stundum gerast karl- fuglar, sem orðnir eru lífs- reyndir, næsta mannlegir og „taka fram hjá“ nieð einhverri léttlyndri „dömu“. Sérstakt þótti það, að hjón- um gekk ætíð greiðlega að finna hvort annað í 30 þús. mörgæsa hóp. Til þess nota fuglarnir sérstök köll og kenni- legt flögr. 1953 í íyrrakvöld flutti Baldur Pálmason erindi i utvarpið, sem var eftir Benedikt Sigvaldason og fjallaði um hirðusemi. Var þar á margt minnst, sem menn mættu gjarnan festa sér i buga, og einkum þó þar sem rætt var urn liirðuleysið víða i sveitum landsins. Var í erindinu bent A hve sjaldgæft það væri, að bændur hefðu liugsun á því að þrifa í kringum bæi sína, og léíu oft ónýt og úr sér gengin verk- færi, eða vélarhluta, liggja á víð og dreif í kringum bæina. Verkfæri á víðavangi. Mér fannst mikið til erindis- ins koma og það sanngjörn gagn rýni á misfellur, sem margur hefur tekið eftir í ferðalögmn um sveitir landsins. Einkum finnst mörgum það sárgrætilegt hvernig sums staðar er farið mcð ný landbúnaðarverkfæri, sem keypt hafa verið dýrum dómum. Víða virðast ekki vera til næg- ar geymslur eða skýli yfir þau, þegar þau eru ekki í notkun, og liefur um það atriði áður verið rætt i Bergmáli. Það sýnir ekki sparneytni bóndans, sem oft er talað um, þegar sláttuvélar, rakstrarvélar og önnur verð- mæt verkfæri eru látin liggja hirðulaus úti vctur eftir velur. Þess eru þó cíæmi. Heima við bæ. Algeng sjón er að sjá forn- eskjuleg verkfæri, gömul vagn- hjól, öxla eða því um líkt heima við bæi í sveitum. Þessi verkíæri bera þess oft merki, að við þeim Jiefur ekki verið hreyft árum sam an, en engum dottið þó til hugar, að þau væri lítil prýði fyrir ura- IiverHð. Það cr mála sannasf að mörg og margvísieg störf bónd- ans gefa honum lítið tóm til að þrífa í kringum bæina, en sjaldn- ast er svo búið, að hvorki scu börn né gamalmenni, sem gætu haft þann starfa, að hirða í kring- unvbæina. Benedikt Sigvaldason stakk upp á því í erindi sínu, að gamahnennin, sem hefðu tæplega þrek til erfiðisverkanna, hefðu það á hendi sérstaklega að þrífa í kringum bæ bóndans. Batnar í bæjum. 1 Reykjavík hefur komist mjög gott lag á allan þrifnað og hirðu- semi í kringum Iiús, síðan það var gert að skyldu að þrifa og taka til í húsagörðum fyrir 17. júní ár hvert. Hefur áróður fyrir fegrun bæjarins átt sinn þátt í því, hve vel liefur orðið ágengt að koma bæjarbúum í skilning um nauðsyn þrifnaðarins. Það er líka svo, og það fer vel á því, að Reykjavík er að verða fallegur bæ. Nær allir, sem einhvern blett eiga í kringum.hús sín, reyna að prýða Jiann. Nær hvarvetna eru húsagarðar þriflegir, enda rikt eftir því gengið að svo sé. Margir mála lnis sín á vorin og gera með því sitt til að prýða um- hverfið um leið og þeir viðhalda eignum sínum. Þannig á það líka að vera. •— kr. Spakmæli ðagsins: Það er sift hvað gæfa ©g gjörfuleiki. Gáts dagsins. Nr. 452. ...... Á mér líta ýmsir flúr, ekki er því að leyna, loðintösku lekur úr, þá lind vill eðalsteina. Svar við gátu nr. 451: StóII. • iicii'-’ ■ vr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.