Vísir - 27.06.1953, Blaðsíða 6

Vísir - 27.06.1953, Blaðsíða 6
6 VÍSIR Laugardaginn 27. júní 1953 Sjálfsákvörðunar- rétturinn. Frh. ai 4. síTiu. • «f nokkur kostur er á, að erlend xíki, sem styrkur er að, og standa myndu við skuldbind- : íngar sínar, tækju einnig ábyrgð á sjálfstæði íslands og verðu jaað, ef á það yrði ráðizt. En • engir hafa enn sem komið er tryggt sjálfsæði vort. Hinsveg- ar eru ýmis ríki, sem ætla mætti að ekki vildu þola það að ísland yrði gert að þýzkri ný- lendu. Til þessara ríkja verðum við að leita og fá úr því skorið hvort þau vilja taka á sig skuldbindingar gagnvart okk- ur. Þau ríki, sem hér koma fyrst og fremst til mála, eru Banda- ríkin, Norðurlönd, Sovétríkin og því næst England og Frakk- land.“ Nú vofir sama hættan yfir öllum frjálsum þjóðum og gerði fyrir síðustu heimsstyrj- öld, en hún stafar ekki af Þýzkalandi lengur. Nei, hún stafar af föðurlandi kommún- istanna islenzku, Rússlanöi, og þá segja kommúnistarnir: Við skulum ekki hafa augun opin lengur, halda að okkur höndum og bíða eftir því eftir því, að þeim þóknist að hirða okkur. Þetta er það, sem fyrir kommúnistum vakir, og þá dreymir um, og eg verð að segja það, að mig undrar það stór- lega að þeir menn, sem hafa gert sig svo bera að meintum svikum víð þjóð sína, skuli dirfast að misbjóða dómgreind hennar með því að gefa kost á sér til þingsetu. Sjálfstæðisflokkurinn einn hefir gengið fram fyrir skjöldu xnóti andstöðu allra hinna flokkanna að flestu leyti í því að koma á þeirri skipan í þjóð- málum, sem tryggir lífsöryggi, afkomu og frelsi þegnanna. Þetta hafa andstöðufiokkar Sjálfstæðisflokksins séð og nú er svo komið, að einmitt nú í þessari kosningabaráttu hefir það komið svo ótvírætt í Ijós, hvað þeir óttast fylgisaukningu sjálfstæðismanna, að þeir •standa gersamlega ósjálfbjarga d áróðri sínum. í þeirri örvænt- :5ngu sinni hafa þeir nú gripið til þess ráðs, sem ráðlausir og xökþrota menn einir grípa til, að keppast við að svívirða per- sónulega ýmsa forystumenn Sjálfstæðisflokksins og ausa þá auri eftir mætti. Þessar svívirð- ingar hafa verið svo rætnar og viðbjóðslegar að eg er viss um, að við munum hvergi finna dæmi slíks annars staðar. En hvað sýnir þetta okkur? Það sýnir okkur það, sem áð- ur hefir verið sagt, er hugleidd- ar hafa verið slíkar baráttuað- ferðir: „Að lakasti gróðurinn ekki það ei', sem ormarnir helzt vilja naga.“ . Við skulum því láta þetta verða okkur hvatningu og veita þessum siðleysingjum pólitísks vopnaburðar þá hirtingu á kjördegi, sem þeir verðskulda. Það er aðeins ein leið til þess að það megi takast, og hún er sú, að fylkja okkur undir merki D-listans og greiða honum at- kvæði okkar. Dæmdur í 74060 kr. sekt Belgiskur togari, sem tekinn var í landhelgi við Suðurland 23. þ, m. hefur verið dæmdur í 74 000 króna sekt, auk þess sem afli og veiðarfæri var gert upptækt og skipstjórinn dæmd- ur til greiðslu sakarkostnaðar. Togarinn nefnist „Edison“ og er frá Ostende. Hann var að veiðum innan landhelgi í nám- unda við Þrísker og með vörp- una útbyrðis, er eitt íslenzku varðskipanna kom að honum. Var þá dimmviðri og uggði skipstjórinn ekki að sér. Kvaðst skipstjórinn hafa verið nýkom- inn að heiman og aðeins búinn að vera hér í þrjú dægur, er hann var tekinn. — Varðskipið fór með hann til Vestmanna- eyja og var komið þangað um hádegisbilið í fyrradag. Réttar- höld í máli skipstjórans hófust strax og féll dómur á þá leið, sem að ofan greinir. Skipstjór- inn áfrýjaði málinu. Undanfarna daga hafa þokur verið í Vestmannaeyjum, en annars góðviðri og hlýtt. í fyrra dag birti til og hefur verið sól- skin og hið fegursta veður síð- an. Báðir Vestmannaeyjatogararn ir liggja nú inni og er óráðið, hvenær þeir fara á veiðar. — Sæmilegur afli er á handfæri á opna báta, en lélegur afli á línubátum. Einn Vestmanna- eyjabátur er á hákarla- og lúðu veiðum og hefur aflað sæmi- lega. Sá, er kýs ekki tvöfaidar giidi atkvæðis andstæðingsins Þórarinn Jónsson lögg. skjalþýðandi í ensku. KirkjuhvoH Sími 81655 JSÍ. F. U. M. ALMENN SAMKOMA annað kvöld kl. 8,30. Ólafur Ólafsson kristniboði talar. — Allir velkomnir. I FYRRADAG tapaðist merktur Parker sjálfblek- ungur. Finnandi vinsamlegá geri aðvart í sírna 80017. — Fundarlaun. (733 LYKLAVESKI, með lykl- um, brúnt, tapaðist 22. þ. m. Skilist gegn fundarlaun- um á lögreglustöðina. (728 STÚLKU vantar í sveit austur í Árnessýslu. Uppl. Vitastíg 20, milli kl. 6—8 e. h. (738 HIRÐI slegið hey af blett- um. Sími 6524. (736 OTSVARS- OG SKATTAKÆRUR Málaflutningsskrifstofur. Guðlaugur Einarsson, Einar S. Einarsson, Aðalstræti 18. I. hæð. — Sími 82740. (724 RAFLAGNIR og VIÐGERÐIR á raflögnum. Gerum við straujárn og öimur heimilistæki. Raftækjaverzlunin Ljós og Hiti h.f. Laueaveei 79 — Sím; 5184 PLÖTUR á grafreiti. Út- vegum áietraðar plötur á grafreiti með stuttum, fyrir- vara. Uppl. á Rauðarárstíg 26 (kjallara). — Sími 6126 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer 12 daga skemmti ferð til Norður- og Austurlandsins, fimmtudag- inn 2. júlí næstk. Lagt af stað kl. 8 árd. frá Austur- velli, og ekið að Blönduósi. til Akureyrar um Vagla- skóg, Laxfossa,- Húsavík til Kelduhverfis, Ásbyrgi og Dettiíoss, skoðað, Grettisbæli og Axarfjörður. Þá haldið um Möðrudalsöræfi austur á Fljótsdalshérað og dvalið þar 1 til tvo daga. Farið verður til Norðfjarðar og ef til vill Vopnafjarðar. í baka leið farið um Mývatnssveit, og dvalið þar daglangt, og gist á Akureyri. Komið að Hól- um í Hjaltadal. — Félagið leggur til tjöld, fyrir þá sem það vilja. Áskriftarlisti ligg- ur frammi og farmiðar séu teknir fyrir kl. 5 á þriðju- dag. Uppl. í skrifstofu fé- lagsins, Túngötu 5. LITIÐ herbergi til leigu fyrir reglusaman mann eða konu. Upþl. Ásvallagötu 11, uppi. kl. 20—21. (737 HERBERGI til leigu í miðbænum fyrir reglusaman karlmann. Uppl. Miðstræti 4, II. hæð kl. 5—8 e. h. (laugardag). (716 TIL LEÍGU óskast .2—3 herbergi og eldhús. Vil sinna ungbarni á daginn. Tilboð til blaðsins fyrir 3. júlí, — merkt: „Samvinna“. (726 HERBERGI til leigu Uppl. í síma 4581. (729 TIL SÖLU ljós sumar- dragt og tækifæi’isdragt. — Verð kr. 600,00 hvor. Uppl. í síma 82214 frá kl. 2—6 í dag. _________________________(732 STÚLKA óskar eftir her- bergi sem næst miðbænum. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir mánudagskvöld, merkt: HERBERGI óskast sem næst miðbænum. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Tilboð sendist blaðinu fyrir mánu- dagskvöld, merkt: „Fyrir- framgreiðsla". (744 TIL LEIGU í nýju húsi, skammt frá miðbænum, kjallaraíbúð, 3 herbergi og eldhús. Fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist afgr. blaðsins, merkt: „Júlí — 259“. (735 LÍTIÐ forstofuherbergi, með húsgögnum, til leigu. — Bólstaðahlíð 15 (I. hæð). — SEM NÝ kambgarnsdragt, á meðalkonu, drengjabuxur á Í2 ára, kvenkjólar og krakkakjólar, allar stærðir, til sölu í Selbykamp 12. — Allt nýtt. — Tækifærisverð. (709 PAFAGAUKUR. — Mjög fallegur, stór páfagaukur (Amazon) til sölu. Tæki- færisverð. Upp í síma 1374. (741 mtr- SILVER CROSS barnavagn, dökkblár, sem nýr, til sölu. Grettisgötu 55 í dag. (739 LAXVEIÐIMENN. Stórir og nýtíndir ánamaðkar til sölu í Sörlaskjóli 56, uppi (áður Bræðraborgarstíg 36). (730 SNIÐHNÍFUR. Höfurn til sölu stóran blaðsniðhníf U. S. A. Cutter. — Verð kr. 2.900,00. Uppl. í síma 82214 frá kl. 2—6 í dag. (731 SUMARBUSTAÐUR til sölu í strætisvagnaleið. Lágt verð. Uppl. í síma 7539, milli kl. 3 og 6.______________ (713 REIÐHJÓL til sölu. Mið- stærð. Uppl. Skúlagötu 78. III. hæð t v. (734 DÍVANAR, allar stærðir, fyrirliggjandi. Húsgagna- verksmiðjan, Bergþórugötu 11. Sími 81830. (394 HÚSMÆÐUR: Þegar þér kaupið lyftiduft frá oss, þá eruð þér ekki einungis að efla íslenzkan iðnað, heldur einnig að tryggja yður ör- uggan árangur af fyrirhöfn yðar. Notið því ávallt „Chemiu. lyftiduft", það ó- dýrasta og bezta. —- Fæst í hverri búð. Chemia h.f. — SAUMASTOFA Ingólfs Kárasonar, Hafnarstræti 4, sími 6937. Fyrirliggjandi karlmannaföt, stakar buxur og loðkragaefni. (697 & Bumuakji. TARZAM /387 Capr I»M. cieir R cr aurrtufht In? — Tm Hr«s 'J e O0. Dietr. by United Featurc Syjidicace. Inn. -w. B&ggí -mm -4 ImWmWkK , jp /i •* ‘ 1 Vörðurinn sagði að Nernone væri að rannsaka tilræ&ið við Tarzan, og að hún hefði kallað saman fjölda jaaannæ til yfirheyrslu. Vörðurinn vísaði þeim síðan leið- ina að salarkynnum Nemone, þar sem að hún sat í skrautlegu hásæti og gnæfði yfir alla. Tomos og Erot voru' á meðal þeirra höfðu mælt Virtúst þeir báðir órólegir og hræddh'. a&alsmanna sem þegar til yfií'heyrslúnnáf1, • dg „Við höfum kaílað ykkur hingað,“ sagði Nemone, „til þess, að íá vitn- eskju um það sem skeði í herbergj. ykkar í gærkvöldi.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.