Vísir - 27.06.1953, Blaðsíða 8

Vísir - 27.06.1953, Blaðsíða 8
VI8IR D-listinn Laugardaginn 27. júní 1953 zssa Sjálfstæðis- menn athugið. KJÓSIÐ SNEMMA. Kosning híefst kl. 10 árdegis. á morgun í Miðbæjar-, Aust- urbæjar-og Laugarnes-skól- um. ★ UPPLÝ sin g amiðstöð er í V.R., Vonarstræti 4, sími 1740 og 82708. * BÍLASÍMAR: 7100— Miðbæjarskólahverfi. 1050 — Austurbæjarskóla- hverfi. 1400 t— Laugarnesskóla- hverfi. . * HEIMILISFANG Á MANNTALI 1952. segir til um það í hverjum hinna þriggja skóla viðkom- andi á að kjósa. AÐSTOÐARFÓLK. — Þeir, sem vilja aðstoða D- listann á kjördegi, eru beðn- ir að koma í Tjarnarcafé. Þar verða gefnar leiðbein- ingar um aðstoð. AÐSTOÐ VIÐ HÚSMÆÐUR. Sjálfstæðiskvennafél. Hvöt aðstoðar húsmæður, sem eiga erfitt með að komast að heiman. Sími J798. Engin ný gengislækkun er yfirvofandi. í dauðffisiríðinu ber Gylfi frem visvitandi ósannindi. GEGN BETRI VITUND fullyrðir háskólaprófessorinn í hagfræði, Gylfi Gíslason í Alþýðublaðinu í gær að ný geng- islækkun sé yfirvofandi. Þetta er uppspuni frá rótum og hefur enga stoð í veruleikanum, en samt hikar prófessorinn ekki við að hræða almenning með að breiða út svo hættuleg ósannindi. Hann er ekki vandur að meðulunum, maðurinn sá. Það hefur ekki komið til tals, að lækka krónuna. Eins og nú standa sakir er engin'ástæða til bess. Gengislækkun er ekki mál, sem ábyrgir menn leika sér með, þótt þjóð- málaskúmar eins' og Gylfi noti það, til að brciða út ósann- indi sér til hjálpar í sínu pólitíska dauðastríði. Það verður engin gengislæltkun á krónunni -en það vofir mikil „gengis- Iækkun“ yfir Gylfa og Alþýðuflokknum, sem allt alvarlega hugsandi fólk hefur nú snúið við bakinu. » Útilegukind næst í Þjórsárdal. Önnur mun vera ■ Goftaiandi, afrétt V.-Eyfellinga. Rauðu máigögnin reyna að gera mikið veður út af því, að verzlunarhallinn við útlönd fimm mánuði ársins befur verið ein milljón krón- ur á dag. Útflutningur landsins kemur aðallega á síðara helming ársins, og er því halli eðlilegur fyrri hluta árs. En nú er áætlað, að liggjandi séu birgðir í landinu af útflutningsvör- um, er neiúia 330—350 mill- jónum króna, EÐA SERT SVARAR 2—3 milljóna króna útflutningur á hverj- ím degi það, sem eftir er ársins. Er þá ekki talið með það, sem aflast síðari hluta ársins. Hefði afurðirnar ver- ið seldar úr landi jafnóðum og þær voru tilbúiiar, væri nú enginn verzlunarhalli við útlönd. Auk þess hefur geng- ið til að greiða hallann fýrri hluta ársins 70—80 millj. kr. framlag frá Marshall stofn- uninni, sem meðal annars hefur verið notað til að greiða vélar til virkjananna »g áburðarverksmiðjunnar. Það ,,hrun“ sem vesalings Alþýðublaöio segir, að muni Ieiða af vcrzlunarhallanum, er aðeins íil í heiia Alþýðu- flokksbroddanna, sem nú þjást af óíta við hrunið í þeirra eigin flokki. Slíkt I „hrun“ stendur nú fyrir dyrum. Hjördís Schymberg og Guðmundur Jónsson í La Traviata, sem sýnd verður í 25. skiptið í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Þótt óperan hafi verið flutt kvöld eftir kvöld í meira en heilan mánuð hefur hvorki verið lát á aðsókn né hrifningu leikhús- gesta. Þessar undirtektir sanna að íslendingar kunna að meta sönn og sígild listaverk álfunnar. Nú eru síðustu forvöð að hlusta á þetta töfrandi tónverk Verdis, þar sem aðeins þrjár sýningar eru eftir, í kvöld, annað kvöld og þriðjudagskvöld. Fyrsti Siglufjarðarbáturinn farinn á síldveiðar. Siglfirzkur reknetabátur, sem drifið hefur undanfarnar næt- ur, telur sig hafa orðið síldar var öðru hverju. í fyrrinótt fékk þessi bátur tvær tunnur síldar og var auk þess var við nokkur „augu“. Var hann þá alldjúpt út af Siglufirði. Síðastliðna nótt ætlaði þessi sami bátur enn lengra til hafs, allt norður undir Kblbeinsey og leita þar fyrir sér og sjá hvers hann yrði var. Næstu nótt er ferðinni heitið' austur undir Grímsey og láta drífa þar. Fyrsti Siglufjarðarb'áturinn fór á síldveiðar í fyrrinótt, m.b. Særún. í gærkveldi var hún stödd norðvestur af Grímsey, en að öðru leyti bárust éngar frek- ari fréttir af henni. Fleiri Siglu- fjarðarbátar eru nú að búa sig á síldveiðar. Siglufjarðartogarinn Elliði kom í gær til Siglufjarðar af saltfiskveiðum. Áætlaður afli hans var 170 lestir og var þegar byrjað að losa hann. Reitingsafli hefur að undan- förnu verið á handfæri á opn- um bátum, en línubátar hafá lítið aflað. Kommar velja réttan lit. Þeir þekkja litina sína, kpmmúnistarnir. Það sésí á því, hvernig þeir liafa skreytt liúsin sín hér í bæn- nm, Skólavörðustíg 19 og Þórsgötu 1. Á öðru er á- skorun um að kjósa C-list- ann, en á hinu aðeins X—C. En hið táknræna er fólgið í því, að á báðum stöðum er listabókstafur þeirra — C — með gulum lit. Sá litur tákn- ar m. a. fals og undirhyggju, og munu menn segja, að vel hafi hitzt á hjá hinum frómu mönnum. Fyrir nokkrum dögum var handsömuð útilegukind í Þjórs- árdal. Var henni lógað og leiddi rannsókn í ljós, að kindin var alheilbrigð. Grunur leikur á, að útilegukind hafist og við á af- réttarlandi Vestur-Eyfellinga — hafi ef til vill verið þar tvo vetur. Mánudaginn 15. þ. m. var Jóhann bóndi á Skriðulandi að líta eftir skógargirðingu í Þjórsárdal. Sá hann kind í gjánni og gerði aðvart um hana Steinþóri Gestssyni á Hæli í Gnúpverjahreppi, og' voru 5 menn sendir til að leita hennar og élti hana uppi. Tókst það og var kindin flutt að Hæli og henni lógað þar. Var skrokkur- inn síðan fluttur í heilu lagi að Keldum til rannsóknar. Kindin var frá Selsundi á Rangárvöllum og hefur komist vestur yfir Þjórsá, sennilega á ís í vetur og gengið úti í daln- um. Þetta var veturgamall hrútur. Var hann í góðum hold- um og reyndist vera dálítill mör i honum. Steinþór á Hæli telur það alveg örugt, að hrúturinn hafi ekki haft neitt^ samband við hinn nýja stofn Árnesinga, sem kom í haust. — Horna- vöxtur á hrútnum var eðlileg- ur og augljóst, að ekkert hefur háð honum. Nokkrar líkur eru til, að á afréttarlandi Vestur-Eyfellinga, Goðalandi, sé útilegukind, og jafnvel grunur manna, að hún hafi verið þar tvo vetur. Ráð- stafanir hafa verið gei-ðar til þess að gera út leiðangur til þess að leita hennar, elta uppi og handsama._____ Varðbergið „sigraði“! Varðbergsmenn skýra enn frá nýjum „sigri“ í prófkosningu, og fara eins rangt með og þeir geta. Þeir segja frá sigri sínum í prófkosningu í pósthúsinu. Þar greiddu 57 menn atkvæði af 97 sem þar starfa, og meðal þeura, sem þátt voru látnir taka, voru menn, er vinna í sumarleyfum annarra í stofnuninni. Margir sjálfstæðisnaenn tóku ekki þátt í kosningunni, sem sýnir engan veginn rétta mynd af fylgi flokkanna innan stofnunarinn- ar, svo að Varðbergsmenn geta ekki státað af miklu. Þegar ÉG fékk þann STÓRA... I Á mánudag byrjar Vísir nýj- j an þátt, sem ætlað er að koma i vikulega í surnár. I Heitir þáttur þessi „Þegar EG fékk þann STÓRA ...“ og munu menn sjá af. því, að hér er á ferðinni efni, sem laxveiðimö'm um er ætlað, auk annarra. Sér ; Víglundur Möller um þátt þenna fyrir Vísi, en liann er laxveiðimönnum að g'óðu kunn- ur, því að hann hefur margt skrifað um hugðarefni þeirra. Vaentir Vísir þess, að veiðisög- urnar, sem birtar veðri, þyki góður fengur, bæði veiðimönn- um og öðrum. Blindþoka á hvalamiðum. Undanfarna 2—3 daga hafa engir hvalir veiðzt vegna blind- þoku á miðunum. Áður en þok- an skall á hpfðu veiðzt 89 hval - ir. Þann 21. þ. m. höfðu veiðzt 76 hvalir, svo að 5 hafa veiðzt síðan. — Hinn 18. júní í fyrra höfðu veiðzt 53 hvalir. Hvalkjöt hefur veriþ á rr.ark- aðinum hér í bænum og víðar, síðan veiðarnar komust í gang,, og er éftirspurn eftir þvi miki?, enda er þetta kjarnmikil, ljúf- feng og ódýr fæðutegund. -- Allmikið af hvalkjöti hefur ver ið fryst á Akranesi. Erlendar fréttir. Lanielle, óháður íhaldsmað- ur, hefur fengið traust fulltrúa- deildarinnar frönsku til stjórn- armyndunar. , ★, Framkvæmdastjóri Sþ. og forseti allsherjarþingsins ræddú í gær í Ottawa, hvort kveðja skyldi allsherjarþingið saman til fundar vegna Kóreustyrjald- arinnar. Ekki er kunnugt um ákvörðun. Oeirðir eru enn í Leipzig, Magdeburg og fleiri borgum A.- Þýzkalands. Lögreglan hefur dreift mannfjöldanum með tára gasi. ★ Robinson hefur lagt fyrir Syngman Rhee tillögur frá Eis- enhower forseta, sem Rhee tel- ur merkar. Robinson og Rhee munu brátt koma saman tií fundar í þriðja sinn . ★ Heiftarlega er barizt og víða í návígi á miðvígstöðvunum í Kóreu. — Þúsundir andkomm- únistiskra fanga gerðu mis- heppnaða tilraun til þess að brjótast út úr fangabúðum. — Bandarískir gæzlumenn gripu til vopna og féllu 2 fangar. * Frakkar hafa sent lið inn í Cambodia í Indókína til þess að „verja líf og eignir franskra Ringulrei&in er bezta tryggingin. Allir þeir Englendingar, sem óttast njósnara Sovét- ríkjanna, geta sofið rólegir, sagði brezka tímaritið „Lond on Opinion“ nýlega. Orsök- in er þessi áð sögn tímarits- ins: „Glundroðinn er svo mikill í landvarnaráðuneyt- inu, að jafnvel sovétnjósn- arar geta ekki komizt til botns í neinu.“ Sá, er kýs ekki tvöfaldar gildi atkvæ&b antfstædingsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.